Pressan - 18.04.1991, Side 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRÍL 1991
§ A(fa
Geiri Sæm
Þaö þykir ekki lengur
neitt tiltókumal að ferð-
ast yfir hálfan hnöttinn,
fai menn þar góða vinnu.
íslenskar fyrirsætur hafa
að minnsta kosti ekki
látiö vegalengdirnar
aftra sér og skreppa til
Japans komist þær þar i
uppgrip. Ein þeirra, JULI
ANA JONSDOTTIR, flaug
til Japans frá Paris fyrr i
vikunni, til að vinna þar
næstu vikurnar. Þetta er
ekki fyrsta ferð Júliónu
til Japans, þvi hún var
þar i þrjá mánuði i haust.
Þeim þykir það ekki
verra forkólfum stjórn-
málaflokkanna, fái þeir
listamenn til að taka
sæti a framboðslistum
sinum i kosningunum.
Þaö verður að minnsta
kosti ekki annað séð
fletti menn áróðurs-
bæklingi Alþyðubanda-
lagsins i Reykjaneskjór-
dæmi. Þar er að finna
framarlega mynd af OL
AFI RAGNARI GRÍMSSYNI i
kompanii með myndlist-
armanninum TOLLA, sem
skipar 17. sæti listans.
Olafur Ragnar virðist
vera ánægður með
myndina, þvi ef haldið er
afram að fletta bækl-
ingnum, má finna þessa
sömu mynd nokkrum
siðum aftar . . .
|SF|RDINGUR
Nú geta þeir sem eru orðnir
hundleiðir á svörtu, þola ekki
pastel og leiðast mjúkir jarð-
litir tekið litagleði sína á ný. í
sumar eru það skæru litirnir
sem fá að njóta sín og er ekk-
ert heilagt í þeim efnum. Hvað
sem er, skræpótt og skærlitt,
eða einlitt og æpandi, það
gengur. Eldrautt, appelsínu-
gult, bleikt, skærgrænt og gult
hafa ratað á ný úr litaboxum
fatahönnuðanna, upp á teikni-
borðin. Það er því um að gera
fyrir litaglaða aö nota tæki-
færið og reyna að vera sem
mest áberandi á meðan vind-
arnir í tískuheiminum eru
þeim hagstæðir. Þvi litir fara
úr tísku en ekki svart og hvítt.
(Og þar með ekki þessi síða).
Doppar ekki
ÍPOttDDDDI
Pbpparinn Geiri Sœm eyðir
mestum tíma sínum í hljóð-
veri þessa dagana þar sem
hann er að taka upp plötu
sem á að koma á framfœri er-
lendis. Þess á milli gefur hann
sér tíma til að spila danstón-
list með hljómsveitinni Heit-
um svönsum og matreiða
ítalska rétti ofan í gesti veit-
ingastaðarins Berlín.
„Ég vil helst halda þessu
tvennu aðskildu, poppinu og
matreiðslunni, til að fá sem
mest út úr hvoru tveggja,"
svaraði Geiri Sæm blaða-
manni PRESSUNNAR sem
vildi blanda þessu tvennu
saman. „Það vill bara svo til
að ég er kokkur af guðsnáð
og einhvernveginn verður
maður að afla tekna."
Nýja platan hans Geira,
sem enn er verið að taka upp,
kemur út á íslandi fyrir jólin,
en einnig er i undirbúningi
markaðssetning hennar í
Skandinavíu. „Ég tók líka
upp lög með upptökumanni
ANM hljómplötufyrirtækis-
ins í London fyrir skömmu og
verið getur að áframhald
verði á því samstarfi," sagði
Geiri.
Rakin reyfarakaup
og ævintýri hans
í Reykjavík
Pabbi minn var kringlu-
leitur og gekk með kringlótt
gleraugu. Hann hét Önund-
ur. Kallaður Öni. Hann rak
fornsölu. Hann var slyngur
fornsali og stuttur í loftinu.
