Pressan - 03.10.1991, Síða 36

Pressan - 03.10.1991, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 Um vandrœöagang þýöenda viö aö koma fjölskrúöugri flóru er- lendra fúkyröa yfir á hiö óspjallaöa mál, ís- lenskuna. DÓNASKAPURINN GERÐUR PRENTHÆFUR Á HINA TEPRULEGU TUNGU Huud þýdir enska ordii) ..fuck'' í raun og veru? týdir þad bévílans? Edu þá ensku ordid ,,gay“? Þýdir þad unclir einhverjum kringumstædum úlfur, líkl og einlwer sjón- varpsþýöandi ufgreiddi þai) fyrir nokkrum árum? Þó aó sama orðið i>eti í „Ég þýddi einu sinni „Jesus Christ" sem „fjárinn", segir Guðni Kolbeinsson og fékk hann bágt fyrir. mörgum tilfellum haft ólíka skírskotun leikur sjaldnast á því nokkur vafi hvaða merk- ingar er verið að höfða til. Stundum eru orð hreinlega merkingarleysan sjálf. Smið- ur sem lemur sig á þumal- puttann og horfir örvinglað- ur til himins og endurtekur orðið „fuck" í þrígang er ekki að undirbúa ástaleik með heilagri þrenningu, eða hvað? Sá vandi sem blasir við þýð- endum bandarískra og breskra sjónvarps- og kvik- mynda er oft á tiðum sá að við íslendingar eigum okkur fremur teprulegt ritmál í sam- anburði við til dæmis Banda- ríkjamenn, en í smiðju þeirra sækjum við meirihluta sjón- varpsefnis og kvikmynda. ÍSLENSK DÓNAMÁLNEFND Kanarnir eiga þvílik ógrynni af dónaskap í mál- forðabúri sínu að ef ætti að innprenta máltilfinningu í haus þeirra dónakalla og -kellinga sem sækja innblást- ur sinn vestur um haf þyrfti að starfrækja sérstaka dóna- málnefnd. ()g, það sem meira er, sú nefnd yrði að vera mun skilvirkari en málnefndin sem nú situr. Nú er búið að tiltaka það upp á dag í Bretlandi hvenær og hvaða maður það var sem sagði fyrst „fuck" í breska sjónvarpinu. Slík atriði verða líklega snar þáttur í menning- arsögu hverrar þjóðar. SLANGURORÐABÓKIN Fyrir nokkrum árum kom út bók sem bar titilinn Slang- urorðabókin og leituðust höf- undar hennar við að koma þeim íslenskum orðum á bók sem ekki höfðu komist á blað í orðabókum, enda voru þau flest hver tiltölulega ný af nál- inni, og þá ekki síst brúkuð utangarðs. Einn höfundur bókarinnar var Mörður Árna- son málfræðingur. „Upphafið að Slanguroröa- bókinni var það að við vorum nokkrir félagar að vinna við Orðabók Háskólans og rák- um okkur á að mörg orð, sem við höfðum heyrt og fannst skemmtileg og athyglisverð, höfðu hvorki verið rannsök- uð né komist á blað í orða- bókum," segir Mörður. FELUORÐ HAFA ALLTAF VERIÐ TIL „Það verður að segjast til skýringar að slangur er eitt en slettur annað, en mönnum hættir til að setja þessi fyrir- bæri undir sama hatt," segir Mörður. „Slettur eru almennt fyrir- bæri og geta átt við öll svið tungumálsins og eru lán úr erlendum tungumálum sem ekki hafa verið viðurkennd. Slangur er hinsvegar óhefð- bundið orðfæri, sem tengist oft ýmsum hópum eða at- vinnugreinum, og er auk þess til um marga þessa við- kvæmari þætti mannlífsins, svo sem heiti yfir kynlíf, skemmtanir og svo framveg- is. Slík feluorð hafa alltaf ver- ið til." LÍKINDI MILLI BLÓTS OG KLÁMS „Bölv og ragn eru síðan einn þátturinn enn. Það eru aðallega guðlast og nöfn á hinum vonda, en það er til- tölulega þröngt svið," segir