Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAl' 1991 FJOLMIÐLAR Lítil blöd í litlum heimi PRESSAN Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Rltstjórn, skriístoíur og auglýsingar: Hveríisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun sldptlborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Fleiri Ólar en Óli P. Alltaf annað slagið fær maður að heyra að íslensk blöð og íslenskir fjölmiðlar séu hálf hallærislegir. Þeir eru fullir af fréttum af ómerkilegum atburðum. Næstum því-verkfall og næst- um því-drukknun eru borin fram eins og stórfrétt. Og síð- an þessar endalausu fréttir af vaxtaþróun, hugsanlegum sölusamningnum á ull og söl- um á bátshornum á milli landshluta. Til hliðar við fréttirnar eru síðan viðtöl við fólk sem ekkert hefur komið fyrir um dagana. Það er jafn- vel efni í fyrirsögn ef viðmæl- andi hefur þurft að fara inn í illa þokkað hverfi í stórborg. Og síðan afrekin í útlöndum. Eflaust eru einhverjir til að segja að þetta sé eitt af fjöl- mörgum einkennum á sam- ansúrraðri minnimáttar- kennd og mikilmennsku- brjálæði Islendinga. Vegna minnimáttarkenndar sinnar vilja þeir bera dag- blaða-ómyndirnar hér heima saman við heimsblöðin. Það er náttúrlega út úr kú. Að sjálfsögðu er hægt að gera miklar kröfur til íslenskra blaða, en það er ekki hægt að gera þær kröfur til íslensks samfélags að það skaffi enda- lausar stórfréttir eða enda- laust af stórmerkum mönn- um að ræða við. Nokkur blöð sem gefin eru út erlendis eru hálft í hvoru miðuð við heimsmarkað, jafnhliða því sem þau eru gef- in út fyrir heimamarkað. Þessi blöð eru því meðal ann- ars ætluð fyrir þá sem vilja ekki hrærast í smáum samfé- lögum. Fólk sem vill að heim- urinn sé lítill og lætur það koma sér við sem gerist hin- um megin á hnettinum. En eins og einhver gáfu- maðurinn sagði þá getur það reynst ofsaiega leiðinlegt að lifa í fithjm heimi, öfugt við það sem margur ætlar. Gunnar Smári Egilsson PRESSAN greinir í dag frá embættisfærslum Svavars Gests- sonar síðustu dagana sem hann var menntamálaráðherra. Þá notaði hann tækifærið og lét lög- fræðistofu fyrrum aðstoðar- manns síns og þar sem tengda- sonurinn vinnur fá feitan bita; innheimtu fyrir Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Það eru því ekki bara pólítisk furðudýr eins og Óli Þ. Guð- bjartsson sem kunna ekki að fara með vald. Það vissum við íslend- ingar svo sem áður. Það var hins vegar freistandi að gleyma þvi á meðan sögur af yfirgengilegri valdníðslu Óla gengu yfir þjóð- ina. Það sem Óli gerði er í eðli sínu ekki ólíkt því sem aðrir stjórn- málamenn hafa stundað i gegn- um árin. Hann var einfaldlega ósvifnari en þeir og stórtækari. Eftir sem áður eru sporslur til ættmenna og vina viðtekin venja meðal íslenskra stjórn- málamanna. Á |)vi verður líklega engin breyting á næstunni. Það sést best á því að núverandi ríkis- stjórn ætlar að láta sér nægja að leiðrétta það af verkum Óla sem hægt er án mikils umstangs. Hún ætlar ekki að kalla saman lands- dóm og kæra Óla fyrir embættis- afglöp. / ratmagnsstólinii „Raflost er mjög þekkt og algeng aðferð til að koma hjartslættinum í lag...