Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚLÍ 1991 £ 27 ... fá kallarnir i Sval- baröa fyrir frábaert úr- val af harðfiski. ÁÐUR UTI IMUIMA INNI Hallærisplanið. Jafnvel þótt ekkert gerist þar. Þad er bara ekki hægt að sitja heima og «9» hlusta á Markús Örn og stríðsyfiriýsingar hans. Nú er runninn upp sá tími að fólk verður að taka afstððu. Ef þú ert ekki á móti Markúsi þá ertu með honum. Því fara allir niður á Hallærisplan og standa þar — með unglingun- um og móti Markúsi (þótt ekki væri fyrir annað en hvernig maðurinn klæðir sig). ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI T3 M NÆTURLIFIÐ Neðanhoppiðl heldur áfram í Rauðu myllunni á fimmtudags- kvöldið. Nú er það hljómsveit með ótrúlega tilkomumikið nafn: SOVKÖZBURGER Hvað er Sovkozburger? Ja, eitthvað svipað og Velvet Underground. Aðgangur ókeypis. Svo er Kuran Swing náttúr- lega i Berlín á fimmtudagskvöld- ið (sjá Listapóst) og við mælum með þeim mögnuðu hljóðfæra- leikurum. Gervihnattadiskar. Þeir minna á einhvern hátt á Ingva Hrafn Jónsson. Og til hvers í ósköpunum vill fólk meira af sjónvarpi? Boxi, kappakstri, CNN, körfubolta, Sky-News, Chuck Norris? Þetta er svipað og kaupa sér Soda Stream- tæki til að vera viss um að gos- ið klárist aldrei á heimilinu. Ef fólki leiðist á það að finna sér eitthvað að gera. Ef því dettur ekkert annað í hug en horfa á sjónvarpið á þaö að fara ■ heimsókn til ömmu og afa. Eða bara leggja sig. Og nú er Infernó 5 með tvenna tónleika á Púlsinum, föstudag og laugardag. Hljóm- sveitina skipa listamenn úr öll- um áttum, fjöllistafélag heitir það víst. Tónleikarnir þefjast á miðnætti bæði kvöldin. Að- gangseyrir er 500 kall. Upplagt að prófa þetta. Og svo eru það Tveir vinir. Það er gleðibandið mikla, Síðan skein sól, sem spilar á fimmtu- dagskvöldið; sætasta hljómsveit- in í bænum verður svo á föstu- dagskvöldið (Loðin rotta auð- vitað) og svo eru það sjálfir Góö- kunningjar lögreglunnar á laugardaginn. Gott prógramm á þeim bæ. UPPÁKOMUR I kvöld verður Barist i bökkum í Regnboganum kl. 20. Þá verða sýndar fimm stuttmyndir eftir ungan kvikmyndagerðarmann, Jakob Halldórsson, sem er í kvikmyndanámi í New York. Myndirnar heita Bráðin, Ferre Alloy, Vélin, Kona og New York City Best. Ahugamenn um vaxtarbroddinn í íslenskri kvikmyndagerð ættu ekki að láta sig vanta. NÆTURLÍFIÐ Café Romance við Lækjargötu er kjörinn staður fyrir þá sem eru orðnir leiðir á tryllingnum á miðbæjarbörunum þar sem eng- inn getur um frjálst höfuð strok- ið. Café Romance er rekið sam- hliða Café Óperu: rökkvaður og þægilegur kertaljósastaður, tií- valinn fyrir turtildúfur í tilhuga- lífi. Um þessar mundir syngur bandaríska jazzsöngkonan Kar- en Tuborn fyrir gesti á báðum þessum stöðum, ástsæl jazzlög frá fjórða og fimmta áratugnum. AFMÆLIÐ____________________ Nú er Hard Rock Café í Kringl- unni fjögurra ára og Tommi heldur auðvitað veislu af þvi til- efni. Næstu fjóra daga, fimmtu- dag til sunnudags, verður hluti réttanna á stórlækkuðu verði, allir fá afmælisköku og börnin fá dót og nammi. Afma'lisbarnið er löngu orðið ómissandi í reyk- vískri veitingahúsaflóru. Til hamingju! KLASSÍKIN Á fimmtudagskvöldið verða tón- leikar i Hafnarborg kl. 20.30 þar sem fram koma þau Anna Júlí- ana Sveinsdóttir mezzó-sópran og Þórarinn Stefánsson pianó- leikari. Þau leika m.a. verk eftir Weber, Atla Heimi og de Falla. Karen Taborn hefur skemmt gestum á Café Óperu og Café Romance við Lækjargötu síöustu daga með ómþýðum og seiðandi jazzlögum. Karen hefur jazzinn í blóðinu og hefur sungið í New York síðan hún var 18 ára. Við mælum með Karen - en hún verður bara viku í viðbót. 