Pressan


Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 28

Pressan - 03.10.1991, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 * er með ólíkindum — Sækjandinn í Avöxt- unarmálinu hefur meöal annars sai>t að Ármunn Reynisson hlyti að hafa vitaö hvaö hann var aö gera, enda lært í Londnn School of Economics eins og Jóhunnes Nordul. Fleiri hafa iært í þessum virta skóla. Viö nefnum örfá nöfn: Jón Sigurdssoit viöskiptaráöherra, Tryujivi Púlsson hanka- stjóri, Kinur Reiiedihlsson sendiherra, Olufur Isleifs- son. fyrrum efnahags- ráðunautur ríkisstjórnar. Sólrún Jensdótlir, fyrrum aðstoöarmaöur ráöherra, og (judniundur Mufínús- shii. sagnfræöingur og kosningastjóri. . . — Sjálfstæöismenn hafa gagnrýnt sjóöasukkiö í Atvinnutryggingasjóöi. Mikilsmetandi sjálfstæöis- menn hafa hins vegar ekki hikaö viö aö sækja um lán hjá sjóönum, eins og dæmin sanna: Kinur Oddur Kristjúnsson skuld- ar persónulega 550 þús- und og fyrirtæki hans, Hjálmur, 71 milljón. Kinur Kr. (iudfinnsson og frændur á Bolungarvík skulda um 25(1 milljónir. Kristiiin Pélursson þing- maöur i Útveri á Bakka- firöi skuldar 12 milljónir og Skerseyri í Hafnarfiröi, þar sem hann er stjórnar- maöur, skuldar 41 millj- ón. ()g svo framvegis. . . — Knn nefnum viö dæmi af skrítnum vensl- um: Kurl Sleinur (ludnu- soii. þingmaöur og verka lýösfrömuöur, er mágur Illfurs Porniódssonar. erkiallahalla og frinuir- araskelfis.. . SVO ER AÐ HANNA SJÓÐA- SUKKSHERMI Eiltlwerl allru merkileg- asta visinduverkefniö sem Háskóli Islands hefur púkkaó undir er hönnun Snjólfs Ól- afssonar og Þorkels Helga- sonar á svokölludum álgerd- urhermi. Um er að rueðu for- lála tölvuforrit sem mun veru tilbúið til nolkunar. Tölvuforrit þetta líkir eftir útgerö togara. Notanda lík- ansins er ætlað að taka ákvarðanir sem eru sem lík- astar ákvörðunum togara- skipstjóra. Dæmi um slíkar ákvarðanir eru hvar eigi að toga, bæði staður og stefna, hraði skips, lengd togvíra og hvenær beri að hífa. En á þessum verstu tímum kvótaskertra þorskígilda veröur að ganga lengra. Við leggjum því til að Snjólfur og Þorkell hanni forrit sem gæti kallast Sjóðasukkshermir. Forrit þetta mundi líkja eftir ákvörðunum útgeröar- og fiskvinnslumanna á borð við: Hvenær skal sækja um lán til Fiskveiðasjóðs eða Byggða- stofnunar? Á það að vera lán til „fjárhagslegrar endur- skipulagningar" eða ,,til hlutafjárkaupa"? Hvenær er rétt að sækja um lán til „skuldbreytingar viö Byggðastofnun"? Hversu margar eiga milljónirnar að vera? Hversu miklar likur eru á þvi að lánið verði endan- lega afskrifað? Og áfram mætti telja. Þá væri hægt að hanna for- ritið þannig aö það sæi um sjóðasukkið alfarið. Sendi t.d. sjóðstjórnum umsóknir og ítrekunarbréf, sendi þing- mönnum og ráðherrum bænaskjöl, sæi um nauðsyn- legar frestunaraðgerðir gagnvart sýslumönnum og fógetum og þannig mætti endalaust telja. AKADEMÍA WERNERS RASMUSSONAR Lúffi Clausen kaupsýslu- tnaður er búinn að stofna ..Akademiu Café Óperu" og setja í hana valinkunna sæmdarmenn úr forstjóra- stéttinni. Öllum að óvörum komsl Werner Rasmusson lyfsali og athafnamaður hvorki i Akademíuna né var hann heiðraður í fyrsta vali hennar á mönnum sem skar- að hafa fram úr. Akademían hans Lúffa valdi í síðustu viku þá Orra Vigfússon „laxaspekúlant", Paul Richurdson, ferðaþjón- ustumann bænda, og Svein Runólfsson landgræðslu- stjóra. Ekki Werner. Úr þessu er ekkert annað fyrir Werner að gera en stofna „Akademíu Café Berl- ín". Lúffi i Óperu er með Val Valsson i íslandsbanka og Werner í Berlín hlyti því aö velja Sverri Hermannsson í Landsbanka. Lúffi er með Friörik Pálsson í SH og Wern- er tilnefnir Magnús Gunnars- sori í SÍF. Lúffi er með Jón Ás- bergsson í Hagkaup og Wern- er tilnefnir Jóhannes Jónsson í Bónus. Lúffi er með Ingi- mund Sigfússon í Heklu og Werner velur sér þá Ragnar Bjarnason söngvara í Fi- at-umboðinu. Lúffi er með Helga Jóhannsson í Sam- vinnuferðum-Landsýn og Werner lokkar þá til sín Guðna Þórðarson „í Sunnu". Lúffi er með Lýð A. Friðjóns- son í Kók og að sjálfsögðu fær Werner Björgólf Guðmunds- son í Pepsi-umboðinu Gosan. Lúffi hefur Magnús Oddsson í ferðamálaráði, en við bend- um Werner á Pétur Einarsson flugmálastjóra. Lúffi krækti sér í Baldvin Jónsson á Stöð 2 og þá nær Werner í Heimi Steinsson, verðandi útvarps- stjóra. Lúffi fékk Hjördísi Gissurardóttur í Benetton og Werner fær Önnu Ringsted í Fríðu frænku. Loks valdi Lúffi sjálfan sig óg Werner gerir slíkt hið sama. Guðrún Ágústsdóttir komin í templaraham A fimdi Félagsmúlaráðs Reykjuvíkurborgar voru fyrir skömmu teknar fyrir umsóknir frá (> veitinga- stöðum um vínveitinga- leyfi. A fundinum gerðist Guðrún Ágústsdóttir (sem eins og ullir vita er maki Svavars Gestssonar? Iier- ská. Guðrún greiddi þannig atkvæði gegn umsókn frá „Fimmunni" (Veitinga- staönum Hafnarstræti 5), sem ekki dugði þó til því fjórir voru meömæltir. Guðrún greiddi atkvæöi gegn umsókn frá veitinga- staðnum N-1 bar viö Klapp- arstíg, en tapaöi aftur 1:4. Hún greiddi líka atkvæöi gegn umsókn frá „Hressó", en tapaöi 1:2 (Björn Björns- son og E/in G. Ólafsdóttir sátu hjá). Umsóknir Ömmu Lú og Hróa hattar runnu i gegn, en afgreiöslu um- sóknar frá Glaumbar var frestað. KYNLÍF Sæðiskláði og óspilltir sveinar Áöur en ég svara bréfinu frá „Skottu" langar mig að ítreka enn og aftur að ég svara eingöngu bréfum þar sem bréfritari skrifar fullt nafn, heimilisfang, síma og kennitölu. Hér hjá mér liggja nokkur bréf sem ég get ekki svarað því engar upplýsingar koma fram um hver skrifar. Sé þess óskaö er aö sjálfsögöu hægt að viðhafa nafnleynd þegar bréfum lesenda er svarað. „Kæra Jóna, ég er sautján ára stelpa og hef stundað kynlíf með sama stráknum frá 14 ára aldri. Ekki gapa, þetta er algengara en fólk heldur. Nú er ég hætt með þessum strák. Við gerum það samt enn- þá stundum þegar við hittumst því okkur líður best í rúminu saman. Það sem mig langar að fá svar við er það að síðan ég byrjaði á P-pillunni fyrir nokkrum mánuð- um og hætti að nota smokkinn hef ég alltaf fengið hrikalegan kláða og sviða þar sem sæðis- ^fc # iSfete JONA INGIBJORG JONSDOTTIR vökvinn lekur út úr mér. Ætli ég sé með ofnæmi fyrir sæðinu? Þetta er rosalega óþægilegt svona rétt eftir að við höfum fengið það og mig langar til að knúsast í ró- legheitum því ég fer ekki að klóra mér í klofinu eins og bjáni. Þetta líður fljótlega hjá en kemur samt alltaf á versta tíma, stundum meðan hann er ennþá inni, ef hann fer ekki út strax eftir full- næginguna. Eg hef ekki sofið hjá mörgum strák- um og þeir eru allir frek- ar ungir og óspilltir, ætli þeir séu ekki svona fimm talsins, og engum hef ég gert það með oftar en tvisvar (nema gamla kærastanum) þannig að ég hef ekki enn áhyggjur af sjúkdómum. Skotta.