Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 21
21 LISTAPÓSTURINN HVAÐA DAGUR ER I DAG? Unnið að gerð heimildamyndar um Dag Sigurðarson rithöfund ,,Ég heíalla tíð haft dálœti á Degi," sagdiKári Schram en þessa dagana er veriö ad gera heimildamynd um Dag Siguröarson rithöfund. Þaö eru þeir Kári Schram og Jón Proppé kvikmyndageröar- menn sem standa aö gerö myndarinnar en aö sögn Kára veröur megin áhersla myndarinnar á Dag eins og hann er í dag. Hún byggist á viötölum, heimsóknum og frásögnum og leitast er viö aö gefa innsýn í líf manneskj- unnar Dags Siguröarsonar. Dagur mun birtast í hinum fjölbreyttustu hlutverkum I myndinni sem skáldiö, faöir- inn og bóheminn. Listapóst- urinn náöi tali af þeim Degi Siguröarsyni og Jóni Proppé á ka ffihúsi I miöborginni. „Ég hef því miður oft farið flatt á tilhneigingu minni til að treysta fólki," segir Dagur. ,,En þegar Kári hafði gengið á eftir mér í hálfan mánuð sannfærðist ég um að hann væri í lagi." „Myndin er samvinnuverk- efni fyrirtækisins Andrá sem er í eigu Kára Schram og Megafilm sem leggur til tæki. Við erum þrír sem vinnum myndina og Dagur tekur full- an þátt í gerð hennar enda er um samsköpun að ræða. Það má eiginlega segja að þetta sé anarkistaskólinn i kvik- myndagerð." % „Og ég réði mig sem aðal- stjörnu og handritshöfund," segir Dagur hressiiega. „Við reynum að komast' langt frá meðalgerð þátta um fólkið í landinu. Þetta er öðru fremur svona tilrauna- mennska í gerð heimilda- mynda," sagði Jón Proppé. „Það eru leiknar senur í myndinni og töluvert er lesið af Ijóðum auk þess sem við erum með myndir af uppá- komu hjá Inferno 5 sem Dag- ur tók þátt í.“ „Þetta er fölsuð heimilda- mynd," sagði Dagur. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé tóm lygi. Myndin er vel föls- uð. Svo að ég vitni í ljóð eftir sjálfan mig. Sannleikurinn er alltaf fallegur hversu loginn sem hann er. Fegurðin er alltaf sönn hversu ljót sem hún er. Ég hef ekkert fagurfræði- legt prógram til hliðsjónar nema þá helst þetta. Eg vil einnig koma á framfæri þakklæti til vina fyrir hvað þeir voru duglegir við að Íeika sjálfa sig." „Myndin fjallar einnig um Dag sem myndlistarmann," segir Jón og Dagur bætir við. „Ef þeir fengju nógu langan tíma myndi myndin fjalla um Sölva Helgason með rauð- gullið hár og skegg og ég þyrfti að leika hann." Og fööurhlutverkiö: „Börnin mín eru flest kom- in upp og ég þarf því lítið að sinna þeim. En ég á tíu stykki með fimm konum. Nú er ég laus við pabbarulluna og ger- ist afi. Það er margt leiðinlegt við mannlífið og þó mest hvað það er óumbreytanlegt. Ég á tvö barnabörn en þau verða tvöhundruð áður en ég veit af. Ég læt þó ekki gera úr mér barnapíu. Þetta er full- frískt fólk og ætti frekar að hafa áhyggjur af mér enda er ég orðinn gamall. En ég kem óvænt í heimsókn og spilli barnabörnunum passlega mikið." Nú hefur þú fengiö viöur- nefniö kóngurinn. Samræm- istþaö ekki illa andúö þinni á valdi? „Kóngurinn er ekki endi- lega valdsmaður. Hann þekk- ist á því að hann er kóngur yf- ir sjálfum sér. Þessi nafnbót stafar af hæfileika minum til að öskra en ég nota þann hæfileika afar sjaldan." „Dagur er krýndur i mynd- inni,“ segir Jón. „Hann er krýndur konungur hafsins hjá Inferno 5“ „Nú er ég kominn í bandalag við Ægi og Njörð," segir Dagur. „Og samningaviðræður standa yf- ir við keisara Atlantis." En þegar búiö er aö gera heimildamynd um Dag. Erþá deginum lokiö? „Stundum þegar ég er mik- ið einn vantar mig félagsskap" segir Dagur. „Þá langar mig að heyra hvernig röddin mín hljómar og hvernig orðin fara á tungunni. Myndin þjónar montinu. Það er gaman að láta vita af sjálfum sér þegar maður finnur svona mikið til sín. Svo er líka gaman að vinna með vandvirku fólki sem þarf ekki að vinna eftir klukku." Innhverfir og afskiptalausir tréhausar Sýning Guðjóns Ketilssonar í Nýlistasafninu „Sum tré eru samvinnuþýð. önnur þrjósk og andsnúin. Á einu augnabliki verður tré- kubbur að veru sem þröngv- ar sér út úr efninu." segir meðal annars í sýningarskrá að sýningu Guðjóns Ketils- sonar myndlistarmanns i Ný- listasafninu. Tréhausarnir á sýningunni eru spennandi. ólíkt öðrum tréhausum og óhætt að hvetja