Pressan - 28.02.1991, Page 21
21
LISTAPÓSTURINN
Viökvæm, skapstór og meö ríka skáldgáfu
Þjóöleikhúsiö sýnir leikrit sem fjallar um lífshlaup bandarísku skáldkonunnar Sylvíu Plath, sem féll fyrir eigin hendi aöeins þrítug aö aldri.
,,Eg held ad þad sé búiö að
skrifa þvilík býsn um hjóna-
band Sylvíu Plath og Ted
Hughes að höfundurinn hafi
viljað leiðrétta einhverjar
skekkjur t allri þeirri umfjöll-
un," segir Helga Bachmann,
en hún fer með hlutverk Aur-
elíu Plath móður Sylvíu Plath
í leikriti sem nefnist Bréf frá
Sylvíu og Þjóðleikhúsiö frum-
sýnir á föstudaginn, þann 1.
mars. Leikritið sem er eftir
Rose Leman Goldemberger
fjallar um œvi hinnar þekktu
bandarísku skáldkonu Sylvíu
Plath og er byggt á sendibréf-
um sem Sylvía skrifaði fjöl-
skyldu sinni allt frá skólaár-
um sínum og þar til hún
framdi sjálfsmorð þrítug að
aldri árið 1962.
Sylvía byrjaði ung að birta
Ijóð í tímaritum og vakti
snemma athygli fyrir óvenju-
lega skáldskapargáfu. Hún
var mikill námsmaður og
lagði hart að sér við nám eins
og reyndar flest annað sem
hún tók sér fyrir hendur. Sú
Grafík og
Hringur,
Tryggvi og
Helgi Þorgils
um Nordur-
lönd
Sýningin íslensk
myndlist á ferö um
Norðurlönd inniheldur
verk 13 grafíklista-
manna og þriggja mál-
ara; þeirra Hrings Jó-
hannessonar, Helga Þor-
gils Friðjónssonar og
Tryggva Ólafssonar.
Sýningin er á ferð um
Norðurlönd og áœtlað
er að hún muni fara til
allt að fimmtán staða.
harka og þær miklu kröfur
sem hún gerði til sjálfrar sín
báru ekki aðeins góðan ár-
angur heldur byrjaði ýmis-
legt að bresta í skapgerð
hennar.
SKÁLDSKAPARGÁFA OG
ÓVENJU MIKIÐ SKAP
Henni mættu ekki bara
kröfur á námssviðinu heldur
krafðist bandarískt þjóðfélag
þess að ungar stúlkur væru
vinsælar í samkvæmislífinu
og ættu sér vonbiðla. Sylvía
fór ekki varhluta af þessum
kröfum og löngunum til að
uppfylla þær þó að hún ásetti
sér einnig að verða alvarleg-
ur rithöfundur. Álagið varð of
mikið og Sylvía fór að fá
reiðiköst og þjást af þung-
lyndi. Taugarnar biluðu og
hún gerði örvæntingarfulla
tilraun til að svipta sig lífi.
Sylvía var eftir þetta mjög
langt niðri og gat hvorki lesið
né skrifað í langan tíma en
með hjálp móður sinnar og
geðlækna gat hún hafið nám
að nýju þar sem hún hafði
verið í Smiths College. Eftir
útskrift fékk hún námsstyrk
til Cambridge á Bretlandi þar
sem hún kynntist verðandi
eiginmanni sínum breska rit-
höfundin Ted Hughes
sem var þá þegar þekktur rit-
höfundur og át uinðar eftir að
verða eitt þekktasta skáld
Bretlands. Sylvía var mjög
ástfangin af Hughes og dró
ekki dul á aðdáun sína á rit-
hæfileikum hans. Hún tók
einnig miklum framförum
sem skáld á þessum tíma og
Ijóðabók hennar Risastyttan
kom út árið 1960.
Hjónaband þeirra Sylvíu
og Hughes var hinsvegar
stormasamt og hann yfirgaf
hana og börnin þeirra tvö ár-
ið 1962. Sylvía orti sín bestu
ljóð eftir burtför Teds. Þessa
síðustu mánuði sem hún lifði
streymdu ljóðin úr pennan-
um óhamin og tilfinningarík
og þau ljóð urðu til að skipa
henni meðal fremstu skálda
sinnar samtíðar. En Sylvíu
hrakaði að sama skapi á sál
og líkama og sex mánuðum
eftir að Ted Hughes hafði yfir-
gefið hana fyrirfór hún sér.
