Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991
9
ÞESSIR
EIGA
Tíu stœrstu jarðirnar
ná yfir tíunda hluta
landsins
1.
Reykjahlíö
Reykjahlíð í Skútustaðahreppi í
Mývatnssveit er án efa stærsta jörð
á íslandi. Samkvæmt landamæra-
merkjum er hún um 2.000 ferkíló-
metrar en munnmæli segja að hún
sé enn stærri. Samkvæmt þeim nær
hún saman við Skaftafell á Vatna-
jökli. Ef það er rétt er stærð jarðar-
innar nær 6.000 ferkílómetrum.
Reykjahlíð nær því yfir 1,9 til 5,8
prósent landsins.
Miðað við verð á afréttum er and-
virði jarðarinnar um 350 milljónir
króna. 1,1 milljarður ef miðað er við
munnmælasögurnar. Ef landa-
merkjabréfið tryggir eignarréttinn
betur en á afréttarlöndum hingað til
er verðmæti eignarinnar miklu
meira. Skráð verð Reykjahlíðar er
hins vegar ekki nema 1,1 milljón.
Eigendur Reykjahlíðar eru um
tuttugu afkomendur Einars Friðriks-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem
keyptu jörðina seint á síðustu öld.
Þeir helstu eru; Óskar og Valgeir III-
ugasynir, Jón, Svava og Guðrún
Jónsbörn, Jón og María Þorsteins-
börn og Baldur Sigurðsson.
2.
Skaftafell
Hlutur ríkisins í jörðinni Skafta-
felli er þriðja stærsta jörðin. Eins og
kunnugt er þá er þar nú þjóðgarður
Islendinga. Jörðin nær yfir um
1.600 ferkílómetra. Það eru um 1,6
prósent íslands.
Islenska ríkið á jörðina.
3.
Brú á Jökulsá
ú í Jökuldalshreppi í Norð-
ur-Múlasýslu er
líkast til
stærsta jörð á
íslandi. Hún er 1.
ferkílómetrar. í landi
Brúar eru til dæmis
Kverkfjöll og Brúarjökull.
Brú nær yfir um 1,4
prósent íslands'
Miðað við verðið á Auðkúlu
hreppi kostar Brú 245
milljónir. Fasteignamat
jarðarinnar er hins vegar
ekki nema 300 þúsund.
Skráðir eigendur
jarðarinnar eru
Sigurður og Stefán
Halldórssynir.
4.
Möðrudalur
Möðrudalur á Efra-Fjalli telst lík-
lega fjórða stærsta jörð á íslandi.
Samkvæmt landamerkjabréfi er
flatarmál jarðarinnar um 600 fer-
kílómetrar. Hún nær því yfir um 0,6
prósent landsins.
Jón Stefánsson í Möðrudal átti
jörðina og bjó þar fram til 1971.
Möðrudalsland er háslétta um 400
til 450 metra yfir sjó. Innan þess eru
meðal annars Möðrudalsfjallgarð-
arnir tveir.
Skráð verð Möðrudals er um 250
þúsund. En samkvæmt Auð-
kúlu-verðinu er andvirði þess um
105 milljónir.
Möðrudalur er ríkisjörð.
Kalmanstunga
Kalmanstunga í Hvítársíðu í Borg-
arfirði er líklega fimmta stærsta jörð
á íslandi. Talið er að hún sé um 550
ferkílómetrar eða um 0,5 prósent af
íslandi.
Áður fyrr tilheyrði öll Arnarvatns-
heiði jörðinni en hún var seld undan
henni fyrir um einni öld. Innan nú-
verandi lands Kalmanstungu er til
dæmis Eiríksjökull.
Fasteignamatið segir verð Kal-
manstungu vera um 900 þúsund
krónur. Auðkúluverð er hins vegar
um 95 milljónir.
Eigendur Kalmanstungu eru
skráðir Kalman Stefánsson og Ólaf-
ur Kristófersson.
6.
Skaftafell
Sá hluti jarðarinnar Skaftafells
sem ekki er undir þjóðgarðinum er
um 500 ferkílómetrar. Þessi hluti er
skráður í eigu Ragnars Stefánssonar
og Árna Benediktssonar. Hann nær
yfir 0,5 prósent íslands.
Það er sjálfsagt ekki til mikils að
reyna að meta þessa jörð til verðs.
Ástæðan er að hún liggur undir
Skeiðarársandi.
7.-8.
Grímsstadir og
Hólssel
Grímsstaðir í Skútustaðahreppi og
Hólssel í Fjallahreppi eru talin vera
nálægt 500 ferkílómetrum hvor jörð
eða svipaðar að stærð og Skaftafell.
Þær taka því yfir um 0,5 prósent af
íslandi hvor jörð.
Ríkissjóður á Hólssel en nokkrir
einstaklingar eru skráðir eigendur
að Grímsstöðum.
9.
