Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
21
STRÆTISVAGNA-
BILSTJÓRI Á LEIÐ
TIL TUNGLSINS
Strætisvagnabílstjóri sem ek-
ur Hægri hringleið keyrir um
18 þúsund kíiómetra á hverju
ári á vagni sínum. Ef hann
æki eftir miðbaug kæmist
hann tvisvar sinnum í kring-
um jörðina á einu ári og átta
tíundu af þriðja hringnum. Á
45 ára starfsævi keyrir sami
maður um 816 þúsund kíló-
metra, hring eftir hring. Það
er sama vegalengd og til
tunglsins og aftur til baka og
einn tíundi af næstu ferð. Þá
færi hann hins vegar á eftir-
laun.
Á hverjum degi hringja ís-
lendingar 8.600 sinnum til
útlanda, 390 fara til út-
landa og 10 flytja af landi
brott.
KOSNING DAVÍÐS
Á VIÐ REKSTUR
ALLRA VATNSVEITNA
Á landsfundi sjálfstæðis-
manna sátu rúmlega 1.400
manns. Fundurinn stóð frá
fimmtudagseftirmiðdegi
fram á sunnudagskvöld og
var virkur fundartími um 35
klukkustundir. Samanlagt
lagði því þetta fólk fram um
49.850 klukkustundir í fund-
inn. Meðalstarfsár manns er
um 1.880 klukkustundir. Það
er sameiginleg skoðun fund-
armanna að vegna formanns-
kjörsins hafi lítill sem enginn
tími farið í önnur mál. Kosn-
ing Davíðs sem formanns
hefur því kostað um 26,5
starfsár. Það er álíka mörg
ársverk og fara í að halda
vatnsveitum landsins gang-
andi.
Á meðalævi horfir hver
maður á sjónvarp í 10 ár.
Virkar vinnustundir í dag-
vinnu á starfsævi meðal-
mannsins jafngilda hins
vegar 9,6 árum.
Ef Nói heföi dóiö í gœr hefði
hann fœðst árið 1.041. Sonur
hans Sem uœri nú 450 ára og
œtti enn 150 ár eftir ólifuð.
Hann mundi lifa son sinn,
Arpaksad, sem hefði fœðst
árið 1.641 en mundi deyja eft-
ir 88 ár, árið 2.079.
ÍSLENPINGAR
JAFNMARGIR OG
KÍNVERJAR
ÁRIÐ 3191
íbúar Kína eru um 1.069
milljónir eða um 4.219 sinn-
um fleiri en íslendingar. Þetta
jafngildir að fyrir hvern Kín-
verja séu til um 14 grömm af
Islendingi. íslendingar fjölga
sér um 0,7 prósent á ári og
eru því um 100 ár að tvöfalda
sig. Með sama hraða verða ís-
lendingar álíka margir og
Kínverjar eru í dag eftir 1.200
ár eða árið 3.191. Kínverjar
eru hins vegar helmingi fljót-
ari að fjöiga sér en íslending-
ar. Með sama tvöföldunar-
hraða ættu þeir því að verða
orðnir um 17.934.844.000
milljónir árið 3191.
Á hverjum degi drekka ís-
lendingar 220 þúsund
flöskur af gosi, 52 þúsund
flöskur af bjór og gleypa
27 þúsund verkjatöflur.
Giftir íslenskir karlar segjast
hafa samfarir við konu sína
8,41 í mánuði að meðaltali
eða rétt tæplega 101 sinnum
á ári. Hjónabönd á landinu
eru um 47.105. Samkvæmt
þessu hafa um 13.024 þessara
hjóna samfarir á hverri nóttu.
Sömuleiðis má gera ráð.fyrir
að í stóru blokkinni í Æsufelli
hafi 63 pör samfarir á hverri
nóttu. Sama gildir um Stykk-
ishólm en íbúar þar eru jafn-
margir og í blokkinni í Æsu-
felli. í heimsbyggðinni allri
má að sama skapi gera ráð
fyrir að um 230 milljónir para
hafi samfarir á hverri nóttu.
Og þá eru ekki taldar með
samfarir utan hjónabanda.
Á meðalævi fer hver mað-
ur um 13.650 sinnum í bað
og sturtar 109.200 sinnum
niður úr klósettinu.
Efsama verðlagsþróun held-
ur áfram og verið hefur frá
því fyrir fyrra stríð mun einn
pakki af sígarettum kosta
5.166.969 krónur árið 2.066.
AÐ SKRIFA ÞRETTÁN
SÖLKU VÖLKUR
UM PAGANA
Að meðaltali skrifa blaða-
menn við inniendar fréttir á
íslenskum blöðum um 50
. . , . /. ,y, ,, 7 dálksentimetra á dag. Það
Og aðrir einskis nytir froðleiksmolar sr
inn um 220 þúsund orð og á
heilli starfsævi um 9,9 millj-
ónir orða. Það er álíka mikill
texti og í 70 Sölku Völkum
eftir Halldór Laxness eða 215
íslenskum skáldsögum eins
og þær hafa verið á seinni ár-
um.
Á meðalævi upplifir mað-
urinn mánudaga í tíu ár
samtals.
JARÐGÖNG ALLT FRÁ
REYKJAVÍK TIL
BORPEAUX
Ólafsfirðingar fengu vel rúm-
lega lengd sína í jarðgöngum
í gegnum Ólafsfjarðarmúl-
ann eða um 2,63 metra á
mann. Ef jarðgöngin til Suð-
ureyrar verða gerð munu
Súgfirðingar hins vegar fá um
11.94 metra á mann. Fiateyr-
ingar munu hins vegar slá
það met því jarðgöngin til
þeirra eiga að verða um
14.94 metrar á mann. Ef íbú-
ar höfuðborgarsvæðisins
fengju álíka löng göng á
mann mundu þau ná frá
Reykjavík og allt suður til
Bordeaux í Suður-Frakk-
landi.
Á hverjum degi fara 3.222
íslendingar í bíó, 2.000 til
tannlæknis, 3,5 pör gifta
sig en 1,2 hjón skilja.
Á ódýru veitingahúsi í
Reykjavík kostar um 2 millj-
ónir króna að metta 5.000
manns með fisk og frönskum.
KAFFI LANPSMANNA
Á TVEIMUR MÍNÚTUM
UNPIR ÖLFUSÁRBRÚ
Til íslands eru flutt rúmlega
2.022 tonn af kaffibaunum og
-dufti á ári. Með venjulegri ís-
lenskri uppáhellingaraðferð
fást um 50,5 milljónir lítra af
kaffi úr þessum baunum. Það
jafngildir um 199 lítrum á
hvert mannsbarn á ári eða
rúmum hálfum lítra á mann á
dag. Það eru um 3 til 4 bollar.
Til þess að koma þessu kaffi
fyrir í geymslu þyrfti að
byggja þrettán geyma á stærð
við hitaveitugeymana á
Öskjuhlíð. Kaffiþamb íslend-
inga er þó ekki meira en svo
að ef Ölfusá væri úr kaffi væri
ársneysla landsmanna ekki
nema 2 mínútur og 6 sekúnd-
ur að renna undir Ölfusárbrú.
Gunnar Smári Egilsson