Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 19 Hvernig hægt er að svindla, Ijúga og pretta en halda samt ærunni Leiðbeiningar til karla um hvernig þeir eiga að sýna drengskap í nútímanum Það er kannski ekki furda þó margur eigi erfitt með að átta sig á hvað sé heiðvirð framkoma eða drengskapur á þessum síðustu og verstu tímum. Hollusta er ekki lengur það sem hún var. Ekki einu sinni í íþróttum þar sem peningar stjórna meiru en tryggð leikmanna við íþróttafélög. Örðheldni skiptir heldur ekki jafn miklu máli í viðskiptum og áður. Leikni lögmanna ræð- ur þar frekar niðurstöðu mála en heiður þeirra sem stóðu í viðskiptum. Tryggð og hollusta er líka rokin út í veður og vind í einkalífinu. Það telst nœstum því óheil- brigt að eiga ekki nokkur mislukkuð sambönd að baki þegar fólk nœr þrítugs- aldrinum. Og ef fólk hefur einhvern tímann sýnt vinnu- stað sínum hollustu þá er það liðin tíð. Þar, eins og í íþróttum, ráða peningarnir mestu um á hvaða hest menn veðja. Gamlir menn segja að þetta hafi verið einfaldara í gamla daga. Þá var flest fastbundnara. Og þegar svo er þá er auðveldara að byggja á því sem hefðin sagði til um. Þá var til dæmis augljóst ef einhver dóni réðst að þér út á götu og gaf þér á lúðurinn að þú svaraðir í sömu mynt. En er þetta drengskapur í dag? Svarið við því er ekki ein- falt. Kannski fer það mest eftir því í hversu dýrum föt- um þú ert og hvort þú ert tilbúinn til þess að fórna þeim fyrir slagsmál. SKAMMTAÐUR OG ÁUNNINN HEIÐUR Tvenns konar hugmyndir um heiður þekkjast í mis- munandi menningarsamfé- lögum. Annars vegar er heiður hvers og eins í réttu hlutfalli við stöðu hans í samfélaginu. Virðing og heiður haldast því í hendur. Heiður manna er ekki endi- lega sprottinn af dyggðum hans. I þessum skilningi er heiðvirð framkoma ekki metin út frá því sem gert er heldur hver gerir það. Það sem einum leyfist er öðrum bannað. Annar skilningur á heiðri er meira bundinn við sjálfs- virðingu hvers og eins. Drengskaparskuld er nokk- uð sem ekki er hægt að inn- heimta með lögsókn. Dreng- skapur er nokkuð sem hver maður byggir upp og varð- veitir. Sjálfsagt leggur engin þjóð jafn mikið upp úr heiðri og Japanir. Þar í landi eru vorin tími sjálfs- morða þar sem nemendur fá þá prófskírteinin í hendur —j>að er þeir sem ná prófi. Islendingar þekkja líka til heiðurs — eða þekktu alla vega í gamla daga. Þá veigruðu menn sér ekki við að drepa hvern annan af drengskaparástæðum. Á söguöld var heiður eitt af tryggustu böndunum sem héldu samfélaginu saman. Síðar fundu menn upp lög og reglur, sem tóku yfir stærsta hlutann af þessu hlutverki. En hvað er heiðvirð fram- koma í dag og hvað ekki? Tökum nokkur dæmi. HÆÐNI FREKAR EN HNEFANN Það er ljóst að í dag er það illa liðið að menn höggvi andstæðinga sína í herðar niður. Það er ekki drengilegt að slá annan mann nema sá hafi slegið á undan. Best er að svara móðgun með hæðni eins og Oscar Wilde gerði þegar Queensberry lávarður rétti honum kálhausinn („Þakka þér, Queensberry lávarður, hvenær sem ég þefa af hon- um skal ég hugsa til yðar.“). Ef hæðnin bregst skaltu láta sem þú hafir ekki heyrt móðgunina. Það er ekki heiðvirt að svara móðgandi orðum með líkamlegu of- beldi. Hnefar eru fyrir rudda, slagsmál fyrir ungl- inga og einungis stelpu- skjátur geta leyft sér að sturta úr glasi yfir höfuð þess sem móðgar þær. En hvernig á að slá konu? Ósjálfrátt og með flötum lófa eftir harðar barsmíð- ar konunnar. Og næstum því aldrei. Við nánari at- hugun. Aldrei. En það er sjálfsagt að segja henni að þér hafi verið skapi næst að slá hana en hafir vægt henni þar sem hún er kona. MÁ BRJÓTA LÖG EN SJÁLFSAGT AÐ SVÍKJA SKATTINN Það er sjálfsagt að brjóta lögin ef menn telja sig knúna til þess. En menn verða að vera minnugir þess að Iögin líta álíka stórt á sig og þeir sjálfir. Og lögin hafa það forskot að þau hafa réttlætið sín megin. Það getur verið fullkom- lega heiðvirt að sitja í fangeisi fyrir brot sem maður telur sig hafa verið knúinn til að fremja en menn skyldu eftir sem áð- ur hafa það í huga að það getur reynt á þolrifin að sitja af sér í þrengslunum á Skólavörðustígnum. Menn skyldu því ekki leika sér af því að standa of fast á sínu — nema þeir séu í Borgaraflokknum og Óli Þ. Guðbjartsson í dómsmálaráðuneytinu. Allt öðru máli gegnir um skatta. Skatturinn á ekki að vera réttlátur eins og lögin. Hann er til þess að afla ríkinu peninga. Það er því sjálfsagt að greiða eins lítinn skatt og hver kemst upp með og nýta sér öll þau göt sem skattkerfið býður upp á. Reyndar verður að gæta