Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991 Tónlistarmenn ætla ekki að sitja auðum höndum nú í maímánuði þegar hvalaráðstefna verður haldin hér á landi. Und- anfarið hafa nokkrir tón- listarmenn unniö aö tón- list við myndband sem MAGNÚS GUÐMUNDS- SON, sem gerði myndina umdeildu Líf í Norður- höfum, er að vinna að. Myndin er sjálfsagt ekk- ert gleðiefni fyrir Græn- friðunga enda hafa sam- tökin og Magnús löng- um eldað grátt silfur saman. Á myndbandinu verður tekinn málstaður litilla þjóða gegn Græn- friðungum. Sá sem semur lagið við myndbandið er tón- listarmaðurinn MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDSSON, en með honum vinna þeir HILMAR ÖRN HILMARS- SON galdramaður og tónlistarmaður og TÓM- AS TÓMASSON tónlistar- maður. Og talandi um MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDSSON þá má geta þess að hann er að fara að vinna að myndbandi við lag sitt „ísland er land þitt". Lag Magnúsar er oröið aö nokkurs konar poppuð- um þjóðsöng sem sung- inn er við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. I myndbandinu verða fyrst og fremst náttúru- lífsmyndir frá íslandi — allt voða íslenskt. Heldurðu aö Stefán eyðileggi þetta líka fyr- ir Eyjólfi, Sverrir? „Þad þarf ekki Stefán til aö eyöileggja eitt né neitt. Evrópskir lagahöfundar eru búnir að því fyrir löngu. “ Stefán Hilmarsson söng með Sverri Stormsker lagiö um Sókrates í Evr- ópusöngvakeppninni árið 1988. Þeir lentu i hinu margfræga 16. sæti. Guðmundur Freyr Æv- arsson og Aron Hjartarson, tvítugir Fteykvíkingar, hafa nú yfirtekið skemmtana- stjórn á skemmtistaðnum Lídó við Lækjargötu. Ætlun- in er að færa meira lífí Lídó, og ættu þeir Guðmundur Freyr og Aron að vera færir um það. En þeir tilheyrðu meðal annars 26. maí-hópn- um, þeim hinum sama og stóð fyrir veislum einu sinni í mánuði, hér og þar í bæn- um, síðastliðið sumar. Hvað framundan er í Lídó er eigin- lega leyndarmál, en PRESS- AN veit að í kvöld verður sérstakt HURÐAR-kvötd (Doors) með tískusýningu í anda þeirra tíma, vín- og matarkynningu. Svo ef framhaldið verður sama hætti ætti engum að þurfa að leiðast í Lídó. Eiður Eysteinsson er tvítugur Reykvíkingur, fæddur 1. desember 1970 og til- heyrir því bogmannsmerkinu. Eiður er ekki í föstu sambandi, en það er ekki þar með sagt að hann sé á lausu. Hann segist engan tíma hafa fyrir slíkt, enda nóg að gera hjá honum við að búa til auglýsingar fyrir auglýsingastofuna ÓS, sem hann á með félögum sínum. Hefur þú lesið biblíuna? Nei. Hvað gerir þú á sunnudagsmorgnum? Reyni aö sofa út. Hefur þú komið til ísafjarðar? Nei. Ætlarðu að eignast börn? Þaö verður tíminn aö leiöa í Ijós. Klæðirðu þig eftir veðri? Já, ég geri þaö. En er samt oftast frekar léttklæddur. Syngur þú í baði? Nei, ég er rosalega falskur. Hvaða rakspíra notar þú? Ýmsa rak- spíra. Til dæmis Eternity og Salvador Dali. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Kvöldmanneskja. Ferðu einn í bíó? Nei, meö vinum mín- um. Ertu góður dansari? Nei, ferlegur. Á hvaða skemmtistaði ferðu? Þá sem eru vinsælastir hverju sinni. Ertu hrifinn af þungarokki? í hófi. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Já, já. En líf eftir dauðann? Já. Ertu daðrari? Stundum. Hvað viltu verða miklu rikari en þú ert í dag? Miklu. Ef ég gæfi þér fyrir lýtalækningaað- gerð, hvað myndir þú láta laga? Eyrun. Hvers konar stelpur eru mest kynæs- andi? Þaö er misjafnt hvaö er kynæsandi í fari kvenna. Hvað borðar þú í morgunmat? Misjafnt. Oftast Cheerios. Varstu skotinn í kennaranum þínum? Nei. Finnst þér gott að láta klóra þér á bak- inu? Já, ótrúlega gott. Notarðu strætó? Ekki ef ég kemst hjá því. Hvort finnst þér betri hamborgari eöa pitsa? Pitsa. Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? Ekki alltof mikið. Hvað má vera mikill aldursmunur á pör- um? Þaö fer eftir því hvaö fólk er þroskað. Gætirðu hugsað þér að búa úti á landi? Nei. Ertu hræddur við einhver dýr? Nei, nei. Hvernig bíl langar þig í? BMW. Kanntu að elda? Ég er ótrúlega góöur kokkur. Ferðu oft í megrun? Nei. Hvaða orð lýsir þér best? Ég veit það ekki. Hvernig ferðalag langar þig í? Heims- reisu. Trúir þú á líf á öðrum hnöttum? Þaö hlýtur aö vera. Þaö eru svo margir aörir hnettir til. Þaö getur ekki verið aö það sé bara líf á jöröinni. a Stúlkan á bakirið heitu atriðin Það virðist enginn skemmtistaður í borg- inni lifa af i samkeppninni nema hann bjóði upp á eitthvað meira en húsnæði fyrir gesti til að skemmta sér i sjálfir. Uppákomur og sýn- ingar ýmiss konar eru hugsaðar upp til að laöa þá aðog er þá ekki verra að þær séu heitar og helst með erótisku ivafi. Þær sem hvað mesta athygli hafa vakið á Yfir strikinu síðustu vikur koma úr hugmyndasmiðju ungrar Reykjavik- urmeyjar, Eydísar Eyjólfsdóttur. Eydis er búin að kenna dans síðan hún var fimmtán ára, eða ísjö ár, og hefur auk þess tekið þátt i fjölmörg- um sýningum. Þessa dagana er hún þó ein- göngu i þvi að semja atriði fyrir aðra, því hún er að jafna sig eftir uppskurð á hné. Meðal atriða sem Eydis hefur æft og sýnd hafa verið á Yfir strikinu eru Heit hjörtu og Levis-atriðið LÍTILRÆÐI af rambómynd Mér finnst eiginlega frekar gaman að eldast, þó undar- legt megi virðast, því í nærri heila mannsævi er ég búinn að kvíða því að verða gamal- menni. Ég er enn við þolanlega heilsu, get tekið þátt í sam- ræðum ef ekki er verið að ræða eitthvað sem er þeim mun flóknara einsog Efna- hagsbandalagið eða „ís- lenska kvikmyndavorið". Ég sé enn nokkurnveginn það sem ég vil sjá, heyri það sem ég vil heyra og „er með mínar", einsog sagt er á ís- landi um tennurnar. Ég kemst hjálparlaust á klósettið og hitti með bun- unni venjulega beint á réttan stað, því enn sé ég nokkuð vel frá mér. Og þó ég lesi að vísu ekki lengur glerauganalaust reyni ég að fylgjast með og geri það með því að lesa blöðin. Og þarmeð eignast ég hlutdeild í íslensku þjóðar- sálinni fyrirnúutan að hana er hægt að fá beint í æð í símatíma Rásar 2. Mér finnst ekki nema sanngjarnt að útivinnandi kvenfólk hafi fimmtíuþús- und á mánuði og karlmenn sjötíuþúsund og borgi af því skatt til að halda þjóðarskút- unni á floti. Ellilífeyririnn finnst mér líka rausnarlegur og undrast vanþakklætið og sultarsöng- inn í óvinnufærum gamlingj- um sem sífellt eru að tuða í fjölmiðlum um það að þeir þurfi að eiga fyrir salti i grautinn. Persónulega hlakka ég til þegar að því kemur að fara að lifa af ellilífeyrinum mín- um og ég hugsa sem svo: — Það er ekkert sjálfgefið að^amalt fólk eigi að lifa af. Eg er líka hættur að nenna að lesa um neyðarhjálp Sam- einuðu þjóðanna í blöðun- um og sveltandi börn í fjar- lægum álfum. Þessístað horfi ég í vídeó- inu á Rambómyndir sem eru að ég held fyrirmyndin að því þjóðfélagi sem er að þró- ast á íslandi. Og enn ber ég fyrir brjósti þá sem lífið hefur leikið grátt og les jafnan dagvissar frétt- ir dagblaðanna af ógæfu, neyð og örvæntingu fólks sem er í sviðsljósinu í Amer- íku. Tíminn sagði til dæmis frá því á dögum að leikkonan Cheril Ladd og framleiðand- inn Brian Russel væru nú á barmi örvæntingar af þvi að þau hafi orðið að selja að- gangskortið sitt að fínum sveitaklúbb á 22.500 dollara og flytja úr villunni sinni í Hollywood, yfirgefa fimm svefnherbergi, vinnukonuí- búð, gestahús, bókasafn, sundlaug, biljard, tennisvelli og útsýni yfir hafið. Þá var skýrt frá því á einni af mannúðarsíðum Morgun- blaðsins tveim dögum eftir kosningar að Ivana Trump verði að fara að herða sultar- ólina því hún fái ekki ne'ma 50 milljón dollara útúr skiln- aðinum við Donald Trump og þaraðauki situr hún uppi með öll börnin. Kjörin eru nefnilega kröpp víðar en hjá vanþróuðum og áherslurnar í fréttaflutningi blaðanna undirstrika það svo sannarlega. En mér létti stórum þegar Tíminn skýrði frá því í vik- unni að Tvídrangar hefðu gerbreytt lífi leikkonunnar Sheryl Lee. íslensku dagblöðin eru semsagt minn draumaheim- ur. Kannske hefur „íslenski draumurinn" ræst á Bíldudal á dögunum þegar umsáturs ástand varð þar útaf byssu- glöðum fiskverkunarmanni. VAR EINSOG í RAMBÓ- MYND, var fyrirsögnin í DV. Vonandi á íslenska þjóðin þá tilvistarsælu í vændum sem ekki verður notið til fullnustu nema í RAMBÓ- MYND. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.