Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
Bryndís Petra Bragadóttir
Sjúklega
gaman
ítangó
..Þeir teiknuöu og teiknuöu
og ég fór í hinar
skringilegustu stellingar"
Hún er svolitið útlensk í
útliti, virkar suðræn og
heit. Kannski skapstór?
„Nei, ég er yfirleitt geð-
góð. Það þarf mikið til að
ég springi. En ef það gerist
spring ég virkilega,“ segir
Bryndís Petra Bragadóttir
leikkona.
Ungir leikarar hafa sjaldn-
ast getað gengið út frá því
sem vísu að fá vinnu í faginu.
Bryndís Petra hefur þó slopp-
ið þokkalega vel og fullyrðir
sjálf að hún hafi verið heppin.
Eftir að hún lauk námi í Leik-
listarskóla íslands árið 1986
fékk hún .strax hlutverk í
Land míns föður og rullu í
bíómynd sem bandarísk
kona leikstýrði hér á landi.
Auk þess tók hún þátt í
smærri verkefnum, m.a. í úti-
leikhúsinu á Rauðhólum,
sem sýndi stuttútgáfu af
Njálssögu. Síðan hefur hvert
verkefnið rekið annað og ný-
verið kom hún inn í eitt af
stærri hlutverkum í leikritinu
Ég er meistarinn, sem sýnt er
fyrir fullu húsi í Borgarleik-
húsinu.
ALDREI MÁNUDAGUR
En er leikhúsiö ekki óttaleg
ormagryfja?
„Þetta er enginn dans á rós-
um, ef þú átt við það. En
þetta hentar mér ágætlega.
Það er ekki til mánudagur í
þessu starfi. Svo má ekki
gleyma að það er margt ann-
að fólgið í þessu en vera bara
á sviði, þó auðvitað þroskist
maður ekki sem listamaður
nema fá að spreyta sig á svið-
inu.“
/ vidtali í PRESSUNNI í síö-
ustu viku sagöi Ómar Stef-
ánsson myndlistarmadur, ad
leikarar vceru voöalegar fé-
lagsverur. „Peir vilja alltaf
vera í hópum og halda ein-
hver leikarapartí."
,,Það er bull og vitleysa,
einhver goðsögn. En auðvit-
að eru frumsýningarpartí,
stundum lokapartí, en ekki
mikið þar fyrir utan. Er þetta
ekki bara svipað og hjá
myndlistarmönnum? Þegar
þeir opna sýningar eru gjarn-
an haldin partí. Það er hins
vegar engin vitleysa að leik-
arar eru félagsverur, þeir
þurfa að starfa saman. Eitt af
grundvallaratriðunum í leik-
list er að geta unnið með öðr-
um.“
Þad hlýtur að vera erfitt ad
þurfa ad eyda fjórum árum í
Leiklistarskólanum, innan
um sjö sömu andlitin?
„Þetta er eflaust svolítið
sérstakt hjónaband. En þang-
að hafði ég ætlað mér. Og
þetta voru frábær fjögur ár.“
í SAMBÚÐ MEÐ
BRÓÐUR OG KETTI
Af hverju ertu med svona
brún augu?
„Mamma er með brún
augu.“
Ertu í sambúð?
„í sambúð?" hváir hún.
„Það má segja það. Ég bý
með bróður mínum og kettin-
um mínum. Ég er að reyna að
safna mér fyrir íbúð og þá er
gott að eiga góða að.“
íbúö? Ertu svona streit
týpa?
„Nei, blessaður vertu. Hins
vegar kann ég ekki að
skulda."
Bryndís Petra segist um-
fram allt vilja starfa við það
sem hún hafi áhuga á. En
það viröist ekki bara bundið
við leiklistina.
„Ég datt í lukkupottinn í
hitteðfyrra. Þá var ég beðin
um að vera leiðsögumaður,
för aftur í það í fyrrasumar og
væntanlega aftur í sumar,"
segir hún og ljómar út að eyr-
um.
I starfi leiðsögumanns
kemur sér vel fyrir hana að
hafa búið erlendis helming
ævinnar. Til sextán ára aldurs
bjó hún í Danmörku með
bróður sínum og foreldrum,
þeim Braga Óskarssyni raf-
magnstæknifræðingi og
Sonju Hákansson, myndlist-
arkonu. Síðan flutti hún til
Lúxemborgar, en kunni ekki
við sig og flutti heim á undan
fjölskyldu sinni, sautján ára
gömul. Eftir dvölina ytra er
hún, „fúlbefarin" í dönsku,
ensku og þýsku og kann hrafl
í frönsku og lúxemborgísku.
í SKRINGILEGUSTU
STELLINGUM
Pig hefur aldrei langað til
að gera eitthvað annað? Til
dœmis feta í fótspor mömmu
þinnar og fara út í myndlist?
