Pressan - 18.04.1991, Qupperneq 30
Jón Baldvin Hannibalsson heldur
áfram leit sinni að einhverjum sem
vill ræða við hann.
Jón Baldvin Hannibalsson
Skorar nú á
Bryndísi
Schram að
ræða við sig
— ég veit ekki hvort þaö
passar inn í prógrammið,
segir Bryndís
Landsprófsbekkurinn
1970 úr Laugalækjaskola
Allir nema
einn úr
bekknum eru í
framboði
— reikna meö aö mér
verði boðið starf aðstoð-
arráðherra eða eitthvað
ámóta, segir Hjörtur
Landsprófsbekkurinn er nú i framboði fyrir átta flokka í fimm Ingvarsson, sá eini sem
kjördæmum. _ ekki býður sig fram
Útreikningar Þjóðhags-
stofnunar
Skatileysismörk í
200 þúsund ef
kosið
yrði í
haust
Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, segir að
skattleysismörk
færu að öllum líkind-
um í 200 þúsund ef
kosið yrði í haust.
16. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGURINN 18. APRÍL 1991
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Gallup á íslandi
Háskólamenn á frjálsum
markaði með miklu hærri
lann en ríkisstarfsmenn
„Ríkið er þrælahaldari," segir
Olafur Ragnar og segist ætla
að segja upp strax á morgun
og sækja um vinnu hjá einka-
fyrirtæki.
— ótrúleg nidurstada, segir Ólafur Ragnar Grímsson sem segist œtla að sœkja um uinnu hjá einkafyrirtœki
sem fyrst
Reykjavík, 18. apríl
„Það er rosalega svekkj-
andi að hafa unnið allan
sinn starfsaldur hjá ríkinu
og fá þetta svo framan í
sig,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármáiaráð-
herra þegar hann kynnti
niðurstöður könnunar
Gallups á íslandi um
launamismun háskóla-
menntaðara manna hjá
ríkinu og á hinum frjálsa
vinnumarkaði.
„Pælið í þessu. Ég er búinn
að kenna í Háskólanum frá
því ég kom úr námi. Síðan fór
ég á þing og loks í ráðuneyt-
in. Núna, mörgum árum
seinna, fæ ég það beint í and-
litið að ég hefði haft það
miklu betra ef ég hefði asnast
til þess aðsækja um vinnu hjá
einhverju einkafyrirtæki út í
bæ,“ sagði Ólafur Ragnar.
,,Ég veit ekki hvað menn
eins og Páll Halldórsson ætla
að gera en það er ljóst að ég
ætla ekki að láta bjóða mér
þetta," bætti Ólafur við.
Öngþveiti á íslenskum hlutabréfamarkadi
Enginn veit hver á stærstu hlutafélögin
Reykjavík, 17. apríl
„Við erum að reyna að
greiða úr þessari flækju
en það bendir fátt til þess
að skýrar línur fáist fyrr
en eftir nokkrar vikur,“
sagði Halldór H. Jónsson,
stjórnarformaður Eim-
skips og fleiri stórfyrir-
tækja, í samtali við GULU
PRESSUNA, en mikil upp-
lausn er nú á íslenskum
hlutabréfamarkaði eftir
að það kom í Ijós að enginn
veit í raun hver á mörg af
stærstu hlutafélögum
landsins.
„Þetta byrjaði allt með því
að við keyptum hlutabréf í
Flugleiðum og Sjóvá. Stjórn
Sjóvá keypti þá hlutabréf í
Eimskip á móti og bauð síöan
í bréf í Granda á móti okkur.
Grandi keypti þá hlut í Flug-
leiðum sem aftur keypti hlut í
Sjóvá sem skipti á bréfum í
Eimskip og Skeljungi. En sum
af bréfunum í Skeljungi voru
eign F.imskips þannig að Sjó-
vá var í raun að skipta á hlut
í Eimskip fyrir hlut í Eimskip,"
sagði Halldór en bætti síðan
við: „Annars er ég ekki alveg
viss um að þetta hafi verið
svona. En þetta hljómaði alla
vega eitthvað þessu líkt þeg-
ar Hörður var að skýra þetta
út fyrir mér."
Samkvæmt heimildum
GULU PRESSUNNAR áttuðu-
menn sig á flækjunni þegar í
ljós kom að Hörður Sigur-
gestsson gerði kröfu um að
verða stjórnarformaður í sjö
af tíu stærstu fyrirtækjum
landsins.
„Hann gat sýnt fram á að
hann hafði hlutabréf á bak
við sig til að ná þessu. Ekki
veit ég hvernig honum tókst
þetta. Pó það sé skömm frá
að segja þá er eins og honum
hafi tekist að gabba okkur
alla,“ sagði Halldór.
Aðeins tveir Reyknesingar eru ekki á
framboðslistum
Við vitmn ekkert hvað
við ætlitm að kjósa
— segja hjórtin Páll Kjartansson og Karen
Hjaltadóttir
Keflavík, 10. apríl_____
„Vid höfum ekki gert
upp okkar hug enda er þad
mjög erfitt án þess að
móðga einhvern,“ segir
Páll Kjartansson, blikk-
smiður í Njardvík, en hann
og kona hans eru Reyk-
nesingarnir sem ekki eru
á framboðslista einhvers
af þeim flokkum sem
bjóða fram í kjördæminu.
„Mamma er í framsókn,
pabbi er græningi, Dóri bróð-
ir er í framboði fyrir Heima-
stjórnarsamtökin og vinnu-
veitandi minn er allaballi. Ég
á því erfitt með að ákveða
mig og enn erfiðara með að
segja frá því opinberlega
hvað ég ætla að kjósa," segir
Karen Hjaltadóttir, eiginkona
Páls.
„Stuttu áður en framboðs-
frestur rann út datt okkur í
hug að bjóða bara fram sjálf,"
segir Páll. „En það kom í Ijós
að við hefðum ekki fengið
neinn á lista með okkur. Hinir
listarnir höfðu hreinsað upp
allt kjördæmið."
Karen og Páll. Kjósendurnir í Reykjaneskjördæmi.
ALLTBENDIR TIL STORSIGURS FRAMSOKNAR
Reykjavi'k, 18. apríl
„Eftir að hafa borið
saman hitastig sjávar fyr-
ir norðan land og úrslit
síðustu kosninga finnst
mér flest benda til að
Framsóknarflokkurinn
eigi eftir að vinna stór-
sigur í þessum kosning-
um,“ sagði Páll Bergþórs-
son veðurfræðingur í
samtali við GULU PRESS-
UNA.
Páll segir að þegar sjór
hefur verið óvenjulega kald-
ur fyrir norðan land, eins og
hann er nú, hafi Framsókn-
arflokkurinn unnið sýna
stærstu sigra í kosningum.
„Samanburður minn á
hita sjávar og kosningaúr-
slitum hefur leitt í Ijós að
hægt er að spá fyrir um
kosningaúrslit með allt að
92 prósent nákvæmni," seg-
ir Páll. „Það eina sem getur
hindrað stórsigur framsókn-
ar er að hingað komi eitt-
hvað af heitu lofti frá Evr-
ópu fyrir kosningar. Fram-
sókn gæti misst einn eða
tvo þingmenn út á það."
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944