Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 * Eg veit ekki alveg hvað ég vil verða þegar ég verð stór segir Valgarður Guðjónsson kerfisfræðingur og fyrrum söngvari í Fræbbblunum Kerfisfræðingurinn Val-1 garður Guðjónsson lítur út óskðp svipað og maður ímyndar sér kerfiafræð- inga. Það hefur því líklega fáum dottið í hug þegar þeir sáu hann í Sjónvarp- inu á kosninganótt, þar sem hann stjórnaði tðlvu- kerfi er reiknaði út nýj- ustu tðlur, að þarna væri kominn fyrrum sðngvari pðnkhljómsveitarinnar Fræbbblanna. Það væri því nærtækast að halda að Valgarður, eða Valli eins og hann var kallaður í Fræbbblunum, hefði um- turnast úr villtum pðnkara í stilltan kerfisfræðing, en það er ððru nær. í fyrsta lagi var Valli aldrei neitt sérlega villtur. í ððru lagi virðist hann lítið hafa breyst. Hann hefur ennþá Raman af sömu tónlistinni, spilar ennþá í hljómsveit- um annað slagið og svo er hann búinn að gegja upp vinnunni. Hann ætlar í nám, reyndar tengt tðiv- um, enda leiðin úr pðnk- inu í tölvurnar styttri en maður skyldi ætla. Því Val- garður er ekki eini fyrrum Fræbbblarinn sem vinnur við tðlvur í dag. Frœbbblarnir voru stofnaö- ir árid 1978 og hœttu 1983. En hvernig hófst áhugi þinn á pönktónlist, Valgaröur? „Mér fannst ekkert að ger- ast í tónlistinni eftir 1970, en sem strákur hlustaði ég á Kinks, Troggs og allar þessar hljómsveitir. Þegar ég fór svo að lesa um pönkið í enskum tónlistarblöðum fannst mér það hljóma spennandi. Þann- ig að ég fór að kaupa plötur og varð alveg heillaður. Hvernig urdu Frœbbblarn- ir svo til? „Við Stebbi höfðum hlustað á þessa tónlist og langaði til | að gera eitthvað. Við fengum tvo félaga okkar, sem höfðu engan áhuga á þessari músík, ásamt fimmta manni, til að koma fram í eitt skipti á I Myrkramessuhátíð, sem var • menningarhátíð í skólanum. Það kom upp rígur við skóla- stjórann og í Rokksögu kem-! ur fram að við höfum verið að syngja níð um hann kall- inn. Sem var ekki nákvæmt, því við vorum meira að gera grín að honum og breyta þessari hátíð. Þetta eina skipti átti bara | að vera upp á grín, en svo komu þarna tveir menn sem voru að gera einhverja sjón- varpsþætti og báðu okkur endiiega um að koma í ein- hverja upptöku. Þá ákváðum við að spila einu sinni til tvisvar í viðbót til að halda okkur gangandi þangað til kæmi að upptökunum. Upp- frá því gátum við ekki hætt. Þeir duttu reyndar fljótlega út þessir tveir kunningjar okkar sem engan áhuga höfðu á tónlistinni, en af þess- um eru þrír sem eru að vinna við tölvur ... Það er örugg- lega samhengi þarna á milli." GÆTI SKRIFAÐ UNDIR ANARKISMA Fylgdi því ekki ákvedinn lífsstíll ad vera í pönkinu? „Nei, ekki hjá mér alla- vega. Og ég held að það hafi ekki verið úti heldur. Ekki þar sem ég kynntist því. Það var reyndar ákveðin tíska sem fylgdi þessu og svolítið reynt að gera þetta að stéttabaráttu hjá ákveðnum hópi, en það átti ekki við í mínu tilviki. Það var fyrst og fremst tón- listin sem ég var að sækjast eftir.“ Þú hefur ekki verid pólitísk- ur pönkari? „Neei. Ég gæti næstum því skrifað undir anarkisma. Það er allavega falleg en heimskuleg hugmynd, en gengur bara ekki upp. Skemmtilegar minningar frá þessum árum? „Það eru hljómleikarnir í Kópavogsbíói, þar sem við vorum oft með tónleika. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þessu svona eftir á. Við héldum þessa tónleika yf- irleitt á föstudagskvöldum eða laugardagseftirmiðdög-| um. Og það var bara alveg rosalega gaman. Það kom upp ákveðin stemmning í kringum þetta. Oftast spilaðil slatti af hljómsveitum meðJ Margar byrjuðu þarna." Héldud þid tónleikana sjálfir? „Já og vorum með hljóm- sveitir með okkur. Einhvern- tíma héldu Utangarðsmenn tónleikana með okkur. Svo var okkur nú úthýst. Leikfé- lagið vildi fá það háa leigu að við gáfumst upp. En þetta var gamall salur, sjabbí bíósalur og stemmningin sem kom upp var skemmtiieg. Annars spiluðum við aldrei neitt rosalega mikið. Aðal- lega þarna og á Borginni. Stundum í félagsmiðstöðv- um. En þetta var aldrei nema hobbý hjá okkur.