Grænavatn
Jörðin Grænavatn í Skútustaða-
hreppi er talin ná yfir um 323 fer-
kílómetra. Heimaland jarðarinnar
er um 110 ferkílómetrar og því er
jörðin sjálfsagt verðmeiri en margar
jarðirnar sem taldar hafa verið upp
hér að ofan. Eignarréttur hennar er
augljósari.
Grænavatn nær yfir 0,3 prósent
Islands. Skráð verð jarðarinnar er
tæplega 600 þúsund. Auðkúluverð
hennar er um 56 milljónir.
Eigendur Grænavatns eru nokkrir
en stærstu eigendurnir eru skráðir
Helgi Jónasson og Haraldur Helga-
son.
10.
Úthlíd
Þó einhverjar jarðir sem hér hafa
ekki verið nefndar kunni að vera
stærri en Úthiíð í Biskupstungna-
hreppi er hún sett hér í tíunda sæti.
Ástæðan er að Úthlíð er lang
staersta jörðin á Suðurlandi.
Úthlíð er um 100 ferkílómetrar.
Fasteignamatið segir hana kosta um
1 milljón króna. En Auðkúluverðið
er 17,5 milljónir.
Skráðir eigendur eru Björn Sig-
urðsson, Halldór Jónsson og fleiri
einstaklingar.
06 ÞESSIR
EIGA
Tíu stærstu kvóta-
eigendurnir eiga
fjórðung kvótans
1.
Grandi
Grandi hf. á 8 skip og sameigin-
legur kvóti þeirra er um 17 þúsund
tonn eða 4,72 prósent af kvóta
landsmanna. Miðað við gangverð á
kvóta í dag er eign fyrirtækisins því
um 2.578 milljónir króna.
Stærstu eigendur Granda eru
Hvalur hf. 36%, Hraðfrystistöðin
17%, Hampiðjan 15%, Ingvar Vil-
hjálmsson hf. 9% Sjóvá-AImennar
6% og OLÍS með 5%.
2.
Utgerdarfélag
Akureyringa
Útgerðarfélagið á átta skip eins og
Grandi. Kvóti þess er hins vegar lítið
eitt minni eða rúm 16 þúsund tonn
sem er 4,42 prósent af kvóta lands-
manna. Verðmæti hans er 2.415
mijljónir króna.
ÚA er að 66,1% í eigu Akureyrar-
bæjar, 9% í eigu KEA, 7% í eigu
Slippstöðvarinnar, 5,4% í eigu
Hampiðjunnar og Verkalýðsfélagið
Eining og Sjómannafélag Akureyrar
eiga samtals 3,2% (hér upptalin lið-
lega 90%).
3.
Haraldur Böövarsson
og co.
Haraldur Böðvarsson á Akureyri
á sex skip og kvóta upp á tæp 9 þús-
und tonn eða 2,46 prósent af kvóta
landsmanna. Verðmæti hans eru
1.341 milljón króna.
Þetta er orðið nýtt stórveldi.
Heimaskagi hf. og Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjan hf. sameinuðust
Haraldi Böðvarssyni og co. og að
auki fékk þetta nýja fyrirtæki annað
skipa Krossvíkur, þar sem félagsslit
urðu. Stærstu eigendur hins nýja
fyrirtækis hljóta að teljast Haraldur
Sturlaugsson og fjölskylda.
4.
Samherji á Akureyri
Samherji á fimm skip með kvóta
upp á 8,5 þúsund tonn eða 2,35 pró-
sent af kvóta landsmanna. Andvirði
hans er um 1.286 milljónir króna.
Þetta er fyrirtæki bræðranna og
frændanna Þorsteins Vilhelmsson-
ar, Kristjáns Vilhelmssonar og Þor-
steins Baldvinssonar á Akureyri.
Ástæða er til að ætla að þessar tölur
séu vanáætlaðar, því samkvæmt
heimildum blaðsins keyptu þeir
vænan kvóta á síðasta ári.
Síldarvinnslan á
Neskaupstað
Síldarvinnslan á einnig fimm skip
en með mun minni kvóta en skip
Samherja, eða 6.867 tonnum alls,
1,88 prósent af kvóta landsmanna.
Andvirði kvótans er um 1.030 millj-
ónir.
Eftir því sem næst verður komist
er fyrirtæki þetta að talsverðu leyti
og örugglega í meirihluta í eigu Nes-
kaupstaðarbæjar.
6.
Samtog
Samtog í Vestmannaeyjum á þrjú
skip og kvóta upp á 6.769 tonn eða
1,86 prósent af kvóta landsmanna.
Andvirði hans er um 1.015 milljónir.
Þetta sýnist vera bræðingsfyrir-
tæki Guðmundar Karlssonar í Fisk-
iðjunni og Haraldar Gíslasonar í
Fiskimjölsverksmiðjunni.
7.
Skagstrendingur
Skagstrendingur á Skagaströnd á
fjögur skip og 6.622 tonna kvóta
eða 1,82 prósent af kvóta lands-
manna. Andvirði hans er um 993
milljónir króna.
