Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 14
MENN FJÖLMIÐLAR Teiknimyndastyrkir Það var gleðilegt að Stöð 2 skyldi koma í veg fyrir að Guðmundur Bjarnason og Ól- afur Ragnar Grímsson keyptu húsið af Tímanum fyrir fjár- muni skattborgara. Ekki bara fyrir það að með því var kom- ið í veg fyrir að þessum fjár- munum yrði sóað í óhentugt húsnæði heldur einnig vegna þess að með því aukast lík- urnar á að Tíminn þurfi að beygja sig undir vilja almenn- ings og fari á hausinn eða breytist í smáblað — minna en hann er nú. Eins o^ Þjóðviljanum næg- ir Tímanum nefnilega ekki til lífs útgáfustyrkir stjórnmála- flokkanna og kaup ríkissjóðs á 750 eintökum. Hann er rek- inn í minni tengslum við raunveruleikann en svo. Og þegar þessi blöð (og Al- þýðublaðið líklega einnig) eru farin á hausinn skilja þau eftir sig litið gat á markaðn- um sem eykur líkur á því að hér verði stofnað nýtt dag- blað. Bæði Mogginn og DV hefðu gott af smá samkeppni frá almennilegu blaði. Og þégar þessi blöð hafa gefist upp verður hægt að nota þá óheyrilegu styrki sem þau fá í eitthvað annað nýtilegra. Þessir styrkir hafa nefnilega alltaf verið óskilj- • anlegir. Með aukinni tækni er sífellt ódýrara að senda frá sér prentað mál. Venjulegur „Hvað um það, Morgun- blaðið vnr helsti vettvangur vitrænnar umræðu um málefni þessarar kosninga- baráttu." I ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON FJÖLMIÐLARÝNIR MORGUNBLAÐSINS Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Rltstjórar: GÍinnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Augiýsingastjóri: Hinrik Gunneu- Hilmarsson. Ritstjórn, skriístoíur og auglýsingcir: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun sklptlborOs: Ritstjórn 621391, dreiíing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Afhverju veit enginn hver á ísland? Á sama hátt og margir spyrja hverjir eigi ísland má allt eins spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að enginn veit með sanni hverjir eiga landið og miðin. í úttekt PRESSUNNAR í dag kemur fram að eignarhald á stærstum hluta landsins er mjög á reiki. Samkvæmt þing- lýstum landamerkjabréfum margra jarða ná þær yfir stór- an hluta af óbyggðum landsins. Tíu stærstu jarðirnar á landinu ná þannig yfir tíunda hluta landsins alls. Hins vegar er eignarréttur á afréttum þess- ara jaröa mjög á reiki. Það er ekki ljóst hversu langt hann nær. Sama er að segja um eignar- rétt á miðunum. Eins og allir vita er útgerðarmönnum út- hlutaður kvóti sem er afnota- 'réttur af miðunum. Sumir vilja lita á þennan afnotarétt sem eign. 1 því felst að útgerðar- mennirnir eiga miðin, það er fiskinn sem syndir um þau. En þessi eignarréttur er mjög á reiki á sama hátt og eignarrétt- urinn á landinu. Því veit i raun enginn hver á hvað á landi sem í sjó við ís- land. Einn voöa sár „Þetta er svartur dagur í sögu jafnaðarmannahreyfing- arinnar.44 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandl fjármálaráöherra. ftnnttíptjriuifcln^ afturgnngnn „Þetta er auðvitað mjög slæmt mál og við Þórsarar erum með gæsahúð yfir þeirri tilhugsun að láta jarðsetja okkur í KA-mold. Það gæti hugsanlega orðið til þess að menn gengju aftur í talsverðum mæli og það er mjög óæskilegt.