Pressan


Pressan - 18.04.1991, Qupperneq 8

Pressan - 18.04.1991, Qupperneq 8
8 ) FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRIL 1991 Síðustu tíu ár hefur opinber styrkur til stjórnmála- flokkanna rétt tæplega fjórfaldast. Beinn styrkur til þeirra nemur í dag um 118 milljónum á ári. Því til viðbótar kaupir ríkissjóður málgögn flokk- anna fyrir 40 milljónir á ári. Þar á ofan hafa ráðherrar flokkanna heilan her aðstoðarmanna á launum hjá ríkis- sjóði sem samanlagt fær um 45 milljónir í laun á ári. í stað 30 milljón króna styrks og fáeinna aðstoðar- manna, eins og málum var háttað í byrjun síðasta áratug- ar, fá flokkarnir nú sem nemur 206 milljónum á ári frá ríkissjóði, eða meira en 800 milljónir á einu kjörtímabili. Borgaraflokkurinn fékk í sinn hlut 19,2 milljónir. Þrátt fyrir þennan mikla styrk til starfsemi flokkanna er hann ekki til- greindur sem slíkur á fjárlögum. Þess í stað fá flokkarnir styrki sem heita þar ýmsum nöfnum. SÉRFRÆÐIAÐSTOÐIN HÆKKAÐI UM 160 PRÓSENT Sérfræðileg aðstoð við þingflokka er liður sem búinn er að vera lengi á fjárlögum. Árið 1981 var hann sem svarar til 9,5 milljóna á núvirði. í ár er hann hins vegar 24,8 milljón- ir. Á tíu ára tímabili hefur hann því vaxið um 160 prósent á föstu verð- lagi. Þessum styrk er deilt þannig út að fyrst er honum skipt í 69 hluta. Síð- an fær hver flokkur jafn marga hluti og fjöldi þingmanna hans og einn að auki. Sjálfstæðisflokkur fær þannig mest eða 7,5 milljónir en Borgara- flokkurinn minnst eða 2,2 milljónir. BLAÐASTYRKURINN MEIRA EN EJÓRFALDAÐIST Flokkarnir skipta einnig á milli sín tveimur liðum í fjárlögum sem heita: Til blaðanna eftir tillögum stjórnskipaðrar nefnar og: Til út- gáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka. Þó þetta séu tveir liðir er þeim deilt út samkvæmt sömu formúlunni og af sömu nefndinni. Árið 1981 voru þessir styrkir 21 milljón króna á núvirði. í ár eru þeir hins vegar 93,4 milljónir. Þeir hafa því meira en fjórfaldast á tíu ára tímabili. Þessum styrkjum er skipt þannig á milli flokkanna að 17,5 prósent upphæðarinnar er deilt jafnt á milli þingflokkanna en afgangnum er skipt eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum. Samkvæmt því fær Sjálfstæðis- flokkurinn mest eða 25,8 milljónir en aðrir minna. Lang stærsti hluti þessa styrks rennur beint til flokkanna sjálfra þó Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalagið hafi látið flokksmálgögn sín fá hluta styrksins. Blaða- og útgáfustyrkir eru því ekki réttnefni. 60 MILLJÓNIR AF SKATTFÉ TIL BLAÐAKAUPA Það er hins vegar óhætt að líta á kaup ríkissjóðs á dagblöðunum sem blaðastyrk. Samkvæmt samkomu- lagi flokkanna kaupir ríkið 750 ein- tök af hverju dagblaðanna og ver til þess rétt tæpum 60 milljónum. Fjög- ur þessara blaða, Alþýðublaðið, Tíminn, Þjóðviljinn og Dagur, eru rekin af stjórnmálaflokkunum. Þetta eru líka þau blöð sem ólíkleg- ast er að ríkisstofnanir keyptu ef skyldukaup þeirra kæmu ekki til. Það er því óhætt að líta á 39,6 millj- ónir af þessari upphæð sem styrk til stjórnmálaflokkanna vegna blaða- útgáfu þeirra. Þessi kaup ríkissjóðs á dagblöðun- um voru stóriega aukin fyrir tveim- ur árum. Áður keypti ríkissjóður 250 eintök af hverju blaði. I dag kaupir hann þrefalt meira. 45 MILLJÓNIR Á ÁRI TIL AÐSTOÐARMANNAHERSINS Loks má telja aðstoðarmannahóp ráðherranna til styrks til stjórnmála- flokkanna. Þessa síðustu daga fyrir kosningar kemur berlega í ljós að miklu nær er að líta á þetta fólk sem starfsmenn stjórnmálaflokkanna með starfsaðstöðu í ráðuneytunum en starfsmenn ráðuneytanna. Ráðherrum var veitt heimild til þess að ráða sér aðstoðarmenn með breytingum á lögum um stjórnarráð

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.