Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
PRESSAN
Útgefandi:
Blað hf.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Ritstjórar:
Gunnar Smári Egilsson,
Kristján Þorvaldsson
Auglýsingastjóri:
Hinrík Gunnar
Hilmarsson
Ritstjórn. skrifstofur og aug-
lýsingar: Hverfisgötu 8-10,
sími 62 13 13. Faxnúmer:
62 70 19. Eftir lokun skipti-
borðs: Ritstjórn 62 13 91. dreif-
ing 62 13 95. tæknideild 62 00
55. Áskriftargjald 550 kr. á
mánuði. Verð í lausasölu 170
kr. eintakið.
Einkahagsmunir
og hagsmunir
bankans
I PRESSUNNI í dag er fjallað
um viðskipti Ólafs Björnssonar
t Ósi og Bjarna Magnússonar,
útibússtjóra Landsbankans í
Mjódd. Þar kemur fram að
Bjarni tók Ós í viðskipti eftir að
Iðnaðarbankinn hafði hent
fyrirtækinu úr viðskiptum. Þar
kemur einnig fram að fyrir-
tæki sem skráð er á börn
Bjarna rak steypubíla fyrir Ós.
Sá rekstur hófst áður en Ós
fékk inni hjá Bjarna í Lands-
bankanum.
Það hlýtur að vera skýlaus
krafa eigenda Landsbankans,
það er almennings, að þeir
sem gæta eigi bankans séu
ekki að blanda sínum eigin
hagsmunum eða hagsmunum
fjölskyldu sinnar inn í viðskipti
bankans. Þegar það er gert
með þeim hætti að taka í við-
skipti fyrirtæki sem aðrir
bankar hafa hafnað og hefur
að mestu fyrirgert sínu láns-
trausti er það með öllu óþol-
andi. Og þegar við það bætist
að fyrirtækið henti í bankann
haldlausum veðum tekur
steininn úr.
Stjórnendur Landsbankans
hljóta að taka á þessu máli.
FJOLMIDLAR
Tepruskapur og leidindi
í síðasta pistli mínum kom
ég með tvær kenningur um
hvers vegna íslensk blöð og
aðrir fjölmiðlar væru jafn
leiðinleg og raun er á. Nú
kemur þriðja kenningin:
í þættinum Ljóðið mitt fyrir
skömmu sagði Gérard Le-
marquie að sér hefði alltaf
þótt falleg sagan um hvernig
Ari Jósepsson framdi sjálfs-
morð. Sagan er á þá leið að
árið 1964 hélt Ari heim til ís-
lands eftir nám á Spáni. Hann
sigldi með Gullfossi. Þegar
skipið kom upp að iandinu
hlasti Surtseyjargosið við.
Hinn hrifnæmi Ari varð al-
tekinn og stökk fyrir borð og
synti í átt að hinni verðandi
eyju. Farþegarnir sáu hann
síðast þegar hann hvarf í átt
að gosinu.
Þegar ég horfði á þáttinn
áttaði ég mig á því að enginn
íslendingur mundi leyfa sér
að segja þessa sögu opinber-
lega. Yfir íslendingum grúfir
meiri tepruskapur en svo að
við getum leyft okkur opin-
berlega að segja frá fallegum
sögum sem tengjast dauðan-
um. Þá skiptir engu þó liðinn
sé rúmur aldarfjórðungur frá
því viðkomandi framdi sjálfs-
morð.
Margir geta kastað þessum
tepruskap í fámennum hóp.
En í fjölmiðlum er hann alls-
ráðandi.
Kenningin er því á þessa
leið:
Vegna tepruskapar í þjóðfé-
laginu eiga íslendingar ekki
létt með að gefa út skemmti-
leg blöð. Þeim tekst meira að
segja að gera besta sjónvarps-
efni í heimi, fréttirnar, að
þurrum lestri á frásögum af
loðijum, vöxtum og álíka
sjarmerandi persónum.
Tepruskapurinn bannar þeim
annað þar sem það er alltaf
hætta á að þeir særi ein-
hvern.
Gunnar Smárí Egilsson
Fjármálin erú alltaff eins,
sama hver reksturinn er
■■■■■■■ Ármann Reynisson í Ávöxtun
i viötali viö Helgarpóstinn í september 1986.
