Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR PRBSSAN 3. MAl 1991 Lífíð er dans Um helgar sýna þau dans á skemmtistöðum í borginni, úti á landi eða í einkasamkvæmum sem Ignis-hópurinn. A virkum dögum eru þau í skólan- um, Þröstur og Petrea í Versló og Hildur Ýr í MK. Jóhann er líka í skóla, en ekki sem nemi heldur kennari, í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar. Mikið af frítíma þeirra fjórmenninga fer í að æfa dans, sem skilaði sér svo sannarlega á nýafstöðnu íslandsmeistaramóti í samkvæmisdönsum, þar sem þau sópuðu til sín verðlaunum. Með Ign- is-hópnum geta þau leyft sér að leika með alvör- una, fara frjálslega með sporin, og búa til sína eigin útfærslu á dönsun- um, með leikrænum til- þrifum. Hrikalegur hlutur gerðist næstu helgi. Svala systir Reimars hringdi og bað okk- ur að passa. Hún ætlaði að fljúga til Eyja með nýja kær- astanum. Hann hafði leigt litla rellu og vildi sýna henni aflaskip. Við Reimar ákváð- um að halda partí. Eins og lesendur muna hafði okkur áskotnast ágætis sjónvarp. Svala systir var afar veik fyr- ir húsbúnaði. Hugmyndin var að selja henni tækið svo við ættum fyrir einni sjene- ver. Ég hafði aldrei áður bragðað vín en Reimar taldi sig reyndan á því sviði. Ég laumaðist í vasa föður míns eftir lyklum af fornsöl- unni. Við bárum sjónvarpið á milli okkar til Svölu á Njáls- götunni. Nýi kærastinn var að þjóra í stofunni með félaga sínum. Eitt vinsælasta tríó Ís- landssögunnar er án efa Savannatríóiö. Nú geta fornir aödáendur þess glaöst því á nýrri þjóö- lagaplötu sem GUNNAR ÞÓRÐARSON tónlistar- maöur er aö vinna aö mun Savannatríóið leika eitt lag, en þaö hefur ekki látið í sér heyra í 20 ár. Feguröardrottning (s- lands, sem valin verður nú um helgina, má búast við samkeppni frá ann- arri fegurðardrottningu, sem kosin verður síðar í mánuöinum. Sex stúlkur hafa þegar látiö skrá sig til þeirrar keppni og eiga þær meðal annars aö koma fram opinberlega í skemmtistaönum Lidó eftir nokkrar vikur. Sjálf keppnin mun eiga aö fara fram á Rauðu myll- unni, sem getiö hefur sér gott orö fyrir dragsjó, þar sem PÁLL HJÁLMTÝSSON og MARÍUS SVERRISSON hafa oftast stolið sen- AÐ SKOÐA SIG MEÐ ÁNÆGJU í SPEGLINUM Ég hef aldrei veriö míkiö fyrir kökur. „Venjulega erekki mikilstarf- semi hjá tíkamsræktarmönnum á milli Islandsmóta en kannski að það verði einhver breyting á þvinú/'sagði Valbjörn Jónsson sem skipar nú þriggja manna starfsstjórn hjá Líkamsræktar- sambandi islands. Stjórnin á að leggja á ráðin um áframhald- andi starfsemi likamsræktar- manna og er þegar farið að ræða um haustmót i því sam- bandi. Einnig er ætlunin að koma á lyfjaprófunum á næsta íslandsmeistaramóti. Valbjörn er sjálfur hættur að æfa líkamsrækt með keppni i huga enda önnum kafinn bak- ari en hann rekur Árbæjarbak- arí. Þar er hann mættur fyrir fyrsta hanagal og byrjaður að hnoða deig. „Nei, ég hef aldrei verið mikið fyrir kökur, ég er miklu hrifnari af brauðum," sagði Valbjörn þegar hann var spurður að því hvort ekki væri freistandi að teygja sig i romm- kökurnar. Valbjörn hefur reynd- ar verið dálitill frumkvöðull i brauðgerðinni og þreifað sig áfram með ýmis heilsubrauð. En er það satt að líkamsrækt- armenn séu öllum stundum fyrir framan spegilinn? „Það er auðvitað nokkuð til i því að menn verði uppteknir af eigin likama enda erþað eðlilegt. Við erum að vinna eingöngu með okkursjálfa og þá er bara líkam- inn til viðmiðunar um árangur. — Og ef vel gengur verða menn sáttir við sjálfa sig og skoða sig með ánægju i spegl- inum," sagði Valli bakari. unni. 