“ Aðalstelnn Sigurgelrsson tormaöur Þórs. Hvað með Simpson- fjölskylduna? „f Bandaríkjunum horfir enginn maður með viti lengur á sjónvarpið.“ Slgurður A. Magnússon rithöfundur. S*tdc4n4ÁacLe*tdect tneoL áúcHöft „Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur vel.“ Ríklsendurskoðun. verkamaður getur sjálfsagt prentað erindi í 10 þúsund eintökum af mánaðarlaunum sínum án þess að skera neyslu sína mikið niður. Það er því ekkert lífsspursmál fyr- ir lýðræðið að ausa fjármun- um í stjórnmálaflokkana til að tryggja að fjölbreytilegar skoðanir komist á prent. Styrkurinn rennur til þess að flokkarnir geti skreytt áróður sinn með teiknimyndasögum og Reuter-fréttum — að ógleymdum í spegli Tímans. Það er auðvelt að hugsa sér ,betri nýtingu á 90 milljónum en það. Gunnar Smári Egilsson Enn um pólitískar hnífstungur „Til að taka af allan vafa um forystuna í Framsóknar- flokknum segi ég það strax að ég fer með forystuna í flokknum og er ekki að hætta formennsku. Við störfum hins vegar sem bræður þannig að hnífurinn kemst ekki á milli.“ Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra. KBÓNUSKÐA HAGKAUP? „Náunginn sem sagði að ekki væri hægt að kaupa sér hcuningju vissi greinilega ekki hvar ætti að versla.“ Davld Lee Roth. 's. Vióskilnadurinn Útlendur maður, er hér var eitt sinn á ferð, spurði að því undrandi, hvers vegna í ósköpunum báðar sjónvarps- stöðvarnar notuðu sama þul- inn, búlduleitan mann, flat- nefjaðan með mikið hár og Ijóst. Blessaður gesturinn hafði ekki gert sér grein fyrir því, að Ólafur Ragnar Gríms- son, þáverandi fjármálaráð- herra, er sviðsfíkill, sem telur, að ekki megi svo dagur líða, að hann komi ekki fram á báðum sjónvarpsstöðvum. Ef ekkert er raunverulegt af honum að frétta, þá smíðar hann fréttir í snatri. Nú er það hins vegar helst títt, að hann hefur hrökklast úr ríkisstjórn og er með grátstafinn í kverk- unum við tilhugsunina um, að eitthvað muni líklega fækka sjónvarpsviðtölum. Á árum áður hreykti Ólafur Ragnar Grímsson sér af því, að hann þekkti ýmis stór- menni erlendis. Hann væri forystumaður alþjóðlegra friðarsamtaka. Sleppum því í bili, hversu spánskt það er að heyra þann mann kenna sig við frið, sem hefur ekkert haft þarfara að gera um dag- ana en kveikja í kringum sig ófriðarelda. En hverjir voru félagar Ólafs Ragnars í þess- um samtökum um nýtt al- þjóðlegt skipulag? Einn var Andreas Papan- dreu, sem hrökklaðist úr for- sætisráðherrastóli í Grikk- landi og er nú sakaður um spillingu og misnotkun valds. Annar var Rajiv Gandhí, laukurinn í ættarveldi Nehrú- Gandhí ættarinnar, sem hef- ur mestu ráðið á indlandi frá því, að landið fékk sjálfstæði. Nú hefur hann misst völd og situr undir svipuðum ákær- um og Papandreu. Hinn þriðji er Raúl Alfonsín í Argentínu, en þegar hann fór þar frá völdum, nam verðbólgan 1000% og atvinnulífið var ein rjúkandi rúst. Fjórði félagi Ól- afs Ragnars var Alan García í Perú, en viðskilnaður hans þar var svipaður og Alfonsíns í Argentínu. Ólafur ætlar greinilega að feta sömu braut og félagar hans erlendis. Hann skilur við ríkisfjármálin í algerum ólestri. Sjálfur sagði hann í