„í gamla daga vandist ég á
að fara með mömmu í Árhus
Kunst Akademi og vera inn-
an um fullorðið fólk sem var
að teikna módel. Ég var mód-
el einu sinni, bæði í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og
Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Þá byrjaði mig svolít-
ið að klæja í puttana aftur, en
það var ekkert alvarlegt."
Hvernig fannst þér að sitja
fyrir, nakin?
„Það er erfitt að vera mód-
el en samt kannski ekkert
ósvipað leiklistinni. Ég sat
ekki eins og klessa heldur
reyndi að gefa þessu ein-
hvern karakter. Þetta var sér-
staklega gaman þegar kenn-
arar voru að teikna. Þá fórum
við í tveggja manna stöður.
Þá var þetta eins og spuni.
Þeir teiknuðu og teiknuðu og
ég fór í hinar skringilegustu
stellingar. Það var ofsalega
gaman, en maður var alveg
búin eftir hvert skipti. Og
verst hvað þetta var illa borg-
að. Kannski var þetta meira
gaman fyrir mig en marga
aðra, vegna þess að mér
finnst ég skilja myndlistina
þar sem ég hef teiknað sjálf.“
Langar þig aftur til Dan-
merkur?
„Nei, en ég er með útþrá,
er farfugl og vildi gjarnan
prófa aftur að búa annarstað-
ar í skemmri tíma. En í dag er
ég íslensk og það tók mig
tíma. Ég er stolt af því að vera
íslendingur og elska þetta
land.“
STERKAR ÍSLENSKAR
KONUR
Hvernig eru íslendingar?
„Þeir eru eins og landslag-
ið. Kannski eins og Hekla,
sem liggur í dvala í nokkur ár,
en fer síðan allt í einu að
gjósa. Islendingar eru harð-
duglegir."
.. . en ekki að sama skapi
skipulagðir?
„Nei, en það er að vissu
leyti sjarmerandi. Danir eru
allt öðruvísi. Þeir vilja hafa
allt svo „hyggeligt, næs og
melló‘7‘
En íslenskir karlmenn?
Hvernig eru þeir?
„Þeir eru stundum svolítið
lokaðir. Til dæmis þegar
haldin eru námskeið, þá eru
80 til 90 prósent þátttakenda
kvenmenn. Það segir sitt-
hvað.“
DRAMATÍSKUR DANS
Bryndís Petra á sér svolítið
sérstakt áhugamál; hún
dansar tangó:
„Það er sjúklega gaman að
dansa tangó þegar maður
lendir í höndunum á góðum
karlmanni. Reyndar finnst
mér gaman að öllum dansi,“
segir hún. „Þegar ég var að
kenna í Kramhúsinu, dans og
íeikfimi, þá var þar Svisslend-
ingur. Hann sagði meiriháttar
þrekvirki að kenna íslending-
um tangó. Ástæðan? Jú, að
konurnar væru alltof sterkar.
Það var ekki einu sinni hægt
að taka utan um þær, sagði
hann. I tangó er það nefni-
lega karlinn sem ræður og
það er unaðslega gaman að
taka þátt í því. Maður verður
svo mikil kona og svo fylgir
þessu svo mikil spenna. Þú
verður að fylgja, en svo
færðu kannski smá tækifæri
til að sparka í hann. Þetta er
dramatískur dans.“
Er líklegt að hitta þig á
dansgólfinu í Kjallaranum
um helgina?
„Nei, ætli það. Mér litist
betur á stemmninguna hjá
Hauki Morthens á Borginni."
ÖGRANDI ÁHUGAMÁL
Bryndís Petra hefur fleiri
sérkennileg áhugamál, efsvo
má kalla. Hún segist hafa
gaman af að ögra sjálfri sér
og hefur til dœmis sloppið
ósködduð frá stórsprengingu
með bensínbrúsa t báðum
höndum, sloppið lifandi frá
ótemju sem kastaði henni af
baki, svo eitthvað sé nefnt. Er
hún kannski týpan, sem er
boðin og búin að standa með
epli á höfðinu á meðan ein-
hver kastar hnífnum?
„Nei, alls ekki. Ég verð að
hafa stjórn á því sjálf, gera
eitthvað af eigin rammleik."
Dœmi?
„Já, til dæmis klífa fjöll.
Eiga það á hættu að detta, en
sigrast á því. Ég er líka mikið
fyrir hraða, elska það að vera
á mótorhjóli, eða úti í
óbyggðum þegar bíllinn bilar.
Svo er auðvitað mjög gaman
í roki og rigningu. En fyrst og
fremst er það spennan sem
ég sækist eftir og svo ánægj-
unni að sigra."
Kristján Þorvaldsson
fc«&Wrawran»Wú^»»l.WaM%%WWiWi.V4VmVtViVtViViVVtViViVAViViVAVáVAVAV*V*V*VtV4VAVAViV*ViViW*VáV*W*V4VlWAViSSLW>*.M-*^