Pressan


Pressan - 25.07.1991, Qupperneq 20

Pressan - 25.07.1991, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 25. JÚLÍ 1991 Sjón tekur fóstrur og kennara í læri Rithöfundinum Sjón, Sigur- jóni B. Sigurðssyni, er ýmis- legt til lista lagt. Nú œtlar hann, ásamt hópi kennara sem hafa unnið við og mótað skapandi kennsluaðferðir, að leiðbeina á námskeiði hjá Kramhúsinu dagana 26. til 30. ágúst. Þátttakendur á námskeiðinu verða fóstrur, kennarar, leiðbeinendur og fleiri sem vilja stuðla að tón- listar-, hreyfingar- og leiklist- aruppeldi. Sérstakur gestakennari námskeiðsins er Jan Gear frá Englandi. Hún er sögð í fremstu röð kennara sem nota aðferðir Rudolfs Laban. Gear kennir meðal annars við kennaradeild Rudolf La- ban Institute í London og er formaður breskra Laban-kennara. Auk Gear og Sjón verða kennarar á námskeiðinu þau: Anna Jeppesen kennari, Anna Richardsdóttir, íþrótta- fræðingur og danshöfundur, Bára Lyngdal leikari, Guð- björg Arnadóttir danskenn- ari, Harpa Arnardóttir leik- ari, Sigríður Eyþórsdóttir leikari og Örn Jónsson nudd- ari. Áætlaður stundafjöldi er 45 kennslustundir og hefur menntamálaráðuneytið fall- ist á að meta námið til stiga. Fyrir þá sem hafa áhuga er rétt að benda á að skráning fer fram í síma 15103 frá| klukkan 14 til 17. ( \TENGSL\ Dóra Wonder risaeðla býr með leikara eins og Axel í Langa sela og Skuggunum sem vinnur hjá Leikfélagi Reykjavíkur eins °g Páll Baldvin Baldvinsson leiklistarráðunautur sem er sonur leikara eins og Einar Örn Benediktsson sykurmoli sem er fjölmiðla- fræðingur eins og Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður sem var gift Jóni Óttari Ragnarssyni sem var kvæntur Elfu Gísladóttur sem er dóttir leikara eins og Margrét Örnólfsdóttir sykurmoli sem á barn með Þór Eldon sykurmola eins og Björk Guðmundsdóttir sykurmoli sem er gift kvik- myndagerðarmanni eins og Sigurður Pálsson skáld sem er Þingeyingur eins og Jónas Friðrik hagyrðing- ur sem samið hefur fyrir Ríó tríó eins og Gunnar Þórðarson tónlist- armaður sem er ættaður úr Strandasýslu eins og Regína Thorarensen fréttaritari sem býr nú á Sel- fossi eins og Þorsteinn Guðmundsson, Steini spil, sem var poppari eins og Dóra Wonder risaeðla og verðandi leikkona. Löggurnar á ísafirði taka að sér hiutverk veðurathugunarmanna Löggan á ísafirði veit hvað jm ^ hún hefur að gera á nœst- unni. Að ósk Veðurstofunnar og Ríkisútvarpsins hefur hún tekið að sér hitamœlingar klukkan 6 á hverjum morgni og klukkan 12 á hádegi. Upp- lýsingum kemur löggan síð- an á framfœri til réttra aðila. ísfirðingar hafa lengi verið óánaegðir með veðurmæling- ar á ísafirði. Þykir þeim eng- an veginn gefa rétta mynd af veðrinu hjá sér að byggja ein- & ungis á veðurathugunum á Galtarvita, Hornbjargi og í Æðey. Hitamælingarnar á lög- reglustöðinni eru þvi fyrsta skrefið að almennum veður- athugunum á ísafirði. Grísaormurinn loksins kominn í leitirnar Hníslar (Isospora suis), Svínaspóluormur (Ascaris su- um), Grísaormur (Strongyloi- des ransomi) og Svínakláða- maur (Sarcoptes scabei var. suis). Oll eiga þessi kvikindi sameiginlegt að vera sníkju- dýr á íslenskum svtnum. Og allar geta þessar teg- undir valdið vanþrifum og eða sjúkdómum í svínum. Þessi merki sníkjudýra- fundur er niðurstaða rann- sókna þriggja íslenskra sér- fræðinga á Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði á Keld- um í samvinnu við 14 aðra sérfræðinga á Norðurlönd- um. Hníslarnir og Grísaormur- inn höfðu ekki fundist áður hér á landi. HVER ER MAÐURINN? Hver er maðurinn? spyr les- andi PRESSUNNAR og er spurningunni hér með komið á framfœri: Hann er sagður stjórnarfor- maður í S.G. Einingahúsum hf. (rekstur byggingarvöru- verslunar og húsafram- leiðsla), stjórnarformaður í Prentsmiðju Suðurlands (prentun og blaðaútgáfa), stjórnarformaður í Dug hf. (verslunarrekstur i Kjarabót, Selfossi), stjórnarformaður í Bifreiðastöð Selfoss, stjórnar- formaður í Árfossi hf. á Sel- fossi (hefur umboð fyrir Eim- skip), \tjórnarformaður í Gesthúsiyhf. (rekur hótel og veitingastað), stjórnarfor- rpaðúr í Stagi hf. á Selfossi (út- leiga áVeiðiám á Suðurlandi), f ffamkværndastjóri Trésmiðju Þörsteins óg Árna hf. á Sel- fossi, stjórnarformaður í Fjör- 'fiski hf. á Selfossi, stjórnarfor- maður í Fosslundi, stjórnar- förmaður í byggingarnefnd Fjölbrautasköla Suðurlands, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Iverkalýðsfélaganna á Suður- j landi og fleira. KYNLÍF Líkamsskraut Eg hef ekki tölu á því hversu oft mamma hefur sagt við mig: „Jóna mín, þú veröur nú svo sæt þegar þú málar þig svolítið." Þá hef ég venjulega grett mig til að