Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991 Dagar í lífi borgarstjórabílanna ÚR RUSLINU í TJÖRNINA ÚR TJÖRNINNI í RÁÐHÚSIÐ Gunnar var að aka niður Skálholtsstíginn biluðu bremsurnar og endaði öku- ferðin í sjálfri Tjörninni! Nú er númerið fest á Cadill- ac Fleetwood special bifreið Davíðs Oddssonar, sem hann lét kaupa hjá Sambandinu fyrir fáeinum árum (hörðustu sjálfstæðismenn skömmuðu Davíð fyrir að svíkja lit, hann átti auðvitað að kaupa bíl af einkaframtakinu). Ekki er vit- að til þess að Davíð hafi ekið ofan í Tjörnina, en í hana setti hann þó eitt stykki ráðhús. Meðfylgjandi myndir úr fyrri tíð eru úr einkasafni Bjarna Einarssonar frá Túni. Þær sýna ruslabílinn og ösku- karla á Suðurgötunni og svo borgarstjórabílinn í Tjörn- inni. Loks fylgir nýrri mynd af Davíð og Kádiljáknum í Tjörninni, þ.e.a.s. á stað þar sem hluti Tjarnarinnar var. R-612. Þetta er eitthvert frœgasta bílnúmer landsins, númerid á bifreid borgar- stjórans í Reykjavík. I dag er þetta númer skrúfad ú hinn liðlega 5 metra langa Kádi- Iják, sem Davíd Oddsson loet- ur skutla sér í. Færri vita að í upphafi hékk númerið R-612 á ruslabíl, nánar tiltekið á GMC bifreið, árgerð 1930. Snemma á fimmta áratugnum fékk núm- erið uppreisn æru, var tekið úr öskunni og sett á bíl hátt- virts borgarstjóra. Síðari hluta fimmta áratug- arins var númerið komið á hina stórglæsilegu límósínu De Soto árgerð 1946, sem þá- verandi borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen heitinn, hafði til umráða. Ekki var bifreiðin gallalaus, því eitt sinn er ÁRNI NJÁLSSON VALSARI SELDI KR— „Eg sagbi alllaf ud þetta væru mistök hjá Bifreiöa- skoduninni, ad láta svona gallhardan Valsara fá bíl- númeriö KR. Audvitad hvíldi þetta þungt á Valsararium í mér og ég sagdi á sínum tíma í Þjódarsálinni ai) ég yröi annad hvort ai) breyta núm- erinu eöa selja bílinn." Arni Njálsson, hinn lands- kunni Valsari og íþróttakenn- ari, var svo óheppinn þegar fastnúmerakerfið var tekið upp að fá bílnúmer með bók- stöfunum KR. l>eir sem til þekkja vita að slíkt er í and- stöðu við allt sem Völsurum er heilagt og fyrir nokkru greip Arni til þess eina ráðs BÍLINN sem hugsanlegt var. Hann seldi bílinn í Vesturbæinn. „Þetta var auðvitað mjög þungt og erfitt fyrir mig, ég neita því ekki," sagði Arni, en nú hlær hann að þessu öllu. ,,()fan á allt saman geta KR-ingar ekki einu sinni unn- ið titla," bætti hann við. TENGSL Guðmundur Magnússon varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins var einu sinni í Fylk- ingunni eins og Birna Þórðardóttir blaða- maður sem hefur verið handtekin fyrir óspektir á al- mannafæri eins og Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri sem er Iíka rithöfundur eins og Indriði G. Þorsteinsson rit- stjóri sem er hestamaður að norðan eins og Páll Pétursson alþingis- maður sem er kvæntur borg- arfulltrúa eins og Sigurður Pétursson sagn- fræðingur sem er ísfirðing- ur eins og Jósafat Arngrímsson kaupsýslumaður sem einu sinni vann á Vellinum eins og Stefán Valgeirsson fyrr- verandi þingmaður sem er í Heimastjórnarsamtökunum eins og Ingi B. Ársælsson skrif- stofumaður sem lenti upp á kant við Ríkisendurskoðun eins og Olafur Ragnar Grímsson þingmaður sem var einu sinni blaðamaður eins og Guðmundur Magnússon varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Ekki er annað að sjá en kon- urnar hafi skemmt sér hið besta og sjálfsagt hefur fjár- öflunin bara gengið vel. Þá má geta þess að það er ætlun PRESSUNNAR að verðlauna konuna í hringnum um 550 krónur. H.Rós. Kátar konur á danskri kroppa- sýningu í okkar ullt of fátœklega skemmtanalífi eru sem betur fer einstaka gledigjafar. Því fengu konur á Sudurnesjum ad kynnast um daginn þegar danska fatafellan Kim the Monster kom í heimsókn og hélt glœsilega sýningu á skemmtistadnum Edenborg. Sýningin vakti mikla lukku en eins og bent er á í Suöur- nesjafréttum þá er erfitt að sjá af hverju hann ber þetta viöurnefni. Það voru handknattleiks- deildir Keflavíkur og Njarð- víkur sem stóðu fyrir íslands- för Kims og var það liður í fjáröflunarátaki deildanna. Hann tróð auðvitað upp á sérstöku kvennakvöldi enda lítið fyrir karlana þar að gera. KYNLÍF Hýrt fólk, Hjörleifur og hlutverk kynjanna Það er gaman að stúdera kynhegðun fólks. Kynlífið er mikið til enn ,,í