Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 9íí)jnt* tðleufiihnr fijóðSögur Þaö þótti lengst af frekar töff aö söngvarar á sveita- böllum syngju íslenskuna með svolítiö engilsaxnesk- um hreim. Því datt engum i hug aö gera neinar athuga- semdir við þaö þótt aðal- stjarnan í vinsælustu hljómsveitinni á Austfjörð- um syngi „Hér stóö bær meö furstir fjórar/ hér stóö bær á lágum hól..." En eitt sinn er hljóm- sveitin var aö koma frá því aö spila á dansleik á Djúpa- vogi og hljómsveitarmeö- limir dormuðu heldur fram- lágir í rútunni sem hlykkj- aöist um Berufjörðinn, reis söngvarinn upp. „Hei, strákar! Sjáiöi furstabæinn þarna!" (Úr popparasögum) Bóndi á Jökuldal hafði um langt skeiö átt töluverö viðskipti viö Glóbus, keypt þar dráttarvélar og þau landbúnaöartæki og vara- hluti sem fyrirtækiö haföi upp á aö bjóöa, enda líkaði honum þjónustan afar vel. Nú fannst honum oröiö timabært aö tala viö aöal- manninn í fyrirtækinu. — „Glóbus, góöan dag," svaraöi símastúlkan meö sinni hljómfögru rödd. „Já, blessuð, gæti ég fengið aö tala viö Glóbus sjálfan," svaraöi bóndi og kynnti sig í bak og fyrir. — „Þvi miður herra minn, hér er enginn Gló- bus." „Hverslags svör eru þetta eiginlega," svaraöi bóndi og fannst komið fram viö sig af heldur lítilli kurteisi. „Ég krefst þess aö fá aö tala viö Glóbus sjálf- an." (Úr sveitavargssögum) Útlendingar sem komu í Hótel Valhöll á Fáskrúös- firöi á sínum tíma þurftu helst aö kunna íslensku til aö geta gert sig skiljanlega. Aö minnsta kosti gátu þeir lent í hinu mesta brasi meö aö biöja um jafn einfaldan hlut og „breakfast". „Ha, þekkiö þiö Berg- kvist?" hváöi hótelstýran þegar gestirnir báru fram ósk sína. Eftir aö gestirnir sem voru hálfhungurmorða höföu boriö ítrekaö upp er- indið svaraöi hótelstýran: „Nei, því miöur, Berg- kvist er líklega á sjó." (Úr þorparasögum) Friðwm mýrqmqr Fuglaskoöarinn Einar Þorleifsson lítur eftir fuglum. S ÞÓR Einar Þorleifsson hefur hafl áhuga á fuglaskodun al- uegfrá þuí hann man eftirsér. Hann segist hafa byrjad ad skoda fugla ad einhverju markiárid 1979 og sídan hef- ur fuglaskoöunin undid upp á sig. Einar uann um tíma við að skoða fugla á Tjörninni í Reykjauík, en rannsakar um þessar mundir vaðfugla á Suðurlandi ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni og aðstoðar Ólaf Karl Nílsen uið fálka- rannsóknir á Norðurlandi. Hvers vegna þessi áhugi á fuglum, Einar? „Ahuginn hefur alltaf verið til staðar, en eftir að ég byrj- aði að skoða fugla hefur þetta undið upp á sig. Maður er allt- af að sjá eitthvað nýtt og upp- götva eitthvað nýtt. Sér fugla sem maður hefur ekki búist við að sjá og svo framvegis. Fuglarnir sem slíkir eru líka bæði failegir og fjölbreytileg- ir og sýna allskonar atferli sem getur verið gaman að fylgjast með. Það er auðveldara að skoða fugla en flest önnur dýr. Þeir geta flogið og þurfa því ekki að óttast þá sem eru bundnir jörðinni eins mikið og spendýr, til dæmis refur- inn." Huernig skoðar maður fugla? „Maður er með kíki, geng- ur um ákveðið svæði og skrá- ir niður það helsta sem mað- ur sér." Einar segir að síðan sendi hann allar upplýsingar um það sem hann uerður vísari um merkta fugla til Náttúru- frœðistofnunar, sem í staðinn lœtur honum í té allar upp- lýsingar sem stofnunin á um viðkomandi fugl. Þannig get- ur hann séð hvar fuglinn hef- ur sést áður og huernig hann hegðar sér. Hvert ferðu helst til að skoða fugla? „Ég hef skoðað mest hér á Reykjavíkursvæðinu, í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og nú hin síðari ár á Suðurlandsundir- lendinu." Hvar er helst að skoða fugla