upphafi kosningabaráttunn- ar, að fjárlagahallinn yrði um fjórir milljarðar. í lok kosn- ingabaráttunnar viðurkenndi hann hins vegar, að fjárlaga- hallinn kynni að verða um sex milljarðar. Strax eftir kosningar létu embættis- menn í fjármálaráðuneytinu hafa það eftir sér, að hallinn yrði líklega um átta milljarð- ar. Ef beitt er öðrum bók- haldsreglum, eins og ríkis- Opinberunar-sósíalisti Þegar Berlínarmúrinn var rifinn héldu flestir að Björn Bjarnason hætti að vera til. Pólitískar skoðanir og tilvera Björns voru einfaldlega of bundnar þessum múr til að hægt væri að hugsa sér hann án múrsins. Svipað gerðist fyrir óra- löngu með Svavar Gestsson. Allan áttunda áratuginn barðist hann eins og Ijón við heildsala. Að því er hann sagði voru þeir undirrót alls ills. Ef hann kæmist til valda skyldi hann flytja heildsala- gróðann þangað sem hann ætti heima. Til fólksins. endurskoðun gerir, þá er fjár- lagahallinn tólf milljarðar. Setjum svo, að við notum svipaðar reglur og embættis- menn fjármálaráðuneytisins. Þá skakkar hvorki meira né minna en tveimur milljörð- um króna á mati þeirra og Ól- afs Ragnars Grímssonar. Sá munur er ærinn. Ólafur hefur þann sið að reyna að leiða at- hyglina að öðrum málum, kasta reyksprengjum inn á vettvanginn, þegar stað- reyndir óþægilegar honum koma í ljós. Nú skora ég á fréttamenn að vera á varð- bergi fyrir slíkum tilraunum. Höfundur er lektor i stjórn- máiafræði í Félagsvísindadeild Háskóla Islands. Síðar kom náttúrlega í ljós að heildsalar voru ekkert vandamál. Heildsalar á ís- landi eru meira að segja betri en aðrir heildsalar á Norður- löndunum. Það er minni álagning á innfluttum vörum hér en þar. Og á sama hátt og Björn Bjarnason hélt áfram að vera til eftir að múrinn féll þannig hélt Svavar líka áfram að vera til. Múrar og heildsalar eru nefnilega ekki raunverulegir hlutir heldur táknmyndir. Þegar hlutirnir hrynja þá flytjast táknin yfir á eitthvað annað. Hjá Svavari hafa margir hópar lent í því að verða að heildsölum; fjármagnsfyrir- tæki, stjórnendur hlutafélaga og svo náttúrlega Sjálfstæðis- flokkurinn. Svavar getur ekki lifað án þess að hafa hold- gerða andstæðinga. Hann er því fljótur að skipta um ef það kemur í ljós að einn andstæð- ingurinn er í raun máttlaus. Það sagði einu sinni vitur maður að kristin trú skiptist í tvennt. Annars vegar væri siðaboðskapur Krists, sem menn reyna að tileinka sér persónulega. Hins vegar væri opinberun Jóhannesar sem hópar geta auðveldlega til- einkað sér. Eins og allir vita snýst opin- berun Jóhannesar um hina sætu hefnd þeirra sem eru í réttu félagi þegar dómsdagur kemur. Drottinn allsherjar stígur þá niður í ýmissa kvik- inda líki og lætur þá sem ekki eru réttu megin aldeilis finna til tevatnsins. ÁS o o HALFpAN * VAKAAÞH t/ÍD Ö2U/A giW/R. AO Soffi ím&i n PAGA-... :/UA,WÚMpA HlXftPA , DONKA DoaACa- __ ^KOstí-e&t (Hí^ a! 'fi EZ föMÍM py£sTi /MAi'J HA H.maí víð vepþhm OP SEiWie í ! í pfio- \ 7 7á 5tofa/AE>í ADAM iV&sHAMTT LEYfiÍFÉLAó- pMOJcaMA/(WAAAVV/VA öpCu NAF^i ILLuftiVfitTÍ U 06 HÍ\ PÁÐA HE/MíaWM AlLS JC/V5 FK f- MlXZPtZA 06 fófiAldíOSSft^EEÍM © « n S to c 2 ro

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.