“ Marlln Fitzwater talmaflur Bandarikjatorseta. Náðasamlegast „Menn eiga ekki að líða fyrir að vera Borgara- flokksmenn." Óll Þ. Guðbjartsson fyrrverandl dómsmálaráðherra. Vid vöknifm eldsnemma á morgnana og reynum að ffara eins langt I burt og hœgf^ er I EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON SÖNGVARI UM HÓTELIÐ SEM HANN DVALDIST Á í RÓM Torg hins himneska friðar „Hið ein- stæða við Morgun- blaðið er, hve almennur vettvangur það er orðið fyrir skoðanaskipti í landinu. Þar geta menn viðrað skoðanir sínar og svarað fyrir sig, ef þeim finnst á sig hallað.“ Bjöm Bjamason fyrrverandl aðstoðarritstjóri. SAMSTÍGA HJÖRÐ „Margir hafa orðað það við mig að þeir vilji fá mig sem næsta borgarstjóra.“ Ámi Slgtússon Magnús L Sveinsson Katrín Fjeldsted Vilhjólmur Þ. Vilhjálmsson ALLTAF JAFN HISSA „Eg átti alls ekki von á þessu. Mér fannst við allar vera svo jafnar að hver sem er hefði getað unnið.“ Svava Haraldsdóttlrfegurðardrottnlng (slands. Hvað með Gunnlaug? „...þó að því fari víðs fjarri að ég geti mér þess til að kristilegur andi bróðurlegs samstarfs og eindrægni svífi yfir tíu manna þingflokki Alþýðuflokksins um þessar mundir." Agnes Bragadóttir fréttaskýrandi Morgunblaðsins. Látið fólkid í friöi Eftir tuttugu ár margra framsóknarstjórna komu tveir menn saman í Viðey af því að þá langaði til að stjórna landinu. Enginn hafði kosið þá beint til þess. Þannig er íslenska kosningakerfið ekki. Margir uröu býsna glaö- ir, því að til stóð að halda framsókn utan ríkisstjórnar svo sem eins og eitt kjörtíma- bil. En hvað gerðist? Ráöherrar annars flokksins svara eins og þeim komi ekki við hvaö til stóð. Halldór segist engu ætla að breyta og gefur í skyn að vænta megi aukinna út- gjalda til landbúnaðar. Þor- steinn siglir sinn sjó og sinnir engu óskum Davíðs og Jóns Baldvins um að taka upp við- skiptalegri hætti í sjávarbú- skapnum. „Veiðigjald er ekki á dagskrá." Ólafur er að kynna sér málin, en bæöi hann og Friðrik tóku við erf- iðum búum. Nú spyr maður sjálfan sig: Til hvers var verið að leiða nýja menn til hásætis? Jón Baldvin segir að það reyni á sjálfstæðismenn en þeir séu óskrifað blað. Það er sem sé hafin tilraunasambúð með Sjálfstæðisflokknum. Að mati formannsins ýtti Alþýðu- flokkurinn úr vör með góða stefnuskrá en Sjálfstæðis- flokkurinn enga. Fjármál ríkisins eru í kalda koli, segir nýi fjármálaráð- herrann. Vextir eru hækkaðir og Davíð sagði strax að lok- inni stjórnarmyndun að það yrði að taka erlend lán til að mæta þörf ríkisins. Það vár slæm uppástunga. Níutíu og níu prósent þjóð- arinnar eru á móti því að er- lend lán verði tekin til að mæta þörfum nokkurra manna sem tóku sér bessa- leyfi undir þinglok að ráð- stafa fjármunum ríkisins sem ekki voru til. Erlendar lántök- ur munu auka verðbólgu. Vaxtasamkeppni ríkisins eyk- ur skuldir fólks. Hefði ríkisstjórnin ein- hvern metnað ætti hún að ýta öllum gerðum fyrri stjórnar út af borðinu og segja: Byrj- um upp á nýtt. 12 milljarða skuldbindingar fyrri stjórnar koma þessari ekki við. Alls ekki ef afleiðingarnar eru aukin verðbólga og auknar skuldir. Það verður að skera niður í ríkiskerfinu til þess að koma í veg fyrir að ríkið sprengi upp lánamarkaðinn og steypi þjóðinni í frekari skuldir og verðbólgu. Þetta vita Davíð og Jón Baldvin. Þeim tókst að setja saman plagg úti í Viðey. Siglið eina ferð enn og horfið fram hjá hagsmunum nokkurra Madurinn sem fékk krata til ad sakna Karvels Það getur reynst Alþýðu- flokknum dýrt að hafa loks- ins brotið múrinn á Austur- landi. Jón Baldvin Hannibals- son hefði svo sem mátt vita að það yrði ekki ókeypis. En sjálfsagt hafa runnið á hann tvær grímur þegar múrbrjót- urinn mætti á þingflokks- fund, barði í borðið, horfði stingandi augum á formann- inn og sagði að Jón og fleiri í þingflokknum skyldu bara átta sig á því strax að Gunn- laugur Stefánsson ætlaðist til þess að fullt tillit yrði tekið til sín. Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á krötun- um. Þetta andartak mun hafa verið það fyrsta þegar Karv- els Pálmasonar var saknað í þingflokknum. Þegar jafnað- arstefna hans og flokksins féllu ekki saman hélt Karvel sína þingflokksfundi út af fyr- ir sig. En kratar hefðu svo sem átt að vita að það þyrfti óvenju- legan mann til að rjúfa múr- ráðherra, sem engu vilja breyta. Haldið þið óbreyttum kúrs er líklegast að stjórnin sitji ekki lengi, þar sem boð- að aðgerðaleysi ykkar stefnir fólki í óborganlegar skuldir. Þjóðin hélt að til stæði að inn- leiða nýja stjórnarhætti. í staðinn fékk hún einhver ósköp af ráðherrum, sem vilja stjórna þjóðinni með handafli. Einn af frambjóð- endum Þjóðarflokks manns- ins sagði í kosningabarátt- unni að pólitíkusar ættu ekki að skipta sér af fólki. Það er rétt. Ríkisstjórnin á að skapa skilyrði til rekstrar og auka jafnræði meðal þegnanna, en láta þá að öðru leyti í friði. inn fyrri austan. Og það þarf sérstaklega óvenjulegan mann til að rjúfa múrinn fyrir krata í landsbyggðarkjör- dæmi á þessum síðustu tím- um þegar J ón Baldvin bölsót- ast út í búvörusamning, Jón Sig. leyfir innfiutning á ostlíki og Ossur og fleiri eru sífellt að tala um kvótaleigu. Gunnlaugur fór einfalda leið. Hann hafnaði einfald- lega stefnu flokksins í flestum málum sem snertu Austfirð- inga sérstaklega. Strax í haust þegar hann hóf undir- búning fyrir framboð sitt kynnti hann sérstaka jafnað- arstefnu fyrir þá. Hún var nær óþekkjanleg frá stefnu Framsóknarf lokks ins, Kvennalistans og dreifbýlis- hluta Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Fyrir aust- an var Halldór Ásgrímsson nær meginlínu kratanna fyrir sunnan en Gunnlaugur. Og eftir kosningar átti Hall- dór auðveldara með að sætta sig við stjórnarslit vinstri stjórnarinnar en Gunnlaugur. Hann vissi sem var að síðasta stjórn var landsbyggðar- stjórn; stjórn sem lagði sig fram um að bjarga hverju því fyrirtæki á landsbyggðinni sem stóð illa. Stjórn sem landsbyggðarfólk græddi á. Gunnlaugur er því ekki við- reisnarkrati. Þegar Gunnlaugur var kjör- inn á þing árið 1978 lýsti hann því yfir að hann ætlaði að taka sér tólf ára hlé frá prestnámi til að sinna þing- störfum. Hann féll hins vegar af þingi ári seinna. Nú hefur hann enga yfirlýsingu gefið. Enda eru ekki miklar líkur til að hann haldi þingsæti sínu í kosningunum 1995. Ríkis- stjórnin stefnir að því að end- urskoða kosningalögin og sníða af þeim ágalla. Einn af þeim er að í núverandi kerfi komast menn á þing með af- skaplega fá atkvæði á bak við sig. Gunnlaugur hefur ein- ungis 803. Höfundur er blaðamaður ÁS CKflíPKA«FSBiSS /MESSÁ/V HeLPW. AFtZAM St;Be.TT '0 Hfí ^iKtí ANPÍ. VÉP- tíí-FíWiáaa yí»ugí opiM^eiST oss wlmgum SKUÍ.PMÍ21AM--

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.