Þætti kúnna hann dýr á því
steig faðir minn eitt skref
fram og mændi upp á mann-
inn, blíðiegur og fullur af
hluttekningu vegna þess hve
viðskiptavinurinn var vit-
laus. Þá keyptu menn í hvelli
tii að sýna að þeir væru
greindir. Stundum ef pabbi
þurfti að bregða sér frá sat
ég yfir. Ég var lítill kaupmað-
ur. — Þú sprokar- við þá,
Nasi, og lærir fyrir skólann
var pabbi vanur að segja. Ég
þóttist herða mig við lær-
dóminn en þegar hann var
farinn skellti ég báðum löpp-
um upp á skrifborðið.
Fornsalan var í rúmgóðu
plássi á Klapparstíg. Allt í
kringum mig var krökkt af
sófum, ísskápum og stólum.
Málverk og teppi. Uppstopp-
aðir fuglar, heilu súiurnar og
skarfarnir sátu uppi á klæða-
skápum. Standlampar og
borðlampar. Snyrtiborð og
kommóður. Utvörp og
ottómanar. Krúsir og grænir
glervasar. Á dyrunum inn-
anverðum var lítii bjalla sem
sagði dínga línga líng. — Þú
sprokar vð þá, Nasi, sagði
pabbi. — En þú ert of vitlaus
til að standa í viðskiptum.
Láttu mig um að höndla.
Einn eftirmiðdag sat ég yf-
ir á fornsölunni því faðir
minn þurfti að fara að kíkja
á dánarbú. Ég gerði mér
ekkju í hugarlund sem þurfti
að ala önn fyrir fátækum
barnahóp. Ég var að hugsa
um að gerast trúboði í Konsó
til að bæta fyrir syndir feðr-
anna þegar ung og lagleg
kona kom inn á fornsöluna.
Hún litaðist um eins og hún
byggist við að sjá föður
minn. Það varð mér ljóst síð-
ar. — Viltu kaupa af mér
mun?
— Nei takk, svaraði ég.
Pabbi kaupir alla muni.
— En þetta er svo sölugóð
vara, sagði hún. Ég má ekki
vera að því að fara víðar. Ég
er nefnilega gift amerískum
hermanni. Hann var snögg-
lega kallaður heim. Ég er að
flytja út með bæði börnin og
þarf að losna við tækið. Við
bjuggum á vellinum.
— Ég hef ekkert við það
að gera, svaraði ég. Kaninn
næst ekki í bænum.
— Nei, það er nú einmitt
það sem ég hélt, svaraði
hún.
Konan kallaði samt út um
dyrnar á bróður sinn að bera
inn tækið. Bjallan sagði
dínga línga líng þegar stór
og ruddalegur maður kom
inn með sjónvarp í fanginu.
Ef satt skal segja fannst mér
heldur vænlegri kostur að
versla við konuna eftir að
hafa séð meira af fjölskyld-
unni.
— Hvað viltu fá fyrir tæk-
ið? spurði ég. Maðurinn setti
sjónvarpið frá sér. Sjónvarp-
ið var eins og konfektmoli í
laginu, kassinn úr ljósum
viði og skrámaður. Bróðir-
inn stakk því í samband til
að sýna að það virkaði. Á
skerminum sáust hvítar
flyksur. Síðar voru þær
skírðar snjór. Þetta gerðist
fjórum árum áður en ís-
lenskt sjónvarp byrjaði.
Ég ætlaði að byrja að
prútta þegar náunginn ygldi
sig. Ekki varð hann sætari
við það. Ég greiddi þeim
fimmhundruð króna seðil úr
skrifborðsskúffu föður míns.
— Þú gerðir reifarakaup,
sagði sá ruddalegi. Ég faldi
tækið bak við sófa, undir
teppi. Stuttu síðar kom
pabbi. Hann var glansandi
kringla af sælu. Heilt dánar-
bú var á leiðinni með trukk.
Ég hjálpaði til að losa það í
bílskúrinn bakatil. Þegar
faðir minn ætlaði að borga
bílstjóranum með aurum úr
skúffunni saknaði hann vin-
ar í stað. Hann leit á mig tor-
trygginn og spurði: Hefurðu
séð fimmhundruð króna
seðil sem átti að vera hér,
Jónas?