“ FYRSTA PLATAN ORÐIN SAFNGRIPUR í ENGLANDI Þig hefur aldrei langað til að leggja þetta fyrir þig? „Ég hefði nú gert það ef þetta hefði einhverntíma gengið. Þetta bara gekk ekk- ert,“ segir hann hlæjandi. „Svo það kom aldrei til greina." Það kemur fram hjá Val- garði að Frœbbblarnir reyndu að koma sér á fram- fœri í Englandi, en gekk ekki betur þar en hér heima. Fyrsta platan þeirra var reyndargefin útþar, afkunn- ingja Einars Arnar, en seldist illa. „Mér skilst reyndar að hún sé orðin einhver safngripur hjá þeim í dag.“ Áttuð þið ykkur drauminn um velgengni erlendis? „Við gerðum okkur nú ekki miklar vonir, en okkur fannsh það vera eina vonin til að koma okkur á framfæri. Því við þóttumst vera búnir að fullreyna það hérna, að það virtist enginn hafa áhuga á okkur. Okkur fannst við líka vera meira í takt við það sem var að gerast þar. Við fórum til London með upptökur af Nammi plötunni og vorum að reyna að koma okkur á framfæri. Við kom- um þarna eins og bjánar og báðum um viðtöl hjá plötuút- gefendum, en það var auðvit- að ekkert hægt að labba inn án þess að eiga pantað við- tal.“ 1 PÖSSUÐUM EKKIINN í PÖNKÍMYNDINA „Ég hugsa að okkur hafi, verið best tekið í Osló þegarj við spiluðum þar. Það voru miklir fordómar gagnvart okkur hérna heima. Mikið' um að fólk hataði okkur eins og pestina. Svo þegar við fór- um til Osló í janúar ’82 þá vissi fólk ekkert hvað þetta var. Kom bara til að skemmta sér og það heppnaðist rosa- lega vel.“ Hvernig lýstu þessir for- dómar sér? Voru það textarn- ir, tónlistin? „Það voru textarnir og eins að við þóttum ekki fitta inn í þessa hugmynd um pönkara. Fólk gerði sér svolítið aðrar hugmyndir hérna heima. Textarnir áttu að vera póli- tískir. Við áttum að lifa helst í ræsinu og ganga í ákveðinni tegund af fötum. Ég held það hafi aðallega verið ég sem fólk hafði á móti.“ „Við áttum ! helst að lifa i í ræsinu." Hverjir voru helst á móti { ykkur, áheyrendur eöa aðrar pönksveitir? „Ég held við höfum verið tiltöluiega sáttir við aðrar hljómsveitir sem voru að vinna á sama tíma. Það voru þessir menning- arvitar sem uppgötvuðu pönk- ið seint og ákváðu hvernig þeir vildu hafa það. Og við fittuðum ekki alveg inn.“ GERÐU GRÍN SEM ÞÓTTI ÓÞOLANDI Hverjir voru þessir menn-, ingarvitar? „Ég man nú ekki nöfnin, en það var hluti af nýlistafólkinu og mikið af því fólki sem ' stundaði Borgina á þessum tíma. Pönkið byrjaði sem tiltölu- lega einföld hugmynd, en svo kemur, eins og ég sagði, allur andskotinn þarna inn. Og allskonar hópar fara að finna sér eitthvað þarna. Eins og þessi nýlistaklíka sem var hérna. Þeir höfðu allt aðrar hugmyndir en við og gátu ekki þolað að við hefðum aðrar hugmyndir en þeir. Textar höfðu verið yfirleitt mjög pólítískir og vinstrisinn- aðir og við gerðum grín að þessu ef eitthvað var í okkar textum. Og það var auðvitað gersamlega óþolandi." Svo lékstu í kvikmynd, Okkar á milli? „Já. Það var helvíti góð mynd. Mér fannst hún aldrei metin að verðleikum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum. Var með Fjalaköttinn á sínum tíma í einn vetur, sem var kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna. Ég kynntist Hrafni einmitt þannig, að við vorum í menntamálaráðu- neytinu að sækja einhverja pappíra til að senda myndina Lilju á kvikmyndahátíð í Finnlandi. Ég sagði honum að við værum að stofna hljómsveit og var að spyrja hann um einhverja effekta, eða ég man ekki hvað, þegar hann segir að hann hafi ein- mitt verið að semja pönklag. Og byrjar þarna hlaupandi um alla ganga í menntamála- ráðuneytinu að lemja í borðin og öskra lagið á fullu. Ansi gott meira að segja. Mér fannst svolítið til hans koma. Hann bauð mér síðan vinnu við Óðal feðranna, þar sem ég er víst titlaður aðstoð- arleikstjóri. Og síðan hlut- verkið í Okkar á milli.