Pressan - 03.10.1991, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991
nmiam
lögmaburB
HACNAST
OIRULEGA ■
MDHINM
rannsóknarlögreglan hefur
haft kœru á hendur Guð-
mundi Ola Guðmundssyni
lögmanni til rannsóknar í
níu mánuði. Auk þeirrar
kœru hefur hún tvœr
aðrar á hendur honum til
rannsóknar. Engin
hreyfing virðist vera á
málinu. Eins hefur Lög-
mannafélagið fengið
kærur á hendur Guð-
mundi Ola til meðferðar. /
einu tilfelli var hann úr-
skurðaður brotlegur en í
öðru tilfelli slapp hann,
þar sem hann neitaði að
gera grein fyrir málinu.
Lögmannafélagið sœttist á
rök hins kœrða lögmanns
og gaf honum grœnt Ijós á
að halda áfram hinum
umdeildu störfum.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til meðferðar kærur
gegn þremur lögmönnum, eins og kom fram í PRESS-
UNNI fyrir réttri viku. Einn þessara lögmanna, Gud-
mundur Óli Guömundsson, hefur sérstöðu miðað við
hina tvo, Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur og Guönýju Hös-
kuldsdóttur. Sérstaða Guðmundar Óla er aðallega fólgin
í því að hann er kærður fyrir að hafa ekki skilað inn-
heimtufé til þeirra sem hann vann fyrir, en Edda Sigrún
og Guðný eru sakaðar um að hafa haldið eftir slysabótum
skjólstæðinga sinna. Allt eru þetta alvarlegar ásakanir.
Viðmælendur PRESSUNNAR, sem hafa átt í erfiðleik-
um með að fá þá peninga sem Guðmundur ÓIi hefur inn-
heimt, bera honum, að vonum, illa söguna. Dæmi eru til
um að Guðmundur Óli hafi tekið tíu sinnum hærri upp-
hæð í kostnað viö innheimtu en höfuðstóll skuldarinnar
var þegar hann hóf innheimtutilraunir.
PRESSAN hefur undir höndum
gögn sem sýna ötrúlega framkomu
Guðmundar Óla vegna uppboðs-
máls og fleira. Þeir sem telja sig
svikna í því máli eru enn að leita
réttar síns. Borgarfógeti hefur sagt
að rannsóknarlögreglan taki ekki
svona mál. Annar lögmaður tök að
sér málið, þrátt fyrir að vera náinn
ættingi Guðmundar Óla, og aðhafð-
ist ekkert í málinu.
KOSTNAÐURINN
TÍU SINNUM HÆRRI
Eins og áður sagði eru til dæmi
um að aðili, sem fékk Guðmundi
Óla innheimtu, hafi fengið reikning
frá lögmanninum fyrir tíu sinnum
hærri fjárhæð en innheimtukrafan
var í upphafi. Það var árið 1989 sem
Guðmundur Óli var beðinn að inn-
heimta kröfu sem var rétt um 6.500
krónur. Skuldarinn greiddi rúmar
fjögur þúsund krónur. Guðmundur
Oli sendi þá eiganda kröfunnar, þ.e.
viðskiptavini sínum, reikning upp á
69 þúsund krónur. Sem sagt; sá sem
átti útistandandi 6.500 krónur
skuldaði lögmanninum 65 þúsund
krónur þrátt fyrir að skuldarinn
væri búinn að borga rúmar fjögur
þúsund krónur, sem runnu til Guð-
mundar Óla.
í þessu tilfelli var verr af stað farið
en heima setið. í stað þess að tapa
kröfunni, sem var 6.500 krónur,
varð eigandi skuldarinnar skuldug-
ur við lögmanninn upp á 65 þúsund
krónur og það án þess að Guðmundi
Óla hefði tekist að innheimta alla þá
skuld sem honum var falið að gera.
En þetta er ekki allt.
TVEGGJA MILUÓNA EIGN
VARÐ AÐ ÞRIGGJA
MILUÓNA SKULD
Fyrirtæki í Reykjavík fékk Guð-
mundi Óla talsverðar fjárhæðir til
innheimtu, eða um 2,1 eina milljón
króna. Þrátt fyrir mikinn eftirgang
tókst forráðamönnum fyrirtækisins
ekki að fá uppgjör frá lögmannin-
um. Það var nánast sama hvað var
reynt. Kært var til Lögmannafélags-
ins. Að fengnu svari félagsins var
Guðmundur Óli kærður til rann-
sóknarlögreglunnar. Þar hefur mál-
ið verið í nærri ár, án þess að nokk-
uð hafi gerst.
