Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 FJÁRHAGSVANDI TENGDASONA DLIKASIAÐA mi DNDIR SÖLU JARÐARINNAR Blikastaðir.Magnús Þorláksson, bróðir Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, breytti staðnum úr koti í stórbýli á fyrri hluta aldarinnar. Búskap þar var hætt um 1972, en Blikastaðir hafa um árabil verið aðsetur helstu embættismanna bæjarfélagsins. Mosfellsbær hafnaði kaupum á jörðinni fyrir 185 milljónir Bæjarstjórn Mosfellsbæjar missti af kaupunum á landi Blikastada fyrir mun hagstæðara verð en Reykjavíkur- borg ætlar að greiða, með því að slíta viðræðum við land- eigendur Blikastaða í janúar. Þá lágu fyrir samningsdrög um að Mosfellsbær fengi landið með jöfnum greiðslum til tuttugu ára og er raunvirði kaupverðsins um 185 millj- ónir króna. Landeigendurnir munu hafa verið reiðubún- ir að gangast inn á þetta, en þá sleit bæjarstjórnin við- ræðunum. í kjölfarið náðu landeigendur mun hagstæð- ari samningi við Reykjavíkurborg. Persónulegt gjaldþrot Grétars M. Hanssonar og fjár- hagserfiöleikar fyrirtækja hans eru meðal ástæðna þess að jörðin hefur verið seld. Fjárhagserfiðleikar þessir ýttu undir að eigendur jarðarinnar, Sigsteinn Pálsson fyrrver- andi hreppstjóri og Helga Magnúsdóttir, ákváðu að ganga til samninga um sölu jarðarinnar. Mosfellsbær leitar nú allra leiða til að ganga inn í samning Reykjavík- urborgar, en hefur til þess takmörk- uð fjárráð. Til vara er vænst hag- stæðra samninga við Reykjavíkur- borg um að fá megnið af jörðinni til baka. Vegna þessara mála hefur Magnús Sigsteinsson oddviti tekið sér tveggja mánaða leyfi frá störf- um. BLIKASTAÐAHJÓNIN VILDU SELJA MOSFELLSBÆ JÖRÐINA Reykjavíkurborg bauð Blikastaða- hjónum sem kunnugt er 245 millj- ónir króna fyrir landið og var það samþykkt. Tilboðið gerir ráð fyrir 45 milljón króna útborgun og 10 ára skuldabréfi upp á 200 milljónir króna, verðtryggt með meðalvöxt- um. Það hefur hins vegar ekki farið hátt að Páll Gudjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar hafði áður, í samráði við nefnd á vegum bæjarfélagsins, átt um nokkurt skeið í viðræðum við Blikastaðahjónin um kaup á landinu. í því sambandi voru komn- ar tölur á blað, þar sem Mosfellsbær bauð 330 milljónir króna með jöfn- um greiðslum til tuttugu ára. Bæjar- stjórnin samþykkti hins vegar í janúar að fresta öllum samningavið- ræðum því fjárhagsskuldbinding- arnar þóttu of miklar miðað við að byggingaframkvæmdir þar áttu ekki að hefjast fyrr en eftir 10 til 15 ár. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR voru Blikastaðahjónin ekki fráhverf samningsdrögum Mosfells- bæjar, en fá nú, vegna viðræðuslita Mosfellsbæjar, mun hagstæðara kauptilboð frá Reykjavíkurborg. Auk peningalegra yfirburða borgar- innar hefur hún nú náð tangarhaldi á Mosfellsbæ hvað varðar samninga um breytt lögsögumörk. REYKJAVÍK BAUÐ 55 MILLJÓNUM KRÓNA BETUR Þótt tilboð Mosfellsbæjar sé fljótt á litið hærra er raunin önnur. í 330 milljóna króna boði Mosfellsbæjar var gert ráð fyrir jöfnum verð- tryggðum en vaxtalausum greiðsl- um til tuttugu ára. Reiknað hefur verið út að raunvirði tilboðsins sé um 185 milljónir króna og að raun- virði tilboðs Reykjavíkur sé um 240 milljónir króna. Reykjavíkurborg býður því í raun betur upp á um 55 milljónir króna. Landeigendurnir fá peningana í hendur á helmingi skemmri tíma. Til að ganga inn í tilboð Reykjavíkur þyrfti Mosfellsbær að greiða 80 milljónir á þessu ári og því næsta og það er bæjarfélaginu ofviða nema að það myndi bitna harkalega á öðr- um útgjöldum. Blikastaðalandið hefur freistað bæði Reykjavíkurborgar og Mos- fellsbæjar um áraraðir. Blikastaða- hjónin hættu búskap 1972 til 1973 og upp úr 1974 hófust viðræður milli