— Já, svaraði ég. Hann
Reimar kom og fékk hann.
— Hann Reimar, fussaði
pabbi. Varstu það fífl að láta
hann Reimar fá aura?
Pabbi borgaði bílstjóran-
um úr veski sínu og spurði;
það hefur ekki litið hér við
kvenmaður? Ég hristi höfuð-
ið. — Ég keypti sjónvarp í
síðustu viku á fimmtíu krón-
ur og seldi það svo aftur fyrir
tvöhundruð. Hún hringdi í
gærkvöldi og vildi fá að skila
því. Pabbi varð nefmæltur ef
honum ofbauð fólk. Nú var
hann orðinn nefmæltur.
— Sagði að ég hefði togið að
hún næði Kananum. Vertu
ekki að hringja með neinn
skæting, svaraði ég. Kom
með þá sögu að hún væri
gift Ameríkana af veilinum.
Eg sagði vertu ekki að brúka
kjaft. Þú ert ekki frekar gift
Kana en ég. Ég veit vel hvar
þú hefur fengið þetta tæki,
góða. Já, ég veit allt um það.
Þá sagði hún, ég ætla að
sækja manninn minn. Hann
kom í símann, ruddadeli, en
hann hræddi mig ekki.
— Svona á að tala við
þetta dót, Öni, sagði bílstjór-
inn.
— Ég hugsaði: Ég verð að
fara heim og leggja málið
fyrir Reimar.
Ólafur Gunnarsson
Erla Björg Sigurðardóttir er Vog, fædd
22. október 1972, og því 18 ára. Hún er í
draumastarfinu, vinnur sem bókari hjá
Eimskipafélagi íslands, er í Versló á
kvöldin og sýnir auk þess stundum með
Módel 79. Erla er langt frá því að vera á
lausu, því hún ertrúlofuð og móðirtæp-
lega 2ja ára stúlkubarns.
Hvenær fórstu síðast í kirkju? Þegar ég
lét skíra.
Horfirðu á fréttir í sjónvarpinu? Já, yfir-
leitt.
Hvort ferðu heldur í bað eða sturtu?
Sturtu.
Flokkarðu áfengi undir fíkniefni? Já, ég
myndi gera það.
Hvenær fórstu síðast til útlanda? 3. ág-
úst 1988. Til London.
Hvað gerir þú á sunnudagsmorgnum?
Sef út.
Hefur þú komið til ísafjarðar? Nei.
Hvað ætlar þú að giftast oft? Vonandi
ekki nema einu sinni.
, Klæðirðu þig eftir veðri? Aldrei.
Sefurðu í náttfötum? Nei.
Hvaða ilmvatn notar þú?
Knowing frá Estée Lauder
og Ysatis.
Ertu morgun- eða kvöld-
manneskja? Kvöldmann-
eskja.
Hver heldurðu að sé virk-
asti tími ævinnar? Ég held
að maður geti verið virkur
endalaust ef maður vjll.
Ferðu ein í bíó? Aldrei.
Á hvaða skemmtistaði
ferðu? Casablanca og Strik-
ið.
Trúirðu á ást við fyrstu
sýn? Já.
En líf eftir dauðann? Já.
Ertu með náttúrulegan
háralit? Nei.
Ertu daðrari? Við manninn
minn.
Hvað borðar þú í morgun-
mat? Ekki neitt.
Hvort eiga karlmenn að
ganga á undan eða a eftir
konum niður stiga? Á eftir.
Finnst þér gott að láta
klóra þér á bakinu? Já.
Mjög gott.
Ferðast þú í strætó? Nei.
Hvað langaði þig að verða
þegar þú yrðir stór? Bókari.
Hugsar þú mikið um í
hverju þú ert? Já. Mér
finnst að fólk verði að líta
vel út.
Hvað má vera mikill ald-
ursmunur á pörum? Mað-
urinn má vera fimm árum
eldri.
Gætirðu hugsaö þér að
búa úti á landi? Nei.
Kanntu að elda? Já. Og tel
mig góða.
Finnst þér Simpson-fjöl-
skyldan skemmtileg? Hef
aldrei horft á hana.