lýsa vanþóknun minni (er ég ekki bara sæt eins og ég er — ómáluö?). Nóg um það. Mig langar að tala um líkamsskraut af ýmsu tagi því þaö kemur kynlífi mik- iö við eins og öllum er kunnugt. Ymsar ástæður má finna fyrir því aö fólk skreytir lík- amann með sjáanlegum hlutum eihs og andlits- málningu, tattóveringu og skartgripum. I „frumstæð- ari" þjóðfélögum gegnir líkamsmálning sviþúðu máli og fatnaður á'Vestur- löndum — hvort tveggja gefur til kynna félagsléga stöðu viðkomandi. Við kynþroskann fær einstakl- ingurinn venjulega fyrsta líkamsskrautið en meö hækkandi aldri og aukinni virðingu eykst skartið. Höfðinginn er aö sfájf- sögðu sá skrautlegasti. Svipuð mynstur meðal hópa eru talin efla sam- JONA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR kennd innan þeirra. Frum- byggjar Ástralíu mála sig með hvítri málningu en sumir ættbálkar í Mið-Afr- iku lita húðina rauöa, hvíta og svarta. Andlitsmálning og líkamsskraut voru stundum notuð sem vörn gegn yfirnáttúrulegum öfl- um eða sem tæki til að komast í tengsl við æðri máttarvöld. Nú á tínnmi eru sumir skartgripir not- aðir til að virkja betur lífskraftinn, samanber kristallaeyrnalokkati.sk- una. Hér áður fyrr hafði lík- amsskraut ákveöið nota- gildi. Feguröarblettir kom- ust til dæmis í tísku á sautj- ándu öld eftir að þeir voru fundnir upp til að hylja ör af völdum hlaupabólu. Þegar Lúövík fimmtándi ríkti í Frakklandi á sínum tíma urðu kringlóttu fegurðar- blettirnir að hálfmána og stjörnum í stíl viö allt hitt glysið. Andlitsskrautið varð að táknmáli ástarinnar. Ef stjarnan var staðsett rétt við hliöina á augnlokinu átti það til dæmis að gefa til kynna miklar ástríður hjá viökomandi. í Englandi fór staðsetning fegurðarblett- anna eftir stjórnmálaskoð- un viðkomandi — hægri- sinnaöir höfðu hann á hægri kinn og vinstrisinn- aðir á þeirri vinstri. Það voru Egyptar sem fyrstir notuðu andlitsmáln- ingu til að vernda húðina fyrir sólargeislum. Sérstök koparblanda var sett á augnlokin svo þau bólgn- uðu síður í sólarljósinu. En ekki leið á löngu þar til and- litsmálningin fór líka að kitla hégómagirndina. Á tímum Forn-Grikja og Róm- verja voru það aðallega konur tiginna og ríkra svo og vændiskonur sem mál- uðu sig í fegurðarskyni. Á sjöttu öld. meðan Indverjar máluðu andlit sín og fætur. var andlitsmáining talin ein af dauðasyndunum i Evrópu. Það var svo ekki fyrr en krossfararnir sneru aftur heim að andlitsmálning fékk upp- reisn æru og þá í fyrstu ein- ungis á meöal aöalsins. Á Viktoríutímabilinu dró úr andlitsmálun nema hjá vændiskonum og leikkon- um. Nú á'tímum er andlits- málning ekki eins glæfra- leg og þegar Kleópatra drottning sat og lét þjón- ustumeyjarnar punta sig. Það er helst að glamúrinn verði mikill þegar snyrti- íræðingar taka sig til og mála heilu líkamana fyrir sýningar. Á okkar tímum er and- litsmáining aðallega notuð í fegurðarskyni. Notend- um. sem nær eingöngu eru konur. er lofað æskuljóma og fallegu útlitiisemað sjálf- sögðu á að gera þær meira kynferðislega ( aðlaðandi. Hafið þið ekki'séð þaö þeg- ar vikublöðin birta mvnd af ómáluðu stelpugreyi sem á næstu síðu er orðið að meiriháttar glæsikvendi? Rauður eða rauöleitur litur er oft settur á kinnbein og varir. Desmond Morris, . . . med því ad lita varirnar rauðar er athyglinni beint ad erótíkinni sem stúderað hefur hegðun mannskepnunnar, heldur því fram að varir séu tákn fyrir sköp kvenna í undir- vitund fólks. Með því að lita varirnar rauðar er athvgl- inni beint að erótíkinni. Það getur enginn neitað því að andlitsmálning þykir gera sumar konur fallegar. En það eru líka til konur sem kunna ekki þá list að mála sig og eru síður en svo augnkonfekt heldur miklu frekar „sjónmengun" ef svo má taka til orða; með augn- skuggann uppi á enni og kinnalitinn niðri á kjálka. Augun virðast skipta miklu máli í andlitsmálun. Svart- ar útlínur augna og máluð augnlok gera að verkum að athyglin dregst meira að hvítu augnanna og þau virka stærri. Stór augu eru talin meira áberandi og sexý. einnig stórir auga- steinar. Egóstyrkurinn hjá mér hoppaði eitt sinn um nokkur bil þegar ég spurði augnlækni af hverju auga- steinarnir væru alltaf svona stórir í mér. Hann svaraði því þá til-að ég væri bara „belladonna" eða falieg kona. vel af guði gerð. Hann hnýtti því svo aftan við að hefðarfrúr á Italíu hefðu forðum daga gleypt lyf til að gera augasteinana enn stærri. lyf sem enn í dag er þekkt undir nafninu „Belladonna". Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PfíESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 fíeykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.