Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
Miklar sviptingar eru nú
á útvarpsstöðinni
Stjörnunni en sem kunn-
ugt er þá hefur öllum
starfsmönnum hennar
verið sagt upp. Reyndar
að einum undanskildum
en þaö er hann BJARNI
HAUKUR ÞÓRSSON sem
lifði hreinsanirnar af.
Hugmyndin var víst að
Bjarni tæki að sér stöð-
ina sem yrði þar með
fyrsta einmennings-
stöðin hér á landi. Bjarni
átti að sjá um að forrita
FREYMÓÐ SIGURÐSSON
sem er gæluyrði á plötu-
vélmenni sem geturtek-
ið við 200 plötum í einu.
Þarna átti eingöngu að
leika músík allan sólar-
hringinn.
En nú hafa nýjar hug-
myndir vaknað því einn
af fyrrverandi starfs-
mönnum Stjörnunnar
JÓHANNES B. SKÚLASON
hefur sóst eftir að leigja
útvarpsstöðina af ís-
lenska útvarpsfélaginu.
Málið er sem stendur í
höndum PÁLS ÞOR-
STEINSSONAR. Jóhann-
es þessi mun á sínum
tíma hafa rekið blóma-
verslunina I blóma lífs-
ins í Breiðholtinu. Ef
hann fær stöðina á leigu
munu einhverjir af fyrr-
verandi starfsmönnum
Stjörnunnar ætla að
hefja aftur störf þar, en
þó ekki BJARNI HAUKUR
ÞÓRSSON.
Unnur Björnsdóttir er hárgreiöslunemi á
Hárgreiðslustofu Sólveigar í Suöurveri.
Feröu ein í bíó? „Nei, ég vil félagsskap."
Ertu góður dansari? „Ég get dillaö mér."
Á hvaða skemmtistaði ferðu? „Hótel
Borgarnes og Strikiö."
Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já."
En líf eftir dauðann? „Ég hef ákaflega lít-
iö spáö í þaö."
isF|RÐINGVr
Ertu með náttúrulegan háralit? „Nei, ég
er nýbúin að láta lita mig — það er ekki
annað hægt í þessu fagi."
Ertu daðrari? „Nei, þaö held ég ekki."
Hvað viltu verða miklu ríkari en þú ert
í dag? „Töluvert — ég er bara fátækur
nemi."
Ef ég gæfi þér fyrit plastik-skurðað-
gerð, hvað myndir þú láta laga? „Ekki
neitt."
Hvers konar gæjar eru mest kynæs-
andi? „Þeir sem eru flottir í
vextinum en ekki of vöðvaðir.
— Og meö blá augu."
Varstu skotin í kennaranum
þínum? „Nei."
Hvað langaði þig aö verða
þegar þú yrðir stór?
„Hárgreiöslukona."
Við hvað ertu hræddust?
„Ég er hrædd viö að ég
eigi eftir aö deyja í bílslysi enda
er ég skræfa."
Hvort finnst þér betri
hamborgari eða pitsa? „Pitsa,
ég er svo leið á hamborgurum.'
Hugsar þú mikið um í hverju
þú ert? „Mjög mikið — ég
er lengi að hugsa um
í hvaö ég á aö fara. Þá er
ég alger skósjúklingur."
Ertu hrædd við einhver
dýr? „Nei, en mig klígjar
viö sumum dýrum.
Hömstrum og svoleiðis."
Segir þú oft brandara?
„Nei, bara í vinahópi."
Kanntu að elda?„Já, já
— allavega talar kærastinn
um aö ég búi til góöan mat."
Ferðu oft í megrun? „Ég byrja ööru
hverju."
Hvaða orð lýsir þér best? „Alvarleg".
Finnst þér Simpson-fjölskyldan
skemmtileg? „Ég hef horft lítiö á hana en
þaö sem ég hef séö er ágætt."
Trúir þú á líf á öðrum hnöttum? „Nei, en
ég hef nú lítið pælt í því."
I
% > /
M
Væmnir gæjar
og ævintýri hans
í Reykjavík
Að fara með Reimari í bíó
var meiriháttar upplifelsi.
