Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 09.05.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. MAÍ 1991 11 Hann lenti I hörmungum stríðsins! Langflest fórnarlömb nútímastyrjalda eru óbreyttir borgarar. Níu af hverjum tíu hafa aldrei klæðst herklæðum eða borið vopn. Á hinum svokölluðu “eftirstríðsárum” síðan 1945 hafa ekki færri en 20 milljónir manna farist í fleiri en 100 styrjöldum, 60 milljónir til viðbótar hafa særst, skilist frá fjölskyldum sínum eða neyðst til að flýja heimili sín eða ættjarðir. I Genfarsáttmálanum, sem 164 ríki hafa undirritað, eru skýrar reglur um að óbreyttir borgarar, sem búa við svart- nætti styrjalda, eigi rétt á vernd gegn morðum, pyntingum, ólögmætri fangelsun og gíslatöku. I því skyni að beina athygli heimsins að hörmungum milljóna óbreyttra borgara hafa Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn ráðist í heimsátak til að veita stríðshrjáðum þá vernd og aðstoð sem þeim ber samkvæmt alþjóðalögum. Við heitum á ríkisstjórnir og stríðs- fylkingar um heim allan að virða rétt þeirra sem verða fyrir barðinu á stríði sem þeim kemur oftast ekkert við. En við megum ekki sitja auðum höndum meðan fólk um heim allan líður þjáningar. Hinn 12. maí gengst Rauði kross íslands fyrir landssöfnun og verður því fé sem safnast varið til Kúrdískra flóttíunanna og til að koma á fót gerviliinasmiðju í Afganistan þar sem þúsundir Afgana bíða þess að fá gervilimi svo þeir geti hafið eðlilegt líf að nýju eftir því sem við verður komið. Það er siðferðileg skylda okkar að gera það sem í okkar valdi stendur til að lina þjáningar þessa fólks. Hjálpið okkur að hjálpa þeim. Helmingur söfnunarfjár rennur til kúrdískra flóttamanna +c SÓL ÚR SORTA Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum ARGUS/S ÍA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.