Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ1991
DRAUMA
DINNER
Þaö er DÓRA EINARS-
DÓTTIR búningahönnuð-
ur sem er gestgjafi í
draumadinnernum aö
þessu sinni. Gestirnir
mega vera skáldsagna-
persónur, látnir, lifandi,
frægir, vinir, vandamenn
eða jafnvel hugarburður
viðkomandi. Dóra pikk-
aði eftirtalda út:
Helga Kristín Einars-
dóttir, systir mín
Vegna þess ad hún er
fallegasti og besti gim-
steinninn sem ég hef
eignast í lífinu.
Edgar Cayse
Þaö er svo margt sem
ég gæti lært af honum
María Markan,
Kristján Jóhannsson,
Ragnhildur Gísladóttir
og Egill Ólafsson
Það gæfi mér mikið að
heyra þetta stórgóða
listafólk syngja saman.
Guðbergur Bergsson
Vegna þess að hann
segði okkur til
syndanna.
Friödóra Friðriksdóttir,
amma mín
Því ég hefði svo gjarn-
an viljað kynnast henni
betur og leyfa henni að
njóta þess að heyra
vini mina syngja.
Linda
og tíkin
Táta
Linda Steinunn í Undirgöng-
unum í fötum frá Soul II Soul
og meö verk eftir „spreyjar-
ann" Goldie í bakgrunni.
ishorn hjá Lindu Steinunni,
sem er 16 ára gömul og bíd-
ur þess að fara í 4. bekk í
MR í'vetur. Linda brá sér í
samfesting frá Soul II Soul.
Tíkin Táta lét fara vel um
sig á medan.
Tikin Táta lítur
kúnnana vel-
þóknunaraugum.
Jafn liðtækur við
bleyjuna 09 boltann
Á eftir bolta kemur barn
og það á svo sannarlega
við í tilviki Arnars Grét-
arssonar, eins okkar efni-
legasta knattspyrnu-
manns. Það hefur nefni-
lega farið framhjá flestum
að hann hefur dundað sér
við ýmislegt annað en fót-
bolta urfdanfarið — fyrir
tveimur mánuðum eignað-
ist hann nefnilega strák,
sem að sjálfsögðu er Bliki
eins og pabbinn. Móðirin
heitir Hildur Jóhannsdótt-
ir og er líka liðtæk í knatt-
spyrnunni.
„Það er lítill tími aflögu
þessa dagana — ef maður er
ekki í fótboltanum eða vinn-
unni þá er maður heima að
sinna fjölskyldunni," sagði
Arnar, sem hélt því blákalt
fram að hann væri orðinn
leikinn í því að skipta um
bleyju og baða. Engin ástæða
til annars en trúa honum.
Sem kunnugt er varð einn
okkar fræknasti knattspyrnu-
maður, Arnór Gudjohnsen,
pabbi þegar hann var
aðeins 17 ára. Þeir
Arnór og Arnar
léku einmitt
saman í lands-
leiknum gegn
Tyrkjum og
stóðu sig
frábærlega. ,,Jú,
það var að
sjálfsögðu frábært
að fá tækifæri til að
leika með Arnóri. Það
er mikið hægt að læra
af honum,“ sagði Amar
en bróðir hans,
Sigurdur Grétarsson,
leikur einnig með
landsliðinu. Arnar
hefur þegar vakið at-
hygli ýmissa erlendra
knatspyrnuliða og
hefur meðal annars
Lokeren í Belgíu sóst
eftir honum. Þess má geta að
Arnór hóf einmitt sinn feril
þar. Arnar sagðist að sjálf-
sögðu hafa áhuga á atvinnu-
mennskunni en öll tilboð yrði
að skoða vandlega — meðal
annars í Ijósi breyttra
fjölskylduaðstæðna.
Hann stundar
nám í
Mennta-
skólanum
í Kópa-
vogi á
eðlis
fræði
braut og
segist í
sjálfu sér
ekkert
vera að
sækjast eftir
því að komast
strax í
atvinnumennsku.
