Pressan - 21.11.1991, Blaðsíða 4
4
Gau»‘num
' *»'• .
.. -1 ...
Dav & AÆgh
■ Gaukurinn hélt sína árlegu
■ afmælishátíð með mat og ííneríi,
Bnokkrar hljómsveitirH
komu íram og varð ég ekkilSppjn
^ntið hissa þegar ég heyrði í Sú Ellen.l^t J
Þeir voru með frábaerlega skemmtih-glpyW*
lagaval og söngvarinn hafði þrælgóðaH
rödd, en mest kom mér þó á óvartH
hljómborðsleikarinn; hann minnti migUK
óneitanlega á gamlan og góðan vin á okkargpjrW*!
yngri árum, Kar! Sigtryggsson heitinn.Pja&rTj
Annars er víst alltaf fjör á Gauknum ogi|
lifandi músík alla daga. 1 \
i(M
■MM
fm
« ,9
© c w
Jæja, þá fer að líða að jólum, þessari
yndislegu hátíð þegar fóik á aö lifa saman
í sátt og samlyndi, fara í kirkju og vera
gott hvað við annað. En kapphlaupið í
okkur íslendingum vill oft skemma þessa
fjölskylduhátíð. Spurningin er: Á maður
að flýja land og sleikja sólina á erlendri
strönd eða skíða í Ölpunum? Ég var að
spekúlera íþví sísvona hvort það kæmi
ekki ódýrar út en allt pakkastandið og
glysið og fara svo ein í kirkju á
aðfangadag, því enginn hefur tíma. Nú,
en fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að
gefa mæðrum sínum eða kærustum þá
mæli ég eindregið með alveg stórgóðum
silkislæðum sem fást í íslensku
óperunni. Því ekki að gera tvöfalt
góðverk; gleðja þann sem manni þykir
vænt um og styrkja óperuna um leið?
Slæðurnar eru hið mesta djásn, einn af
þessum hlutum sem allar konur langar í.
Þessa gersemi létu hinar frægu Wathne-
systur hanna sérstaklega fyrir íslensku
óperuna af færustu hönnuðum til
styrktar óperunni.
Bíó-mjólkin e. .. ai pessum
stórgóðu uppfinningum. Meðfædd-
ar manninum eru Bifidobacterium
Bifidum, sem lifa í ristli, og
Lactobacillus Acidophilus, sem eru
i smáþörmum. Auk þess að hjálpa
líkamanum við að fullnýta holl efni
fæðunnar gegna þessar örverur
lífsnauðsynlegu forvarnarhlutverki í
meltingunni. Þær gefa frá sér efni
sem hindra vöxt og draga úr virkni
skaðlegra baktería, draga úr mynd-
un ensíma sem virðast örva mynd-
un krabbameins í meltingarfærum,
minnka meltingartruflanir af völd-
um streitu og breytinga í mataræði
og draga úr þarmabólgum og sum-
um lifrarsjúkdómum. — Það er
vissara að passa upp á þetta allt
saman og ég mæli eindregið með
þessari mjólkurafurð fyrir börnin í
skólann — að minnsta kosti góð
forvörn. Nú, svo fyrir okkur, þetta
fólk sem alltaf er út um allt, er
þetta besti drykkur jafnt í hádeginu
sem á morgnana. Ég mæli eindreg-
ið með þessum holla og góða
drykk.
oj
<3>o
Rabbi Uppselt var á tónleikana hans Rabba, en þar voru
samankomnir góðvinir hans og aðdáendur. Til hamingju, kæri
vinur, og gangi þér vel í baráttunni. Við stöndum öll með þér.
Á L I N
svo er það Sálin hans Jóns míns að koma með nýja plötu og ég
hleraði að þeir væru með útgáfutónleika í Tunglinu í kvöld.
Úllalla, það held ég stelpurnar eigi eftir að væla! Annars gengur
orðrómur um bæinn að Guðmundur, þessi dökkhærði sexí,
við heimsfræga konu!!!
Listin að lifa er nýjasti
ilmurinn á svæðinu í dag.
Ekki nóg með að hann sé
óvenju rómantískur, heldur
er hægt að taka gullmolana
af glösunum eftir að þau
tæmast og láta búa til
eyrnalokka eða hálsmen; í
töppunum er 18 karata
gylling! Það er ýmislegt
hægt að gera i dag.
Vorið er komið
'SF|RDINGur
og ævintýri hans
í Reykjavík
Vorið er komið og grund-
irnar gróa. segir i gömlu
kvæði. Allt þetta hafði nú
dunið yfir okkur Keimar og
lífið var dásamlegt. Skólinn
var búinn og við valhoppuð-
um arm i arm um götur og
torg í sólskini og hlíðu og
sungum bibbidí babbidi bú.
Kitt og annað hafði á daga
okkar drifið þessa seinustu
mánuði vetrar. Keintar hafði
selt Kadilakkinn. Hann hafði
komist að þeirri niðurstöðu
eftir mikil þankabrot að bíll-
inn væri of dýr í rekstri. Með
lagni hafði hann komið hon-
um í góðan pening og keypt
bil hjá sölunefnd varnarliðs-
eigna. Við vorum lunknir
þar. Við sendum slatta af til-
boðum og skrifuðum ýntsa
ættingja fyrir. Síðan sógðum
við þvert nei niður skalann.
