Pressan - 03.10.1991, Page 9

Pressan - 03.10.1991, Page 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 9 GET EKKI VARIÐ MIG ,,Ég get ekki varið mig í fjölmiðl- um,” sagði Guðmundur Óli Guð- mundsson lögmaður. Hann sagði það geta bakað sér refsiábyrgð að vera með eitthvert blaður í fjölmiðlum. í máli hans kom fram að honum þætti óvið- eigandi að lögmenn tjáðu sig um slík mál í fjölmiðlum. Máli danska fyrirtækisins væri lokið og hin málin sagði hann að ættu ekki heima í refsigeiranum, heldur hjá bæjarþingi Reykjavík- ur, eins og önnur mál þar sem deilt er um uppgjör. Guðmundur Óli var margboðaður á fundi hjá Lögmannafélaginu vegna málsins. Hann sinnti því engu og boðaði forföll ýmiskonar. Þrátt fyrir úrskurð Lögmannafélagsins hefur danska fyrirtækið ekki fengið greitt, en styrktarsjóður Lögmanna- félagsins hagnaðist um 20 þúsund krónur. ÞETTA ER EKKl HÆGT Þeir „viðskiptamenn” Guðmund- ar Óla Guðmundssonar, sem PRESS- AN ræddi við, sögðust flestir vera búnir að afskrifa það að fá pening- ana sem þeir telja sig eiga inni hjá honum. Einn viðmælendanna hafði þetta að segja: ,,Það er verst að maðurinn er enn með opna skrifstofu þar sem hann tekur að sér mál og saklaust fólk lætur allt sitt í hendurnar á honum. Þó svo Lögmannafélagið hafi ákveðið að birta nafn hans þykir mér það ekki nóg. Félagið er ekki saklaust. Hann hefur sloppið ótrú- lega vel áður. Til þessa hefur félagið tekið hans hagsmuni framyfir hags- muni þeirra sem hann hefur svikið. Þetta er ekki hægt og verður að linna." ÓTRÚLEG SAGA AF BÍL Eldri maður var dæmdur til að greiða skuldabréf sem var í vanskil- um. Gamli maðurinn hafði tekið á sig sjálfskuldarábyrgð og þar sem greiðendur skuldabréfsins voru ekki borgunarmenn kom það í hlut gamla mannsins að greiða skuldina. Um það er ekki deilt. Skuldabréfið var til innheimtu á lögmannsstofu Guðmundar Óla Guðmundssonar. Dætur gamla mannsins tóku að sér að semja við lögmanninn og greiða honum. Samningarnir gengu vel og dæturn- ar hófu að greiða af bréfinu. Skulda- bréfið var ekki einungis tryggt með sjálfskuldarábyrgð — heldur einnig með veði í bíl, Opel Corsa árgerð 1987. Eftir að dæturnar höfðu gert full skil á skuldabréfinu töldu þær, sam- kvæmt þeim samningum sem gerð- ir voru, að þær ættu að fá hluta pen- inganna til baka, þar sem veð var á bílnum. Þetta höfðu þær eftir lög- manninum, Guömundi Óla Guð- mundssyni, og samstarfsmanni hans, Þorfinni Egilssyni. Svo fór að lokum að bíllinn var seldur á upp- boði fyrir 185 þúsund krónur. Dæt- urnar höfðu greitt alls 690 þúsund krónur vegna sjálfskuldarábyrgðar föður síns. Þær sáu fram á að með uppboðinu fengju þær jafnvel 150 þúsund krónur á móti þeim 690 þús- undum sem þær höfðu greitt. Þess ber að geta að Guðmundur Óli gerði ekki skil á allri upphæð- inni til eiganda kröfunnar, Bílvangs hf. Eftir því sem PRESSAN kemst næst vantar yfir 400 þúsund þar upp á. GUÐMUNDUR ÓLI FÉKK SAMT PENINGANA Þær gengu á fund fógeta eftir upp- boðið og báðu hann að láta Guð- mund Ola Guðmundsson ekki fá þessa peninga. Þar sem veðið á bíln- um hefði verið þeirra, og mikill trúnaðarbrestur hefði orðið milli þeirra og hans, þá einfaldlega treystu þær honum ekki til að taka við peningunum. Þrátt fyrir orð dætranna afhenti fógeti Guðmundi Óla peningana sem fengust fyrir bílinn. Dæturnar hafa skuldabréfið í höndunum en Guðmundur Óli fékk peningana sem áttu að koma á móti því sem þær höfðu greitt vegna ábyrgðar gamla mannsins. Höfuðstóll skuldabréfsins var 460 þúsund krónur. Til að koma skuld- inni í skil greiddu systurnar 690 þús- und krónur. Allir þeir peningar runnu til Guðmundar Óla. Hann hélt eftir af þeirri fjárhæð yfir 400 þúsund krónum. Ekki nóg með það; hann fékk einnig þá peninga sem fengust fyrir bílinn á uppboðinu. Fyrir