Popp og Freyjuhrís mátti
ekki vanta. Hann fór ekki í
salinn nema velbyrgur af
nammi. Svo hló hann svo
hátt að það fór í mínar fín-
ustu. Ef einhver hastaði á
okkur og sagði sem svo: Hei,
þú. Kitlar þig? Þá æstist
Reimar um allan helming og
stappaði látlaust með löpp-
unum í gólfið.
Við skoðuðum í gluggann
hjá Gamla bíó. Tvær myndir
komu til greina, Merki Zorr-
ós og rússnesk stríðsmynd.
— Sjáum Zorró, sagði Reim-
ar. — Ég þoli ekki rússnesk-
ar myndir. Það eina sem
rússar segja er skrabí-skrab,
og skrabí-skrjú.
Við keyptum miða á Zorró
og ég bauð upp á kók. Reim-
ar slokraði úr henni hálfri í
einum teig. — Hvað finnst
þér fúlast af öllu í heiminum
frændi? spurði ég. — Fyrir
ufan rússneskar myndir?
— Væmni, sagði Reimar.
— Hún er óþolandi. En ég
get sagt þér hvað er best. Að
éta sítrónubúðing. Ég vildi
helst að allur heimurinn
væri úr sítrónubúðingi. Þá
myndi ég snæða hann í ró-
legheitum. Hugsaðu þér ef
Esjan væri búðingur. Þá
fengi maður svei mér nóg í
sig.
— Ætli þér yrði ekki
bumbult, sagði ég.
— Ég er viss um að þú ert
miklu væmnari en ég Nasi,
sagði Reimar. Aldrei mátti
neitt segja við hann. — Ég er
viss um að þú ferð að grenja
á sorglegum myndum.
Ég hafði boðið upp á kókið
svo ég tók af honum flösk-
una, dró annað augað í pung
og kíkti oní stútinn. — Hvað
líkar þér ekki kókið, spurði
ég.
— Jú, auðvitað, af hverju
spyrðu?
— Blessaður reyndu þá að
drekka þaö og drullast til að
halda kjafti.
Við fórum í salinn. Fyrst
voru nokkrar bráðhressar
aukamyndir. Strax þegar að-
almyndin byrjaði mátti aug-
Ijóst vera að okkur frændum
hafði all alvarlega orðið á í
messunni. Á tjaldinu var sú
rússneska. Reimar bankaði í
öxlina á kalli sem sat fyrir
framan okkur og spurði: —
Hvað er ekki Merki Zorrós?
— Hvað sýnist þér? spurði
kallinn. Hann var fúll og ör-
ugglega kommi. Enda fer
ekki hver sem er að sjá
rússneska mynd. Við vorum
þrír í salnum.
Reimar brá sér fram og
fékk að vita að Merki Zorrós
hafði verið á fimmbíó dag-
inn áður. Sá gamli við dyrn-
ar harðneitaði að endur-
greiða.
Rússneska myndin var um
rússneskan hermann í stríð-
inu. Það sem á daga hans
dreif var ekki til að grínast
með. Fyrst var hann heima
hjá sér og var hundskamm-
aður fyrir að detta í það.
— Kallarnir fá ekki einu
sinni að vera fullir í friði í
Rússlandi, hvíslaði Reimar
að mér. Þar næst missti hann
konu og börn þegar
sprengja lenti á húsinu.
Hann var tekinn höndum og
sendur í fangabúðir hjá
Þjóðverjum. Þetta var ein
sorgarsaga. Svo í lok mynd-
ar, stríðinu er lokið, þá er
kallinn að keyra út í sveit og
tekur upp smápolla á puttan-
um. Það kom í Ijós að smá-
pollinn hafði týnt foreldrum
Rokkið berst
við blúsinn
likið er gaman að vera í
Reykjavik i dag. Líf og fjör út
um alla borg og tónlistarlifið
blómstrar. Þessu er hann
Gunnar Erlingsson trommu-
leikari sammála: „Það hefur
aldrei verið betri grundvöllur
fyrir hljómsveitir hér í Reykjavík
með tilkomu allra þessara nýju
staða," sagði Gunnar en hann
er kominn af stað með nýja
hljómsveit eða réttara sagt trió
því auk hans eru þeir Mick
Pollock og Gunnþór Sigurðs-
son ígenginu — allt valinkunnir
rokkarar. Enn sem komið er
rokka þeir i fristundum en þeir
eru í fullu starfi annars staðar:
Mick i Kassagerðinni, Gunnþór
hjá sjónvarpinu og Gunnar er
að læra að tromma hjá FIH.