unnendur góðrar listar til að blanda geði við þá. „Þetta eru verur frekar en mennsk fyrirbæri." segir Guðjón Ketilsson. „Þær poppa út úr efninu svona líkt og spýtustrákurinn Gosi." segir hann sposkur. „Ég vil síður binda mig við fyrir- myndir enda vil ég taka mér frjálsræði sem ekki tilheyrir því að gera myndir af fólki." Eru þetta íslenskar verur? „Ég hef ekki hugsað það sérstaklega. Nema hvað það er ein sjálfsmynd á sýning- unni. En það var með hana eins og hinar að ég lagði ekki upp með hugmyndina í upp- hafi. Það eru engin tengsl á milli hausanna á sýningunni. Það undirstrikar að þeir eru í sjálfu sér innhverfir og af- skiptalausir gagnvart um- hverfinu. Og þeir eru á stalli líkt og prímadonnur." Nú fæstu líka við að mála. „Það truflar mig ekki að skilgreina hvort ég er málari eða myndhöggvari. Þetta er allt saman myndlist. Högg- myndirnar eru unnar á löng- um tíma. Og ég vinn þær mikið eins og málverk. Ber á einn lit og pússa hann síðan niður og ber á annan. . . Þar til myndast slikja yfir efninu. Mér finnst gott að mála og höggva á víxl. Enda viðfangs- efnið oftast mjög líkt.“ Næturklúbbadúfan Louis Lane og bóndadóttir í tröllahöndum Vilborg Halldórsdóttir í spjalli ,,Þaö er gaman aö hafa fengiö aö takast á viö tvö ólík hlutverk í einu,“ sagöi Vilborg Halldórsdóttir leikkona en hún fer meö hlutverk nœtur- klúbbadúfunnar bouis Lane sem er jaröbundin framadrós I söngleiknum Kysstu mig Kata en sýningum á því verki lýkur 26. maí. Hún fór einnig meö hlutverk í leikritinu Skrúösbóndinn sem var sýnt á Kirkjulistaviku í Akureyrar- kirkju. „Skrúðsbóndinn byggist á þjóðsögu um tröllið í Skrúðn- um í Fáskrúðsfirði," segir Vil- borg. Sú saga er einföld og falleg og í henni eru dregin skýr mörk milli góðs og ills. Sagan fjallar um unga mann- eskju sem lætur glepjast og þarf að taka afleiðingum gerða sinna. í leikgerðinni var farin sú leið að skipta hlutverki ungu konunnar í tvennt og Helga Hlín Hákon- ardóttir fór með hlutverk hennar þegar hún er ung og saklaus en ég þegar hún hef- ur verið 12 ár í tröllasollinum og hefur glatað æsku sinni og sakleysi. Þetta er iðrunarsaga og fjallar um hvernig hún snýr til baka. Mér finnst fallegt og tákn- rænt að leika þetta verk í kirkju ekki síst vegna þess að í verkinu sjáifu er messa og umgjörðin nýtist því líka mjög vel í leikmyndinni. Org- anisti kirkjunnar sem heitir Björn Steinar Sólbergsson er á heimsmælikvarða, algjör snillingur og hljóðfærið sjálft er það stærsta á landinu og allur hljómburður því gríðar- lega góður. Það er ein setning í verkinu sem kannski segir meira en mörg orð um leikrit- ið sjálft. Sú setning sem er lögð í munn prestinum og segir í raun ástæðuna fyrir því að hún afvegaleiðist: „Útþráin er misjafnlega sterk eins og allt annað í fari mannanna og framhjá henni sneiðir enginn. En þetta er tímabil sem líður hjá. Það varir sjaldan lengur en þau tímabil sem manneskjan er hvorki barn né fullorðin." Þessi setning segir svo mik- ið um þann tíðaranda sem var. Þegar fólk átti að una ánægt í sínum dal. í dag er fólk á ferð og flugi fram á grafarbakkann og þykir eng- um mikið." Er einhver von til aö Reyk- víkingar fái aö sjá verkiö? „Það hefur komið til tals en ekkert hefur verið ákveðið ennþá." Nú hefur þú leikiö mikiö meö Leikfélagi Akureyrar? „Já, það er gott að vera í LÁ og ég held að fólk hljóti að meta það að verðleikum. Hér fær fólk tækifæri sem það fengi ekki annars staðar. Og svo er fólk alltaf virkara þar sem hlutirnir eru smærri í sniðum. Leikfélagið er í ynd- islegu húsi og lífið er t svo miklu jafnvægi hérna og það er kyrrð yfir bænum svona einskonar „spiritualitet". Það er heilmikið að gerast í lista- lífinu hér á Akureyri þó að þeir hlutir séu oft mjög ein- angraðir í allri listumræðu." Eitthvaö aö lokum Vilborg? „Já, mig langar að minnast á hátíðarmessu sem var flutt í lok Kirkjulistaviku. Þar flutti Sigurbjörn Einarsson svo yndislegt erindi þar sem hann sagði m.a. að listsköpun- in væri það sem skildi á milli manna og dýra. En handan við hinn hæsta tón og hina dýpstu þrá væri kyrrðin í manneskjunni. Mér fannst þetta bara svo fallegt."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.