Vitaskuld var þetta töluvert
rísíkó en það hafðist og
Keimar hreppti bílinn, IHmti-
ae 195».
Þó svo að ég (æki mér tugi
kafla i þessari sögu. sem er
dæmigerð hispurslaus og
hreinskilin islensk ævisaga,
— því hvernig á ég, Jónas Jo-
nes, ættaður frá Kansas og
vel má vera að galdrakarlinn
í Oz sé afi minn. að kljiífa
;evi mina frá ævintýrum
Keimars —, þá gæti ég aldrei
lýst með orðum hve gífur-
lega flottur svarti Pontiacinn
var. Hann var eins og geim-
skutla á hjólum. Hann var
eins og Batmóbílinn. Hann
var eins og svartmálaður
svifnökkvi í bæjarferð.
Kramsætið eitt var eins og
fyrsti bekkur á bíó. Hjólbarð-
arnir sátu styrkir á götunni
með hvítum hringjum eins
og breiðþotudekk. Mæla-
borðið glampaði eins og
djásn undir gleri i skart-
gripabúð. Átta snjóhlébarð-
ar höfðu lagt til áklæði í sæt-
in. Kinn lítill gulur tígur lá
undir afturrúðunni. geggjað-
ur til augna. Það var einung-
is einn vandi. Bíllinn eyddi
hálfu meira en sá gamli. eða
á að giska <>() lítrum á hundr-
aðið.
Keimari var nokk sama
Nú ók hann með stíl. Nú ók
um við báðir með stíl. Stelp
ur settust klofvega upp
húddið ef þ«‘r fengu ekki far
Við skriðum rúntinn og lit
um tæplega út um gluggam
á pöpulinn. Kg var ekki kom
inn með hílpróf og fékk aldr
ei að keyra heldur sat í aftur
sætinu með gítar og tók
nokkur vinnukonugrip og
öskraði; I ean’t get no satis-
faction. Kinu sinni hrækti
gutti á húddið og ég elti
hann hálfan bæinn á harða-
hlaupum og náði honum
uppi i Fischersundi og rétti
honum lauflétt spítalavink.
Já, vorið var komið. Sólin
ætlaði að sundrast yfir okk-
ur. Við höfðum allt það vín
og vændi sem við gátum
ráðið við. Við höfðum ekki
snert á námi eftir áramótin
heldur dundað við að pússa
bilinn öllum stundum. Út-
koman um vorið var vægast
sagt slök.
Nokkru fyrir hvitasunnu
sátum við niðri við sjó og
horfðum út á hafið. Sjórinn
vaggaði þungur fyrir framan
okkur í bliðunni eins og
ávaxtasafi í dós. Nokkrar
rottur voru að skjótast á milli
glampandi steina og við
höfðum koinið okkur upp
góðum birgðum af grjóti til
að drita á þær en vorum fer-
lega óhittnir. Við röltum nið-
ur í fjöru og fórum að fleyta
kerlingar. Við vorum staur-
blankir og hvorki Kiki
Strandamaður né nokkur
annar vildi lána okkur
finunaur eftir að við höfðum
rúllað núllunum heim frá
skólanum með gjörðum.
Keimar þeytti steini sem
virtist ekki ætla að stoppa
fyrr en úti í Viðey.
— Lífið er fúlt frændi.
sagði hann. —■ Skólastjórinn
hefur af okkur stóran pen-
ing. — Hvað er mikið á
tanknum? spurði ég.
— Kétt nóg til að murra
inn á næstu bensinstöð mað-
ur. sagði Keimar. Hann hristi
hausinn þegar ég hafði þeytt
steini og sótti sér nýjan.
— Svona áttu að fara að
þessu, Nasi. sagði hann áður
en hann grýtti en mistókst.
Hann settist á stein.
— Hvitasunnan um næstu
helgi og við erum báðir
staur.
— Allt skólastjóranum að
kenna. sagði ég.
— Skólastjórinn er naut-
heimskur. sagði Keimar.
— Hann situr öll kvöld
heima og er að revna að
troða flugvélakubb ofan i
skiptagatið í púsluspilinu
sem kellingin hans setur fyr-
ir hann á meðan hún les Ált
for Damerne.
— Allir ætla út úr bænum
um helgina með sprútt og
fínt fínt, sagði ég — og við
verðum að hanga heiina.
Þetta er hræðilegt.
Já. þetta var hræðilegra
en svo að það væri til að
þola. Við sátum þarna dapr-
ir góða stund. Fullur Færey-
ingur. sem var að mála skút-
una sína í fjörunni. kom og
vildi spjalla við okkur. en við
vorum ekki i standi til að
gantast við hann. — Sjerap.
sjerap, sagði Reimar þreytu-
lega.
— Veistu hvað kom fyrir
þennan gaur í hitteðfyrra?
spurði ég. — Hann var hér
að gluða farfa á fleytuna og
hvað heldurðu að byrji þá að
gubbast út úr skólprörunum.
— Minnstu ekki á það
frændi. Minnstu ekki á það.
— Peningur. sagði ég.
— Kinhver brjálæðingur
hafði sturtað aleigunni niður
um klósettið, hundraðkall-
arnir lágu hér og hvar út um
allar (jörur.
— Nasi, sagði Reimar. —
Þú þarft ekki að segja meira.
Ólafur Gunnarsson