Pressan - 03.10.1991, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR PRES3AM 3. OKTÓBER 1991
Félag eldri borgara á
Suöurnesjum og Spari-
sjódurinn í Keflavík
stóöu sameiginlega að
byggingu húss fyrir
aldraöa. Byggingarfyrir-
tœkiö Húsanes sat eitt
aö byggingunni. Bróöir
VIB BYGGINGU
annars eigenda Húsa-
ness á fasteignasölu, en
þaö fyrirtœki haföi
einkarétt á sölu íbúö-
anna. Ekki var leitaö
tilboöa viö bygginguna
eöa kaup á innan-
stokksmunum, nema í
undantekningartilfell-
aðir hafa fe
Tilboða var
við bygginguna og ein
fasteignasala af þrem-
ur i Keflavík hafði
einkarétt á sölu íbúð-
anna. Sölulaunin voru
rúmar tvær miiljónir
st kaup á.
ekki leitað
Hornbjarg. í þessu húsi
eru 26 íbúðir sem aldr-
um. Sparisjóösstjórinn
er ánœgöur meö hvern-
ig til tókst og sama er
aö segja um formann
Félags eldri borgara.
Fjölbýlishús í Keflavík, sem byggt var á vegum Félags
eldri borgara á Sudurnesjum og Sparisjódsins í Keflavík,
var byggt án þess að nokkurt útboð færi fram. Samið var
við fyrirtækið Húsanes um bygginguna. Þetta hefur vak-
ið viðbrögð annarra verktaka í Keflavík og nágrenni.
Eins hefur það vakið athygli að eitt prósent af verði
hverrar íbúðar rennur til Fasteignamiðlunar Suðurnesja,
en eigandi hennar og annar eigenda Húsaness eru bræð-
ur, og einu gildir hvort fasteignasalan hefur komið nærri
gerð samninganna eða ekki.
Sonur formanns Félags eldri borgara var ráðinn eftir-
litsmaður með byggingunni, en hann er í fullu starfi ann-
ars staðar. Þóknun til hans var tæplega ein milljón. Eins
er deilt á kaup á móttökudiski fyrir gervihnattasjónvarp,
kaup á húsgögnum, gardínum og fleira, en öll þessi kaup
voru gerð án þess að tilboða væri leitað.
Ibúðirnar í húsinu eiga að teljast
þjónustuíbúðir. Eina þjónustan i
húsinu eru húsgögn og sjónvarps-
tæki í sai á efstu hæð.
Eigendur Húsaness eru Hulldór
Ragnursson og Þoryeir Margeirs-
son. Eigandi Fasteignamiðiunar
Suðurnesja er Sigurdur V. Ragriars-
son, en hann er bróðir Halldórs í
Húsanesi. Faðir þeirra, Ragnur Jón-
asson, er einn stjórnarmanna í Fé-
lagi eldri borgara á Suðurnesjum.
EINKARÉTTUR
FASTEIGNASALA
Fasteignamiðlun Suðurnesja
hafði einkarétt á sölu íbúða í Horn-
bjargi. Kaupendur íbúðanna voru
látnir greiða eitt prósent kaupverðs
til fasteignasölunnar og skipti þá
engu hvort fasteignasalan kom
nærri samningagerðinni eða ekki.
Það er fátítt að kaupendur greiði
sölulaun, það er venjulega hlutverk
seljenda að gera það. Eins vakti það
athygli að Fasteignamiðlun Suður-
nesja fékk sinn hluta, burtséð frá
hvort fasteignasalan hafði komið
nærri samningum eða ekki. Þóknun
til fasteignasölunnar hefur verið 2,3
milljónir króna.
Þá hefur það vakið athygli að Fast-
eignamiðlun Suðurnesja fékk að
sitja að allri sölu í Hornbjargi. Aðrar
fasteignasölur í Keflavík fengu ekki
tækifæri á að bjóða í söluna. Þegar
Ijóst varð að Eignamiðlunin sæti að
allri sölu íbúða í Hornbjargi fékk sú
fasteignasala ákveðið forskot á hin-
ar hvað varðar sölu á þeim íbúðum
og húsum sem kaupendur í Horn-
bjargi seldu áður en þeir keyptu
nýju íbúðirnar.
Eigandi fasteignasölunnar er Sig-
urður Ragnarsson, bróðir Haralds,
sem aftur er annar eigandi Húsa-
ness hf.
„Það verður að gá að því að Hall-
dór og Sigurður eru bræður. Það er
því ekkert óeðlilegt að Sigurður selji
fyrir Húsanes. í þessu tilfelli var
Húsanes ekki að selja heldur Spari-
sjóðurinn. Ég held að flestum hefði
þótt eðlilegt og sjálfsagt ef Spari-
sjóðurinn hefði gefið fleiri fyrirtækj-
um kost á þessum viðskiptum,"
sagði athafnamaður í Keflavík.
GERVIHNATTADISKLR
OG GARDÍNUR
Keyptur var móttökudiskur fyrir
gervihnattasjónvarp, sem kostaði
tæplega 800 þúsund krónur. Hann
var keyptur hjá verslun í Keflavík.
Sem fyrr var tilboða ekki leitað.