MÁL SEM
FÓLKIÐ SKILUR
"Það er fúkkabragð af molun-
um í páskaeggi ríkisstjórn-
arinnar."
Guönin Halldórsdóttir, þingmaöur
Kvennalistans.
Hver vill kaupa
einn fóf?
"Mér finnst þetta
einna helst
sambærilegt við
það að það væri
tekinn fullfrískur
og þróttmikill
langhlaupari og
skorinn af honum fóturinn
upp úr þurru."
Markús Antonsson útvarpsstjórí um
hugmyndir um sðlu ó Rás-2
'Pytydí
Ctutí/uztcUd
vnecl?
"Það voru svo kjördæmin
hans Steingríms sem bitust
um hattinn en Vestfirðingar
höfðu betur."
Siv Friðleifsdóttir um uppboð á
kúrekahatti Steingrims Hennannssonar.
Fréttatilkynn-
ingarnar eru
traustastar
"Bollaleggingar um eitthvert
"baksvið" sem enginn kann
fullkomin skil á falla utan
þessarar skyldu og koma
engum að gagni, hvorki
lesendum né öðrum."
Rítstjórar Morgunblaösins.
ÞÁ ER KOMIÐ AÐ
ÞORSTEINI MEÐ
EITTHVAÐ NÝTT
"Strindberg,
Heinesen og
allir hinir eru
líklega búnir
að afgreiða
aumingjaskap-
inn í eitt skipti
fyrir öll."
Þorsteinn Eggertsson um bók sína sem
koma á út á ensku.
Engin framtíð,
bara fortíö
Það er stundum sagt að
þjóðir fái þá stjórnmálamenn
sem þær eiga skilið. Tilfelli
Guðmundar Ágústssonar fær
mann hins vegar til að efast
um þetta. Engin þjóð getur
verið svona vond. En ef svo
væri þá er kannski óþarfi að
örvænta. Ef þjóðin var virki-
lega svona vond fyrir fjórum
árum þá hefur hún skánað.
Það eru nefnilega engar líkur
til þess að henni verði refsað
að nýju með honum Guð-
mundi.
í raun er kannski ofmælt að
kalla Guðmund stjórnmála-
mann. Það sýndi sig í Þingsjá
um daginn. Þá voru formenn
þingflokkanna spurðir hvers
þeir minntust þegar þeir litu
til baka yfir kjörtímabilið. í
stað þess að nefna merk mál
sagði Guðmundur að þetta
hefði að sjálfsögðu verið mik-
Af lýðræðislegum ofbeldismönnum
Það má deila um það hvort
sex tíma ræða Hjörleifs
Guttormssonar á alþingi
flokkast undir hreint
ofbeldisverk eða bara ein-
skær leiðindi, sem ennþá
standa utan við sakaskrána.
Hver getur haft þá skoðun
sem hann vill á afreki Hjör-
leifs Guttormssonar þessa
frægu nótt, þegar hann seiddi
með orðkynnginni fram
grænu bólurnar á Guðrúnu
Helgadóttur. Tímarnir sex
urðu met, meira að segja
algjört met, og það eina sem
skyggir á þennan atburð í
þingsögunni er að tilhlaup
ýmissa annarra lýðræðis-
legra ofbeldismanna á Al-
þingi íslendinga síðustu dag-
ana fyrir þinglausnir falla
fyrir vikið í gleymsku og dá í
Mörður
Árnason
hröðum erli sjónvarpsfrétt-
anna.
En til þess eru athugul
vikublöð að halda því á lofti
sem aðrir gleyma,
Góða atlögu að íslands-
metinu í ofbeldi gagnvart
pyngju skattborgaranna áttu
til dæmis nokkrir áhuga-
menn um fiskeldi, sem fluttu
um það frumvarp síðustu
dagana að ríkissjóður tæki að
sér að lána ölum þeim
fiskeldisfyrirtækjum á land-
inu sem nú stæðu nærri
gjaldþroti, þannig að það
væri gulltryggt að fiskar
vektu hér í öllum kerjum
hvað sem líður heimskum
markaðsbesefum í útlöndum
Því miður tókst óviðkom-
andi áhorfendum að stöðva
þessa atrennu að íslands-
metinu. En söm er gerð
þeirra Matthíasar Bjarna-
sonar, Ólafs Þ. Þórðarsonar
og fleiri ráðdeildarsinna.
