Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Náttúru- lækningahælisins í Hveragerði er nú á leið í hendur Sig- hvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. í skýrslunni er að finna ítarlega úttekt á starfsemi hælisins sem afhjúpar hvernig það hefur verið notað í þeim tilgangi að afla Náttúrulækningafélagi íslands tekna. Við það hafa lög um daggjaldastofnanir verið brotin auk þess sem lög um bókhaldsskyldu stofnana eru brotin. Með skýrslu Ríkisendurskoðunar fylgir bréf sem út- skýrir þær miklu persónulegu upplýsingar sem stofnunin varð áskynja. Kemur það í kjölfar skýrslu yfirlækna hæl- isins til heilbrigðisráðherra þar sem þeir leggja til lög- reglurannsókn á meintu misferli stjórnar, framkvæmda- stjóra og endurskoðanda hælisins. Heilsuhæliö í Hveragerði útvegar Eiríki Ragnarssyni forstióra þetta húsnæði sem er á fegursta stað í Hveragerði. Það er í eigu Tómasar A. Tómassonar veit- ingamanns. Deilan innan hælisins er í raun tví- þætt: Annar hluti hennar lýtur að faglegum sjónarmiðum þar sem tek- ist er á um ábyrgð og forræði yfir meðferð sjúklinga. Sú deila hefur verið til umræðu undanfarna daga og meðal annars leitt til þess að einn læknir sagði upp. Hinn þátturinn lýtur að fjármálastarfsemi hælisins og það er sá þáttur sem Ríkisendur- skoðun hefur verið að rannsaka undanfarnar vikur. Athugun Ríkisendurskoðunar beinist einkum að því að rannsaka tengsl Heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði (HNLFÍ) og Náttúrulækningafélags Islands (NLFÍ). Þessi tengsl eru mjög ógreinileg og nánast engin þrátt fyr- ir að hér sé um aðgreinda lögaðila að ræða. Um margra ára skeið hefur rekst- ur samtakanna í Hveragerði verið látinn bera langmestan hluta kostn- aðar þeirrar starfsemi sem NLFÍ stendur fyrir. Hún er furðu umfangs- mikil þrátt fyrir að tekjur af félaga- gjöldum bendi aðeins til að um 200 manns séu í samtökunum. Stjórnir þeirra halda reyndar fram að félag- ar séu um 900 en innkoma félags- gjalda bendir ekki til þess. Náttúrulækningafélag íslands samanstendur af tveim félögum — annað er í Reykjavík og hitt á Akur- eyri. Þessi samtök reka skrifstofu á Laugavegi 20B þar sem starfa tveir til þrír starfsmenn auk fram- kvæmdastjóra í hlutastarfi. Hafa ný- lega farið fram miklar umbætur á húsnæðinu. Einnig gefa þau út tíma- ritið Heilsuvernd, sem er rekið með miklu tapi. Fjármagn til þessa rekst- urs virðist koma frá heilsuhælinu. Um leið er að hefjast mikil upp- bygging í Kjarnalundi á Akureyri sem NLFÍ ætlar að greiða að hluta. Hefur stjórn félagsins samþykkt að verja 30 milljónum til þess á næstu árum og greiddi þegar 5 milljónir í fyrra. Sömuleiðis hafa verið gerðar at- hugasemdir vegna leigu á jörðinni Sogni í Ölfusi. Þar á NLFÍ húsnæði sem SÁÁ hefur notað undir sína starfsemi en heilsuhælið er hins vegar látið bera kostnað eiganda af rekstri og viðhaldi þessara eigna. SKATTFRJÁLS SJÓÐUR NOTAÐUR TIL AÐ FLYTJA PENINGA FRÁ HÆLINU Tilflutningur fjármagns úr rekstri heilsuhælisins hefur farið fram í gegnum svokallaðan Heilsuhælis- sjóð. Hann nýtur skattfríðinda sem

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.