Pressan - 28.02.1991, Page 26
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Þjóökirkjan berst fyrir athygli
Ég er til í að
rappa
testamentin og
gefa uppskriftir
með kvöidmál-
tiðinni
— segir séra Viglundur Bárð-
arson, sem mun sjá um
skemmtidagskrá þjóökirkj-
unnar í Sjónvarpinu.
Ruglingur á kennitölum
Giftist alnafna
nnnnsta síns
fyrir misskilning
— ég veit ekki hvort það er
rétt að leiðrétta þetta úr
þessu.segir brúðurin.
Vegna ruglings á kennitölum er
Grétar Ólafsson nú giftur konu
sem alnafni hans ætlaði að giftast.
Vegna óska hennar hefur verið
limt yfir augun á henni á mynd-
inni.
Skurðlæknir á
Landspitalanum
Rukkar fólk
á skurðaur
borðinn
— neitaði að sauma fyr-
ir botnlangaskurð fyrr
en hann fékk næturalag
borgað.
Ég er orðinn þreyttur á að við
læknar séum álitnir einhverj-
ar góðgerðarstofnanir, segir
Ingvar Matthiasson læknir.
Séra Viglundur ásamt aðstoðarstúlkum i sjónvarpsþáttun-
um.
|?wn
FIMMTUDAGURINN 28. FEBRÚAR 1991
7. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
STOFNAÐ 1990
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944
Bryndís Hjálmarsdóttir frá Súganda segist ekki hafa nein sér-
stök stefnumál á dagskrá utan þau sem kjósendur vilji að hún
hafi. „Það verður ekkert vesen hjá mér," segir hún.
Kosningarnar
39 FLOKKAR
I FRAMBOBI
— aukiö atvinnuleysi líklegasta skýringin
Reykjovík, 27. febrúor
Þrjátíu og níu flokkar
hafa nú lýst yfir framboði
til næstu þingkosninga og
eru þeir fleiri en nokkru
sinni fyrr.
„Fyrir mér er þetta fyrst og
fremst atvinnuspursmál,"
sagði Bryndís Hjálmarsdóttir,
húsfreyja á Suðureyri, en hún
er formaður Kvenfélagsins á
Súganda, sem hefur ákveðið
að bjóða fram.
„Það er ekki mikið um at-
vinnutækifæri í minni sveit.
Maður verður því að leita eft-
ir því litla sem í boði er,“ sagði
Bryndís.
Að sögn Svans Kristjáns-
sonar, lektors í stjórnmála-
fræði, má sjá afleiðingar lé-
legs atvinnuástands í fleiri
framboðum.
„Það virðast margir renna
hýru auga til þess að hafa ör-
ugga vinnu næstu fjögur árin.
Sjálfur hef ég íhugað fram-
boð og margir í minni ætt,“
sagði Svanur.
Meðal nýrra framboða má
nefna; Kristilega bræðra-
flokkinn, sem nokkrir guð-
fræðingar án brauða standa
að, Miðflokkinn, sem hunda-
þjálfarar og hunda-hársnyrti-
fræðingar hafa sameinast
um, og Sameinaða flokkinn,
en að honum standa nokkrir
fyrrverandi stjórnmálamenn
sem eiga það sameiginlegt að
hafa verið hafnað í sínum
fyrri flokki.
„Ég veit ekki nema að það
væri ódýrara að hækka ein-
faldlega atvinnuleysisbætur,"
sagði Benedikt Blöndal, for-
maður kjörnefndar í Reykja-
vík. „Hættan við það er hins
vegar sú að þeir sem hafa
verið í framboði undanfarin
ár mundu líka hætta og fara á
atvinnuleysisbætur."
Þrír íslenskir bissnessmenn
Sakaðir nm samstarf
við Saddam Hússein
London, 21. febrúar
í frétt breska dagblaðs-
ins The Time í gær voru
þrír íslenskir bisness-
menn sakaðir um að hafa
aðstoðað Saddam Hússein
við hernaðaruppbyggingu
Iraks. Þeim er gefið að sök
að hafa lagt til sérfræði-
þekkingu á sviði eitur-
vopna og efnahagslegra
hryðjuverka.
