Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 25
25 — En vilt þú tengja þessar fjöl- skyldur við Sjálfstæðisflokkinn? „Nei, það hefur aldrei verið bein tenging við hann. Þetta eru eigna- mennirnir sem em tengdir í því sem ég kalla 15 fjölskyldur, þær geta verið 20 og þær geta verið 10, en þetta var orðað svona í upphafi." — Ef ég bæði þig um að telja ÆTT SVEINS NÍELSSONAR (VALFELLS-ÆTT) Sveinn Valfells, Ágúst Valfells, Sveinn K. Sveinsson í Völundi, Jónas Haralz bankastjóri, Harald- ur Sveinsson framkvæmdastjóri Moggans, Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða, Þórð- ur Magnússon í Eimskip, Bjarni Rafnar yfirlæknir, Hans G. Ander- sen sendiherra, Kristinn Ólsen stjórnarmaður Flugleiða. þær upp gætir þú gert það? „Nei, ég hef aldrei gert það enda sæi ég ekki tilganginn í því. Við erum að tala um kjarna af fjölskyldum þar sem talan sjálf skiptir ekki máli." Og þegar byrjað er að ræða við ritstjóra er auðvitað ekki hægt annað en ræða við ritstjóra Þjóð- lífs sem margoft hefur fjallað um efnið: Oskar Gudmundsson: VERULEIKl SEM ÉG DRAKK MEÐ MÓÐURMJÓLKINNI — Hefur þú notað skilgreining- una um fjölskyldurnar 14? „Já einhverntímann og þá ann- að hvort sem fjölskyldurnar 7 eða fjölskyldurnar 14. Fjöldi þeirra er dálítið á reiki en yfirleitt láta menn sér nægja að telja upp 7 fjölskyldur." — Ef ég bæði þig að telja upp fjölskyldurnar, gætir þú það? „Menn eru þá að ræða um Thorsara, fjölskyldu H. Benedikts- sonar, Garðar Gíslason og afkom- endur (Halldór H. Jónsson er tengdasonur hans), Johnsona, Engeyjarættina, Valfellsættina, ætt Ingvars Vilhjálmssonar og jafnvel Völundarættina. Reyndar bæta sumir við fjölskyldum eins og Lofts Bjarnasonar, Einars Guð- finnssonar, Einars ríka og Kristjáns Siggeirssonar. Einnig vilja sumir skipta Engeyjarætt niður í Eng- eyjarætt og Háteigsætt og þá eru menn farnir að nálgast töluna 14. Þessar ættir koma upp aftur og aftur á sömu stöðunum, í Sjóvá, Almennum, Granda, íslandsbanka, Morgunblaðinu og svo framvegis. Þá eru tengingarnar ekki síður merkilegar. Það er hægt að taka öll fyrirtækin; Eimskipafélagið, Flugleiðir, Skeljung, íslenska aðal- verktaka, Burðarás, Verslunar- Úlfar Þormóðsson „Kom fram í úttekt sem ég gerði um hermangið." FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ um fjölskyldurnar 14? „Þessi skilgreining hefur verið. notuð lengi af frjálslyndum at- hafnamönnum en ég held að það hafi verið notað fyrst af genginu í kringum Hafskip Við notuðum þessa skilgreiningu á Þjóðviljan- um.“ — En eru þær nákvæmlega 14? „Menn hafa líka rætt um fjöl- skyldurnar fjórar enda er þetta að verða ein og sama fjölskyldan." — En getur þú talið þær upp? „Þar er auðvitað Engeyjarættin fremst í flokki en einnig eru þarna ættir eins og Johnsonarnir og H.Benættin. Það er auðvitað sam- merkt með þessum fjölskyldum að þræðir þeirra liggja saman í Eim- skipafélaginu." 1991 Sigurður Már Jónsson ásamt Friðrik Þór Guðmmdssyni Össur Skarphéðinsson „Hefur verið notað lengi af frjálslynd- um athafnamönnum." Guðrún Helgadóttir „Þetta er allt gift hvað öðru." ÞVERÁR-ÆTT (ÆTT GARÐARS GÍSLASONAR) Garðar Gislason stórkaupmaður, Bergur G. Gíslason stórkaupmað- ur, Kristján G. Gislason stórkaup- maður, Vilhjálmur Þ. Gislason út- varpsstjóri, Halldór H. Jónsson „stjórnarformaður islands", Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, maður Ragnhildar Helgadóttur, Thor Thors sendiherra, Thor Ó. Thors í Sameinuðum verktökum, Garðar Halldórsson húsameistari, Gunnlaugur Briem ráðuneytis- stjóri. Albert Guðmundsson: NÆR AÐ TALA UM VALDAKJARNA — Hefur þú rætt um fjölskyld- urnar 14? „Ég átta mig nú ekki alveg á því hugtaki. Það er hins vegar annað mál að það er rétt að það er til- tölulega lítill valdakjarni í þjóðfé- laginu. Ég vil hins vegar ekki ræða þau mál opinberlega meðan ég er sendiherra.“ — Hefur þú notað þessa skil- greiningu í þínu máli? „Ég bara man það ekki en það er ekki ólíklegt." — Manstu hvernig þetta er til komið? „Þessar „fjórtán fjölskyldur" er ekki frá mér komið. Ég veit ekki hvort það eru fjölskyldur sem ráða því að valdakerfið er alltaf eins og pýramídi. En af hverju 14 fjöl- skyldur? Af hverju ekki 10 eða 20. Ég veit ekki hvaðan þetta val á fjórtán fjölskyldum er komið." Og er ekki viðeigandi að spyrja nýjan þingmann og fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans sem fyrir kosningarnar fjallaði um fjölskyld- urnar 14 í ræðu og riti: Össur Skarpédinsson: ER AÐ VERÐA EIN OG SAMA FJÖLSKYLDAN — Ert þú einn jaeirra sem ræða ENGEYJAR-ÆTTIN Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra, Pétur Benediktsson banka- stjóri (tengdasonur Ólafs Thors), Benedikt Sveinsson i Sjóvá, lög- fræðingur, Ingimundur Sveinsson arkitekt, Einar Sveinsson i Sjóvá, Friðrik Pálsson hjá SÍF, Björn Bjarnason alþingismaður, Val- gerður Bjarnadóttir ekkja Vil- mundar Gylfasonar, Benedikt, Halldór og Haraldur Blöndal, Jó- hannes Zoéga hitaveitustjóri, Guðrún Zoéga borgarfulltrúi, Teit- ur Finnbogason stórkaupmaður, Tómas Helgason yfirlæknir, Ragn- hildur Helgadóttir alþingismaður. bankann, Iðnaðarbankann, Hamp- iðjuna, Fjárfestingarfélag íslands auk þeirra sem ég nefndi áður. Þessi fyrirtæki eru beint eða óbeint í eigu þessara fjölskyldna auk þess sem þær eiga Sjálfstæðis- flokkinn." — Þú vilt semsagt meina að þær eigi Sjálfstæðisflokkinn? „Þær hafa alltaf verið voldugast- ar þar en misvoldugar og haft ein- hverja fulltrúa þar.“ — Viltu eigna einhverjum þessa skilgreiningu um fjölskyldurnar? „Þetta er nú bara veruleiki sem ég drakk með móðurmjólkinni. Það vill nú svo til að þessar fjöl- skyldur hafa átt ísland og ráðið því alla þessa öld. Þetta eru hug- tök sem eru almennt notuð hér- lendis og erlendis í viðskiptalífinu en hafa ekki komið upp á yfir- borðið fyrr en í seinni tíð.“ En sumir vilja halda því fram að raunverulegur hugmyndasmiður þessarar skilgreiningar sé mikil- virkur galleríeigandi: Úlfar Þormódsson: TENGDIST HERMANGINU — Hefur þú sett fram kenningu um fjölskyldurnar fjórtán? „Mig minnir að þetta hafi komið fram í úttekt sem ég gerði á her- manginu á sínum tíma, 1970—71.“ — Fannst þú út úr hluthöfunum i Islenskum aðalverktökum að þarna'væru fjórtán fjölskyldur sem lægju að baki? „Þetta var einhvern veginn þannig. Semsagt út úr því og stærstu fyrirtækjunum sem tengd- ust upp á völlinn." — Heldur þú að þetta hafi verið kveikjan að því að þetta spratt fram? . „Menn hafa verið að fullyrða það við mig að undanförnu en ég þori samt ekki að eigna mér það að öllu leyti. Menn hafa verið að eigna mér þetta en ég veit ekki hvort það er rétt. Ég held að ég geti allavega ekki afneitað því.“ — Nú hafa menn verið að nota þetta í dag. Finnst þér það svipuð merking og þegar þú varst að nota það? „Ég held það“ — Ef ég bæði þig að telja upp þessar fjölskyldur gætir þú það? „Ég gæti það kannski með því að fletta aftur í tímann en ég hef ekki gert það.“ — En er þetta hugtak notað í réttum skilningi í dag? „Þetta var um aðila sem tvinnuðust inn í stærstu fyrirtækin og hermangið á sínum tíma. Þann- ig að ég held að jjetta sé laukrétt notkun á því.“ Og konurnar verða að eiga sinn fulltrúa: Guðrún Helgadóttir: ÉG Á FRASANN — Þú hefur rætt um fjölskyld- urnar 14? „Ég held að ég hafi fyrst talað um þessar fjölskyldur og eigi því frasann. Þetta var í blaðaviðtali 1988 en þá ræddi ég reyndar um 10 fjölskyldur. Ég held að ég muni það rétt að þá hafi það verið not- að í þessu samhengi. Skömmu síð- ar skrifaði ég blaðagrein í Þjóðvilj- ann og þar ræddi ég um fjölskyld- urnar 14.“ — Ef ég bæði þig um að telja þær upp gætir þú það? „í fljótheitum myndi ég nefna ætt landbúnaðarráðherra, Eng- eyjarættina. Ætli Thorsararnir kæmu ekki þarna inn í líka. Það verður að athugast að þetta er allt gift hvað öðru. Það má nefna til Briemana og Laufásgengið. Einnig má fara í ættarnöfnin eins og Schevingana, Zoégana og þá um leið ætt Björns Hallgrímssonar — H.Benættina. Nú ekki má gleyma Stephensenunum, Hjaltestedunum og svo er auðvitað Garðar Gísla- son hf.-ættin.“ — Hefur þú viljað nota skilgrein- inguna kolkrabbann í þessu sam- bandi? „Auðvitað er þetta sama fólkið en það er ekki mitt hugtak.“ Og Guðrún sagði að Albert hefði tekið undir mál sitt á sínum tíma. Við hringdum til Parísar: Albert Guðmundsson „Af hverju 14 fjölskyldur? Af hverju ekki 10 eða 20?" ÆTT ÓLAFS JOHNSENS Á STAÐ Ólafur Þ. Jónsson stórkaupmaður (tengdasonur Péturs J. Thor- steinssonar útgerðarmanns), Friðþjófur Johnson, Örn Ó. John- son fv. stjórnarformaður Flugleiða (tengdasonur Hauks Thors), Hannes Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri Almennra trygg- inga, Ólafur Ó. Johnsson forstjóri Ó. Johnson og Kaaber, stjórnar- maður í Árvakri, Rafn Johnson, stjórnarformaður Ó. Johnson og Kaaber, Logi Einarsson dómari, Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, Agnar Norðfjörð hag- fræðingur, Sverrir Bernhöft stór- kaupmaður. að ætlar ekki að ganga and- skotalaust að koma Birni Bjarna- syni í viðeigandi embætti. Eins og kunnugt er mistókst Davíð Oddssyni að finna Birni ráðherra- stól og varð að beygja sig undir gömlu mennina í flokknum. Davíð vill því láta Björn fá for- mennsku í utanríkismálanefnd þingsins. Þar situr hins vegar fyrir Eyjólfur Konráð Jónsson og vill ekki víkja. Að þessu sinni stendur meirihluti þingflokksins með Davíð en Eykon lætur sér fátt um finnast. Á síðasta þingflokksfundi hótaði hann meira að segja að segja sig úr þingflokknum. Þeir sem þekkja Ey- kon segja að menn ættu að taka mark á þessari hótun . . . eir Árnl Sigfússon stjórn- sýslufræðingur og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur eru taldir heitastir í bar- áttunni um stól Dav- íðs Oddssonar borgarstjóra. Þeir eiga það sameigin- legt að hafa báðir gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Árni og Vilhjálmur eiga það líka sameiginlegt að hafa hlotið pólitíska eldskírn sína í ungliða- hreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Vil- hjálmur bauð sig fram til for- mennsku í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna árið 1977 á móti Jóni Magnússyni lögfræðingi, en tap- aði. Árni bauð sig fram í sama emb- ætti 10 árum síðar, gegn Sigurbirni Magnússyni lögfræðingi og vann . . . D ■ míkisútvarpið er með fyrirætl- anir um að auka enn frekar starf- semi sína erlendis. Nýlega var Árni Snævarr ráðinn fréttamaður í Kaup- mannahöfn næstu tvö árin og leysir hann Friðrik Pál Jónsson af hólmi. Hingað til hefur starfssvið frétta- mannsins þar verið Norðurlönd en nú er ætlunin að láta hann þjóna A-Evrópu einnig. Um leið er ætlunin að koma fyrir fréttamanni í Brussel í Belgíu sem ætti að fylgjast með Evrópubandalaginu. Heyrst hefur að Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, hyggist sækja um þá stöðu ... V ið sögðum frá því í síðustu viku að nýju ráðherrarnir hefðu flestir gert sér glaðan dag í tilefni dagsins þegar ríkis- stjórnin tók við. Eins og við sögðum þá fóru þeir Olafur G. Einarsson og Hall- dór Blöndal í Grill- ið á Sögu. Það er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi. En þegar reikningur- inn kom greiddi Ólafur G. sinn hlut með því að skrifa út úr heftinu. Hall- dór Blöndal hallaði sér hins vegar aftur í stólnum og sagði við þjóninn: „Viltu ekki senda þetta upp í land- búnaðarráðuneyti.” Þetta mun hafa verið fyrsta embættisverk Hall- dórs...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.