Guðmundur Óli sendi frá sér skila-
grein, en sá galli var á henni að alla
sundurliðun vantaði. Niðurstöðutöl-
urnar eru eitthvað á þessa leið:
Teknar til innheimtu 2.100 þúsund
krónur. Þar af innheimtust 900 þús-
und krónur. Fyrirtækið fékk frá hon-
um 25 þúsund krónur af þessum 900
þúsund krónum. — Það var ekki
allt. Vegna „vinnu" Guðmundar Óla
sagðist hann eiga inni hjá fyrirtæk-
inu 750 þúsund krónur og það á sem
sagt að vera skuld fyrirtækisins við
hann.
í fáum orðum lítur þetta þannig
út; Guðmundur Óli átti að inn-
heimta 2,1 milljón. Hann gat aldrei
innheimt nema 900 þúsund krónur,
eða rúm 40 prósent, en ætlar að
taka 1.600 þúsund fyrir.
LÖGMANNAFÉLAGIÐ SÁ EKKI
ÁSTÆÐU TIL AFSKIPTA
Forráðamenn fyrirtækisins gerðu
athugasemdir við störf Guðmundar
Óla til Lögmannafélagsins. Svar fé-
lagsins olli forráðamönnunum mikl-
um vonbrigðum.
í svari Lögmannafélagsins kemur
fram að Guðmundi Óla hafi borið að
senda fyrirtækinu lokauppgjör
krafnanna og sundurliðaðan reikn-
ing yfir þann kostnað sem til féll.
Með því að gera það ekki gerðist
Guðmundur Oli brotlegur við siða-
reglur Lögmannafélagsins.
I lok svars Lögmannafélagsins
segir að þar sem Guðmundur Óli
hafi ekki gert reikning vegna kostn-
aðarins geti stjórn félagsins ekki úr-
skurðað um verkkostnað í einstök-
um málum. Með þessu taldi stjórn
Lögmannafélagsins afskiptum sín-
um af málinu lokið.
Þetta má skilja á þann veg að þar
sem Guðmundur Óli gerir ekki
reikninga sé ekkert hægt að aðhaf-
ast í málinu. Hann neitar að gera
grein fyrir reikningum sínum og
þess vegna sleppur hann. Kærand-
inn túlkar þetta á þann veg að Lög-
mannafélagið úrskurði Guðmund
Óla brotlegan, en þar sem hann
neitar að fara að settum reglum sé
ekkert við því að gera og hann geti
þar með haldið áfram á þeirri braut
sem hann kýs.
Kæran til Lögmannafélagsins var
send 16. október 1990. Svar Lög-
mannafélagsins var sent 6. desem-
ber 1990. Forráðamenn fyrirtækis-
ins segjast vera verulega ósáttir við
afskiptaleysi Lögmannafélagsins.
KÆRÐUR TIL
RANNSÓKNAR-
LÖGREGLUNN A R
Seint í janúar á þessu ári kærðu
forráðamenn fyrirtækisins Guð-
mund Óla til Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Þar er málið enn, níu mán-
uðum síðar. Auk þessarar kæru
liggja tvær aðrar á hendur Guö-
mundi Óla hjá rannsóknarlögregl-
unni.
Forráðamennirnir vilja að rann-
sóknarlögeglan kanni sérstaklega
vanrækslu Guðmundar Óla á að
skila því fé, sem hann hefur inn-
heimt fyrir fyrirtækið. Þá segjast
þeir vilja dráttarvaxtareikna pen-
ingana sem hann hefur haldið.
Eins og áður segir hefur málið leg-
ið hjá rannsóknarlögreglunni í níu
mánuði. Á meðan svo er fær fyrir-
tækið ekki þá peninga sem Guð-
mundur Óli innheimti og er, sam-
kvæmt reikningum hans, skuldugt
við hann upp á 750 þúsund krónur.
AFTUR TIL
LÖGMANNAFÉLAGSINS
Guðmundur Óli Guðmundsson
innheimti, fyrir danskt fyrirtæki,
nærri 1.200 þúsund krónur í júlí og
september 1990. Þrátt fyrir að
danskur lögmaður hafi margoft
gengið á eftir greiðslum til danska
fyrirtækisins skiluðu þær sér ekki.
Danski lögmaðurinn vísaði málinu
til siðanefndar Lögmannafélags ís-
lands, sem hefur fellt úrskurð í mál-
inu. Þar segir meðal annars:
„Hegðun lögmannsins er mjög
ámælisverð að áliti stjórnar LMFI
og til þess fallin að rýra álit hans
sem lögmanns og álit lögmanna-
stéttarinnar í heild. Guðmundur Óli
Guðmundsson hdl. hefur ekki gert
viðhlítandi grein fyrir þörf á fjarvist
sinni. Stjórnin telur því ekki um lög-
mæt forföll að ræða."
Guðmundi Óla var gert að greiða
20 þúsund krónur í sekt til styrktar-
sjóðs Lögmannafélagsins og í fyrsta
sinn í sögu félagsins var nýlegt
ákvæði í siðareglum þess nýtt til að
birta nafn í úrskurði.