Pressan - 18.04.1991, Síða 26
.1
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 18. APRÍL 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Kjartan Ragn-
arsson leik-
stýrir hjá
Þjóð-
leikhúsinu
Kjartan Ragnarsson mun
leikstýra nýju íslensku uerki
hjá Pjódleikhúsinu sem hann
er jafnframt höfundur að.
Æfingar munu hefjast nú í
vor.
Leikritið fjallar um leikrita-
skáldið Sigurð Pétursson og
gerist á tímum frönsku bylt-
ingarinnar þegar miklar hug-
myndafræðilegar hræringar
áttu sér stað í Evrópu.
Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem Kjartan leikstýrir
hjá Þjóðleikhúsinu.
✓
Eg var ekki þriggja ára undrabarn
með óslökkvandi ást á Beethoven
— segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari í spjalli
,,Pví er líkt farið með allar
listgreinar að það er erfitt að
| skilja starfið frá einkaltfinu,"
segir Bryndís Halla Gylfa-
dóttir sellóleikari, en hún
Iteldur einleikstónleika þann
fyrsta maí nœstkomandi í Bú-
staðakirkju. Á tónleikunum
sem eru ú vegum Musica No-
va mun Bryndís Hulla flytja
; einleiksverk fyrir selló eftir
j tónskáldin Hauk Tómasson,
| Atla Heimi Sveinsson, Hróð-
mar Sigurhjörnsson og Guð-
! mund Hafsteinsson. Bryndís
: Halla er tuttugu og sex ára
| gömul. Heldur heimili ásamt
I hróður sínum og átta mán-
aða gamalli dóttur sinni sem
er að komast á rífa og tœta
skeiðið, og á að sjálfsögðu að
lœra á selló þegar hún verður
þriggja ára.
Hvar varstu við nám?
„Ég var hérna í Tónlistar-
skólanum frá sex ára aldri en
11 ára gömul fluttist ég síðan
til Halifax í Kanada ásamt for-
eldrum mínum og var þar um
fimm ára skeið. Ég hélt þar
áfram í náminu og eftir að
heim var komið lauk ég ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskól-
anum hérna hjá Gunnari
Kvaran. Ég lauk síðan BA og
MA prófi frá New England
Conservatory í Boston en var
að því loknu í hálft ár í Amst-
ardam þar sem ég nam í
einkatímum hjá Dimitri
Ferschtamm. Ég byrjaði síð-
an að leika með Sinfóníu-
hljómsveitinni síðastliðið
haust. Ég hef hugsað mér að
vera þar áfram en það getur
alltaf eitthvað óvænt komið
upp á.“
Afhverju selló?
„Það er víst ekki mjög róm-
antísk saga á bak við þetta
allt saman. Ég var ekki
þriggja ára undrabarn með
óslökkvandi ást á Beethoven.
Sannast sagna tel ég megin-
ástæðuna vera þá að mamma
var mjög ástfangin af selló-
inu. Ég er mjög fegin og nýt
góðs af því í dag. Tónlistin er
eins og hver önnur vinna en
þó ólík annarri vinnu að því
leyti að þú ert ekki búin í
vinnunni þegar þú kemur
heim. Það er ákveðinn óró-
leiki sem fylgir tónlistinni.
Þessi ótti við að geispa gol-
unni ef manni mistekst á tón-
leikum hefur sitthvað að
segja þar um."
Hefur þú ekki hugsað þér
að reyna meira fyrir þér sem
einleikari?
„Það ganga all margir með
einleikaradrauminn í magan-
um og setja það skör hærra
en að vera í hljómsveit. Ég
geri mér engar rósalegar
vonir um það. Eg myndi hins-
vegar vilja gera meira til
dæmis í kammertónlist. Það
getur líka allt gerst og ég er
vön því að búa ekki lengi á
hverjum stað. Ég er líka hald-
in þessum sígilda ótta við að
staðna.
Einleikarar hafa mjög tak-
markaða möguleika hérna.
Raunverulegir einleikarar
halda tónleika í hverri viku
og það segir sig sjálft að tón-
leikagestir hérna yrðu fljótir
að fá leið á manni.
Það hefur þó sínar jákvæðu
hliðar að búa á íslandi og tón-
listarfólki hérna bjóðast ýmis
tækifæri, til dæmis í Skandin-
avíu. Og svo má nefna það að
þó að ísland sé lítill staður er
fólk ótrúlega ötult við að
sækja tónleika. Það má segja
að hér séu hungraðir áheyr-
endur. Ég sakna þess þó að
hafa ekki meira tónlistarlíf í
kringum mig. Þessara áhrifa
sem flæða yfir mann erlend-
is. Mér finnst ég stundum
detta úr samhengi á íslandi.
En eyjan hefur þennan ókost
-o að það er ekki bara hægt að
£i hoppa yfir landamæri í leit að
nýjum áhrifum. En jafnvel
þetta hefur sínar góðu hliðar.
