Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 23
FIMMTLTJAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 23 flPÓSÍð ... fær Sigmundur Örn Arngrímsson fyrir að hafa komið laginu hans Eyfa þó upp í 15. sæti. ÁÐUR UTI MUNA INNI Nú dugir ekki ad vera eins og Kevin Costner, þrátt fyrir aila Óskarana. Nú eru það gæjar eins og Nicolas Cage, Danzel Washington eða Tom Waits sem duga. Best væri sambland af þessu öllu; kjarkurinn frá Tom Waits, út- litið frá Danzel Washington og framkoma Nicoiasar Cage. Ef húmor og gáfum Arthurs MiIIer er bætt við versnar ekki biandan. Þá er mættur maður dagsins. Gall- inn er að hann er amerískur — en þaö virkar reyndar flott á ísienskar píur hvort sem er. AÐUR INNI NÚNA ÚTI Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Friðrik Þór Friðriksson, Guðmundur Andri Thorsson og allir þessir strákar úr Vogunum veröa aö teljast hallærislegir á þessum síðustu tímum. Það er eitthvað svo rosalega vemmilegt við hvað þeir líta litlu verkin sín alvarlega. Og alverst er þegar þeir tala um Vogahverfiö fyrir rúmum 25 árum með nostalgíu-ekka og reyna að vera kúl á meðan. HEIÐUR, STOLT OG ÆRA Hvað á ég að gera til að fólk leggi ekki bílnum sinum í stæðið mitt?______________ Ekkert. Bílastæði er bíla- stæði. Það hefur ekkert með heiður þinn að gera. POPPIÐ K.K. Band með Eyþór Gunnars- son úr Mezzoforte og Sigtrygg Sykurmolatrommara innan- borðs ætlar að leika á Tveimur vinum í kvöld. En annað kvöld verður þar flower-power kvöld með hljómsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams. Galileó verður á Púlsinum föstu- dag og laugardag, en síðara kvöldið má einnig heyra í Svört- um köggum frá Akureyri á Tveimur vinum. SJÓIN Öngstræti Satans er nýjasta dansatriði Eydísar Eyjólfsdóttur. Það verður sýnt á Yfir strikinu á föstudagskvöldið, þar sem mik- ið kveðjuhóf verður haldið um helgina fyrir fráfarandi skemmt- anastjóra staðarins. NÆTURLÍFIÐ___________________ Café Amsterdam er nýjasta inn- leggið í barmenningu borgarinn- ar. Kráin er til húsa við Tryggva- götu, á horninu þar sem áður voru Bæjarins bestu samlokur. Forvitninlegt verður að vita hvernig hún mun standa sig i samkeppni við nágranna sína á sama róli, sem eru ófáir. Kannski næst að halda stemmningunni öðruvísi, en eigendurnir leggja metnað sinn i að skapa afslappað andrúmsloft og hafa tónlistina undir hávaðamörkum. Svo skal það tekið fram að kráin á ekkert skylt við Amsterdam, þrátt fyrir nafnið. LEIKHUSIN Á ég hvergi heima? verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld og er önnur sýning á sunnudag. Á laugardag verður aukasýning á FIó á skinni, sem og Eg er meistarinn á sunnu- dag. Þá eru síðustu forvöð að sjá einsmannssýningu Margrétar Helgu Jóhannsdóttur, Sigrúnu Ástrósu, sem nýverið átti eins árs sýningarafmæli. ^■fiL Pétur Gautur verður í næst síð- asta sinn í Þjóðleikhúsinu á föstu- dagskvöld. Ráðherrann klippt- ur er á Litla sviðinu á sunnudag. Á Söngvaseið er uppselt fram í júní. Þá er vert að minna á sýningu Nemendaleikhússins á Damp- skipinu Islandi í Borgarleikhús- inu á laugardagseftirmiðdag. Inferno 5 leikur á Púlsinum í kvöld, danstónlist með fornu ívafi. Einstakt tækifæri til að sjá og heyra Inferno, því það er ekki oft sem hljómsveitin kemur fram opinberlega. 