Nú yfir
Arnar Grétarsson, einn
yngsti pabbinn
í íslensku knatt
spyrnunni
sumartímann vinnur hann á
Kópavogsvellinum, þar sem
hann á kvöldin dundar sér
síðan við að skora mörk með
spútnikkliði Breiðabliks.
m
Föt frá Soul II Soul, Soviet
og Stussy, tíkin Táta, skreyt-
ingar eftir spreyjarann
Goldie og glymjandi glœný
danstónlist. Þetta er þad
sem blasir við viðskiptavin-
um í nýju tískuversluninni
Undirgöngunum, Þingholts-
strœti 1. Vefjist þetta eitt-
hvað fyrir mönnum eru þau
Linda Steinunn Pétursdóttir
afgreiðslustúlka og Agnar
Agnarsson eigandi til staðar
að greiða ár flœkjunni.
Báðin var opnuð í jálí-
byrjun og virðist hafa fengið
fljágandi start, ef marka má
krakka sem rœddu fataár-
valið í bœnum við blaða-
mann PRESSUNNAR. „Já,
fötin eru svolítið speisuð, en
þó plein."
Við fengum að sannreyna
þetta með því að líta á sýn-
Um klíkur og fleira
■'FIRDINGV*
og ævintýri hans
í Reykjávík
Albert Albert hét rogginn
grobbhani. Hann var Al-
bertsson að auki. Maður
skyldi ætla að slíkt hefði
dugað honum en það var
engan veginn nóg. Hann
skírði klíkuna sína í hausinn
á sér. Albertsklíkan. Albert
Albert gerði töluvert af því
að hanga inni í Eikasjoppu
með klíkuna. Mig dauðlang-
aði að fá að vera með í Al-
bertsklíkunni og einn dag
stakk ég upp á að við Reimar
reyndum að pota okkur
þangað inn.
Reimar blátt áfram froðu-
felldi. — í klíku við! Ertu
eitthvað verri? Við erum
klíka félagi. Reimarsklíkan.
Við eigum sjoppu. Hvernig
geturðu verið svona vitlaus?
Fyrirlitning á mér skein úr
augum Reimars. — Gætirðu
t.d. ímyndað þér að forseti ís-
lands myndi nokkurn tím-
ann sækja um inngöngu í
klíku? Nei, vinur. Það er sko
öruggt. Lengra er ekki hægt
að komast en að verða for-
seti og allir verða að skríða
fyrir honum til að fá að vera
með í hans klíku. Meira að
segja fjármálaráðherrann
verður að skríða til að fá að
vera með í forsetaklíkunni.
Reimar hugsaði sig um.
— Þó ég persónulega vildi
frekar vera fjármálaráð-
herra því hann hefur allan
aurinn.
— Já, en hugsaðu þér allt
sem forseti ræður, sagði ég.
— Hann getur t.d. hringt í
fjármálaráðherrann fok-
vondur um miðja nótt og
sagt: Keyptu upp hvern ein-
asta miða í öllum bíóum á
morgun. Eg er að hugsa um
að fara og sitja á fyrsta bekk
í einu ef ég nenni. Heyrirðu
það? Ef ég nenni.
— Já, og svo fer hann
kannski alls ekki neitt. Þetta
er gott, ha, ha, ha, sagði
Reimar og sótti sér appelsín
í kælinn og krækti af tapp-
ann og drakk niður í hálfa
flösku í einum teyg. — En
fjármálaráðherra hefur það
samt betra, sagði hann hugsi
og ropaði hraustlega.
— Hugsaðu þér að halda um
allan aurinn. Hann er með
það allt í úlpunni hjá sér
vinurinn. Kannski 100—150
milljónir.
— Nei, hættu nú, sagði ég.
— Svona miklir aurar eru
ekki til.
— Hrikalega ertu vitlaus,
Nasi, sagði Reimar. — Það er
til miklu meira vinur. Miklu
meira. Veistu hvers vegna ég
umber þennan Albert, ha?