Diskurinn þykir nokkuð dýr, sér-
staklega þar sem íbúar í einbýlis-
húsahverfi í Keflavík höfðu skömmu
áður keypt stærri disk fyrir rétt um
350 þúsund krónur. Leitað var til-
boða við þau kaup. Heimilistæki
áttu lægsta tilboðið, sem var rétt um
350 þúsund krónur, eins og áður
sagði.
Þegar ákveðið var hvaða gardínur
yrðu keyptar fyrir sameignina var
ekki leitað tilboða. Einn íbúanna
sagðist undrandi þar sem ekki var
leitað til verslunarinnar Álnabæjar,
sem er með verslanir í Keflavík og
Reykjavík. Framkvæmdastjóri
Álnabæjar hafði tilkynnt öllum íbú-
um Hornbjargs að hann mundi veita
þeim umtalsverðan afslátt. Þegar
gardínur voru keyptar fyrir sam-
Olafur Björnsson, formaður Félags
eldri borgara á Suðurnesjum. Hann
segist ánægður með hvernig til
tókst.
eignina kom upp sama staða og svo
oft áður við byggingu og frágang
Hornbjargs. Tilboða var ekki leitað.
„Ég er mjög ánægður maður. Ég
hef átt góð viðskipti við einstakl-
inga í Keflavík. Þetta var ekki það
stórt að það taki því að vera
óánægður vegna þess. Ef einum að-
ila er treyst er best að versla við
hann, þetta var ekki það stór biti,"
sagði Magni Sigurhansson, fram-
kvæmdastjóri Álnabæjar.
Þjónustan sem íbúarnir fá er tak-
mörkuð. Hún felst aðallega i því að
húsgögn og sjónvarpstæki eru í
sameigninni. Sparisjóðurinn gaf
sjónvarpstækið en húsgögnin, tvö
sófasett, átta borð og fjörutíu stólar,
voru keypt án þess að tilboða væri
leitað.
KOMA HINGAÐ
TIL.AÐ FAÐMA MIG
„Ég trúi því ekki að einhver sé
óánægður. Við höfum fengið mikið
þakklæti frá íbúum hússins. Ég held
að þeir hafi allir komið hingað og
faðmað mig," sagði Páll Jónsson
sparisjóðsstjóri.
Páll sagði að svo vel hefði tekist til
með byggingu Hornbjargs að til
stæði að byggja annað hús.
„íbúarnir vildu þetta sjálfir og
þeir eru ánægðir. Það getur vel ver-
ið að það séu einhverjir öfundar-
púkar úti í bæ. Það sem skiptir
mestu er að íbúarnir eru ánægðir."
Sparisjóðurinn í Keflavík lagði til
120 milljónir vegna byggingarinnar.
Páll sagði að endurgreiðslur kæmu
samkvæmt sölu á íbúðum og húsum
þeirra sem keyptu í Hornbjargi.
Hann sagðist vera sáttastur við
þessa byggingu af öllum störfum
sínum fyrir Sparisjóðinn.
ER MJÖG STOLTUR
„Ég hef unnið mikið í félagsmál-
um. Þessi bygging er það sem ég er
stoltastur af af öllu þvj sem ég hef
komið nálægt," sagði Ólafur Björns-
son, formaður Félags eldri borgara á
Suðurnesjum.
Ólafur sagði ástæðu þess að sam-
ið var við Húsanes að fyrirtækið
hefði haft umráðarétt yfir lóðinni og
aðrir byggingaraðilar því ekki kom-
iðtil greina — ef byggja átti á þessari
lóð — sem Ólafur sagði þá bestu í
bænum.
Varðandi þátt Fasteignamiðlunar
Suðurnesja sagði Ólafur að það fyr-
irtæki hefði verið með Húsanesi í
málinu frá upphafi. Hann sagðist
telja það góðan samning að kaup-
endurnir hefðu aðeins þurft að
greiða eitt prósent í þóknun fyrir
kaupin. Ólafur bætti við að fast-
eignasalan hefði tekið sömu þókn-
un fyrir að selja þær íbúðir og hús
sem kaupendurnir hefðu selt til að
geta keypt í Hornbjargi. Þá sagðist
hann vera mjög ánægður með sam-
starfið við Sjaarisjóðinn.
Að sögn Olafs var verð íbúðanna
um 72 prósent af staðalverði, sem
hann sagði mjög gott.
EKKI LEITAÐ HINGAÐ
Friörik Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvar Suður-
nesja, sagði að ekki hefði verið leit-
að til fyrirtækis síns vegna sölu á
steypu til byggingarinnar.
„Þeir keyptu steypuna úr Reykja-
vík, eftir því sem ég best veit. Við
fengum ekki kost á að bjóða í þetta.
Það er reyndar ekki neitt nýtt,"
sagði Friðrik Magnússon.
Þegar ákveðið var að ráðast í við-
byggingu Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, alls 3.000 fermetra, fékk
Húsanes, eitt fyrirtækja, að bjóða í
bygginguna. Tilboð þeirra var 175
milljónir króna. Það vakti mikla
reiði að fleiri fengu ekki að bjóða i
bygginguna. Óánægjan varð slík að
fleirum var gefinn kostur á tilboð-
um. Það varð til þess að lægsta til-
boð var 135 milljónir króna, eða 40
milljónum lægra en upphaflegt til-
boð Húsaness hf.
Sigurjón Magnús Egilsson