21 25 40 |48~ 7— 5” 7“1 lð “ P P “ ... P ■ ■ 32 ■ BP P 43 : 47 : ■ ji KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 víl 6 skorta 11 golþorsk 12 landræma 13 leynd 15 harð- stjórn 17 kvabb 18 félagsskapur 20 eldsneyti 21 steintegund 23 óþétt 24 skálma 25 trjónur 27 gyllir 28 dauði 29 askja 32 splæs 36 ein- söngslag 37 fífl 39 óhreinkar 40 seinkun 41 baunir 43 bleyta 44 skussa 46 japlið 48 fornsögu 49 yfirhöfn 50 sagan 51 úrelt. LÓÐRÉTT: 1 fossar 2 blóminn 3 illviðri 4 reimum 5 karlmannsnafn 6 gangur 7 skolla 8 Ásynja 9 gráðugt 10 þátttakendur 14 op 16 vesöld 19 mælitæki 22 blökk 24 gaufa 26 stórfljót 27 heimakoma 29 fjanda 30 eymd 31 fullnóg 33 duglegri 34 kroppi 35 vinnukona 37 byrði 38 vorkenna 41 náttúra 42 skora 45 skelíing 47 þakskegg. RIKISSJÓNVARPIÐ The simple truth concert verð- ur varpað beinustu leið frá Wem- bley leikvanginum i Lundúnum á sjónvarpsskjá okkar í gegnum senda rikissjónvarpsins á sunnu- dagskvöldið. Þar eru enn einu sinni komnir saman hinir ýmsu popparar til styrktar góðu mál- efni... að þessu sinni Kúrdum. Vinsœlustu myndböndín 1. Bird on a Wire 2. Young Guns II 3. Wild at Heart 4. Pretty Woman 5. Die Hard II 6. Another 48 Hours 7. Impulse 8. Love at Large 9. Krays-bræðurnir 10. Cadillac Man STOÐ2 Súkkulaðiverksmiðjan sem sýnd er á Stöð 2 á föstudags- kvöldið kemur úr smiðju Micha- el Palin og Terry Jones úr Monty Python hópnum. Söguþráðurinn er hvorki frumlegur né spenn- andi. VEITINGAHUS Nú er spurt stórt: Reykir enginn veitingamaður á íslandi annað en Winston og sjúga þeir allir mola með kaffinu sínu? Er nema von að spurt sé. Fyr- ir utan Hard Rock, Hornið og stundum á Pisa fær maður alltaf þessa and- skotans mola i kaffið sitt. Molarnir eru lengur að bráðna en strásykur, það er erfiðara að gera kaffið mátulega sætt og maður hefur alltaf á tilfinning- unni að það sé einhver sterkja sem heldur sykr- inum svona ferköntuðum. Þetta með sígaretturnar þarf ekki aö skýra. Fólk er fastheldnara á sígarettu- tegundir en bilategundir. Að bjóða Camelreykinga- manni upp á Winston er svipað og eiga ekki til salt en bjóða upp á kanel i staðinn. Crozes- Hermitage Rauðvínið TJroz- es-Hermitage kemur frá Rhone-dalnum og er því meðal annars búið til úr Syrah þrúgunni. Fram- leiðandinn er Cruse. Þetta er bragðmikið vin, með sæmilegum aldin- keim og smá kryddkeim og hentar vel með bragð- miklum mat. Verðið er hagstætt, 950 krónur flaskan, og vínið Ijóm- andi gott miðað við verð. Árgangurinn er 1988 og telst fullbúinn. KLASSÍKIN Taby kirkjukórinn frá Svíþjóð heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Nysted, Sven-Erik Back, Þorkel Sigurbjörnsson, Norman og Josephson. Ein- söngvari er Helena Alegesten. Tónskóli Sigursveins heldur nemendatónleika í Norræna húsinu á laugardag kl. 17. Árnesingakórinn i Reykjavík verður með tónleika í Langholts- kirkju, einnig á laugardag kl. 17. Einsöngvarar eru Jensína Waage, Þorgeir Andresson, Ing- var Kristinsson og Þórarinn Sverrisson. Stjórnandi er Sigurð- ur Bragason. Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson halda Ijóðatón- leika í Gerðubergi á mánudg kl. 20.30. Smoke and Stormy Wiskey með iranum Christy Moore. Hann hefur þegar gert nokkrar frábærar plötur með Leonard Cohen og Van Morrison einkennum. Lög eftir hann sjáifan, Pogues og Ewan MacColl. Gefum henni bestu meðmæli. MYNDLISTIN Sýning Yoko Ono stendur enn- þá uppi á Kjarvalsstöðum, þrátt fyrir stundum of mikinn áhuga yngri gesta á verkum listakon- unnar bandarísku. Ekki gleyma verkum Fluxus listamannanna í austursal. Aðrar áhugaverðustu sýningarn- ar í bænum eru án efa i Nýlista- safninu, þar sem Guðjón Ketils- son sýnir trélistaverk og Finn- bogi Pétursson hljóðverk. HUSRAÐ Bróðir minn er byrjaður með óbærilega leiðinlegri stelpugálu. Ég hef þurft að borða með þeim einn sinni í viku eða svo og hún þvaðr- ar alla máltíðina um hvað Dóri hefur gert og reynir að gera litið úr honum. Stund- um langar mig til að standa upp og berja hana, en ég hef setið á mér hingað til. Hvað á ég að gera? Ég er hræddur um að ég láti hnefann vaða fljótlega. Mér hefur reynst best í aö- stæðum sem þessum að halia mér upp að viðkom- andi í miðjum orðaflaumn- um, taka fram tissjú og rétta að honum og segja: „Gjörðu svo vel, þú þarft að nota þetta." Það sjatnar yfirleitt strax í sjálfumgleðinni. VIÐ MÆLUM MEÐ að fólk geri eitthvað sem það hefur efni á i sumar það verður svo miklu léttara að borga reikningana í / haust. V ' Dairy Queen-ís þrátt fyrir nafnið er hann eitthvað svo miklu þjóðlegri en allur annar ís. • • I • • að Óli Þ. Guðbjartsson fái að vera forsætisráðherra í einn dag það verður gaman að vita hverju hann kemur í verk. að fólk kaupi sér strigaskó skó fyrir sumarið Nike eru líklega dýrastir en þeir eru líka flottastir. VINSÆLUSTU SKOÐANIRNAR (Gildir fyrir vikuna 9.—16. maO 1. Vorið er loksins komið 2. Ætli það sé ekki best að senda Sveinbjörn Beinteins- son í næstu Eurovision? 3. Þeir eru nú allir svo lit- lausir að ég held að það skipti engu máli hver þess- ara kandítata hreppi borgar- stjórastólinn. 4. Það ætti að draga Óla Þ. Guðbjartsson fyrir lands- dóm. 5. Ég ætla ekki að borga af afruglaranum þennan mán- uðinn. 6. Guð hjálpi Ameríkönum ef Dan Quayle kemst til valda. 7. Ég skil ekki í sjáifstæðis- mönnum að vera að púkka upp á Halidór Blöndal sem ráðherra. 8. Þetta veröur rigninga- sumar. 9. Jújú, þær eru sætar, en eru þessar fegurðardrottn- ingar ekki allar alveg eins? 10. ÓIi Þ. er ekkert ööruvísi en aðrir stjórnmálamenn — hann var bara duglegri. BÍÓIN EYMD Misery BÍÓHÖLLINNI Katy Bates er óhugnanlegasta kona þessa árs. Áriö þarf ekki að líða til að fullyrða það. THE DOORS STJÖRNUBÍÓI Álíka þreytandi og drykkjuferill ungs og efnilegs manns sem drekkur og dóparsig í hel. CYRANO DE BERGERAC STJÖRNUBÍÓI Efgert erráð fyrirað mannskepnan búi til fleiri en þrjátiu meistaraverk á öldþá erþetta tvímælalaust meistaraverk. Jafnvel þó miðað sé við færri slík á öld. FLUGSVEITIN Flight of the Intruder HÁSKÓLABÍO Ef þig hefur einhvern timann langað til að sprengja Hanoi aftur á steinöld þá veistu hvert John Milius er að fara. Annars ekki. tveir þumlar upp: frábær einn þumall upp: góö einn þumall niður: sæmileg tveir þumlar niður: atleit

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.