„Þetta er allt orðum aukið,"
sagði Höskuldur Traustason,
heildsali í Reykjavík, í samtali
við GULU PRESSUNA, en
hann er einn þremenning-
anna.
„Það eina sem ég gerði var
að senda íröskum kunningja
mínum afrit af þjóðhagsspá
Þjóðhagsstofnunar og frum-
varp Ólafs Ragnars að fjárlög-
um fyrir þetta ár. Ef það er
glæpur þá mætti sjálfsagt
frekar hengja höfunda þess-
ara pappíra en mig.“
Ég kvarta ekki
nema ég sé
sérstaklega
spnrð
— segir Olga Finns-
dóttir, forstööukona
Reykjavík, 28. febrúar_
„Það er rétt að við get-
um hækkað í launum
með því að vinna yfir-
vinnu, en þannig er það
nú með flestar stéttir,“
segir Olga Finnsdóttir,
forstöðukona á dag-
heimilinu Hamrakoti, en
hún hafði um 240 yfir-
vinnustundir í janúar
síðastliðnum.
„Mér finnst samt að mig
vanti ýmislegt sem aðrir
geta veitt sér,“ bætti Olga
við.
Heildarlaun hennar í
janúar eru um 420 þúsund
krónur. Eru það ekki mjög
há laun miðað við þær upp-
lýsingar sem fóstrur hafa
hingað til látið frá sér fara
um launamál?
„Ég er ekkert að kvarta
svo sem. Ég geri það yfir-
leitt ekki nema ég sé sér-
staklega spurð,“ sagði Olga.
Eru þeir striðsglæpamenn? Höskuldur Traustason, Bjartmar Pálsson og Gunnlaugur Ívarsson.
Samkvæmt frétt The Time
hefur Saddam Hússein notað
þessi plögg til að kollvarpa
efnahag þeirra arabaríkja
sem hafa lýst yfir stuðningi
við bandamenn í stríðinu.
„Ég gerði ekki annað en
þýða þessi bréf Höskuldar,"
sagði Bjartmar Pálsson, lög-
giltur skjalaþýðandi.
„Ef eitthvað er ólöglegt við
mín viðskipti vil ég fá það
upp á borðið. Ég kæri mig
ekki um að svara órökstudd-
um dylgjum — jafnvel þó þær
komi frá virtu blaði,“ sagði
Gunnlaugur Ivarsson, verk-
stjóri hjá niðursuðuverk-
smiðju KJ á Akureyri, en í
grein The Time er sagt að
niðursoðnir gaffalbitar fyrir-
tækisins séu ein helsta uppi-
staðan í eiturvopnabúri Hús-
seins.
Nýr búvörusamningur
Bæði spennandi og skemmtilegt
Vík í Mýrdal, 27. febrúar
„Mér líst vel á þessar til-
lögur. Þær bjóða upp á
margt nýtt og skemmtilegt
sem ekki er að finna í kerf-
inu í dag,“ sagði Kristinn
Pálsson, bóndi á Felli, en
honum hefur tekist, sem
kunnugt er, að verða með
tekjuhæstu mönnum
landsins með því að nýta
til fullnustu ýmis ákvæði
búvörusamningsins.
Að sögn Kristins hefur
hann einungis rétt litið yfir
tillögur sjö manna nefndar-
innar um endurskoðun samn-
ingsins.
„í fljótu bragði sýnist mér
margt vera miklu meira
spennandi í þessu nýja kerfi.
Ég sé til dæmis ekki betur en
það sé hægt að græða helvíti
vel á því að hætta í kindakjöt-
inu, fara yfir í hross, ná sér í
salmonellu og vinda sér svo
beint í refinn eða kanínuna.
Ef maður nær þessu á innan
við átta mánuðum er maður
á grænni grein, að ég tali nú
ekki um ef maður getur troð-
ið ferðaþjónustunni þarna
einhvers staðar á rnilli," sagði
Kristinn.
„Annars er ég að mestu bú-
inn að draga mig í hlé til að
gefa sonum mínum tæki-
færi,“ bætti Kristinn við.
„Enda er það orðið fullt starf
að halda utan um þær fjár-
festingar sem við höfum lagt
í fyrir hagnaðinn af búrekstr-
inum.“