Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 21.03.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MARS 1991 9 1989 var aftur gefið út trygginga- bréf á Landsbankann, að þessu sinni vegna 15 milljón króna láns, með veði í sömu fasteign. Fasteign með slíkt heimilisfang hafði áður ekki verið til. Það sem Ólafur gerði var að skipta upp Suðurhrauni 2, sem var mjög mikið veðsett, og búa til fasteignina Suðurhraun 2a. Þetta tók Landsbankinn, þ.e. Bjarni Magn- ússon, sem fullgilt veð, en síðar kom í ljós að 300 til 400 milljón króna veðsetningar, lögtök og fjárnám á Suðurhrauni 2 ganga fyrir veði Landsbankans í hinni „nýju“ fast- eign. Með öðrum orðum er talin mikil hætta á því að Landsbankinn tapi þessum tugum milljóna króna fari umrædd eign á nauðungaruppboð. Annarri og síðari nauðungarsölu á Suðurhrauni 2 hef ur að ósk Iðnlána- sjóðs verið frestað allar götur frá því um haustið 1989, eða frá svipuðum tíma og nafnabreyting Óss átti sér stað. VERKTAKALAUN GREIDD MEÐ VERÐLITLUM VÍXLUM Eins og áður hef ur verið greint frá í PRESSUNNI lét Ólafur Björnsson fyrirtækið Ós hf. húseiningar kaupa Byggingarfélagið Ós í nóvember 1989 í kjölfar mikilla erfiðleika og yfirvofandi nauðungarsölu. Þótt eigendurnir væru hinir sömu eftir sem áður blasti við lánardrottnum að sitja uppi með hundruða milljóna króna kröfur á gamla fyrirtækið. Heimildarmenn PRESSUNNAR í bankakerfinu segja það hneyksli að Landsbankinn hafi tekið við Ósi eft- ir að Iðnaðarbankinn sparkaði fyrir- tækinu frá sér og þá ekki síst í ljósi nafnabreytingarin nar. Sérfræðingar verðbréfafyrirtækja á sviði fjármála, sem PRESSAN ræddi við, eru á einu máli um að í dag væru pappírar frá Ósi „ekki taldir gjaldgengir" og einn þeirra orðaði það svo, að hann myndi ekki þora að koma nær Ósi en í milufjar- lægð. Þessa skoðun hefur PRESSAN fengið staðfesta á sinn hátt hjá bíl- stjórum sem ekið hafa steypu í verk- töku fyrir Ós á undanförnum árum. Þeir fullyrða að í stað launa fái þeir víxla sem ógjörningur virðist vera að selja. Dæmi séu um víxla sem gefnir voru út á tíma gamla fyrir- tækisins og séu enn óseldir, enda ónýtir. „Þessir víxlar sem við höfum ver- ið að fá eru tveggja mánaða víxlar, vaxtalausir í einn mánuð. Það vill helst enginn taka við þeim. Af þeim víxlumsemþ Vfur tekist að koma út höfum við þui. 'ð bera 9 til 11 prósent afföll. En ef reu. •'ð er með því umstangi og kostnaði so. barf til að koma þessum víxlum í ve.' má með rétti tala um 30 til 40 pró- sent afföll," sagði einn viðmælenda blaðsins. Hann bætti því við að þótt Ós væri í viðskiptum við Lands- bankann í Mjódd keypti sá banki ekki víxlana. „Nema þá af fáum út- völdum.“ SONUR ÚTIBÚSSTJÓRANS VAR VERKTAKI HJÁ ÓSI Athugun PRESSUNNAR hefur leitt í ljós að eftir að Iðnaðarbank- inn kastaði Ósi út úr bankanum og áður en fyrirtækið komst í viðskipti við Landsbankann í Mjódd var stofnað sameignarfélagið Úrlausn. Það gerðist 30. júlí 1986, samkvæmt skráningu firmaskrár borgarfógeta. Stofnendur Úrlausnar voru börn Bjarna Magnússonar, þau Magnús Bjarnason og Dóra Margrét Bjarna- dóttir. Tilgangur fyrirtækisins var skráður rekstur steypukrana, dælu og vörubíla og sky ld starfsemi. Á ár- inu 1987 seldi Dóra sinn hlut og var kaupandinn Sigrún Steingrímsdóttir eiginkona útibússtjórans. Auk þess sem eiginkona og sonur Bjarna Magnússonar voru komin í viðskipti við Ós, sem fékk lánafyrir- greiðslu frá Bjarna í útibúinu að Alfabakka, liggur fyrir að þegar fjöl- skylda Bjarna stofnaði fyrirtækið Úrlausn sf. utan um steypubílaakst- urinn var sonurinn Magnús starfs- maður hagdeildar Landsbankans, í sumarafleysingum. Fyrirtækið eignaðist tvo steypu- bíla og gerði þá út í akstri fyrir Ós, en um nokkurt skeið var aðeins annar þeirra í akstri. Samkvæmt hefðbundnum vinnubrögðum hafa Sigrún og Magnús fengið 