KONA OG LISTAMAÐUR
,,Mér finnst fleira forvitni-
legt við þessi bréf Sylvíu en
það hver hún var. Það er
kannski öllu fremur heimild
um hvernig það var að vera
kona og rithöfundur á þess-
um tíma. Hvernig það var að
vera skapandi einstaklingur
undir þeim kröfum sem sam-
félagið gerði til kvenna," seg-
ir Guðbjörg Thoroddsen sem
fer með hlutverk Sylvíu Plath
í leikritinu Bréf frá Sylvíu og
Helga Bachmann bætir við:
„Þetta er framandi að mörgu
leyti en ég man eftir að Halla
Linker sem ég þekki nú ágæt-
Operusmiðjan er hópur
ungra söngvara í Reykjavík
sem starfa saman að flutn-
ingi óperutónlistar. Hópurinn
hafði í hyggju að setja upp
Mozart-dagskrá í vor í tilefni
200 ára ártíðar Mozarts.
Hópurinn kom að máli við
framkvæmdastjóra íslensku
óperunnar og bað um að fá
húsið leigt undir dagskrána.
Eftir að framkvæmdastjórinn
hafði ráðfært sig við stjórn ís-
lensku óperunnar var gerður
munnlegur samningur milli
framkvæmdastjóra og tals-
lega sagði mér frá fyrstu ár-
um sínum sem ung kona í Los
Angeles. Þá snerist allt lífið
hjá konum um hugsanlega
giftingu og konurnar áttu að
gera allt til að ýta undir yfir-
burðakennd karlmanna og
helst að líta út eins og risastór
auglýsingaskilti fyrir hjóna-
band.“
„Líf hennar var einstaklega
stormasamt," segir Guðbjörg
og heldur áfram: „Hún eign-
ast tvö börn á fjórum árum og
missir eitt fóstur. Á þessum
tíma er hún að reyna að
skrifa auk þess að sjá um
heimili, hún vill standa sig og
gerir miklar kröfur til sjálfrar
sín, kannski of miklar. Þær
konur sem voru að skrifa á
þessum tíma voru fæstar gift-
ar með stórt heimili líkt og
hún og ég held að hana hafi
tilfinnanlega skort fyrir-
myndir í því sem hún var að
gera. Hún vildi þetta allt.“
manna hópsins. Þegar
Óperusmiðjan vildi fá samn-
inginn skriflegan rifti óperu-
stjórinn Garðar Cortes hinum
munnlega samningi.
Óperusmiðjan verður því
að fresta Mozart-dagskránni
um sinn. íslenska óperan fær
25 milljóna styrk frá opinber-
um aðilum til að halda uppi
óperustarfsemi í landinu og
eins og flestir vita var Gamla
bíó þjóðargjöf til íslenskra
söngvara fyrir óperuflutning
í landinu og varð íslenska
óperan til upp úr því. Sam-
Helga: „Það var nú líka allt-
af mjög ríkt í Sylvíu að ætla
sér ekki að fórna draumnum
um ástina á altari skáldskap-
arins. Starf rithöfundarins er
líka mjög einmanalegt, það
held ég að öllum beri saman
um. Ég get líka ekki varist
þeirri hugsun að núna eru all-
staðar til menningarklíkur
líkt og voru þá. Hvernig
skyldi hinum unga ameríska
rithöfundi hafa verið tekið af
breskum menningarvitum á
þessum tírna?"
En hvernig var sambandi
þeirra mæðgna, Sylvíu og
Aurelíu, háttað? Hvernig per-
sóna er móðirin?
Helga: „Móðirin kemur
mér fyrir sjónir sem mjög
dreymin kona sem hefur í
bernsku haft mjög miklar
væntingar til lífsins. Hún hef-
ur lifað sig inn í bækur sem
unglingur og það sem liggur
beinast við fyrir hana á þeim
kvæmt heimildum Lista-
póstsins gætir óánægju með-
al margra söngvara með
hvernig að starfseminni er
tíma þegar hún er ung kona
er að verða kennari. Móðirin
reynir að láta sína drauma
rætast í gegnum Sylvíu og sér
fram á mikla depurð þegar
Sylvía hefur skáldgáfu Teds
upp til skýjanna því kannski
voru hennar draumar jafnvel
of stórir fyrir kynslóð Sylvíu.
Hún reynir síðan að lifa með
þeirri þjáningu og örvænt-
ingu sem gerir vart við sig
þegar hún veit af þeim hörm-
ungum sem Sylvía lifir í Bret-
landi og hún sjálf er hinum
megin við hafið og getur ekki
komið henni til hjálpar. Sylv-
ía hafnar því síðan að fara
heim til móður sinnar sem er
mjög rökrétt enda vill maður
síður íþyngja sínum nánustu
þegar ástandið er jafn hrika-
legt og það var hjá Sylvíu."
staðið og ekki síst með tilliti
tii þess að ekki er auglýstur
prufusöngur þegar setja skal
upp óperur.
Islenska óperan
*
Neitaði Operusmiðjunni
um afnot af Gamla bíói
— Gardar Cortes rifti munnlegum samningi