að hafa innheimt skuldabréfið fékk hann því alls yfir 500 þúsund krónur. Dætur gamla mannsins áttu mikil samskipti við Guðmund Óla. Þær bera honum ekki vel söguna, segja að lítið hafi verið að marka orð hans og svik hans hafi verið með ein- dæmum. LEITUÐU TIL ANNARRA LÖGMANNA Þegar sýnt var að Guðmundur Óli heföi ekki skilað greiðslum, og eins þegar hann náði andvirði bílsins til sín, fóru systurnar á lögmannsstofu að leita sér hjálpar. Lögmaðurinn sem tók á móti þeim tók að sér mál- ið. Ekkert gerðist. Síðar kom í Ijós að þessi lögmaður er ættingi Guð- mundar Óla. Þrátt fyrir skyldleik- ann varaði lögmaðurinn dæturnar ekki við, heldur tók að sér málið án þess að aðhafast nokkuð. Nú er málið komið til enn eins lög- mannsins. Sá hefur haft það í skamman tíma og ekki orðið ljóst hvaða endi það kemur til með að fá. Af samtölum við konurnar kemur fram að þær hafa átt í ótrúlegum samskiptum við Guðmund Óla. Hér að framan var aðeins hluti sögunnar rakinn. Meðal annars bauð Guð- mundur Óli þeim að fá bílinn, þ.e. eftir að einhver allt annar hafði keypt hann á uppboðinu, ef þær greiddu sér 70 til 80 þúsund krónur í peningum vegna kostnaðar sem hann sagðist hafa lagt út fyrir. Þær höfnuðu þessu tilboði, þótti það bæði fáránlegt og eins höfðu þær fengið sig fullsaddar af samskiptum sínum við Guðmund Óla Guð- mundsson, héraðsdómslögmann í Reykjavík. Sigurjón Magnús Egilsson s l^Ptöð 2 ætlar enn að reyna að berjast við þátt Hermanns Gunn- arssonar, ,,Á tali”, sem notið hefur ------------ feikna vinsælda. Nú hefur verið ákveðið að færa viðtalsþátt Eddu Andrésdótt- ur yfir á þriðjudags- kvöld og þar að auki verður Omar Ragn- . arsson með henni í þættinum, sem á að heita „Óska- stund". Þá hefur Stöð 2 gert samning við hljómsveitina Sléttuúlfana um að hún leiki undir í þáttunum. Hljómsveitin, með Björgvin Hall- dórsson í broddi fylkingar, er að fara að gefa út aðra plötu sína . . . N X ^ úverandi menntamalaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, var ekki búinn að vera lengi í embætti þegar hann lýsti því yfir að sú vinna, sem forveri hans, Svavar Gestsson, hefði unnið um fram- haldsskólana, væri ómöguleg. Ólafur hefur ekki enn skip- að nefnd um endurskoðun laganna, en heyrst hefur að SigríAur Þórð- ardóttir, framhaldsskólakennari og nýr þingmaður sjálfstæðismanna, komi til með að veita nefndinni for- stöðu .. . P M. eningana til að kaupa malverk- in klippti Óli Þ. Guðbjartsson af framkvæmdafé sýslumannsemb- ættisins á Selfossi, án þess að Andrés Valdimarsson sýslumaður vissi nokkuð. Sýslu- mannsembættið vildi ekkert með málverkin hafa og sendi þau yfir á lögreglustöðina. Þar hafa menn hins vegar reynst tregir til að hengja þau upp, einfaldlega vegna þess að þau eru öll af fjallinu Baulu í Borgarfirði. Svíður Árnes- ingunum að þurfa að hengja borg- firskt fjall upp á vegg hjá sér . . . u A. Aörð samkeppni er á blaða- markaðinum á ísafirði. Elsta blaðið vestra, Vestfirska fréttablaðið, virð- ist vera að gefa eftir í samkeppninni við Bæjarins besta. Vestfirska hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Fyrirtækið sem gefur út Vestfirska, Grafíktækni, er einnig með prentsmiðju ... U ppsetning Borgarleikhússins á Dúfnaveislu Halldórs Laxness, í leikgerð sonarsonar hans, hefur fengið vægast sagt misjafna dóma. Þær Súsanna Svavars- dóttir hjá Morgun- blaðinu og Auður Eydal á DV hafa gagnrýnt uppfærsl- una harkalaga. Sér- staklega hefur frammistaða Þor- steins Gunnarssonar í hlutverki pressarans verið gagnrýnd. Þetta kemur sumum aðstandendum sýn- ingarinnar ekki mjög á óvart, því til- fellið er að Þorsteinn hljóp í skarðið fyrir Gísla Halldórsson, sem varð að sleppa hlutverkinu vegna augn- sjúkdóms...

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.