Þá tóku tveir fjárveitingar-
nefndarmenn gott tilhlaup að
íslandsmetinu í ofbeldi
gagnvart tekjukerfi rikis-
sjóðs. Á síðustu dægrum
þingsins tókst tónlistar-
mönnum að ná samstöðu
þingheims um að setja plötur
og diska og snældur með
íslenskri tóinlist í sama flokk
og bækur á íslensku.
Stukku þeir þá fram, Alex-
ander Stefánsson og Ólafur Þ.
Þórðarson, og lögðu hér við
að í staðinn fyrir að út-
gerðarfélög kaupi sjómönn-
um sjálfsagðan vinnu- og ör-
yggisbúnað — flotgalla —
væri upplagt að skattgreið-
endur greiddu niður þessi föt.
Þar með hefði hafist hæg en
örugg rotnun nýja virðis-
aukaskattkerfisins í krafti
þess að skattur leggist aðeins
á hið vonda í tilverunni.
Því miður mistókst tilraun
þeirra Ólafs Þ. í fjárveitinga-
nefndinni. Þeir geta að vísu
huggað sig við að hafa í leið-
inni drepið málið fyrir mús-
íköntunum.
Páli Péturssyni tókst hins
vegar að ná sínu ætlunar-
verki, nefnilega húnvetnsku
innanhéraðsmeti í ofbeldi
gagnvart skynsamlegri
byggðastefnu. Páll er mikill
um sig, og með því að leggj-
ast þvert í veg fyrir aðra
þingmenn náði hann að
keyra í gegn fjárveitingu til
nýrrar hafnar á Blönduósi.
Blönduós er bær við
Húnaflóa. Hann liggur
nokkra kílömetra frá Skaga-
strönd. Það er líka bær við
Húnaflóa. Sá bær hefur góða
höfn. Sú höfn er hins vegar
ekki á Blönduósi. Þeir á
Blönduósi vilja líka höfn.
Húrra fyrir Páli Péturssyni.
Höfundur er blaðamaður og /'s-i
lenskumaður.
il reynsla — eins og okkur
komi það eitthvað við.
Ef Guðmundur hefur ein-
hverja pólitík þá snýst hún
um hann sjálfan. Það er því
sorglegt að hún hafi ekki fært
honum annað en for-
mennsku í dauðum þing-
flokki og setu í umferðarráði.
Það treysti honum til dæmis
enginn fyrir bankaráðssæti.
Og þá skipti engu þó Guð-
mundur færi í fýlu og neitaði
að sitja sína eigin þingflokks-
fundi.
En þrátt fyrir að þingsetan
hafi skilað Guðmundi litlu og
þjóðinni kannski enn minnu
þá hefur honum samt sem áð-
ur tekist að gera sig ódauð-
legan. Það gerði hann þegar
hann lýsti því yfir að atkvæði
sitt væri ekki lengur til sölu.
Það þarf bernskan snilling til
að láta svona útúr sér.
En nú þegar þingmennsku
Guðmundar er að ljúka mun
hann snúa sér aftur að því
sem hann hefur menntun til,
það er lögmannsstarfa.
Kannski hefur hann burði til
þess að verða miðlungs hér-
aðsdómslögmaður, en miðað
við frammistöðu hans í ræðu-
stól efri deildar verður hann
seint neitt ljón í dómssölun-
um. Hann þarf alla vega að
temja sér skýrari framsetn-
ingu ef einhver á að skilja
hvað hann er að fara. En
kannski var lopinn í þinginu
slappri pólitík að kenna og
kannski verður auðveldara
fyrir hann að verja eða sækja
mál sem hafa upphaf og endi.
Þegar Guðmundur tók við
þingsæti úr hendi Alberts
Guðmundssonar fyrir fjórum
árum átti hann enga pólitíska
fortíð — bara framtíð. Núna,
fjórum árum seinna, á hann
enga pólitíska framtíð — bara
fortíð.
ÁS
SVp AP éo rALl Ná etfKi U/M féSSÁÍ I
þe$5i MYfJp gé.;slar Pif tíREimsriA
Framhald i næsta blaði