þeirra og Reykjavíkurborgar um kaup borgarinnar á landinu. Þær viðræður voru langt komnar þegar upp úr slitnaði. Oformlegar þreifingar hafa síðan átt sér stað endrum og eins. Seint á síðasta ári hófust hins vegar beinar viðræður milli landeigenda og viðræðu- nefndar frá Mosfellsbæ um landa- kaup, en þær viðræður leiddu ekki til niðurstöðu. GJALDÞROT TENGDASON A RINS ÝTTI UNDIR SÖLUNA Hjónin sneru sér til Reykjavíkur- borgar á ný og náðust samningar á mjög skömmum tíma. Borgin kaup- ir samkvæmt samningnum landið allt, 170 hektara. Þar af er gert ráð fyrir 90 hekturum sem bygginga- svæði og 30 hekturum undir grænt svæði. Afgangur landsins er fyrir of- an Vesturlandsveg og er ekki fýsi- legt byggingasvæði eða verðmætt land, enda í raun um hlíðar Úlfars- fells að ræða. Sem fyrr segir ýttu fjárhagslegir erfiðleikar Grétars M. Hanssonar undir að Blikastaðahjónin seldu — en þó skal tekið fram að þau hafa lengi ætlað sér að ganga frá sölu landsins. Grétar hefur stundað rútu- bílaútgerð um all langt skeið, bæði hérlendis og í Þýskalandi, þar sem hann hefur gert út rútur í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn. Að kröfu innheimtu ríkissjóðs var Grét- ar tekinn til gjaldþrotaúrskurðar í nóvember síðastliðinn, en þó hefur úrskurður ekki verið kveðinn upp. A sama tíma var fyrirtæki Grétars og fleiri, Rútur og bílar hf., úrskurð- að gjaldþrota og í því máli munu heildarkröfur vera um 15 milljónir króna. Grétar er einnig stofnandi og meðeigandi fyrirtækisins G. Hans- son hf., hópferðir. Meðeigandi hans, Albert Rútsson, betur þekktur sem Alli Rúts, hefur einnig verið tekinn til gjaldþrotaskipta. AÐSETUR HELSTU EMBÆTTISMANNA MOSFELLSBÆJAR UM ÁRABIL Það var Magnús Þorláksson, bróðir Jóns Þorlákssonar ráðherra, sem gerðist bóndi á Blikastöðum ár- ið 1909 og breytti því úr koti í stór- býli á fyrri hluta aldarinnar, en Magnús dó árið 1942, 67 ára að aldri. Hjónin Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir Þorlákssonar tóku þá við búinu. Um leið og það var stór- býli var það aðsetur helstu embætt- ismanna Mosfellshrepps, því Helga sat í hreppsnefnd 1954 til 1962, þar af oddviti siðustu 4 árin og Sigsteinn var hreppstjóri 1964 til 1985. Börn og tengdabörn þeirra hafa ekki síður gegnt trúnaðarstörfum fyrir sveitarstjórnina. Nú er Magnús Sigsteinsson oddviti bæjarstjórnar og hefur setið í hreppsnefnd/bæjar- stjórn frá því 1978. Hann, Grétar og Elínborg Kristín hafa setið í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Sigsteinn og Helga stunduðu bú- skap á Blikastöðum í þrjá áratugi, en 1971 til 1972 var búskapurinn af- lagður og um sextíu kýr seldar. FÁ 80 MILLJÓNIR í VASANN Á EINU OG HÁLFU ÁRI Sigsteinn, sem er sjálfstæðismað- ur eins og flestallir í fjölskyldunni, hefur lýst ástæðum þessa í viðtali: ,,Það var komin vinstri stjórn í landinu og sú ætlaði nú heldur bet- ur að láta að sér kveða. Það átti t.d. að hækka öll laun um 20 prósent. Það og ýmsar aðrar ráðstafanir þeirrar stjórnar leiddi til þess að ég sá að það var ekki lengur hægt að reka búið með hagnaði." Fleira kom til: Erfitt var að fá fólk í landbúnaðarstörfin, miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir voru nauðsynlegar ef framhald ætti að vera á búskapnum og Mosfells- byggðin var að hellast yfir býlið. Nú, 30 árum síðar, hefur 170 hekt- ara jörðin verið seld á 245 milljónir króna, þar sem landeigendurnir fá um 80 milljónir króna beint í hend- urnar á næsta eina og hálfa ári. í samtali við PRESSUNA vildi Helga Magnúsdóttir sem minnst ræða sölu jarðarinnar. ,,Við erum orðin eldri hjón og þótti okkur rétt að athuga okkar gang og gera þetta upp á þessum tíma." Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.