Pressan


Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 23

Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 23 heúTl ilið Að hanna húsgögn úi vélum Hönnuður þessa sófaborðs heitir PATRICK NAGGAR og er þekktur franskur hönnuður. Þetta borð kallar hann „sýlinder-borðið", er. hugmyndina að því sækir til hann til véla. Patrick þessi er arkitekt að mennt og segir það ekki til baga að vera ekki sérmenntaður húsgagnahönnuður, enda hafi arkitektar hannað velflest frægustu og bestu húsgögn sem um getur. Patrick er mjög hrifinn af öllum vélum og vélarhlutum og sækir mikið af hugmyndum sínum til véla og hönnuða þeirra. Sérstak- lega er hann hrifinn af vélum þeim sem voru í fyrstu gerðum flugvéla og segir einfaldleika þeirra stórkostlegan. Það væri kannski athugandi fyrir skapandi og hugmyndaríkt fólk að fara á bílapartasölur og skoða hvort ekki megi finna þar eitt- hvað sem breyta má í nýtískuhúsgögn með litlum tilkostnaði. AjjSÚdJz áJzteýtiliAÍ á (jÁmiLuvi wumuun Hér gefur að líta i gamalt lítið tré- borð, með einni skúffu. Borðplat- an og skúffan eru handmálað- ar í ýmsum lit- um. Þetta borð málaði kona að nafni MAXIME DE LA FALAISE, en hún hefur öðlast mikla frægð fyrir skreytingar sínar á gömlum hús- gögnum. Maxime viðar að sér húsgögnum á uppboðum eða annars staðar þar sem gamalla hluta er von. Hún handmálar síð- an húsgögnin, hugmyndir sínar að mynstrum sækir hún til frum- stæðra þjóðflokka í Afríku. Stórir og voldugir gamlir skápar breyta algjörlega um svip þegar Max- ime hefur farið höndum um þá og afríska skreytilistin kemur mjög vel út. Gömul og þreytt húsgögn fá nýtt, skemmtilegt og spennandi yfirbragð og eflaust getur laghent fólk nýtt sér þessa hugmynd þannig að eftir yrði tekið. fm (^iTrrr-yj, ** ^ltlí EÍNkAþjÓNN fyRÍR lÍTÍð Hér er hann kominn, yfirþjónn- inn James. Loks geta allir þeir sem áhuga hafa fengið sinn einkaþjón með litlum tilkostnaði. Sá sem þetta hannaði er breskur og heitir KEITH OP OWEN og er víst ærið þekktur hönnuður. Hugmyndin sjálf er einföld og ekki að efa að snjallir tóm- stundasmiðir geta nýtt sér þessa hugmynd að skemmtilegu, fal- legu og jafnframt hagnýtu borði. Þá er bara að draga fram hobbí- settið og fara út í skúr og smíða sér þjón. Efni í góðar hugmyndir cro “ö1 STEYPUSTOÐIN hí SÆVAR HOFÐA 4

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.