skápnum" (hommar og lesbíur hafa engan einkarétt á þessu hug- taki), þótt hurðin sé aðeins farin að opnast. í skápnum er niðamyrkur og flest á rúi og stúi. Ég var til dæmis rétt í þessu að svara ekkju í sím- anum sem vildi fá að vita hvort sjálfsfróun væri hættu- leg fyrir hjartað — hún hafði nefnilega tekið eftir því að hjartslátturinn ykist svo við að fá fullnægingu. Ég full- vissaði hana um að henni væri alveg óhætt og að þetta væru fullkomlega eðlileg viðbrögð líkamans við kynferðislegri örvun. Mig langar í þessum pistli að tæpa á nokkrum kynlífs- hugtökum í þeirri von að mér takist að rugla ykkur aðeins í ríminu. Þessi hugtök snúast um kynhlutverk, kynhneigð og það að hafa heilsteyptan persónuleika en margir rugla til dæmis framkomu og fasi alltaf sam- an við hver kynhneigö við- komandi gæti verið. Fyrir kosningar spáði PRESSAN í útlit nokkurra frambjóðenda og því hvort útlitið skapaði manninn (eða frambjóðandann). Kvenna- listakonur eiga að hafa hent leifunum af rauðsokku- ímyndinni burt og flikkað upp á stílinn til að falla vel í kramið hjá kjósendum. Ekk- ert við það að athuga í sjálfu sér þó konur standi sig að- eins í félagslega kynhlut- verkinu sem kveður á um það hvaða útlit, hegðun, fas og framkoma sé hvoru kyn- inu fyrir sig æskilegust eða mest til framdráttar. I dag mega konur alveg vera kvenlegar án þess að óttast að missa sjálfstæði sitt fyrir vikið. Og mikið var skondið að lesa um rauða jakkann hans Hjörleifs — ætli hann hafi þarna ekki stigið örlítið út fyrir uppskriftina fyrir æskilegt karlmannsútlit, því eins og allir vita einoka kon- ur glaölega liti í fatavali. En ég minntist á það áðan að fólk rugli yfirleitt saman kynhlutverkum og kyn- hneigð. Karlmannlegar konur hafa gjarnan fengið lessustimpil á sig eða fengið að heyra að þær „höfnuðu konunni í sér". Kvenlegir karlmenn heyra sömuleiðis orgað ,,hommi“ ef þeir hætta sér út á almannafæri. Vegna þess að fólk heldur að karlmannleg kona sé lessa og kvenlegur karl sé hommi þá hafa samkynhneigðir að sjálfsögðu, líkt og annað fólk, trúað þessum goðsögn- um líka. Mér segir svo hugur að sumir hommar sem eru að koma úr felum, eða lesbí- ur, taki upp þessa takta sem lið í að viðurkenna sína kyn- hneigð. En eftir vissan tíma áttar þetta fólk sig á því að það er óþarfi að taka upp einhverjar stereótýpu- ímyndir um homma og lesbí- ur til að koma úr felum. Líkt og lækna- eða lögfræðinem- ar á fyrsta ári sem byrja allt í einu að klæðast jakkaföt- um en voru bara si sona til fara í menntó. Til að finnast maður tilheyra ákveðnum hópi tekur maður upp ákveðna takta — ómeðvitað eða meðvitað. Sem einlægur þungarokkari fannst mér til dæmis ekki annað hægt en að fara í leðurjakka og rifnar gallabuxur þegar ég fór á Whitesnake um árið. Spáið bara í þetta næst þegar þið farið á einhver mannamót. Munið bara að útlit eöa fataval hefur nákvæm- lega ekkert að segja um hver kynhneigðin er. Það eru til karlmannlegir og sterkir hommar og kvenleg- ar, aðlaðandi lesbíur. Sam- kynhneigðir eru yfirhöfuð . .. útlit eöa fata- val hefur ná- kvæmlega ekkert aö segja um kyn- hneigðina. álíka skrautlegur hópur og heterósexúal fólk. Það hafa verið gerðar nokkrar kannanir um tengsl heilbrigðis og kynhlutverka og niðurstöðurnar verið nokkuð samhljóma. Þeir sem einskorða sig ekki við fastmótuð hlutverk kynj- anna og eru það sem kalla má „androgyn“ persónu- leikar (hafa í sér bæði „kvenlega" og „karlmann- lega" eiginleika) verða síður veik á geði, eiga auðveldar með að takast á við sambúð- arerfiðleika, eru greindari og meira skapandi. Sveigj- anlegir karakterar með öðr- um orðum. Þeir sem eru fastir í því hvernig þeir eiga að haga sér farnast ekki eins vel. Hér er ég ekki að tala um að það væri best ef kon- ur og karlar höguðu sér ná- kvæmlega eins. Það getur aldrei orðið. Það sem ég er að tala um er að það er heil- brigðara að gera sér það ljóst að við erum ekkert ríg- bundin í því hvernig kynin eiga að haga sér út frá sínu kynferði. Sem karlmaður er til dæmis hægt að vera sterkur út á við en það er líka í lagi að vera lítill i sér og hafa þörf fyrir umhyggju. Sem kona er í lagi að hafa frumkvæði að því að kynn- ast karlmanni í stað þess að bíða endalaust eftir drauma- prinsinum og verða að nú- tímaþyrnirós. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.