70 prósent af innkomunni, en 30 prósent fengu bílstjórar í undirverktöku hjá þeim. Samkvæmt varkárri könnun hjá PRESSUNNI geta tekjur af steypu- bílaakstri numið nálægt 5 millj- Bjarni Magnússon útibússtjóri Landsbankans í Mjódd. Tók Ós hf. í viðskipti eftir að Iðnaðarbankinn hafði sparkað fyrirtækinu út. Á meðan Bjarni lánaði Ósi 35 milljónir króna stundaði fy rirtæki eiginkonu hans og sonar steypuflutninga í verktöku fyrir Ós. Sonurinn var um leið starfsmaður Landsbankans. ónum króna á ári fyrir utan virðis- aukaskatt. Bílstjórinn í undirverk- tökunni fær þá nálægt 1,5 milljón- um og eftir standa 3,5 milljónir til eigenda bílsins. Rekstrarkostnaður hans gæti numið um 500 þúsund krónúm á ári. STARFSMAÐUR LANDSBANKAN S ÞÁÐI LAUN FRÁ ÓSI Úrlausn seldi annan bíla sinna vorið 1988, en var áfram handhafi viðkomandi leyfisbréfs. Úrlausn hætti síðan verktöku sinni fyrir Ós um sumarið 1989 að sögn heimild- armanna, eftir að hafa selt síðari steypubifreið sína. Þetta var skömmu áður en nafnabreytingin varð á fyrirtæki Ólafs Björnssonar. Stór hluti kaupverðs í slíkum við- skiptum er leyfisbréf sem Ós gefur út til að eigendur bílanna geti stund- að verktöku fyrir steypufyrirtækið. Heimildir PRESSUNNAR fullyrða að leyfisbréf þessi séu metin á 400 til 500 þúsund krónur. Ós er eina steypufyrirtækið sem hefur haft bíl- stjóra í verktöku. Gefur auga leið að leyfisbréf frá Ósi hafa snarlækkað í verði þegar við blöstu miklir erfið- leikar, nauðungarsala og loks um- deild nafnabreyting. Magnús Bjarnason var starfsmað- ur hagdeildar Landsbankans sumar- ið 1986 og um eins árs skeið frá sept- ember 1987 til september 1988. All- an þennan tíma var fyrirtæki hans Úrlausn í verktöku hjá Ósi. __ Magnús segir sjálfur að Úrlausn hafi hætt viðskiptum við Ós á árinu 1988. „Úrlausn var í viðskiptum við Sparisjóð Hafnarf jarðar og viðskipt- in við Ós voru eins eðlileg og hugs- ast getur. Það hafa margir aðilar haft bíla og leigt fyrirtækinu og þetta tengist á engan hátt þvi að fað- ir minn er útibússtjóri í Landsbank- anum.“ Magnús fullyrti að Úrlausn hefði hætt viðskiptum við Ós löngu áður en umtöluð nafnabreyting átti sér stað. „Það var líklegast á árinu 1988. Þegar við hættum voru engin vandræði komin upp hjá Ósi. Þetta voru einfaldlega ekki hagkvæm við- skipti fyrir okkur.“ Samkvæmt bifreiðaskrá var steypubifreiðin G-27451 skráð sem eign Úrlausnar frá 20. ágúst 1987 til 20. desember 1989. Hún var allan þann tíma í akstri hjá Ósi. SVERRIR: ALLIR HLJÓTA AÐ SJÁ SIÐFERÐISK RÖFURNAR Magnús sagði að mörg ár væru síðan hann hefði verið starfsmaður hagdeildar Landsbankans og að það færi ekki saman við tímabil við- skipta Úrlausnar og Óss. PRESSAN fékk aðrar upplýsingar hjá starfs- mannahaldi Landsbankans, eins og fyrr var sagt. PRESSAN bar undir Sverri Her- mannsson hvaða reglur giltu hjá bankanum varðandi hagsmuna- árekstra og var hann sérstaklega spurður um tilvik þar sem fyrirtæki barna útibússtjóra Landsbankans, þar sem annað þeirra er að auki starfsmaður bankans, ættu í beinum viðskiptum við stóran viðskiptavin bankans, í útibúi viðkomandi úti- bússtjóra. „Eg get ekkert dæmt um það sér- staka mál sem þú ert að tala um, ég þekki það ekki og ekkert slíkt hefur komið upp á mitt borð. En ef ein- hver slík tilvik eiga sér stað blasir við, að bankinn þarf að hafa afskap- lega stranga gát á slíkum málum. Það er ekki ætlast til þess að starfs- menn bankans eigi aðild að slíkum málum. Bókaðar reglur eru fáar í þessu, en allir hljóta að sjá siðferðis- kröfurnar í þessu. Bankinn krefst mjög mikillar aðgæslu af öllum sín- um starfsmönnum í svona sökum, eins og gefur að skilja. Um þetta get ég ekki dæmt, en bankinn vill : lengstu lög koma í veg fyrir að óeðlileg samtvinnun eigi sér stað milli starfsmanna bankans og við- skipta þeirra og tengds