Pressan - 03.10.1991, Síða 19

Pressan - 03.10.1991, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 19 Á sama hátt og fatatískan sveiflast upp og niður ganga tískubylgjurnar yfir húsgögnin, innréttingarnar og heimilið. Og það sem er smart úti á götu er einnig hámóðins heima; íburðarmikil og œvintýraleg munstur, sterkir, kröft- ugir og margbreytilegir litir og persónu- legur stíll. ir tískunni i húsgögnum og innréttingum. Annars vegar er þar tímabil nýjunga. Þær hellast yfirallt sem fyrir er og eira engu. Einfaldleiki blífur og ekkert það, sem ekki fellur fyliilega að honum, fær staðist. Stuttu síðar verður fólk þreytt á fábreytninni. Þá rís upp tíð fjölbreytileikans og krónur fyrir nýtt í einhverri forngripabúðinni eða liggja í símanum í mánuð í von um að draga upp eitthvað ódýr- ara úr smáauglýsingum DV. Og skattholið er aðeins hluti vandans. Þegar það er fengið þarf að koma sér upp myndum af allri fjölskyldunni langt aftur í aldir, gömlum út- saumsbútum, kirnum og krúsum, klukkum og spegl- um, mottum og bleðlum. Og þeir verða að hafa í sér ein- hverja sögu, þessir hlutir sem fólk henti fyrir átta árum, þegar það taldi þetta einskis- nýtt drasl sem stæði í vegi fyr- ir frama sínum í starfi. Þetta sama drasl er nú orðið tákn um að fólk sé eitthvað; hafi persónu og sál, bakgrunn og sögu. Gegnum glerið í Skipholti er bæði HÚSGÖGNIN meö "ýtisku húsgögn og nýtísku Á HAUGANA Pilleri' MEÐ REGLULEGU MILLIBILI Þeir, sem finnst hart að þurfa að falsa sér fortíð með þessum hætti, geta huggað sig við að þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem fólk lendir í þessum vanda. Þegar palisanderinn kom, í upphafi sjöunda áratugarins, lagðist fólk á eitt við að fínkemba hús sín og fleygja öllu því sem var úr ómerkari viði. Jafnvel eikinni var ekki eirt. Nú er palisanderinn ekki notaður nema í leikmyndir og fólkið, sem henti húsgögnum í hans nafni, er komið í forngripa- búðirnar að leita að svipuð- um gripum og það losaði sig við fyrir þrjátíu árum. Þannig hafa tveir megin- kraftar skipst á að drottna yf- um tíma er allt leyfilegt. Fólk keppist við að blanda saman tré og járni, grænu og rauðu, úttroðnum púðum og fín- gerðum vösum. LÍTINN HEIM EÐA STÓRAN? Þannig hefur saga tískunn- ar á heimilunum endurspegl- að þá tvo kosti sem við stönd- um frammi fyrir og Felix Krull köm auga á. Annars vegar getum við litið á heim- inn sem lítinn og að hægt sé að kynnast honum og þekkja hann. Ef við trúum því hneigjumst við að einfald- leika og leitum lausna. Það fannst Felix slæmur kostur. Hinn kosturinn er að heimur- inn sé stór og óskiljanlegur. Ef við trúum því verður ver- öldin margbreytileg og við leitum að ævintýrum i stað lausna. Þetta fannst Felix öllu betri kostur. Einhvers staðar þar erum við stödd í tíðarandanum og heimilin draga dám af því. Eru margbreytileg, mislit, dá- lítið ofhlaðin og persónuleg. Því ef heimurinn er ekki ein- faldur þá höfum við ríkara frelsi til að búa okkur per- sónulega veröld. Að minnsta kosti heima hjá okkur. Gunnar Smári Egilsson Fílías Fogg mundi ábyggi- lega fíla tíðarandann í botn. Eins og tískukóngarnir eru arkitektar og hönnuðir komnir á flakk um alla heimsbyggðina í leit að marg- gœti kallast „Kringum jörð- ina á 80 mismunandi uegu“. Tískan hefur breytt heimil- inu í sambland af stáss stofu eldri hjóna, þjóðminja-' eða popp- minjasafni og leikmuna- deild í áhugaleikhúsi. Ef Ray Bradbury hefði snefil af smekk hefði hann sjálfsagt verið dreginn fram og gerður að spámanni tískunnar fyrir getað sagt sér að svona mundi fara. Uppaheimilin voru umgerð um líf með einu ákveðnu takmarki; frama í starfi. Þau voru ekki beint til að dvelja í og heldur ekki til þess að bjóða gestum. Eld- húsið var til þess að fá sér morgunmat og kannski vodkaglas að aflokinni vinnu klukkan 22.30. Heimili upp- anna voru fyrst og fremst tákn um hvert eigandinn ætl- aði. Upp. I Fríöu frænku í Grófinni má finna borö- stofuboröiö sem hent var á haugana til aö rýma fyrir stálboröinu og matarstellið líka. kompuna sína, þar sem hann geymir allt dótið sem kveikir hjá honum hugmyndirnar að þessum líka vondu sjónvarps- þáttum. MÍNIMALISMI UPPANNA FYRIR BÍ Stálhúsgögn uppanna eru fokin og í þeirra stað komið sambland af antík og andlits- upplyftum húsgögnum frá sjöunda áratugnum. Málverk í stofustærð (200 x 160 sentimetrar) hafa líka þurft að víkja fyrir alls kyns pilleríi; gömlum myndum, skrítnum klukkum, dúkkum og guð má vita hvað. Það skiptir ekki meginmáli hvað fólk tínir saman. Aðalatriðið er að það safni nógu miklu saman og fylli alla veggi og hirslur. Sjálfsagt hefði hver sem er Að sjálfsögðu voru fáir sem lifðu iífi uppanna. En þeir voru miklu fleiri sem reyndu að klæðast eins og þeir og búa sér heimili í þeirra anda. Tóku gamla skattholið henn- ar ömmu úr heiðurssætinu og settu þrekhjólið í staðinn. Þeir sem vildu vera ekta hentu skattholinu. UT I BUÐ AÐ LEITA AÐ FORTÍÐ Og það er einmitt vandinn í dag. Nú hefur tíðarandinn breyst og upparnir þykja leið- inlegastir allra manngerða. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk skuli rækta starfsframa sinn, en það verður að fá eitt- hvað meira út úr lífinu. Því verður fólk að fylla heimili sitt af táknum um fjölbreyti- leg áhugamál og væntum- þykju um það smáa í lífinu. Þeir sem hentu skattholinu hennar ömmu geta því nagað sig í handarbökin. Þeir þurfa líklega að borga 150 þúsund Fólk getur keypt sér ættargripina í Antikhúsinu i Þverholti. KRINGUM JORÐINA A 80 MISMUNANDI VEGU Við svöruni samkrpjmisaftilum okkar og bjóðuni ykkúr, ágætu viðskiptavirtir, betra verð á KVIK innréttúiguni. Þjónustan í öndvegi ineð ráðgjö íagmanna og innanhússarkitekta Múnið ,,hei]darlausnitui“'! GODGHEIDSLUKJOH STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.