á Reykjauikursvœðinu? „Til dæmis í skógræktinni í Fossvoginum, en einnig á Sel- tjarnarnesinu og Álftanesinu. Þar er mikið fuglalíf. í Reykja- vík eru líka miklar fjörur og þar sem þeim hefur ekki ver- ið spillt er mikið fuglalíf. í Grafarvoginum og Kópavog- inum er einnig mikið af fjöru- fugli." Þú hefur unnið við að skoða fugla? „Já, ég hef aðstoðað við fuglarannsóknir frá 1981. Ég var í fjögur ár hjá Reykjavík- urborg eða til '85, en það starf fólst meðal annars í því að fylgjast með fuglalífinu á Tjörninni. Hvaða fuglar væru þar, að varpið gengi vel, telja ungana og fylgjast með af- komunni. Ef eitthvað brá útaf var reynt að koma í gang að- gerðum, til dæmis ef minkur komst á svæðið. Ég fylgdist líka með ef framkvæmdir voru í Vatns- mýrinni, að menn væru ekki að skemma neitt að óþörfu. Síðan ég hætti hjá borginni hef ég aðstoðað Ólaf Karl Níl- sen, sem framkvæmir fálka- rannsóknir á Norðurlandi. Við fylgjumst með öllum fálkasetrum á því svæði." Einar segist hafa gaman af að skoða fugla í mýrum og á uotlendissuœðum. „Það er skemmtilegt land. Gróskumikið og mikill fjöldi fugla á votlendissvæðum. Á einum stað í fyrra fundum við við 81 par af lóuþræl á fer- kílómetra í votlendi við Ölf- usá í Flóanum, sem er gífur- legur fjöldi. En það er einmitt sérstakt við fugla á íslandi og það er geysilegur einstaklingafjöldi og gríðarlega stórir stofnar." Eins og áður sagði uinnur Einar að rannsóknum á vot- lendisfuglum á Suðurlands- undirlendinu, ásamt Jóhanni Óla. „Við erum að kanna hvað er eftir að mýrlendinu, því mikið af því hefur verið ræst fram, og hvaða fuglalíf er í þessu votlendi sem er eftir. Það er full ástæða til að friða þær mýrar sem eru eftir á Suðurlandi, því fuglinn hverfur af þeim svæðum sem ræst hafa verið fram. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir hann þar lengur." Huenœr Ijúkið þið þessari könnun? „í sumar. Annars er erfitt að tala um að klára, því það er endalaust hægt að bæta við upplýsingum." Eruð þiö farnir að huga að nœsta verkefni? „Það er margt sem væri áhugavert að kanna, en ætli það verði ekki eitthvað í svip- uðum dúr, í Borgarfirðinum." Kemuröu oft auga á fugla sem ekki hafa sést hér áður? „Ég hef alloft séð fugla sem ekki hafa sést áður á Islandi, Það er algengt á haustin og vorin, og oft spilar veður þar inn í. Ef lægðir liggja í sterkri suð-austan átt í september/ október berst hingað mikið af ýmsum spörfugli. Það koma hingað líka fugl- ar sem ekki verpa hér. Ég hef einmitt verið að telja gæsir og álftir með breskum vís- indamönnum, sem þeir elta hingað frá Bretlandseyjum. Þær verpa á Grænlandi, þar sem nær ógerlegt er að kom- ast að þeim.“ Attu þér eftirlœtis fugl? „Nei, ég get ekki sagt að ég eigi neinn uppáhaldsfugl. Krummi er þó skemmtilegur fugl, með karakter. Og fálk- inn er svipmikill og sjálfstæð- ur,“ segir fuglaskoðarinn Ein- ar Þorleifsson. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Tvíburabródir Þetta hafði verið langur dagur og einungis einn sjúkl- ingur eftir á listanum. — Næsti, kallaði ég fram á biðstofuna. Þar stóð einn maður upp á endann, þján- ingarfullur á svip. Hann gekk með mér inn á stofuna hægum vaggandi skrefum eins og hann fyndi til í hverju spori. — Fáðu þér sæti, sagði ég. — Ég get ekki setið, sagði hann, svo að ég stend. — Jæja, sagði ég, hvað get ég gert fyrir þig? — Mig vantar vottorð til vinnuveitandans og ein- hverjar róandi töflur, sagði hann. Ég var að koma úr að- gerð fyrir viku og er ennþá óvinnufær. Hann vaggaði í sömu sporum og virtist líða illa. Sviti perlaði á enninu, hann var fölur og órakaður. Fötin voru þreytuleg útlits og skórnir illa burstaðir. Ég fann nú greinilega hvernig súrsæta gamla brennivíns- lykt lagði af manninum. — Hvað var að þér? spuröi ég. — Ég var að láta drepa tvíburabróður minn, sagöi hann og það vottaði fyrir grátviprum í munnvikjun- um. Maðurinn var greinilega við skál og meyr og við- kvæmur eins og drukkinna manna er háttur. — Þú meinar að þú hafir verið í sinus polinidalis aðgerð sagði ég, það á ekkert skylt við tvíburabróður. — Ekki °™^U/VDSS0,V það, sagði maðurinn, hver djöfullinn er þetta þá. Þetta er nú samt alltaf kallaður tví- burabróðir. — Já, sagði ég, en það er rangnefni. EINKENNi OG ORSÖK Tvíburabróöir var einu sirini kölluð jeppaveiki vegna þess hversu algengt þetta ástand var á meöal amerískra hermanna i heimsstyrjöldinni síðari. Tæplega 100.()()() hermenn leituöu til lækna vegna þessa á árunum 1942-1945 og vildu margir kenna um glannalegum akstri á holótt- um vegum á illa fjaðrandi jeppum. Sjúklingur leitar venjulega til læknis vegna ígerðar rétt ofan við enda- þarmsopið í rassskorunni rétt utan við miðlínu en ekki í botni skorunnar. Einkennin eru verkir, hiti og eymsli eins og ávallt þar sem ígerð mall- ar undir húð. Þegar þetta ér opnað með hnífsblaði batn- ar líðanin eins og alltaf þeg- ar ígerð er opnuð og greftri hleypt út. Gatið eftir stung- una helst opið nokkra hríð og stundum gægjast út úr því litlir hárlokkar. Þetta hár er undirrót nafngiftarinnar. Menn héldu að sumir fædd- ust með lítinn poka neðst á bakinu milli skinns og beina og yxu hár í honum eins og á venjulegri húð. Sýkingin var talin stafa af því að bakteríur kæmust í pokann og hárin viðhéldu síðan sýk- ingunni. Menn álitu að þessi poki með hárum væri leyfar einstaklings sem ekki auðn- aðist að komast lengra en þetta á þroskabrautinni og varð innlyksa ofan í poka á líkama annars einstaklings. Nú á tímum hafa menn aðrar hugmyndir um orsök þessa sjúkdóms. Talið er að húðin í rassskorunni særist af lík- hárum sem þar eru og hárin myndi smám saman göng sem bakteríur komast í og valdi þá sýkingu. Það styður þessa kenningu að sjúkdóm- urinn kemur aldrei hjá börn- um og leggst einkum á þá sem vaxnir eru dökku og stríðu líkhári. MEÐFERÐ Meðferð þessa kvilla er aðgerð. Þá er allt ígerðar- svæðið með göngum og gangnaopum skorið í burtu og sárið saumað saman. Stundum vill sækja í sama horfið aftur þegar mikill hár- vöxtur er í kringum sárið. Það er því sérlega þýðingar- mikið að reyna að eyða öll- um hárum sem þarna koma upp með smyrslum og rakstri meðan húðin er að jafna sig eftir aðgerðina. GRÁTUR OG FYLLERÍ — Svo þetta var þá ekki tvíburabróðir minn, sagði maðurinn með undrun og söknuði í röddinni. — Svona líta vísindin á þessi mál nú á tímum, sagði ég. — Gefðu mér samt vottorðið, sagð hann. Ég er alveg óvinnu- fær, en þú mátt aldrei segja konunni þetta. Ég er nefni- lega búinn að drekka í 5 daga út á þennan bróður minn sem aldrei varð að manni og tala um allt það yndislega og skemmtilega sem við hefðum getað gert saman. Kannski hefðum við getað farið í útgerð. Tárin hrundu niður órakaða vang- ana eins og björg niður bratta fjallshlíð. — Þú verður að finna þér eitthvað annað til að drekka út af, sagði ég. — Já, sagði hann, kannski ég drekki bara af því að ég átti aldrei neinn bróður. Fæ ég engin róandi lyf? — Nei, sagði ég, þú ert alltaf á fyll- eríi og engir læknar með sómatilfinningu blanda róandi lyfjum saman við áfengi sem menn eru að drekka. Hann þerraði tárin úr augunum, rétti úr sér, stakk vottorðinu í vasann og gekk óhaltur út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.