fólks." RUKKAR LANDSBANKINN FÓGETA UM 35 MILUÓNIR? Sem fyrr segir fékk Ós 35 milljón króna lánafyrirgreiðslu hjá Lands- bankanum eftir að hafa afhent hreint veðbókarvottorð fyrir fast- eignina Suðurhraun 2a, fasteign sgnL áður hafði ekki verið til í skram. Ef til nauðungarsölu kemur er allt eins líklegt að uppboðsréttur- inn muni úrskurða lán Landsbank- ans í veðröð á eftir þeim veðhöfum sem bókaðir eru á Suðurhraun 2. Samkvæmt heimildum PREiSSUNN- AR var mál þetta talið mjög alvar- legt innan Landsbankans. Hann var kominn með í hendurnar afar hald- litlar veðsetningar hjá fyrirtæki sem nú er komið til gjaldþrotameðferð- ar. Gunnlaugur Kristjánsson aðstoð- arbankastjóri Landsbankans sagðist hins vegar í samtali við PRESSUNA ekki óttast að tryggingarnar fyrir lánum þessum væru haldlitlar. „Það er af og frá að Landsbankinn tapi peningum vegna þessa. Hér hafa engin mistök átt sér stað. Verð- ur maður ekki að taka það gilt sem frá fógeta kemur? Við erum með hreint veðbókarvottorð frá fógeta og ég veit ekki betur en þessi lán séu á fyrsta veðrétti. Ég hef enga ástæðu til að ætla að mistök hafi átt sér þar stað. Fógetaembættið verð- ur að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað undir og gefið út,“ sagði Gunnlaugur. Aðstoðarbankastjórinn virðist með þessum orðum sínum vísa allri ábyrgð á fógetaembættið í Hafnar- firði. Að ef lán bankans tapist muni hann eiga endurkröfurétt á fógeta- embættið! Friðrik Þór Guðmundsson Kópavogi mun hafa ákveðið að segja upp Gunnari R. Magnússyni endurskoðanda, sem verið hefur end- urskoðandi bæjar- reikninga allt frá ár- inu 1965. Gunnar Birgisson oddviti sjálfstæðismanna og Sigurður Geirdal bæjarstjóri munu hafa rökstutt upp- sögnina með því, að þeim hafi ekki fundist reikningsskil Gunnars eðli- leg. Andstæðingar sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna í Kópavogi telja hins vegar annar- legri ástæður að baki og benda á að Gunnar er tengdafaðir Valþórs Hlöðverssonar bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins. . . I febrúarhefti tímaritsins Veru birtast lesendabréf þar sem lesend- ur mótmæla því harðlega að blaðið auglýsi snyrtivörur líkt og í nóvem- berheftinu. Ein kvennanna, Jór- unn Sörensen, gengur svo langt að segja upp áskrift á blaðinu og segir snyrtivöruauglýsingar í Veru sam- bærilegar því og ef Dýraverndarinn tæki upp á því að auglýsa pelsa og dýragildrur. Áslaug Jóhannes- dóttir svarar fyrir blaðið og segir að konur eigi að taka sig í sátt sem kyn- verur ... Eikki er talið óliklegt að Aðal- stöðin skipti um eigendur innan skamms, en eigandi útvarpsstöðvar- innar, Ólafur Lauf- dal, er sagður hafa boðið bæði fram- sóknarmönnum og Alþýðuflokksmönn- um stöðina til kaups. Þeir siðarnefndu munu að athuguðu máli hafa gefið það frá sér, en nú heyrist að framsóknarmenn vilji reikna dæmið til enda, með það fyr- ir augum hvort borgi sig að reka tvo fjölmiðla, Tímann og Aðalstöðina. Þess má geta að Helgi Pétursson, útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar, var um skeið ritstjóri Tímans ... C - C^vo virðist sem fyrirtæki geti hugsanlega grætt á glæpaöldunni sem gengur yfir borgina. Að minnsta kosti hefur fyrirtækið Mar- inó hf. þegar pantað þúsund stykki af svokölluðum fjandafælum, sem er lítið stykki sem fólk ber innan- klæða og getur látið pípa á háu tíðnisviði verði það fyrir áreiti. . . u ■^lýlega flutti Magnús Ósk- arsson borgarlögmaður mál fyrir hæstarétti fyrir_ hönd sonar síns, Óskars Magnús- sonar lögmanns. Málið snerist um til- tekið byggingarleyfi í Hafnarfirði. Óskar hafði ætlað sér að flytja málið sjálfur, en fékk það ekki samþykkt sem prófmál. Magnús vann málið þannig að byggingar- leyfið var fellt úr gildi, en áður hafði málið tapast í undirrétti...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.