Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 31

Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 31
ÍEkki er ljóst hvenær formleg nafngift verður ákveðin á veitinga- húsið í Öskjuhlíð en líklega mun Davíð Oddsson veita húsinu nafn áður en hann hættir sem borgarstjóri. Nú þegar eru í gangi nokkur nöfn eins og Skopparakringlan, Auðkúlan og síðast en ekki síst Perlan. Síðasta nafnið hefur löngum verið kennt við Morg- unblaðið enda hugarfóstur þess. Nú virðist DV vera komið í Perluliðið því í langri fréttaskýringu á þriðju- daginn má sjá þetta nafn í hverri línu . . . að hefur vakið athygli hversu miklum útlitsbreytingum frambjóð- endur Kvennalistans hafa tekið að undanförnu og má sjálfsagt líta á það sem lið í kosninga- slagnum. Mestum stakkaskiptum hef- ur Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tekið og er hún vart þekkjanleg á eftir. En útlitsbreyting- ar stjórnmálamanna eru ekki bara bundnar við kvenpeninginn. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur til dæmis skipt um greiðslu og er kominn með létta sveiflu í topp- inn ... H ■ ■ andboltadeild Vals er sögð undanskilin í vangaveltum um er- lenda leikmenn og er talið að þeir einbeiti sér að ís- lenskum leikmönn- um sem fyrr. Vitað er að þeir munu gera allt til að fá Sig- urð Sveinsson til sín aftur en samn- ingur hans við Atlet- ico Madríd renn ur út í vor. Ef Sigurð- ur fer aftur í Val eru taldar góðar lík- ur á því að það takist að lokka Pál Ólafsson, gamlan félaga hans úr Þrótti, í Val. . . u l^lú hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra keypt flugskýli af Flugfélaginu Örnum á Isafirði á 45 milljón- ir. Matsverð á flug- skýlinu er hins veg- ar ekki nema 23 milljónir. Ráðherr- ann gefur því flugfé- laginu 22 milljónir. Það er rökstutt sem stuðningur ríkisins við sjúkraflug frá Isafirði og ætlar ráðherrann sjálf- sagt að slá öll vopn úr höndum gagnrýnenda með því. . . G ert er rað fyrir því að hand- knattleikslið KR verði fyrir veruleg- um blóðtökum fyrir næsta keppnis- tímabil og tvær helstu skrautfjaðrir þeirra hverfi á brott. Talið er að Páll Ól- afsson fari í Val og Konráð Olavsson í Víking. Ef Víkingum tekst að fá Konráð til sín er gert ráð fyrir því að núverandi hornamaður þeirra og þjálfari Guð- mundur Guðmundsson snúi sér alfarið að þjálfun . . . VHBUIM A-LISTINN ngir nn aráttusætum ZÍsland / A-flokk! Guðmundur Árni Stefánsson & Össur Skarphéðinsson á fundaherferð Hvernig framtíð? Hvernig atvinnustefnu? Hvernig landbúnað? Hvernig sjávarútveg? Hvernig lífskjör? Hvernig skattheimtu? Hvernig velferðarkerfi? Hvernig ríkisstjórn? AKRANES SAUÐÁRKRÓKUR SIGLUFJÖRÐUR Föstudaginn 22. mars Laugardaginn 23.mars Sunnudaginn 24. mars Röstin kl. 21.00 Safnahúsið kl. 16.00 Alþýðuhúsið kl. 16.00 Fundarstjóri: Fundarstjóri: Fundarstjóri: Gísli Einarsson Björn Sigurbjörnsson Kristján Möller

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.