Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
Hatrömm barátta stendur nú yfir um kaup á Flugskýli
1 við Reykjavíkurflugvöll. Flugráði hefur enn ekki tekist
að taka ákvörðun um hvort Flugtak hf., flugfélag
Kennedy-bræðra, eða samsteypa Leiguflugs hf., Flugfé-
lags Norðurlands, Flugfélags Austurlands og Ernis álsa-
firði fái skýlið keypt. Munu talsmenn samsteypunnar
hafa átt fundi með Steingrími J. Sigfússyni samgönguráð-
herra og kvarfað þar undan hlutdrægni Péturs Einarsson-
ar flugmálastjóra, hann dragi taum Kennedy-bræðra.
Inn í þessar deildur blandast önnur viðskipti Flugtaks-
manna við flugmálastjórn og samgönguráðuneyti.
Kennedy-bræður vilja að flugmálastjórn kaupi af þeim
6,5 milljón króna flughermi, sem notaður er til að þjálfa
flugmenn og þeir hafa boðið samgönguráðherra KingAij^.
flugvél til kaups til handa flugmálastjórn — enda vilji
flugmálastjórn fá stærri og nýrri vél en hún nú á.
Flugskýli 1 viö Reykjavíkurflugvöll. Tvö tilboð hafa borist í hluta skýlisins.
Fasteignamat þess er aðeins 10 milljónir króna, en áhugasamir kaupendur
horfa til þess að 90 milljón króna brun abótamat þess rey nist drjúgur veðstofn.
Flugskýli 1 við Reykjavíkurflug-
völl er í eigu ríkisins. Um langt ára-
bil var annar hluti þess leigður Arn-
arflugi en hinn hlutinn Leiguflugi
Sverris Þóroddssonar. Arnarflug
innanlands hafði frumkvæði að því
að flugmálastjórn seldi fyrirtækinu
leiguhluta sinn í skýlinu og sam-
kvæmt skriflegu tilboði þar um
bauðst fyrirtækinu skýlishlutinn á 9
milljónir. í kjölfarið fylgdu síðan
samningsdrög við Flugtak um kaup
á hinum hluta flugskýlisins á 6 millj-
ónir króna. Nú hafa Arnarflug inn-
anlands og Flugtak sameinast í ís-
landsflug og vilja eignast flugskýlið
allt.
SÓST ER EFTIR 90 MILLJÓN
KRÓNA BRUNA BÓTAMATI
Síðar tóku flugfélögin fjögur, sem
fyrr voru nefnd, sig saman og buðu
10 milljónir króna í þann hluta sem
Flugtak vildi eignast og hafði afnot
af, eftir að leigusamningi við Leigu-
flug Sverris Þóroddsonar hafði ver-
ið rift.
Fasteignamat skýlisins alls er að-
eins um 10 milljónir króna, enda
fyrst og fremst sóst eftir brunabóta-
matinu, sem hljóðar upp á tæplega
90 milljónir króna.
Átökin um Flugskýli 1 hafa átt sér
stað allar götur frá því að Leiguflug
flug Sverris Þóroddssonar hafði ver-
ið rift.
Pétur Einarsson flugmálastjóri
Sverri skeyti um riftun á leigusamn-
ingnum á skýlinu vegna vanefnda á
leigusamningum. Riftuninni var
mótmælt og þann 4. apríl gaf flug-
málastjóri ádrátt um endurskoðun
riftunarinnar hefði Sverrir gert upp
að fullu vanskil við flugmálastjórn
fyrir 15. apríl.
Meðan á þessu stóð áttu Flugtaks-
menn í viðræðum við Sverri um
kaup á fyrirtækinu, en þær viðræð-
ur reyndust árangurslausar.
SVERRI MISLÍKAÐI
„HÓTANAKENNDUR"
ÞRÝSTINGURINN
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR mun Sverri hafa mislíkað
hversu þrýstingurinn var „hótana-
kenndur". Mun meðal annars hafa
komið þrýstingur frá bankastjóra
Landsbankans, en þar átti Sverrir í
vanskilum.
Riftun flugmálastjóra var ekki
fylgt eftir og taldi Sverrir því einsýnt
að leigan væri enn í hans höndum.
Starfsmenn Sverris stofnuðu Leigu-
flug hf. og gerðu 6,5 milljón króna
tilboð í rekstur og aðstöðu Sverris
og í maí fór salan fram og um leið
var lagt fram kauptilboð í tvær vélar
Sverris, með fyrirvara um lánafyrir-
greiðslu Landsbankans. Þriðja vél
Sverris kom ekki til álita vegna fjár-
náms Gjaldheimtunnar og veðsetn-
inga vegna skulda við flugmála-
stjórn. Yfirmaður lögfræðideildar
Landsbankans gaf fyrir sitt ieyti
grænt ljós á flugvélakaupin, en það
gerði bankastjórn Landsbankans
ekki.