ákveðins hófs. Ef þú berst mikið á og greiðir vinnu- konuútsvar er hætt við að vinnukonan hræki á eftir þér. Þú mátt því ekki vera of nánasarlegur við ríkis- sjóð. En um skattana gildir svipað og um framhjáhald. Það er í lagi að svíkjast um en það getur verið slæmt að láta koma upp um sig. VINIR OFAR LÖGUM OG TRÚNAÐARBROT Þrátt fyrir að eðlilegt sé að virða lög og rétt eru menn ekki skuldbundnir þessu tvennu, heldur virða þeir lögin þar sem þau vernda fólk. Ef við tökum dæmi af vini þínum, sem auðsjánlega er ekki í ástandi til að keyra, þá er rétt að taka af honum lykl- ana að bílnum. Ekki vegna þess að það er lögbrot að keyra fullur heldur vegna þess að hann getur slasað sjálfan sig og aðra. Það er því eðlilegt að ganga harðar fram ef hann krefst þess að aka um miðbæ Reykjavíkur í síðdegisumferðinni en ef hann ætlar að keyra á milli tjalda uppi í sveit. Eins og reglur þá er trún- aður til þess að brjóta hann. Þetta á alla vega við þegar trúnaðarsamtalið byrjar á: „Ég ætti ekki að segja þér þetta, en ...“ þar sem sá sem trúir þér fyrir málinu hefði ekki átt að segja þér frá því hefur hann sjálfur brotið trúnaðinn. Málið horfir dálítið öðruvísi við ef mikið liggur við að trúnað- ur sé haldinn, ef viðkom- andi missir vinnuna, kon- una eða eitthvað enn dýr- mætara. Þá er sjálfsagt að halda trúnaðinn en jafn- framt er eðlilegt að reyna að fá söguna frá öðrum. Ef sá krefst ekki trúnaðar ert þú ekki bundinn af honum. Þar sem rætt er um vin- skap skal bent á að það er í lagi að stela unnustu besta vinar síns. Menn skulu þó gera sér grein fyrir að hann verður ekki vinur manns á eftir. En þar sem hætt er að líta á konur sem eign karl- manna er ekkert sem bann- ar þetta lengur. AÐ REKA OG VERA REKINN Ef þú ert yfirmaður er heiðvirt að reka undirmann þinn sjálfur. Ekki láta það berast að það standi til. Það á ekki að stinga menn í bakið áður en ráðist er framan á þá. Best er að reka menn á föstudögum. Þeir hafa þá helgina til að jafna sig og það verður minni hætta á að þeir geri eitthvað sem þeir sjá eftir í geðshræringarkasti. Til- greina skal rétta ástæðu fyr- ir uppsögninni svo framar- lega sem það geri ekki sár- indi viðkomandi óbærilegri. Ef þú ert undirmaður sem hefur verið rekinn skaltu halda andlitinu, fara í gönguferð og segja konunni síðan tíðindin. Ekki sparka í hundinn eða skella hurðum. Farðu strax að leita fyrir þér að annarri vinnu. Ekki verða eins og Sturla Krist- jánsson og lifa fyrir upp- sögnina næstu mánuðina og árin. Þó það sé erfitt að kyngja því að hafa verið rekinn áttu ekki annars kost. Sama á við um at- vinnuleit. Illu er best aflok- ið. Ef þú þarft að segja af þér skaltu gera það strax. Ekki réttlæta það sem þú gerðir. Stefán Benediktsson freist- aðist til þess þegar hann dró framboð sitt til baka að réttlæta lánið sem hann tók sér frá Bandalagi jafnaðar- manna. Heiður hans beið hnekki. AFSAGNIR OG GJALDÞROT Það getur líka verið klókt að þráast við og segja ekki af sér. íslenskir stjórnmála- menn hafa sýnt fram á það. Allt gleymist á endanum. Og jafnvel þó þú verðir neyddur til þess á endanum þá getur verið betra að spyrna við fótum. Upp- reins æru Richards Nixon byggist meðal annars á því að hann hélt því alltaf fram að hann hefði ekkert rangt gert. Ef þú ert gjaldþrota er bara eitt sem þú getur gert. Leitað nauðarsamn- inga. Það er sama hversu lítið þú getur boðið. Það er betra en fá skellinn án þess að gera neitt. Það er ódrengiiegt að skrá allar eigurnar á konuna. Þú kemst upp með það en heiðurinn bíður hnekki. AÐ LOSA SIG VIÐ KONUNA - OG BÖRN- IN Fyrir kvennabyltingu var mun auðveldara að losa sig við eiginkonuna. Þá fluttu menn einfaldlega að heiman, tóku bílinn en skildu konuna eftir með húsið. Nú þegar tvær fyr- irvinnur eru á hverju heimili er heimskulegt að losa sig við konuna með þessum hætti. Bæði er óþarfi að sýna sektar- kennd í jafn ríkum mæli og eins er eðlilegt að taka með sér úr hjónabandinu það sem maður lagði til þess. Leitið því eftir sann- gjörnum skiptum. En þrátt fyrir breytta tíma er það enn svo að það er erfið- ara fyrir karlmanninn að taka með sér hluta af auð- legð konunnar en það er fyrir konuna að taka hluta af ríkidæmi mannsins. Ef börn eru í hjóna- bandinu er rétt að leita samkomulags um forræði þeirra. Það skal forðast í lengstu lög að leita til barnaverndarnefndar. Það vita þeir sem reynt hafa. Og þó konan fái forræðið skaltu ekki eftirláta henni meiri eignir en þú tekur. Það er eðlilegra að semja um ríkulegri meðlög.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.