Pressan - 18.04.1991, Side 21

Pressan - 18.04.1991, Side 21
S.ÞÓR FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRIL 1991 21 „Vegna vaxandi getnleysis Smekkleysn er þörf fyrir fyrirlæki sem getnr tekið yfir útgáfn neðanjarðartónlistar.“ Það kannast áreidanlega margir viöskipavinir Lands- bankans í Austurstrceti við Gunnar L. Hjálmarsson gjaldkera, þó þeir viti sjálf- sagt fœstir hvað hann heitir og ennþá síöur hvað hann aðhefst í frístundum sínum. Gunnar er einn þeirra mörgu tónlistarmanna í landinu, sem hefur lifibrauð sitt af öðru en spilamennskunni. Hljómsveitin hans er þó ekki heimsfrœgá landsvísu heldur ein af þessum neðanjarðar- sveitum sem svamla við yfir- borðið. Það getur þó vel farið svo að hún eigi eftir að koma upp úr kafinu á nœstunni. Við rœðum um það, hans eig- in útgáfustarfsemi og bókina, sem hann sendi frá sér fyrir rúmu ári. Hljómsveitin Bless, sem Gunnar er kjarninn í, sá eini sem aldrei hættir, er ekkert að hætta, segir hann við mig um leið og hann sest niður með kaffibollann í hádeginu á Mokka. ,,Það hafa gengið þær sög- ur um okkur að undanförnu, en það er ekki rétt,“ segir hann. Kannski það sé nafnið sem kemur sögunum á kreik. Hver veit. „Við höfum ekkert spilað síðan fyrir jól, en þá vorum við f lestir í hljómsveit- inni, eða fjórir. Núna er ég einn eftir af þeim, en tveir ný- ir meðlimir hafa bæst við, þeir Logi Guðmundsson og Pétur Þórðarson. Við höfum ekki haldið tón- leika þar sem við höfum lítið getað æft að undanförnu því sumir hljómsveitarmeðlimir hafa verið úti á landi," segir hann og glottir eins og eitt- hvað liggi að baki sem vissara sé að láta ekki uppi. „En ég vil ekki spila nema sveitin sé þétt. Það verður því bið á tón- leikahaldi í einn til tvo mán- uði enn.“ ERUM GEÐKLOFA í TÓNLISTINNI Breytist tónlist Bless eitt- hvað með tilkomu nýrra meðlima? „Ætli hún verði ekki létt- ari. Annars erum við geð- klofa í tónlistarstefnunni. Spilum allt.“ Hljómsveitin Bless á sér tryggan aödáendahóp, en hefur lítið gengið að vekja á sér athygli utan hans hér á landi. Breyting gœti þó orðið á því á nœstunni. „Ég hef áhuga á því að koma okkur meira inn á ís- lenskan markað en verið hef- ur. Við höfum verið með þreifingar við stóru útgáfurn- ar, Steinar og Skífuna. En það er eiginlega eins og að skera undan sér að fara á samning hjá þeim. Okkur langar samt til að víkka áheyrendahóp- inn, þótt vel gæti svo farið að gömlu aðdáendurnir hættu að hlusta og nýir hefðu engan áhuga. Héldu áfram að vera hræddir við tónlistina. Svo kannski væri betra að gera fáa ánægða en eltast við nýja.“ En hann langar greinilega að reyna. „Það er breytilegt frá degi til dags hvað er á döfinni og ekkert ákveðið. Ég var tii dæmis að fá fax í morgun frá bandarísku fyrirtæki, sem var að bjóða okkur að gefa út. Og ennþá erum við samn- ingsbundnir hjá Smekk- leysu." Því útgáfufyrirtæki ís- lensku sem tekið hefur upp á arma sína flestar neðanjarð- arsveitir landsins á undan- förnum misserum. Áður var það Erðanúmúsík sem kom þeim sveitum á framfæri á svokölluðum Snarl spólum, en Gunnar var maðurinn á bak við þá útgáfu. FASÍSKUR SMEKKUR ÚTGEFANDANS RÆÐUR „Erðanúmúsík var á tíma- bili öflugasta fyrirtækið í út- gáfu neðanjarðartónlistar. En fyrir utan Snarl spólurnar vinsælu gáfum við út plötu Svart/hvíts draums. Með til- komu Smekkleysu var ekki lengur þörf fyrir fyrirtækið til að sinna þessum hljómsveit- um, Vegna vaxandi getuleys- is þeirra í Smekkleysu hefur þörfin aukist aftur og nú er í bígerð Snarl spóla númer þrjú." Tekur þú við hverju sem er á þessar spólur? „Fasískur smekkur útgef- anda er þar að sjálfsögðu alls- ráðandi," segir hann og glott- ir enn. Hvernig fjármagnaröu út- gáfuna? „Úr eigin vasa.