Mörður. „Það eru ákveðin tengsl og líkindi á milli þess að blóta og þess að klæmast, en á íslandi hefur þetta aldrei gróið sam- ÚR ÍSLENSKRI FÚKYRÐAFLÓRU Djöfulsins Fjárinn Andskotinn Bévítans Ansans Hurðalaust helvíti an, eins og í mörgum kaþ- ólskum tungumálum. í nýrri útgáfu Orðabókar Menningarsjóðs er töluvert af slangri tekið með og það var ekki síst fyrir tilstuðlan Slang- urorðabókarinnar. Ekki má síðan gleyma Samheitabók- inni, en þar eru meðal annars ýmis samheiti yfir erlent klám, og er sú bók kjörin fyr- ir þýðendur sem glíma við slíkan texta. Maður verður auðvitað var við vissan vandræðagang hjá þýðendum í þessum efnum. Það á einkum við um slangur og grín, en þau orð og orða- sambönd er einna erfiðast að þýða og reyna mest á þýð- andann. Enda á það við um slangur að það getur bæði fest sig í sessi í tungumálinu eða úrelst á nokkrum árum," sagði Mörður Árnason. JESÚS KRISTUR OG FJÁRINN PRESSAN spurði nokkra þýðendur hvort þeir hefðu ratað í vandræði tengd þessu efni við þýðingar á banda- ÚR AMERÍSKRI FÚKYRÐAFLÓRU Dickbrain You cocksucking son of a bitch Fucking asshole Shithead Motherfucker Fuckface rísku efni. Fyrstur fyrir svör- um varð Guðni Kolbeinsson: „Einhvern tímann þýddi ég „Jesus Christ" sem „fjárinn", en það var notað sem blóts- yrði af mælandanum. Skömmu eftir það hringdi til mín reiður maður og fannst illa vegið að guðdóminum," sagði Guðni. En nú virðist broddurinn í mestu hnjóðsyrðahrinunum ekki skila sér í íslensku þýð- ingunni? „Það vill verða og það hef- ur og verið stefnan hjá Ríkis- sjónvarpinu að draga úr ruddaskapnum. Það hefur auðvitað vankanta, því það segir sig sjálft að ef einhver persóna i mynd er gróf ætti það að skila sér í textanum." FÁBREYTILEG BLÓTSYRÐAFLÓRA „Það er einnig auðvelt að rata í ógöngur með bandarísk blótsyrði, því að þau hafa oft og tíðum kynferðislega skír- skotun í íslenskri þýðingu og flokkast strangt til tekið undir klám, en þessari skírskotun hafa þau glatað i enskri tungu og eru notuð í hvaða sam- hengi sem er,“ sagði Guðni. „Annars verður að spila þetta mest af fingum fram, en þegar yfir heildina er litið má segja að íslendingar eigi sér fremur fábreytilega blóts- yrðaflóru. Þetta eru ekki nema nokkur nöfn sem ná yf- ir höfðingjann í neðri byggð og vistarveru hans," sagði Guðni Kolbeinsson. RITMÁL OG TALMÁL TVENNT ÓLÍKT „Það er fulit af þessum orð- um merkingarlausar upp- hrópanir eins og til dæmis „fuck you“. Þeim hortittum er hreinlega hægt að sleppa," sagði Gunnar Þorsteinsson þýðandi. „En stefnan er sú að reyna að milda öll klúryrði og blóts- yrði," bætti hann við. „Á íslandi hefur þetta aldrei gróið saman, eins og í mörg- um kaþólskum tungumálum," segir Mörður Árnason um tengslin á milli bölvs og kláms. Það er Ijóst að þrátt fyrir að íslenskt mál sæki smám sam- an í sig veðrið hvað varðar klám og blót munu skjátexta- lesendur varla eiga von á að fá munnsöfnuð söguhetjanna íslenskaðan inn í stofu. Það er staðreynd í þessu sambandi að talmál og ritmál eru tvennt ólíkt og það, sem í töl- uðu máli er harla saklaust, getur orðið argasta klám á prenti. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.