Pressan - 25.07.1991, Side 2

Pressan - 25.07.1991, Side 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLl' 1991 tional Enquirer, sem stundum hefur veriö kallað utbreiddasta slúðurblaö í Bandaríkj- unum, er heilsíða með litmyndum eftir RAGNAR AXELSSON, Ijósmyndara á Mogganum. Myndirn- ar eftir Ragnar eru hvorki af íslensku kóngafólki né leikurum, heldur af strandi togarans STEIN- DÓRS GK 10 við Krísuvík- urbjarg þann 20. febrúar síðastliðinn. Franska blaðið Le Figaro birti einnig myndir Ragnars frá þessum atburði á heiium tveimur opnum. Hljómsveitin BANDERAS kom til Islands í vikunni aö taka upp tónlistar- myndband við lagið „May this be your last sorrow". Ástæöan fyrir hingaðkomu sveitarinn- ar er sú Bretarnir voru á höttunum eftir framandi landslagi. Reykjanesið varð fyrir valinu. (Þar æfði Armstrong sig hér um árið fyrir tunglferð- ina.) Það var kvikmynda- félagið Umbi sem tók að sér verkið fyrir breska kvikmyndafyrirtækið State. BANDERAS átti lag á topp 20 í Bretlandi fyrir skömmu. Þetta er þriðja smáskífan sem kemur út með lögum af breiðskíf- unni, sem ber nafnið Ripe og kom út í ársbyrj- un. — Veistu hver er munur- inn á vottum Jehóva og Lödu? „Neiiii." — Það er hægt aö skella hurðinni á votta Jehóva. Veróið þiö ennþá fremstir fyrir bragðið þegar Goðakjötið er komið í pylsurnar? „Goöakjötiö fer ekki í pyls- urnar. Það fer í endur- sölu.“ Sláturfélag Suðurlands varð á dög- unum uppiskroppa með kjöt og þurfti að leita til Goða. Strákarnir mega líka vera svolítið stelpulegir Tískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier veit hvað klukkan slær. Hann vílar ekki fyrir sér að hanna svolítið stelpuleg föt á stráka. Auðvitað langar karlana líka til að klæða sig svolítið fríkað, til dæmis eins og Madonna, og þessum þörfum reynir Gaultier að sinna. Fleiri hönnuðir taka undir þetta með honum, svo sem Dirk Bikkemberg, sem kynnti nýverið frumlegan samfesting fyrir karla, sem líkist helst stúlku- pilsi. Þessi skemmtilega glannalegi fatnaður er þó fullsnemma á ferðinni, því samkvæmt Sunday Times er hér á ferðinni franska vor- og sumar- tískan fyrir árið 1992. LfTILRÆÐI Nanette Nielms segir gaman að vinna meö stúlkunum í Kramhúsinu, sem nú s danseftir hana C ip-hop-fílingur frá New York „Þetta er dans við hip-hop-tónlist, sem ungt svart fólk í Bandaríkjunum hlustar mikið á núna. Þessi dans í Casablanca er saminn fyrir fjórar stúlkur og hefur engan sérstakan boðskap, annan en þann að hann fjallar um fjórar stúlkur sem vinna á skrifstofu og láta sig dreyma um að verða frjálsar," segir Nanette Nielms, ung kona frá New York, sem hefur dvalist hér á landi og starfað bæði sem dansari og nú síðast sem danshöfundur fyrir hóp dans- ara í Kramhúsinu sem sýnir atriðið í Casablanca um helg- ar. „Ég kom hingað síðast í janúar til að vinna hjá Leikfé- lagi Akureyrar við uppsetn- ingu á „Kysstu mig Kata" og dansaði líka í stykkinu," segir Nanette. „Núna kom ég ekki beinlínis til að vinna, heldur bara í heimsókn. En ég bjó hér fyrir fyrir nokkrum árum, um sjö mánaða skeið, og kynntist þá nokkrum íslend- ingum sem ég hef siðan hald- ið sambandi við." Nanette kynntist stúlkunum í Kramhúsinu þegar hún vann með þeim að tónlistarmynd- bandi. „Þær báðu mig að semja stuttan dans fyrir sig og ég samþykkti það vegna þess að ég var ekki að gera neitt sérstakt. Þetta eru góðir dansarar og gaman að vinna með þeim." <r& . © 9d Anna Dóra Unnsteinsdóttirer 17 ára stúlka úr Kópavogi, fædd 18. maíárið 1974. Hún er í Versló en vinnur í söluturninum Bræðra- borg í Hamraborg í sumar. Anna Dóra er á föstu. Áttu kött? Já og kötturinn minn á þrjá kettl- inga. Ég á sem sagt fjóra ketti. Hlustarðu á Megas? Nei, það geri ég ekki. Hvað borðar þú í morgunmat? Ég borða ristað brauð og kókómalt. Læturðu lita á þeir hárið? Aldrei. Gengurðu með sólgleraugu? Já, ef það er sól. Gætirðu hugsað þér að búa úti á landi? Ég hef gert það og ætla mér ekki að gera það aftur. Kanntu dönsku? Svona hálfpartinn. Ferðu í sólbað í sundlaugunum? Stund- um, en annars úti í garði heima. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Dökkhærðir, stæltir, sólbrúnir, hressir og vel til fara. Áttu fjallahjól? Nei. Ertu í Ijósum? Nei, ekki í sumar. , Hefurðu farið á sveitaball? Nei, aldrei. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Nei, aldrei í lífinu. Áttu bíl? Nei, en ég er að reyna að finna mér einhvern ódýran. Við hvað ertu hræddust? Býflugur og kóngulær. Syngurðu í baði? Já. Ætlarðu í Húnaver um verslunarmanna- helgina? Nei, ég verð að vinna. Er Eyjólfur Kristjánsson sætur? Nei, ég get ekki sagt það. Finnst þér gott að láta klóra þér á bakinu? Já, það er æðislega gott. Gengurðu í gallabuxum? Já. Sefurðu í náttfötum? Nei. Ertu daðrari? Nei, ég er alls enginn daðrari. Hvernig finnst þér Woody Allen? Mér finnst hann hundleiðinlegur. Ferðu ein í bíó? Nei, aldrei. af feitum og fullum Það er „fyrir austan fjall" sem menn læra að hætta að éta ket og drekka brennivín. Nánar tiltekið í Ölfusinu. Til skamms tíma voru lest- irnir „ketát" og „brennivíns- drykkja" laðaðir úr fólki á tveim heilsuhælum þar um slóðir, en nú er þessi þjóð- þrifastarfsemi komin undir eitt þak í Hveragerði. Ölkærir sigruðust á áfeng- isbölinu á Sogni og gírugir á offitubölinu á heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, sem stundum er kaliað Náttúruleysingjahæli, guð má vita hversvegna. Nú hafa ölkærir verið flutt- ir í „Náttúruna", þar sem þeir fá ket að borða þvert of- aní öll prinsip grænfóðrunga og víst vissara talið að ekki renni nema eitt af mönnum í einu. Grímur, frændi konunnar minnar, sem siglt hefur gegnum lífið bæði feitur og fullur, hefur haft viðkomu á báðum þessum stofnunum mest, að ég held, til að reyna að þóknast sínum nánustu sem hann segir að eigi enga ósk heitari en þá að gera úr sér háan og grannan gú- templar og taka úr sér lífs- gleðina. Þegar Grímur kom úr brennivínsmeðferðinni var hann orðinn hnöttóttur af spiki og hrópaði slagorð hins allsgáða fitukepps: — Betra er að vera feitur en fullur. Þessi heimspeki skilst mér byggist á þeirri kenningu að vínhneigður maður megi helst aldrei vera svangur því þá eigi hann það á hættu að taka feil á hungri og þorsta og „detta í það“. Og með þessa lífsspeki að leiðarljósi varð Grímur for- fallin ofæta eða, eins og hann orðar það sjálfur: „sæl- keri og matmaður". Grímur valt hér inn í gær og ég bauð honum að setjast í eikarhúsgögnin svo hann rústaði ekki heimiiið og þeg- ar ég sagði: — djöfull er að sjá þig, svaraði hann með slagorðinu: — Betra er að vera feitur en fullur. — Nema hvorttveggja sé, tautaði konan mín, sagðist svo vera farin á kóræfingu og skildi mig einan eftir með frænda sínum. — Enginn vandi að hætta að drekka, bara snerta ekki afréttarann, sagði Grímur þegar við vorum orðnir tveir einir. — Verra með ketið. Von- laust að hætta að éta. Maður er í raun og veru að fá sér af- réttara í hvert skipti sem maður fær sér bita. Svo hleð- ur þetta utaná sig. Ekki þor- andi að neita sér um mat því þá grípur mann hungur, sem maður gæti haldið að væri þorsti, og maður bara springur, búmm! Og þó mér finnist Grímur nú ekki skemmtilegasti maður í heimi fann ég til með honum því varla er til verri sjálfhelda en að vera að springa úr offitu og bara til að koma í veg fyrir að springa á brennivíni. En nú var einsog birti yfir Grími og hann sagði: — En núna er ég búinn að fá inni á Náttúrunni í Hvera- gerði. Þar get ég horað mig að vild án þess að springa vegna þess að nú verður þar ket á boðstólum fyrir vín- hneigða. Svo stóð hann upp í eikar- stólnum en bríkurnar sátu fastar á mjöðmunum á hon- um. Þegar ég var svo búinn að klæða hann úr stólnum gekk hann þungum skrefum framí eldhús frænku sinnar og fékk sér ískalt mjólkurglas og randaköku. Og ég hugsaði sem svo: — Það er greinilega miklu betra að vera feitur en fullur. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.