Þar má nefna friðinn til að
einbeita sér.“
En hvernig finnst þér að
öðru leyti búið að tónlistar-
fólki?
„Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta. F.g er ekki pólitísk
manneskja og blanda mér lít-
ið í pólitíska umræðu. Það er
líka svo stutt síðan ég var í
námi að ég er ekki komin inn
í þennan hugsunarhátt enn-
þá. Ég vil þó nefna ansi að-
kallandi mál fyrir allt tónlist-
arfólk sem er tónlistarhús.
Svo er ég sérstaklega ánægð
með það framtak sem Lista-
háskólinn er. Hann hefur
geysilega þýðingu fyrir tón-
listarfólk. Þetta er mjög stórt
atriði í því að fá sig metinn
inn i skóla erlendis. Auk þess
er nám erlendis mjög dýrt og
því kjarabót að geta lokið BA
námi hér heima áður en
lengra er haldið," sagði Bryn-
dís Halla að lokum.
Odru
fremur
liturinn
og
ljósið
sem ég
læt
heillast
Eggert Pétursson
sýnir í
Nýlistasafninu
,,Ég œtlaði að verða nátt-
úrufrœðingur þegar ég var
svona 6—7 ára,“ segir Eggert
Pétursson myndlistarmaður
en hann sýnir í Nýlistasafninu
um þessar mundir. Eggert
nam við myndlistaskólana í
Reykjavík ogþví nœst við Jan
Van Eyck Academie í Maast-
richt í Hollandi. „Ég safnaði
plöntum, flokkaði og málaði
þœr,“ segir Eggert,,Pegar ég
var stðan orðinn 10 ára gam-
all kom ekkert annað til
greina en myndlistin. „Ég hef
alltaf haft ánœgju af plöntum
en það er kannski öðru frem-
ur liturinn og Ijósið sem ég
læt heillast af.“
Hefur náttúran alltaf verið
megin viðfangsefnið?
„Nei, ekki eingöngu. Þetta
er öllu heldur árátta sem ég
læt undan. Það má kannski
frekar segja að það sé ímynd-
unaraflið. Á fyrstu sýning-
unni minni sýndi ég myndir
sem ég vann með því að
þurrka plöntur í vatnslita-
pappír og plönturnar skildu
eftir sig för í pappírnum. Ég
vinn einnig mikið með rýmið
líkt og ég geri í þessari sýn-
ingu. Það er stígandi í sýning-
unni, því meira sem ofar
dregur. Ég vinn tvívíð verk
og stilli þeim upp saman til að
framkalla viss heildaráhrif."
Hefur þú alltaf haft lifi-
brauð af myndlistinni?
„Já, það má segja aö þetta
hafi allt skriðið saman frá því
að ég kom úr námi. Ég hef
náttúrlega fengist töluvert
við myndskreytingar og svo
hef ég kennt við Myndlista-
og handíðaskólann. Ég fékk
einnig starfslaun til sex mán-
aða og þau gerðu mér kleift
að vinna þessa sýningu
núna.“
Eggert hefur haldið fjölda-
margar sýn ingar hérlendis og
tekið þátt í samsýningum er-
lendis. Sýningin er opin frá
14—18 en henni lýkur sunnu-
daginn 21. apríl.
Danskir
menningar-
dagar
Nú er dönskum menn-
ingardögum í Reykjavík
að mestu lokið. Éjöldi
danskra listamanna hef-
ur sótt okkur heim og
veitl fersku lífi í þessa mis-
lyndu vordaga. Þessir
dagar voru ekki síst þarfir
fyrir þœr sakir að við sjá-
um furðu litiö hér af
danskri menningu hversu
vel upplýst sem við teljum
okkur annars vera. Það
er ekki langt síðan að
sannir Reykvíkingar settu
upp hundshaus yfir
danskri kvikmyndagerð
og fannst frœndur vorir á
Norðurlöndum krumpa
sœngurvoðirnar full mik-
ið í samförum við vanda-
málagrýluna. Pað er aö
segja í þeim myndum sem
ekki féllu inn í „senge-
kanten" eða Passer flokk-
irin. En nú njóta danskar
myndir virðingar á al-
heimsvettvangi og þeir
voru ófáir fyrrum hunds-
hausarnir sem völnuðu
músum yfir Pelle erobrer-
en og Babettes gœstebud í
bíó. En það eru fleiri
danskar myndir sem
verðskulda athygli og viö
fengum smjörþefinn af
þeim núna. Pað er alltaf
undrunarefni hversu fáar
norrœnar myndir hljóta
náð fyrir augum bíogesta
og vonandi að dönsku
menningardagarnir hafi
breytt þar einhverju um.
Það er leiðinlegt ef bíólíf-
ið œtlar aö pipra í forpok-
aöri aðdáun sinni á amer-
ískum afþreyingariðnaði
og kemur það í alla staði
iílu út.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir