Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 26
LITHAAR VIÐURKENNA NÝJU STJÓRNINA í VIÐEY — óþolandi afskipti af innanríkismálum, segir Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra Landsbergis, forseti Litháens, hefur nú opinberlega viður- kennt ríkisstjórn Viðeyjar, fyrst- ur þjóðhöfðingja. Týra, nýi hasshundurinn á Fá- skrúðsfirði. Óli Þ. Guðbjartsson RÉÐ HUND FRÆNKU SINNAR SEM HASSHUND TIL LÖGREGLUNNAR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI — hann er þefvís þó hann hafi aldrei lagst í dóp, segir frænkan Norðmenn segjast kátir yfir til- boði Austurríkismanna í Eirík. AUSTURRIKISMENN VILJA FÁ AÐ PRUFA EIRÍK HAUKSSON í NÆSTU EUROVISION — allt er þegar þrennt er, segir Eiríkur og er tilbú- inn í slaginn 19. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR IISr, ■ ■ FIMMTUDAGURINN 9. MAÍ 1991 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR boðsmanns Alþingis. Frœnka Óla Þ. kærir hann til umboðsmanns Alþingis Hellu, 9.___________________ „Ég hef staðið í þeirri trú að á íslandi ættu allir að vera jafn réttháir gagn- vart stjórnvöldum. Það hefur hins vegar sýnt sig að svo er ekki en ég vil ekki una því. Þess vegna kærði ég manninn,“ sagði Olga Tryggvadóttir, frænka Óla Þ. Guðbjarts- sonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra, en hún hef- ur kært frænda sinn til umboðsmanns Alþingis. „Auðvitað brá mér þegar ég heyrði að hann hafði ráðið marga ættmenn okkar í góð- ar stöður, en ég fékk ekkert. Sumt af þessu fólki var miklu fjarskyldara honum en ég og mér sýnist að hann hafi valið einkum þá sem hafa nennt að sleikja sig upp við hann. Ég er hins vegar ekki þannig gerð. Ég tel hins vegar fráleitt ef stjórna á landinu með þeim hætti að ég verði látin líða fyrir það," sagði Olga. Aðspurð segist hún ekki vera að leita að neinu sér- stöku starfi hjá hinu opin- bera. Hún kunni ýmislegt fyr- ir sér en vilji ekki tíunda það opinberlega. „Auk þess sýnist mér málið snúast miklu frekar um laun en vinnu," sagði Olga. 200 bœndur af Suöurlandi Verða framlag Islendinga til flóttamanna í Tyrklandi Reykjavík, 9. maí „Ég verd að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur svo margt breyst síðan við sjálfstæðismenn fórum með landbúnaðarmálin," sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, en vegna mistaka verða 200 sunnlenskir bændur send- ir utan til flóttamanna- búða Kúrda í Tyrklandi næstkomandi þriðjudag. „Mér yfirsást að í dag eru niðurgreiðslur bundnar við bændur en ekki kjöt. Þegar ég ákvað að verja fé til út- flutningsbóta svo hægt væri að metta flóttamennina átt- aði ég mig ekki á því að í raun var ég að greiða niður bænd- ur til útflutnings," sagði Hall- dór. Halldór sagði að unnið væri að því að afturkalla gjöf- ina hjá alþjóðaskrifstofum Rauða krossins. „En því miður er bæði af- skaplega mikið að gera þarna úti og eins finnst okkur hálf hallærislegt að bakka með þetta á síðustu stundu. Ég held því að ég geti ekki ann- að en ráðlagt bændunum að 'ferðbúast. Ég krossa mig bara yfir að bændur fyrir norðan skuli sleppa," sagði Halldór. „Veistu að ég er alveg hætt-' ur að verða hissa á landbún- aðarstefnunni," sagði Krist- inn Úlfarsson, bóndi í Vest- ur-Landeyjum, þegar GULA PRESSAN spurði hann hvern- ig honum litist á ferðina. „Eft- ir að þeir leyfðu innflutning á ostlíkinu hefur maður átt á von á hverju sem er. Og hvers vegna ekki þessu?" Framlag fslendinga til flótta- mannavandans í Kúrdistan verða 200 bændur á fæti. Arnarhváll, þar sem fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið eru til húsa. Nýjar útskýringar á halla ríkissjóös FJÁRMÁLAR ÁBIIVEYTIB ER I „SJÚKU HÚSI“ Reykjavík, 9. mof „Niðurstöður okkar benda til að sívaxandi hallarekstur ríkissjóðs sé ekki sök Ólafs Ragnars Grímssonar eda annarra fjármálaráðherra. Ástæð- an er einfaldlega sú að Arnarhváll, þar sem fjár- málaráðuneytið er, er svo- kallað „sjúkt hús“. Þeir sem þar vinna eru því ekki heilir á meðan þeir dvelja í húsinu. Það skýrir margt,“ sagði Sigurður Þóröarson vararíkisendurskoðandi þegar hann kynnti niður- stöður ríkisendurskoðun- ar á rannsókn á halla ríkis- sjóðs. „Við könnuðum heimilis- rekstur Ólafs Ragnars og nokkurra annarra starfs- manna ráðuneytisins og okk- ur til mikillar furðu kom í Ijós að þetta reyndust allt afskap- lega hagsýnir menn þegar þeir eru heima hjá sér,“ sagði Sigurður. I skýrslu ríkisendurskoðun- ar kemur meðal annars fram að dómsmálaráðuneytið er í sama húsi og fjármálaráðu- neytið og telur stofnunin það skýra ýmislegt sem þar hefur gerst. „Okkar tillögur eru einfald- ar. Flytjið ráðuneytið og ríkis- kassann. Þá ætti ríkissjóður að réttast af,“ sagði Sigurður. Heimssýningin í Sevilla ÍSLENSKI BÁSINN LENTI Á BÍLASÝNINGU f SÖMU BORG Sevillu, 8. maí „Þetta er alveg fáran- legt. Það veit ekki nokk- ur maður af okkur hérna úti og ef einhver tæki eft- ir okkur er ég hræddur um að hróður okkar færi ekki langt,“ sagði Helgi Pétursson, sem staddur er í Sevilla á Spáni á ai- þjóðlegri bílasýningu, en hann er þar á vegum íslensku ríkisstjórnar- innar. „Ég verð að vona að hér sé um einhvern misskilning að ræða," sagði Helgi en hann segir að stefnan hefði verið sett á World Expo '91 í Sevilla, svokallaða heims- sýningu. í Sevilla væri hins vegar einnig World Auto '91 og hefðu íslendingar byggt hús á því sýningar- svæði fyrir misskilning. „Það er gífurlega langt héðan þar sem við erum yf- ir á sýningarsvæði heims- sýningarinnar. Svona álíka langt og úr Vesturbænum í Reykjavík til Þingvalla," sagði Helgi. „Ég hef reynt að láta fara World Auto '91 er glæsileg sýning en ekki beint það sem við sóttumst eftir," seg- ir Helgi Pétursson. lítið fyrir mér á bílasýning- unni. Ég vonast til að eng- inn reki augun inn í sýning- arbásinn okkar en þar er mest fiskur, lambakjöt, ull og ferðabæklingar. Það virkar hálf álappalega inn- an um sportkerrurnar," sagði Helgi og bætti við að hann og íslenski hópurinn hefði reynt að gera það besta úr öllu. „Við fórum í kynnisferð í gær og erum á biðlista um að fá að reynsluaka nýjasta módelinu af Ferrari seinna í dag.“ Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.