Pressan - 18.04.1991, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRÍL 1991
GUÐRÚN HAUKSDÓTT-
IR gítarleikari, sem bú-
sett er í Svíþjóð, er
þessa dagana stödd hér
á landi ásamt hljómsveit
sinni Alla Gurras. Sveitin
hélt tónleika í Púlsinum í
gærkvöldi og mun leika
þar og á Naustinu um
helgina. Guðrún, sem er
38 ára gömul og ættuð
frá Siglufirði, lék síðast
hér á landi á listahátíð
fyrir átta árum með
Stórbandinu.
Vöru- og veitingahús
Nings opnar við Suður-
landsbraut 6 i dag. Stað-
urinn er sá fyrsti sinnar
tegundar hér á landi, þar
sem boðið er upp á aust-
urlenskan mat til að taka
með heim. Auk þess
verður aö finna sérinn-
flutt matvæli og krydd í
austurlenska matargerð
hjá Ning. Eigandi Vöru-
og veitingahússins og
yfirmaður í eldhúsinu er
NING DE JESUS frá Fil-
ippseyjum, en hann hef-
ur verið búsettur hér-
lendis í 17 ár og var fyrst-
ur til að kynna austur-
lenska matargerð á ís-
landi.
Nýr gítarleikari er
genginn til liðs við
hljómsveitina Síðan
skein sól. Hann heitir
ÞORSTEINN MAGNÚSSON
og hefur áður leikiö með
hljómsveitum eins og
Eik og Þey. EYJÓLFUR JÓ-
HANNSSON gítarleikari
hefur þó ekki yfirgefið
sveitina frekar en aðrir
meðlimir hennar, enda
innganga Þorsteins
hugsuð til að „víkka „sin-
fóníuna" og fá nýja
strauma í tónlistina",
eins og HELGI BJÖRNS-
SON söngvari komst að
orði.
Ætlið þið að koma ykk-
ur upp löggueldi, Jón?
,,Nei, ekki er þaö nú. Viö
leggjum reyndar mikla
áherslu á löggueldid, en
erum med þad annars-
stadar; í Lögregluskólan-
um.“
Lögreglufélag Reykjavíkur hefur
fest kaup á jördunum Hvammi og
Hvammsvík í Kjós og munu lög-
reglumenn eiga adgang ad laxveidi-
ám þar i framtidinni. Jón Pétursson
er formadur Lögreglufélagsins i
Reykjavík.
..1111111“ Li'. elllS Oil DCivl Llcllll
i mumii Limucums. iiicL
lii áita !ö 1411 iu. Síoau skein sé
iieÍLii’ \ LLiieiti átt eitt til t\\"
löit á su inai’saiup iö tuni á uiivi
ani’öriium árum. eu ae siLar
l-ielua Lienisseuar söuuvar;
kti ae liessu siiim
•ieur lanuaOi iiliknn
va.r hetta ihkeiuaii
Plötusnúður ársins 1991 verður val-
inn í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli á
föstudagskvöld, en undanúrslit fóru
fram á mánudag og miðvikudag. I hópi
dómnefndarmanna, sem skera eiga úr
um hæfni snúðanna, er Jóhann Jó-
hannsson, útvarpsmaður á FM og
nemi við Iðnskólann í Reykjavík.
Jóhann er ekki ókunnugur starfi
plötusnúðsins, það er þeirra er starfa á
dansstöðum, ekki útvarpsstöðvum.
Hann hefur unnið við slíkt sjálfur, síð-
ast á Hótel Islandi, en segist nú vera
hættur í „diskótekarabransanum".
En er einhver kúnst að vera plötu-
snúður, Jóhann?
„Já, það þarf að stúdera tónlist, get-
að mixað sjálfur og skipt milli laga án
þess að nokkur heyri þegar það er
gert. Svo skiptir áhuginn auðvitað
máli."
Jóhann Jóhannsson. Hættur í disk-
ótekarabransanum en dæmir nú
um hæfni annarra i keppninni
Plötusnúður ársins 1991.
KÚNST AÐ VERA
PLÖTUSNÚÐUR
JULIE ANDREWS ÍSLANDS
Hún heitir Margrét Péturs-
dóttir og leikur um þessar
mundir og syngur hlutuerk
Maríu barnfóstru í Söngva-
seidi í Þjódleikhúsinu. Mar-
grét á ekki langt ad sœkja
leiklistaráhugann og gáfuna,
þuí foreldrar hennar eru
landsþekktir leikarar, þau
Soffía Jakobsdóttir og Pétur
Einarsson.
Margrét nam leiklistina við
New York University, á sama
tíma og Sigrún Waage og
María Ellingsen. En árið sem
hún hóf námið var faðir
hennar skólastjóri Leiklistar-
skóla íslands og því kom, að
hennar sögn, aldrei til greina
að reyna þar við inntökupróf-
ið.