FLUGMÁLASTJÓRI SELDI
SKULDABRÉF MEÐ AFFÖLLUM
í allri samningsgerðinni og við-
ræðum um málið var frá því gengið
að allár fyrstu greiðslur færu í að
greið'a upp skuld Sverris við flug-
málastjórn, sem þá var 3,6 milljónir
króna.
Þegar Leiguflug hafði keypt rekst-
ui Sverris brá svo við að Pétur Ein-
arsson flugmálastjóri leigði aðstöð-
una sem Sverrir hafði haft í Flug-
skýli 1 til Flugtaksmanna. Sú emb-
ættisgjörð er ekki síst athyglisverð
fyrir þá sök að Pétur var sjálfur einn
af stofnendum Flugtaks á áttunda
áratugnum.
í kjölfarið neitaði flugmálastjóri
að gefa út flugrekstrarleyfi til handa
Leiguflugi hf., vegna húsnæðisleys-
is. Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR fylgdi það leiguskilmálun-
um til Flugtaks að flugmálastjóri
seldi Flugtaki skuldabréfakröfu flug-
málastjórnar á hendur Sverri og var
2,6 milljón króna krafan greidd með
2,2 milljónum. Jafnframt hefur flug-
málastjóri að mati Leiguflugsmanna
afskrifað 1 milljón króna viðskipta-
skuld. Þessar 3,6 milljónir höfðu
Leiguflugsmenn þó boðist til að
greiða að fullu. Þeir telja að með
þessu hafi flugmálastjóri selt gjald-
fallna kröfu opinberrar stofnunar
með afföllum.
„ÞEIR GETA FENGIÐ
FLUGSKÝLI 25“
í dag snúast deilur Flugtaks og
Leiguflugs sem fyrr segir um kaup á
umræddu flugskýli. Skýlið sjálft er
ekki talið mikils virði og á reyndar
að rífa það vegna skipulags eftir um
það bil 10 ár. En skýlið er dýrmætt
að því leyti að það getur reynst góð-
ur grunnur fyrir veðsetningar
vegna lántöku í framtíðinni.
- Birgir Ágústsson, einn Kennedy-
bræðra og eigenda Flugtaks, stað-
festi í samtali við PRESSUNA að þeir
hefðu boðið flugherminn og flugvél
til kaups, en sagði þau viðskipti
óháð kaupum á flugskýlinu. Hann
sagði fráleitt að tilboð Flugtaks-
manna væri 6 milljónir, heldur í
raun 10,7 milljónir.
„Við yfirtókum skuldir Sverris
upp á 3,5 milljónir og við höfum lagt
1,1 til 1,2 milljónir í endurbætur í
skýlinu. Til samans gera þetta 10,7
milljónir. Þetta átti að vera þannig
að 20 prósent átti að greiða út, en
restina á 5 árum að mig minnir. Og
með venjulegum bankavöxtum. Eft-
ir sameininguna liggur fyrir að við
verðum að hafa allt skýlið, enda er-
um við að losa flugskýli 25, því við
verðum að hafa allt viðhald á einum
stað. Leiguflugsmenn geta hæglega
gengið inn í flugskýli 25, sem er 500
til 600 fermetrar og hentar þeim
ágætlega. Þeir geta ekkert tilkall
gert til Flugskýlis 1. Ef á að taka af
okkur þennan hluta skýlisins blasir
við að við verðum að leggja flug-
skólann niður.“
FLUGHERMIRINN BAGGI OG
FLUGVÉLIN HENTAR EKKI
Birgir sagði ennfremur að flug-
hermirinn hefði verið keyptur á sín-
um tíma „ekki síst með það í huga
að flugmálastjórn ætlaði að gera sitt
til að menn færu í tækið í þjálfun.
Því hefur ekki verið fylgt eftir. Þetta
er mikilvægt öryggistæki sem flug-
málastjórn hefur ekki getað keypt
vegna skorts á fjárveitingu. Þegar
nýir aðilar komu í reksturinn var
ákveðið að hermirinn væri að
óbreyttu baggi á fyrirtækinu."
Þá sagði Birgir það rétt vera að
samgönguráðherra hefði verið boð-
in KingAir vél Flugtaksmanna til
kaups, en þetta er vél af sömu gerð
og flugmálastjórn á núna, en nýrri
og stærri. „Flugmálastjórn hefur
löngum hugleitt að endurnýja vél
sína og okkar vél af sömu tegund er
nýrri og stærri, tekur 10 farþega.
Við höfum komist að þeirri niður-
stöðu að eftir sameininguna hentar
vélin ekki vel í reksturinn," sagði
Birgir.
Friðrik Þór Guðmundsson