Aðaleigendur Skagstrendings eru
Höfðahreppur (37%), Hólanes hf.
(13%), Sveinn Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins (6,5%)
og Hlutabréfasjóðurinn (2,5%).
8.
Ögurvík
Ögurvík í Reykjavík á þrjú skip og
er kvóti þeirra um 6.424 tonn eða
1,76 prósent af kvóta landsmanna.
Kvótaeignin er því um 964 milljónir.
Þetta er fyrirtæki þar sem aðal-
eigendur eru bræður Sverris Her-
mannssonar bankastjóra, Björn
Þórhallsson og fleiri.
9.
Útgerdarfélag
Skagfirðinga
Útgerðarfélag Skagfirðinga á
Sauðárkróki á þrjú skip og kvóta
upp á 5.681 tonn eða 1,56 prósent af
kvóta landsmanna. Eignin er metin
á 852 milljónir.
Ekki verður annað séð en að þetta
sé að mestu leyti í eigu bæjarins,
kaupfélagsins og einstaklinga.
10.
Einar Guðfinnsson
Einar Guðfinnsson og dótturfyrir-
tæki eiga fjögur skip og 5.554 tonn
af kvóta eða 1,52 prósent af kvóta
landsmanna. Andvirði hans er 833
milljónir.
Óþarfi er að fara mörgum orðum
um þetta fyrirtæki, þar sem fjöl-
skylda Einars var nýverið að sam-
eina mörg fyrirtækjabrot í eitt stórt
fyrirtæki. Hér koma saman þrjú fyr-
irtæki afkomenda Einars Guðfinns-
sonar á Bolungarvík, Einar Guð-
finnsson hf., Baldur hf. og Völu-
steinn hf., til samans með 5.554
tonn.
Þ
að fær fátt stöðvað fram-
göngu Óla K. Sigurðssonar og fyr-
irtækja hans. Þótt fyrirtæki hans
Sund hf. sé nú til
meðferðar hjá
skattayfirvöldum
virðist það engin
áhrif hafa á gengi
bréfa í Olís. Sam-
kvæmt skráningu á
gengi hlutabréfanna
hafa þau lækkað úr 2,35 í 2,25, en
það þykir mjög eðlilegt í ljósi þess
að á aðalfundi var ákveðið að
greiða út 10 prósent arð auk þess
sem gefin voru út jöfnunarhluta-
bréf. Gengi Olísbréfanna er því al-
veg samkvæmt bókinni. ..
A
^^^thygli vekur að gengi hluta-
bréfa í Fróða, sem Magnús Hregg-
viðsson stofnaði um blaðaútgáfu
Frjáls framtaks, eru
skráð undir einum.
Þannig hefur það
verið lengst af. Þetta
þykir hins vegar
ekkert óeðlilegt
þegar um blaðaút-
gáfu er að ræða sem
byggir að mestu eignir sínar á hug-
lægum hlutum, viðskiptavild og
stofnkostnaði tímarita . . .
s
^^altfiskútflytjendur sem standa
utan viö SÍF bíða enn í ofvæni eftir
því að Jón Baldvin Hannibals-
son gefi útflutning
frjálsan til Spánar.
Jón hafði opnað
glufu á þann mark-
að með því að veita
nokkrum aðilum
ieyfi til að flytja út
flök, með þeim ár-
angri að verð til framleiðenda hér á
landi snarhækkaði þrátt fyrir aukið
magn og SÍF hraðaði uppgjöri gagn-
vart framleiðendunum . . .
| leiðara í Morgunblaðinu síðast-
liðinn þriðjudag segir að miklu
skipti hver veljist í embætti sjávar-
útvegsráðherra.
Ekki síst sé mikil-
vægt að viðkomandi
sé óháður hinum
ýmsu hagsmuna-
hópum. Þennan
sama daga vissu allir
sem vita vildu í Sjálf-
stæðisflokknum að Þorsteinn
Pálsson tæki við embættinu. Skrif
þeirra Styrmis Gunnarssonar og
Matthíasar Johannessen ritstjóra
Morgunblaðsins eru því túlkuð á
þann eina veg, að þeir áskilji sér rétt
til að halda enn uppi gagnrýni á þá
sjávarútvegsstefnu sem krefur ekki
um gjald fyrir aðgang að fiskistofn-
unum .. .
ÍEnn er ekki ákveðið hver taki
við af Eiði Guðnasyni sem formað-
ur þingflokks Alþýðuflokksins. Nýr
þingmaður, Ossur
Skarphéðinsson,
hefur verið nefndur
til starfans. Þá hefur
Gunniaugur Stef-
ánsson verið nefnd-
ur við formennsku í
fjárveitinganefnd.
Það mun hins vegar velta töluvert á
Karli Steinari Guðnasyni hvernig
fer, því Karl Steinar er talinn eiga
sjálfkrafa rétt á öllum lausum emb-
ættum eftir að ráðherrastóllinn
klúðraðist.. .