'SFIRDING^ og ævintýri hans í Reykjavík HEIMSTÓNLIST Í POPPRAMMA Sjenni Þeir voru eins og karfar í framan. Svala hafði látið hann gefa sér borð- stofuhúsgögn. Kærastinn var svo drukkinn að hann vissi tæplega hvað var á seyði. — Nei, þú hér, sagði hann þegar hann sá Reimar. Þú eltir uppi allar ferm- ingarveislur í bænum. — Já, til hamingju með daginn vinur, sagði Reimar. Reimar seldi honum sjón- varpið á sexhundruð. Svala stillti því strax upp á nýja skenkinn. Við fórum að hitta föður Reimars, Eika stranda- mann. Nú bjó hann með nokkrum rónum í kjallara við Grettisgötu. Þar voru all- ir moldfullir þótt klukkan væri ekki margt. Eiki hafði uppi áform um að bjóða sig fram til embættis forseta ís- lands. Reimar kinkaði kolli. Hann fékk skáld til að fara fyrir okkur í Ríkið. — Pabbi yrði fínn forseti, sagði Reim- ar á leiðinni þangað. Hann færi létt með tíu opinberar móttökur á dag. — Eins og að drekka vatn, sagði ég. Reimar hafði vakandi auga á öllum sem komu úr í Kók Ríkinu svo skáldið slyppi ekki frá okkur. Svala og kærastinn voru flogin til Eyja þegar við komum aftur á Njálsgötuna. Konan á hæðinni fyrir neð- an afhenti okkur Lóló litlu. Reimar sótti kók í isskápinn og bjó til blöndu. Mér fannst bragðið vont. Lóló litla lék sér á gólfinu. Hún var krím- ug í framan af gotterísáti. Á nýja borðinu beið okkar bréf. „Kútur! í brauðkassan- um er franskbrauð. I ís- skápnum er sulta. Bless, Svala.“ — Hvað heldur hún eigin- lega að ég sé, sagði Reimar. Eitthvert helvítis beibí? Hann fékk sér sopa af sjenna og kók og ropaði. Nú fannst mér bragðið skárra og ég fékk notalegan fiðring í augun. Á næsta sopa leið mér enn betur. Var þetta að vera fullur? Ég fór að skilja Eika og rónana. Við Reimar hringdum í Kötlu og fleiri skæslegar skutlur. Við fliss- uðum í símann og sögðumst elska þær. Við stilltum fón- inn hátt. Klukkan var langt gengin í sjö. Fyrir utan gluggann blasti Sundhöllin við. Hún var í allsherjar klössun. Smiðir voru að tín- ast niður af vinnupöllunum. Lóló litla úðaði í sig gotteríi. Þrem tímum síðar var samkvæmið á fullu. Reimar stillti fóninn á fullt svo furðu- legt mátti heita að vinnu- pallarnir hrundu ekki af Sundhöllinni. Katla sæta sat í sófa með tvein vinkonum. Þær höfðu nóg að reykja og drekka. Konan á hæðinni fyrir neðan hótaði að hringja á lögregluna. Reim- ar sagði henni að halda kjafti og stillti fóninn í botn. — Hvar er Lóló litla, spurði ég. Ég hringdi upp á öllum hæðum en barnið var horf- ið. Önnur vinkona Kötlu varð hvít í framan og gubb- aði á gólfið. Reimar sótti fötu og skrúbb. En allt í einu benti hann fölur út um gluggann á Sundhöllina sem nú var uppljómuð í birtu frá ljósastaur. Frændi minn varð grænn í framan af hræðslu. — Hvað sérðu, spurði ég. — Ó, þetta er hryllilegt Nasi, sagði Reimar. Kondu og sjáðu sjálfur. Nú verðum við drepnir. Þegar ég leit út um glugg- ann varð ég bláedrú af ótta. Ég hef aldrei á ævi minni séð annað eins né orðið jafn hræddur. Þegar ég loksins mátti mæla, sagði ég. — Já, nú verðum við báðir drepn- ir. Það er á hreinu. Framhald. Ólafur Gunnarsson Þessi hljómsueit varö til í geöveilu og ber þess alltaf merki," sagöi Kolbeinn Einarsson gítarleikari í hljómsveitinni Orgli sem þessa dagana er aö vinna aö sinni fyrstu hljóm- plötu í Stúdíó 'Sýrlandi. Hljómsveitin er búin aö vinna grunn aö plötunni en auk þess er hún aö vinna laginn á safnplötu. Orgill er sérkennilegt nafn en það verður fremur fátt um svör hjá Kolbeini þegar hann er beðinn að útskýra nafnið — hann segir einfaldlega að það beygist eins og sýkill og hafi 1001 merkingu. Þetta svar er reyndar dæmigert fyrir hljómsveitina sem Kol- beinn segir að sé síður en svo hátíðleg. En hverskyns tónlist leikur Orgill? „Þetta er svona tilraun með heimstónlist í poppramma," segir Kolli sem selur brennivín dags daglega í „huggulegri" vérslun á Lind- argötunni. Kolli segir að það sé fínt starf — hann líti á sig sem „frillu Díonýsosar" þar serh hann afgreiðir brenni- vínsberserki landsins. En Kolli er ekki einn í hljómsveitinni. Með honum eru þau Hermann Jónsson bassaleikari, Ingólfur Sig- urðsson trommuleikari og síðast en ekki síst Jóhanna S. Hjálmtýsdóttir, sem er af frægri söngætt — systir þeirra Diddúar og Páls.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.