“ Elsku besta Skotta. Bréfið þitt var svo langt að ég þurfti aö skera það niður um helming. Hafðu ekki áhyggjur, ég fékk ekki fyrir hjartað þegar ég las að þú hefðir stundað kynlíf síðan þú varst fjórtán ára. í könn- un sem gerð var meðal unglinga árið 1978 kom í Ijós að um fjórðungur fjór- tán ára unglinga í Reykja- vík hafði einhvern tímann haft samfarir. Ætli sú tala hafi mikið breyst síðan þá? Helsta ráðið sem ég get gefið þér er að skoða við- horf þitt nánar. Þú segir að kláðinn líði hjá, hann komi á versta tíma og þú getir ekki farið að klóra þér eins og „bjáni". Hvers vegna máttu það ekki? Ég sé ekk- ert bjánalegra við það að klóra sér á kynfærunum en til dæmis að klóra sér á bakinu vegna óþæginda. Hver er ástæðan fyrir sæð- iskláðanum? Um leið og sæðið kemst í snertingu viö leggangaslímið verður ákveðið efnaferli sem mið- ar meðal annars að því að gera sæðinu léttara fyrir að synda í áttina að leghálsin- um til fundar við eggið svo frjóvgun geti átt sér stað. Einnig þykknar sæðið til aö það leki síður út úr leg- göngunum strax einni mín- útu eftir sáðlát (sæðið verð- ur svo aftur vökvakennd- ara eftir um það bil tuttugu mínútur svo sæðisfrumurn- ar eigi auðveldara með að ferðast að leghálsinum). Kannski valda þessar efna- breytingar þér smáóþæg- indum. Blessuð láttu það eftir þér að klóra þér eða biddu elskhugann að vera svo vænan að draga liminn út. Sambandið er ekki upp á marga fiska ef þú ert hrædd við að virka kjána- leg í augum hans þótt þú finnir fyrir óþægindum í skautinu eftir sáðlátið. Þú verður að hugsa um sjálfa þig og þegar þú kynnist stráknum betur áttu auð- veldara með að tala um þetta við hann, því eins og þú segir sjálf í bréfinu finnst þér erfiðara að tala við strák sem þú ert rétt að byrja að kynnast. Ef ofangreint ráð dugar . .. síðan ég byrjaði á P- pillunni fyrir nokkrum mán- uðum og hætti að nota smokkinn hef ég alltaf fengið hrikalegan kláða og sviða þar sem sæðis- vökvinn lekur út úr mér. ekki geturðu alltaf notað smokkinn, sem er um leið prýðisgóð kynsjúkdóma- vörn. Þú segir að strákarnir sem þú hefur sofið hjá síð- an þú hættir með kærast- anum séu ungir og óspilltir sveinar, þú hafir sofið hjá þeim sjaldan og þess vegna þurfirðu ekki að hafa áhyggjur af kynsjúkdóm- um. Eg er ósammála þér — bara það eitt að gera það án smokksins með ein- hverjum sem maður er rétt að byrja að kynnast er nóg ástæða til að hafa áhyggjur af kynsjúkdómum. (Svo sef- ur þú hjá gamla kærastan- um öðru hvoru — hefur hann líka sofið hjá öðrum í millitíðinni?) Það er hægt að vera smitaður af kyn- sjúkdómi án þess að hafa nokkur einkenni. Eins og þú lýsir kláðanum er lík- lega ekki um kynsjúkdóm að ræða. Viljirðu hins veg- ar fá fullvissu þína er ekk- ert annað hægt að gera en arka upp í Þverholt 18 og fá ókeypis tíma hjá göngu- deild húð- og kynsjúk- dóma. Lifðu heil og hafðu þakkir fyrir greinargott bréf. Kær kveðja, Jóna Ingibjörg. Spyrjió Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PfíESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.