Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 13 veir gamlir samstarfsmenn á Stöð 2 munu sjá um sameiginlegan þátt fyrir ríkissjónvarpið í sumar. Það eru þau Val- gerður Matthías- dóttir og Helgi Pét- ursson en þau voru sem kunnugt er saman í 19.19 á sín- um tíma. Hefur þeim stundum verið eignað hönnun og útlit þeirrar merku nýjungar . . . I nnan Borgaraflokksins er vand- ræðaástand með framboðslista fyrir kosningar. Formaður flokksins, Júlíus Sólnes, sem bauð sig síðast fram í Reykjanesi, mun nú hafa farið fram á efsta sætið í Reykja- vík. Formaður upp- stillingarnefndar, Anna Guðmunds- dóttir, mun hafa brugðist ókvæða við ósk formannsins og sent frá sér bréf um úrsögn úr flokknum. Þá heyrist að þingmennirnir_ Guð- mundur Ágústsson og Ásgeir Hannes Eiríksson, hafi ekki sagt sitt síðasta orð varðandi uppstilling- una í Reykjavík. Að minnsta kosti muni Ásgeir Hannes ekki leggja ár- ar í bát, þótt hann njóti engra sér- stakra vinsælda innan uppstillingar- nefndarinnar . . . H ■ ■ afskipsmálið er komið með dagsetningu á málaskrá hæstarétt- ar, þann 9. apríl næstkomandi. Þar er að finna meinlega villu í nafni Björgólfs Guðmundssonar fyrr- um forstjóra Hafskips. Hann er sagður heita Björgúlfur og segjast vinir hans ekki kannast við hann undir því nafni. Líklega hafi því ver- ið um vitlausan mann að ræða allan tímann ... |f H^^osningaskjálftinn inn í út- varpsráði eykst með hverjum degi. Á síðasta fundi sá til dæmis Magnús Erlendsson, full- trúi Sjálfstæðis- flokksins, sig knúinn til að kvarta yfir Stefáni Jóni Haf- stein og þáttastjórn- un hans. Kvörtunin beindist að þættin- um þegar þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Pálmi Jónsson komu saman til að ræða fjármála- ráðherra. Eitthvað hefur Magnúsi þótt halla á Pálma því hann lét bóka að Stefán Jón hefði dregið mjög taum fjármálaráðherra .. . C C^íðasta dag þingsins tókst að klúðra mikilvægum nefndarkosn- ingum, þannig að þær bíða næsta þings. Kjósa átti í stjórnir Landsvirkj- unar, viðlagatrygg- ingar og Kísilgúr- verksmiðjunnar, auk orkunefndar. Þegar til kom munu tveir þingmenn m.a. hafa tekið sér það bessaleyfi að óska eftir fresti á kosningum án vitundar sinna þingflokka, þau Friðrik Sophusson Sjál fstæðisf lokki og Margrét Frímannsdóttir Alþýðu- bandalagi. Áður hafði verið talið að— Alþýðubandalagið væri reiðubúið að kjósa og Óiafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðis- manna mun hafa verið búinn að gera samkomulag við Kvennalist- ann um hvernig staðið yrði að kosn- ingu. Þessar uppákomur munu því hafa komið nokkuð á óvart, jafnt í röðum stjórnarliða sem stjórnar- andstæðinga. Hins vegar fylgdi þeim viss léttir fyrir Alþýðuflokks- menn, sem munu einnig hafa óskað eftir fresti. . . rátt fyrir að aðeins einn mán- uður sé til kosninga eru ekki mörg kosningamál komin upp á yfirborð- ið. Salan á Rás 2 er í raun það eina sem eftir er tekið og er ekki annað að heyra en þeim útvarpsmönnum þyki bara málið hin besta auglýsing enda glymur þessi umræða í útvarp- inu daginn út og inn . . . egar Davíð Oddsson flutti kosningaræðu sína fyrir formanns- kjör Sjálfstæðisflokks í Laugardals- höll býsnaðist hann meðal annars yfir því hversu flokkur- inn hefði lítið verið í ríkisstjórn síðustu 20 árin, aðeins haft áhrif í stjórn í 9 ár. Hann hefur áreiðan- lega ekki glatt eitt varaformanns- efnanna