25 40 |4T 45 r 7— r- r~ K) f ■ ló u 54 u _ m r P yi u 1 43 * 47 ■ KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 skipsbátur 6 þrái 11 svörður 12 dund 13 birnir 15 víðáttu 17 yfirbragð 18 drolla 20 hrygning 21 elska 23 hóstakjöltur 24 end- uðu 25 ræna 27 meiðir 28 óþokkans 29 smáhrís 32 hyggja 36 kraftur 37 ósoðin 39 óhreinindi 40 drykkjar 41 heyrnarlaust 43 trúarbrögð 44 dreglum 46 grét 48 gat 49 svipt 40 rándýr 51 pokann. LÓÐRETT: 1 sóðar 2 álandsvind 3 reifar 4 þvaður 5 frægðarverk 6 regnský 7 kvæði 8 óróleg 9 hljóðfæraleikur 10 fyrirhöfn 14 aukast 16 gleypi 19 andmæli 22 slátrun 24 lokaðs 26 umfram 27 fönn 29 köldum 30 fleygur 31 hripar 33 leysti 34 eytt 35 kliðinn 37 klettur 38 ráðagerð 41 endist 42 dygga 45 kvabb 47 gljúfur. SJONVARPIÐ A föstudagskvöldið verður sýnd- ur seinnihluti Minningartón- leika um Karl J. Sighvatsson sem haldnir voru í Þjóðleikhús- inu í júlíbyrjun. í þessum þætti koma fram „gömlu brýnin'' Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson (tveir af verst klæddu mönnum landsins, takið eltir því) og sprellhljómsveitin Síðan skein sól. Kjörið upphitunarefni á föstudagskvöldi. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Narrow Margin 2. Kill me Again 3. My Blue Heaven 4. Black Stab 5. Don't tell her it's me 6. Henry & June 7. Mo'Better Blues 8. Enémies — A Love Story 9. Havana STOÐ 2 Það kemst enginn í hálfkvisti við hina óviðjafnanlegu Blúsbræd- ur, Dan Aykroyd og John Bel- ushi, sem leika Iausum hala á skjánum á laugardagskvöldið kl. 22.50. Þessir lánlausu töffarar koma öllum í gott skap. Og það er loforð. VEITINGAHUSIN________ Af hverju er ekki einu sinni hægt að selja al- mennilegar pylsur á vell- inum? Það er enginn að biðja um kebab eða kjúkl- ingalæri (það er reyndar óskiljanlegt að engum skuli hafa dottið það í hug). Og almennilegt kaffi og kakó á vorin og haust- in. Og rjómaís og bjór sem veiddur er upp úr klaka- boxum á heitum dögum. Þa væri veisla á veliinum. En það er enginn að biðja um það. Bara almennileg- ar pyisur. vini Chateau La FleurA Bonnei Rauðvin frá Saint-Ém- ilion í Bordeaux. Árgang- urinn er 1986. Uppistað- an er Merlot og Cabern- et Franc. Þetta er frekar bragðmikið vín, svolítið þungt og ekki mikill ávöxtur í þvi. Þetta ber þó ekki að misskilja svo, að hér sé á ferðinni lé- legt vín, því Saint-Émil- ion á sína dyggu aðdá- endur sem vilja helst ekkert annað. Eins og jafnan er þetta einungis spurning um smekk. Verðið er þokkalegt, eða 1.390 krónur flaskan. Sumartónleikarnir á Norð- austurlandi halda áfram á full- um dampi. Á föstudag í Húsavík- urkirkju (kl. 20.30), laugardag í Reykjahlíðarkirkju (20.30) og sunnudag í Ákureyrarkirkju (17.00). Á þessum tónleikum syngur kór Sankt Morten-kirkj- unnar í Randers í Danmörku. Og það eru líka Sumartónleik- ar i Skálholtskirkju um helg- ina, laugardag og sunnudag kl. 15 og 17. Þar flytja kammerkór og Bach-sveit heimamanna verk eftir Mozart og Bach. Svo eru auðvitað tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Þar leika þau Svava Bernharðsdóttir (miðalda- og barokkfiðla og gamba) og Peter Zimpel á sembal. Fjórar stjörn- ur. ASTRALPLANIÐ_________________ Sri Chinmoy-setrið með ókeyp- is helgarnámskeið í yoga og hug- leiðslu í Árnagarði um helgina. Um andlega iðkun og sköpun. Sleppið helgarfylleríinu og hringið í síma 25676. piatoLH TONICHILDS HOUSE OF HOPE Toni Childs er bandarisk (þrjátíuog eitthvað), gamall hippi, sem gerði sína fyrstu plötu fyrir um það bil ári og vakti mikla athygli fyrir frumleika i stil Peters Gabriel og Pauls Simon (Graceland). Nýja platan er nokkuð þung eins og hin fyrri en vinnurá. Ein af þeim forvitnilegri. Við gefum henni 7 af 10. MYNDLISTIN Nú er að drifa sig á Kjarvals- staði að skoða stórsýninguna á japanskri nútímalist. Veitir afar forvitnilega innsýn í hugarheim Japana, sem hefur verið Islend- ingum eins og lokuð bók til þessa. Og af því að kaffistofan á Kjarvalsstöðum er svo leiðinleg ættu menn að labba yfir Klambratúnið og upp í Öskju- hlíð. Þar er listaverkið Perlan HUSRAÐ Konan mín hefur verið að kvabba í mér í allt sumar um að fara i útilegu með fjöl- skylduna. Ég á hins vegar ekkert nema slæmar minn- ingar úr útilegum. Ég get ekki hugsað mér að sofa í tjaldi, drekka hálfvolgt kók og deila matnum mínum með flugunum. Ég get hins vegar varla varist lengur. Ég er fyrir löngu búinn með allar afsakanir. Billinn minn er búinn að vera grunsamlega oft bilaður og ég hef þurft að vinna ótrúlega oft um helgar. Ég hef jafnvel gert mér upp tannpínu og húkt inni í herbergi með þjáning- arsvip tímunum saman. Hvað á ég að gera? Þú skalt nudda augun á þér í tíma og ótíma þegar konan sér ekki til. Þegar hún spyr þig hvers vegna þú sért svona rauðeygður skaltu gefa lítið út á það en segjast verkja hálfpartinn í þau. Síð- an skaltu kaupa þér tissjú- pakka og hnerra reglulega. Þegar á þessu hefur gengið í nokkra daga mun konan þín hvetja þig til að fara til lækn- is. Loks læturðu til leiðast, ferð í biltúr og kemur heim með þær fréttir að þú sért með ofnæmi fyrir frjókorn- um. Þar sem konan þín hvatti þig til að leita læknis mun henni finnast hún bera nokkra ábyrgð á heilsu þinni. Hún mun því ekki biðja þig að koma í útilegu. Og líkast til mun hún sætta sig við að fara ein meö börn- in ef hún heldur að þú sért ekki að svíkjast undan. VIÐ MÆLUM MEÐ 7 t Að fótboltafélögiiThætli að - byggja stúkurnar sínar á móti kvöldsólinni eða fari að spila á daginn svo einhver sjái leikina Gæludýrum flestum veitir ekki af að þykja vænt um fleiri í kring- um sig V Að fólk noti margnota diska og hnífapör i útilegunni ekki bara vegna umhverfis- ins heldur til að það geti notið matarins betur Lyftuferð í Perlunni spennandi, hrollvekjandi og ódýrt Að Óli H. Þórðar bregði sér til Spánar um verslunar- mannahelgina finni sér þar góðan umferö- arhnút og láti okkur hin um umferðina hér heima BIOIN SKJALDBÖKURNAR 2 Teenage Mutant Nlnja Turtles II BÍÓHÖLLINNI & BÍÓBORGINNI Fullt fyrir krakkana og akkúrat nóg fyrir þá fullorðnu til að þeir missi ekki vitið þegar börnin draga þau í annað, þriðja og fjórða sinn á sömu myndina. Það hlýtur að vera vottur af snilld. LEIKARALOGGAN The Hard Way LAUGARÁSBÍÓI Hin besta skemmtun; dálítill hasar, aðeins meirihlátur og enginn harmur. Fær tvo þumla upp fyrir að hafa uppskorið eins og til var sáð. y*'

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.