„Það er kannski erfitt að
flokka þessa tónlist okkar. Þetta
er liklega hreint og klárt rokk,
allavega ekki pönk. Það er
greinilegt að fólki líkar vet og
finnst þetta ágætt andsvar við
blúsnum sem öllu tröllríður,"
sagði Gunnar og brosti i sím-
ann.
Hljómsveitin varstofnuð um
síðustu áramót og spilaði fyrst
opinberlega á N1 bar i siðustu
viku. Hljómsveitin heitir Vinká
og er þegar farið að huga að
plötugerð.
sínum í stríðinu. Þeir óku
saman góðan spöl og kallinn
fiskaði söguna upp úr hon-
um í rólegheitum. Allt í einu
stoppar kailinn bílinn og
segir; þekkirðu mig ekki? Ég
er hann pabbi þinn. Vð týnd-
um hvor öðrum í stríðinu.
— Pabbi, pabbi, hrópar
drengurinn og leggur hend-
urnar um hálsinn á stríðs-
hetjunni og hjúfrar sig í
hálsakot.
Reimar sagði stórkallaleg-
ur: Djöfull er strákurinn í
myndinni vitlaus. Að láta
ljúga svona að sér. Karlfjand-
inn er ekkert pabbi hans.
— Uss, sagði maðurinn
fyrir framan okkur. — Hann
veit að drengurinn er mun-
aðarlaus. Reyniði að þegja.
Ég barðist við að grenja
ekki. Ég hugsaði: Ég skal
ekki láta Reimar sjá mig
grenja. Mér er sama um
stríðið. Ég þoli ekki munað-
arlaus börn. Ég þoli ekki
rússneskar myndir. Ég er
Nasi harði. Ég skal ekki
grenja. Allur heimurinn er
úr sítrónubúðing. Strákur-
inn í myndinni veit þetta og
er að éta kallinn. Þess vegna
liggur hann svona um háls-
inn á honum. Hann er að
naga af festu. Ég skal ekki
grenja.
(jMWfOL
OffPiríW
Allt í einu slitnaði filman
enda rússneskt drasl. Ljós
voru kveikt. Ég leit á Reimar.
Hann var allur útgrátinn. Ég
sagði: Þú er væmnasta kvik-
indi norðan alpafjalla.
Á leiðinni heim var Reim-
ar að reyna að afsaka sig
með því að hann hefði skilið
strákinn í myndinni svo vel,
þeir væru báðir munaðar-
lausir. — Ba, ba, ba, sagði
ég. — Amma þín hvað vinur.
Blessaður láttu ekki svona,
þú átt ekki sjens, þú ert
væmnasta kvikindi í heimi
og við vitum það báðir.
Olafur Gunnarsson
„Ástæðan fyrir því að ég fór
að vera með þetta er sú að ég er
nánast blindur á öðru auganu
vegna fæðingargalla og vildi
því ekki fara að taka óþarfa
áhættu. Ef ég fengi högg á heila
augað veit maður aldrei hvern-
ig gæti farið," sagði Finnur Jó-
hannsson línumaðurinn snjalli í
Val en gleraugnabúnaður hans
undanfarið hefur vakið athygli.
Má fastlega gera ráð fyrir tísku-
sveiflu í kjölfarið.
Þaðerekkilangtsíðan Finnur
fór að leika með gleraugu eins
og kunnir körfuknattleiksmenn
í Bandaríkjunum. Líklega eru
þeir Jabbar og Worthy kunn-
astir samherja Finns á gler-
augnasviðinu. Þetta eru nokk-
urs konar öryggisgleraugu sem
eru sérstaklega hönnuð fyrir
íþróttamenn en bæta í sjálfu
sér ekkert sjónina. „Jú, jú, þetta
vekur mikla athygli. Það er allt-
af verið að spyrja mig um þessi
gleraugu," sagði Finnur, gler-
augnaglámurinn á línunni.