með þessari ræðu sinni. Davíð afskrifaði með henni áhrif sjálfstæðismanna í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens heitins í 3 ár á tímabilinu 1980 til 1983. Um leið afneitaði hann framlagi Pálma Jónssonar, sem þá var ráðherra, sem þó þótti á landsfundinum lík- legt varaformannsefni af lands- byggðinni . . . u mfangsmikil hlustenda- og lesendakönnun er nú í gangi á veg- um Gallup á íslandi. Stendur könn- unin í hálfan mánuð og felst í því að um 1000 manns fengu ítarlegar dag- bækur sendar til sín þar sem á að skrá nákvæmlega fjölmiðlanotkun. Er beðið eftir niðurstöðu könnunar- innar með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún getur til dæmis orðið mjög leiðbeinandi fyrir auglýsend- ur en þarna mun safnast gífurlegt magn af upplýsingum. Athygli vek- ur að Aðalstöðin var eina útvarps- stöðin sem ekki vildi taka þátt í könnuninni. . . Hiinn athyglisverðasti frambjóð- andinn fyrir alþingiskosningarnar verður að teljast Jóna Rúna Kvar- an miðill, en hún skipar 21. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, titluð sem leiðbeinandi. Fyrir andstæðinga Alþýðuflokksins er auðvelt að álykta að hér séu kratarnir að krækja í at- kvæði utan hins jarðneska lífs . . . að verður smá tilbreyting hjá útvarpsráðsmönnum á morgun því ætlunin er að halda út úr borginni og halda „vinnu- fund“ á Hótel Örk í Hveragerði. Er talið að um 25 manns muni dvelja allan daginn á Hótel Örk og fara yfir fjárhags- áætlun ríkisútvarps- ins. Útvarpsstjóri Markús Örn An- tonsson verður að sjálfsögðu þarna ásamt útvarpsráðsmönnum og deildarstjórum ríkisútvarpsins . .. EÍnn sem fyrr eru þættir Her- manns Gunnarssonar vinsælustu þættirnir hjá ríkissjónvarpinu en á óvart hefur komið vaxandi vinsældir Simpson fjölskyld- unnar á mánudög- um. Hemmi er þó kóngurinn og lætur nærri að það séu seldar auglýsingar fyrir tvær milljónir króna fyrir hvern þátt. Breytir engu þó Hemmi sé hafður í dýrasta verðflokki — færri fá að auglýsa en vilja ... Hugsaðu þér ferðafrelsið. Og möguleikana. Þú getur ekið vítt og breitt um Skandinavíu eða suður til Evrópu án þess að eyða stórfé í að leigja bíl. Með Norrænu getur fjöl- skyldan farið á ódýran og þægilegan hátt með sinn eigin bíl þangað sem hana langar. Þegar þú ferð á þínum eigin bíl x með Norrænu slærðutværflug- ur íeinuhöggi. Þannig má eðaEvr- ópu. Þú ræður ferðatímanum og getur farið hvert á land sem er. Frá Bergen liggja leiðir til allra átta í Skandinavíu. Há- fjallafegurð Noregs og undirlendi Svíþjóðar er skammt undan að ógleymd- ^um borg- NORRONA ÉE "”iiiiiiiiiiiiiiiiiiii □ iiii u m iiiiiiiiiiiini NORRÖNA sameina ferð um ísland á leiðinni til Seyðisfjarðar og utanlandsferð til Norðurlanda eins og Ósló og Stokkhólmi. Frá Svíþjóð er hægur vandi að komast með ferju yfir til lands og skoða þúsund vatna landið eða hina fögru höfuðborg, Helsinki. Frá Hanstholm í Danmörku liggja leiðir um Jótland til Kaupmannahafnar, ef vill og áfram um Skandinavíu, eða suður til Þýskalands og blasir Evrópa þá við í öllu sínu veldi. Við látum þig um ferðaáætlunina en flytjum hins vegar fjölskylduna og bílinn yfir hafið á þægilegan en óvenju skemmtilegan hátt. ngrræna ferðaskrifstofan SMYRjL-UNE ÍSfAND LAUGAVEGUR 3^101 REYKJAVÍK SÍMi 91-62 63 62 ENA FERÐASKRIFSTOFAN FJARÐARGÖTU 710 21111 ,p,;:

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.