“ Og duga gjaldkeralaunin fyrir því? „Já. Annars tek ég bara lán,“ segir bankamaðurinn. „En í alvöru talað, þá er ódýrt að gefa út spólur. Hreinasti barnaleikur." DÆMIÐ GEKK EKKI UPP Nú œtlar Bless jafnvel að yfirgefa Smekkleysu. Er það samt ekki þeim að þakka að þið hafið farið í tónleikaferð- ir til útlanda og komist þar t sambönd? „Það var ákveðið tímabil gott í rekstri Smekkleysu. Þeir voru þá með starfsmann í Bandaríkjunum sem sá um þeirra mál þar og þá gerðist mikið. Við vorum meðal ann- ars á safnplötu sem hún gaf út þar og fórum í tónleikaferð um þver og endilöng Banda- ríkin. Svo datt botninn úr þessu. Dæmið gekk ekki upp. Núna er því lítið að gerast í kynningu á íslensku rokki er- lendis. Við fengum þó tilboð í þess- ari tónleikaferð og komumst í sambönd, sem hægt er að vinna úr í framtíðinni." Dreymir þig, Gunnar, um að veröa þekktur í útlönd- um? „Mig dreymir um það á nóttunni að ég sé úti, já.“ Þú sendir frá þér bók í fyrra sem ekki hefur farið hátt? „Já, við gáfum út bók, ég og Birgir Baldursson, sem var trommuleikari í Bless. Það var hægt að lesa þessa bók frá báðum endum. Inn að miðju. Öðrum megin byrjaði mín saga, Drullumall og hin- um megin hans saga, sem heitir Tippaflugan. Þegar bókin var komin út fannst okkur hún svo slöpp, að við ákváðum að vera ekk- ert að básúna hana.“ Ertu hœttur að skrifa? „Ef það væru 34 tímar í sól- arhringnum væri ég eflaust búinn að gefa út nokkrar sög- ur. En ég fer alltaf að sofa ...,“ segir hann og tekur fram að hann skrifi eingöngu prósa. Líkt og í Drullumalli, sem eru litlar ótengdar sögur. „Ég tek undir það með Fræbblunum, að Ijóð eru leið- inleg, litlaus og ljót. Að undanförnu hef ég líka verið að búa til teiknimynda- sögu." Og aftur læðist fram glottið, sem fær mig til að halda að hann búi yfir leynd- armálum sem aldrei verði sögð. Eða að þetta sé einfald- lega brandari sem mér er ekki ætlað að skilja. MEÐ LÆGSTU EINKUNN ÚR BANKAMANNA- SKÓLANUM Hvað varstu að gera áður en þú byrjaðir í bankanum? „Klára stúdentsprófið." Og væntanlega að spila í bílskúr- um, en þar hélt hann sig þar til hann steig fyrst opinber- lega á svið með Svart/hvít- um draumi. Hefurðu metnað sem bankastarfsmaður? „Ég get ekki sagt það. En vinnutíminn í bankanum hentar mér vel.“ Fórstu í bankaskólann? „Já. Og útskrifaðist þaðan með lægstu einkunn!" segir hann, kannski ekki satt, og bætir því við að honum finn- ist leiðinlegt að tala um bank- ann. Vill frekar ræða það sem er framundan í tónlistinni. Eins og nýja plötu með Bless á árinu, með tónlist sem ekki er ennþá til. Og útgáfu á lög- um sömu hljómsveitar á safn- plötu bresks hugsjónamanns, sem ætlar að gefa út tónlist frá Ástralíu og íslandi. „Það er líka á leiðinni önnur safn- plata þar sem Bless og ýmsar aðrar hljómsveitir munu leika lög Beat happening." Það eru því mörg járn í eldi rauðhærða bankagjaldker- ans, sem leikur á gítar í frí- stundum sínum, skrifar prósa, gefur út tónlist ann- arra og sína eigin, sér um póstverslun Smekkleysu og poppsíðuna í Þjóðviljanum. Hver er tilgangurinn meö þessu öllu? „Mitt markmið í lífinu er að verða frægur og neita Mannlífi um forsíðuviðtal," segir Gunnar L. Hjálmarsson, um leið og hann lítur á klukk- una. Hádegismatnum er lok- ið. Margrét Elísabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.