Ástæðan fyrir því að
Margrét hefur lítið sést á fjöl-
unum í Reykjavík frá því hún
kom heim frá New York árið
1987 er sú að hún fór beint til
starfa hjá Leikfélagi Akureyr-
ar. Hún á ættir sínar að rekja
þangað norður, en er að eigin
sögn Reykvíkingur í húð og
hár og Vesturbæingur í
þokkabót. Leikkonan unga
er „alkomin suður í bili" og
mun væntanlega seiða Þjóð-
leikhúsgesti með söng sínum
næstu vikurnar.
LÍTILRÆÐI
af lodfeldi Vigdísar
Einn af pennavinum Vel-
vakanda Morgunblaðsins
vandar forseta vorum ekki
kveðjurnar um síðustu helgi.
Vigdísi hafði semsagt orð-
ið það á að móðga dýra-
verndunarmenn njeð því að
mæta við útför Olafs kon-
ungs í flík sem á uppruna
sinn í dýraríkinu. Þetta voru
ekki skórnir, hanskarnir,
hatturinn, dragtin né veskið,
heldur hafði Vigdís gert sig
seka um að mæta í loðfeldi,
eða pels, og segir orðrétt um
þetta athæfi í Mogganum:
— Einn þjóðarleiðtogi
kinokar sér ekki við að
klæðast og nota loðfeld
sér til þæginda en þjóð
sinni og sjálfum sér til
minnkunar í augum
heimsbyggðarinnar.
Ég held að þessi orð helg-
ist af þeirri skoðun að helsta
böl mannkynsins í dag séu
selveiðar og loðdýrarækt.
Það mun hafa verið maga-
dansmeyjan Lola Bukharí í
Kaíró sem fyrst vakti athygli
á því hvílík óhæfa loðdýra-
rækt væri frá mannúðar-
sjónarmiði.
Upphaf þessa máls var
það að Onmar ibn-Ali emir
gaf Lolu pels eftir velheppn-
aðan næturlangan maga-
dans í höllinni.
Lola varð þegar afar elsk
að flíkinni, en þar sem hún
hentaði illa veðurfarinu í
Kaíró dvaldi magadansmeyj-
an langdvölum í frystiklef-
um soldánshallarinnar í
pelsinum einum klæða og
hafði ekki selskap af öðrum
en hallarbrytanum og freðn-
um ketskrokkum.
Pelsinn og brytinn veittu
Lolu ómældan unað, enda
vissi hún þá ekki að það er
ógnun við lífríkið á jörðinni
að ganga í flíkum úr dýrarík-
inu og líflátssök að taka
framhjá emírnum.
Enda fór svo að brytinn
var gerður höfðinu styttri en
Lola komst úr landi á at-
vinnutæki sínu, maganum.
Nú var Lola staðfastlega
komin á þá skoðun að loð-
feldir væru ógæfa mann-
kynsins og ákvað að helga
sig baráttunni gegn loðdýra-
rækt og fór í því skyni að
dansa magadans uppá Pig-
alle í París með gerfidemant
í naflanum.
Þar var það sem hún hitti
Birgittu Bardot sem var um
þessar mundir að gleymast
en hafði náð heimsfrægð á
nýjan leik með því að benda
á að þjóðarmorð og útrým-
ing á Kúrdum og Tamílum
væri smámál, það væri hins-
vegar selurinn í norðurhöf-
um sem væri í útrýmingar-
hættu og hann bæri að
vernda.
Lola og Birgitta sáu að það
var gulltrygg aðferð til að ná
athygli og komast uppá
toppinn í skemmtibransan-
um, að berjast gegn loðdýra-
rækt og selveiðum.
Og í hrærðum klökkva
hefur hinn siðmenntaði
heimur hrifist með Lolu og
Birgittu sem fyrir bragðið
hafa öðlast afgerandi áhrifa-
vald um lífsbjörg heilla
þjóða á norðurslóð.
Og svo vel hefur þessum
tveim magadansmeyjum
orðið ágengt í að auglýsa
sjálfar sig og komast aftur á
toppinn, að íslenskur sjávar-
útvegur og landbúnaður
riða til falls.
Selurinn er að verða búinn
með fiskinn og loðdýrin eru
að klára bændurna af því
enginn þorir lengur að
ganga í pels.
Nema Vigdís.
Sem betur fer þarf ástkær
forseti vor Vigdís Finnboga-
dóttir ekki að spyrja maga-
dansmeyjar og gljátíkur úr
skemmtanabransa hins „sið-
menntaða" heims í hverju
hún eigi að vera við jarðar-
farir.
Og má þá einu gilda hvaða
skoðanir Velvakandi og
pennavinir hans hafa á
klæðaburðinum.
Sem verður sjálfsagt um
ókomna tíð úr dýraríkinu
einsog mannskepnan sjálf,
hvað sem hver segir.
Flosi Olafsson