Það er vegna þess að hann á
pening, sagði Reimar
grimmdarlega. — Ef hann
væri blankur þá gæfi ég skít
í hann. Skilurðu það? Reim-
ar ropaöi aftur, einum stutt-
um. Svo smellti hann með
fingrunum ogsagði: Nasi, þú
ert séní. Stórkostlegt séní.
Þú veist um draum pabba að
verða forseti íslands? Ef það
tækist þá segði ég kallinum
að gera mig að fjármálaráð-
herra. Þá fæ ég allan aurinn
og hver veit vinur, þá geri ég
þig að einkadræver hjá mér
en þá verðurðu líka að halda
kjafti. Þá munu ýmsir vilja
komast inn í Reimarsklíkuna
vinur, ha, ha, ha.
Við settum skilti í glugg-
ann. Lokað milli 3—6 og fór-
um að heimsækja Eika á
spítalann. Reimar var með
slatta af víxlum sem hann
þurfti að láta kallinn kvíttera
á. Eiki var hafður í súrefnis-
tjaldi og það var sjón sögu
ríkari að sjá Reimar sækja á
honum hramminn inn í tjald
til að láta hann pára á blöð-
in.
Reimar sagði föður sínum
hvað til stæði. Eiki hafði ver-
ið seinn að hressast á spítal-
anum en þegar hann frétti
aö sigurganga sín til Bessa-
staða væri í þann veginn að
hefjast hýrnaði heldur betur
yfir gamla manninum. Við
Reimar skruppum-niður á
torg að ráðfæra okkur við
Pétur Hoffmann, sem hafði
reynt svipaða hluti. Pétur
sagði að við þyrftum 1.500
atkvæði víðs vegar að af
landinu. Svo keyptum við
Reimar tvær flottar höfuð-
bækur hjá Bókaverslun Ey-
mundssonar til að fólk gæti
lýst yfir skriflegum stuðn-
ingi við framboðið og fórum
hvor í sína áttina. Til stóð að
hittast aftur niðri á torgi.
Ég var ekkert skotinn í
þessu, en það var ekki um
annað að ræða en skunda af
stað fyrst Reimar vildi þetta
endilega. Ég tók fólk tali á
götum, blóðtappinn hjá Eika
og allt það, en fékk litla sam-
úö. Ég var samt ekki á því að
gefast upp. Það var freist-
andi að aka Chrysler Imperi-
al hjá Reimari og fá meira að
segja borgað fyrir það. Loks
fékk ég einn til að skrifa.
Reimar var kominn á undan
niður á torg. Hann hafði
ekkert nafn fengið. Þegar ég
sýndi honum að sá sem
hafði skrifað hjá mér hafði
sagst vera Kúkalabbason þá
tók hann báðar bækurnar
og grýtti þeim í ruslatunnu.
Hann sagði að ekkert gerði
til þótt þetta framboð færi út
um þúfur. Kona hefði sagt
sér að ekki væri til aukatek-
inn eyrir hjá ríkissjóði, og
hvaða heilvita maður held-
urðu að nenni að standa í
svona veseni til að fá að
skulda meiri pening en tíu
manns gætu talið þótt þeir
stæðu ekki í öðru allt sitt líf
en telja og telja frá morgni til
kvölds?
Ólafur Gunnarsson
AJIsherjargoðinn, Diddi
fiðla 09 Páll
HjálnHýsson saman á
þjóðlegri snældu
Frá því Páll Hjálmtýsson
sló í gegn í uppsetningu leik-
félags MH á söngleiknum
Rocky Horror og í hlutverki
dragdrottninga hefur hann
komið víða við, ná síðast á
mjög svo þjóðlegri snœldu
sem ber nafnið „Viki-
vaki-Songs from the Saga Is-
land".
Ásamt Páli syngja á snæld-
unni þau Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, systir hans, og Jóhann
Sigurðarson leikari. Að auki
kveður Sveinbjörn Beinteins-
son allsherjargoði rímur og
Diddi fiðla leikur á langspil.
Stefán S. Stefánsson útsetti
lögin og stjórnaði upptökum.