“ Þú hefur ekki getað hugsað þér aö fara út í kvikmyndirn- ar? „Jú, það hefur alltaf blund- að svolítið í mér. En ég hugsa að ég rífi mig ekki upp í það héðan af. Þetta er kannski spurning um að gera sér grein fyrir hvar maður hefur hæfileika og hvar ekki. Það er ekki þar með sagt, að þó maður hafi gaman af hlut- unum að maður hafi hæfi- leika til að gera þá.“ Frœbbblarnir, lognuðust þeir bara út af? „Nei. Tryggvi gítarleikari hætti og við vorum að prófa nýja gítarleikara. Við vorum komnir út í allt aðra sálma og ég vaknaði upp við að ég hafði engan áhuga á þessu. Þetta gerðist um svipað leyti og konan varð ófrísk og mér bauðst þessi vinna sem ég er i núna. Það stóð líka þannig á með hljómsveitina að það var ann- að hvort að hætta eða fiytja út. Eftir fyrri reynslu var það ekki fýsilegur kostur. Svo ég hætti og hljómsveitin breytti um nafn. Hét Vá, en starfaði stutt eftir það. Og ég byrjaði reyndar í annarri hljómsveit, Fitlaranum á bakinu. En við æfðum lítið og hættum fljót- lega.“ Þú hefur aldrei lagt tónlist- 'ina alveg á hilluna? „Nei. Við gáfum út plötu ár- ið 1987 undir nýju nafni, Mamma var Rússi. Sú plata seldist í 100 eintökum. Núna erum við með nýja hljómsveit og komum senni- lega fram á Tveimur vinum í lok maí.“ Hvernig tónlist œtlið þið að spila? Ertu ennþa í pönkinu? „Nei, þessi nýja sveit er svona létt popp. Hratt, ein- falt. Ofboðslega skemmtilegt. Ég hef ekkert skipt um skoð- un á einu eða neinu, en þetta er ekki sama tónlistin. Enda enginn tilgangur að spila hana aftur.“ Á hvernig tónlist hlustaröu í dag? „Eg hef alltaf jafn gaman af að hlusta á tónlist frá þessum tíma pönksins og finnst lítið spennandi vera að gerast í dag. Ekkert sem maður getur sótt hugmyndir í. Helst ég hafi gaman af The Pbgues og E’Vis Costello, sem er alltaf spes. Hér heima hafa Sykur- molarnir gert ágætis hiuti, Risaeðlan og Bless og Bubbi framan af. ÆTLA EKKI AÐ VERÐA ELLIDAUÐUR í STARFINU Nú ertu búinn að segja upp vinnunni og œtlar í nám? „Já, en svo var ég að fá þær fréttir fyrir helgi að þeir skól- ar sem ég var mest að spá í eru alltof dýrir. Þannig að ég er svolítið í lausu loft akkúrat þessa dagana. En þar sem ég hef enga framhaldsmenntun og verð að byrja alveg frá grunni er spurning hvort ég fer til Sví- þjóðar eða annað þar sem skólar eru ekki eins dýrir og í Bandaríkjunum og Bret- landi. Ég veit þó ekki hvað verður. Er bara ákveðinn í að breyta til núna. Eftir átta ár er maður aðeins farinn að skjóta rótum. Það gengur ekki... Þetta er að vísu búið að vera mjög gott, skemmti- leg vinna og fínt á meðaii maður er búinn að vera að koma sér upp fjölskyldu og kaupa sér hús. En þetta er ekki eitthvað sem ég ætla að verða ellidauður í.“ Hvað œtlarðu að lœra? „Ég veit ekki alveg hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Hvað mig langar að læra er svolítið í lausu lofti, en ég reikna með að taka eitthvað tengt tölvunum. Ekki þó al- veg það sama og ég hef verið að vinna við. En nýta mér þá reynslu,” segir Valgarður Guðjónsson, fyrrum Fræbbblari, bráðum fyrrum kerfisfræðingur, en kannski eilífðar pönkari. Margrét Elisabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.