Pressan - 21.11.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 21.11.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 21 \ 01VUI Geysimikil sala á heimilistölvum Þaö má læra peningaspil á tölvu samkvæmt kennslufor- riti frá Námsgagnastofnun. Kennsluforrit fyrir tölvur Ffá Marteini mús til fiárhættuspils Námsyuynustofnun hefur nú á bodstólum nokkurt úr- vul kennsluforritu. Flest eru þuu afrukslur sumstarfs Reiknistofnunur Húskóluns. Númsgagnaslofnunar og menntumúlarúduneytisins um þýdingu og útgúfu ú kennsluforritum. Um helm- ingi forritanna er dreift á veg- um tölvunefndar norrænu rádherranefndarinnar. Þau eru misþung og henta því hædi grunnskólum og fram- haldsskólum. Nefna má forritið Fjarvídd til kennslu i myndmennt sem er hugsað sem hjálpartæki við að öðlast þekkingu á fjar- víddarlögmáli. Einnig fæst kennsluforrit i líkindareikn- ingi og annað til þjálfunar í margföldun. Svo er einnig boðið upp á forritið Höfuð- stól þar sem hægt er að búa til líkön sem lýsa sparnaði, af- GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Ég ú enga lölvu og er hrœddur viö tölvur. Tek á mig nokk- urn krók til aö komasl framhjá þeim. Hins vegar á konan mín lölvu heima og nolar hana i sambandi viö kennsluna. Ég nýt þvi góös af, ef ég þarf uö vera meö skrifaöa rœöu eöa semja blaöagrein, því þá ger- ir hún þaö fyrir mig aö fœra þetta inn á tölvuna. Ég foröa mér þá alltaf út úr herberginu á meöan. Eg held nefnilega aö ef ég snerti á tölvunni þá muni ég bœöi eyöileggja hana — þó ekki af ásetningi — og slasa sjálfan mig. Konan telur aö ég sé hálfgeröur steinaldarmaöur aö vilja ekki laera á þetta og er alllaf aö bjóöast til aö kenna mér. Þaö er í einu skiptin sem ég svara tómum illindum ef hún er aö bjóöa mér eitthvaö. Tolvueinn heimila hér er sú mesta í heimi borgunum og fleiru. Það kæmi sér eflaust vel fyrir fleiri en skólanema. Þá má geta þess að fyrir nokkrum árum gaf Námsgagnastofnun út kennsluforritið Hermi- líkön þar sem nemendur geta meðal annars þjálfað sig í að spila upp á peninga í rúllettu. Marteinn mús nefnist eitt forritanna sem er ætlað neðri bekkjum grunnskólans og þjálfar ákveðna þætti móður- máls svo sem stafrófsröðun, samheiti og andheiti. Einnig er til kennsluforrit fyrir börn með skertan málþroska og annað til að búa til mynda- sögur. Loks má nefna Kennsluþjóninn sem er til að semja þjálfunar- og upprifjun- arverkefni af ýmsu tagi svo sem í stærðfræði, stafsetn- ingu, málfræði og tungumál- um. Sulu ú svonefndum heimil- 1 istolrum er meiri hérlendis en dæmi eru um i núlægum londum miöaö viö hina hefö- hundmi höföatölu aö sögn tölrusala. Sumir þeirra lóku sro djúpt i árinrii aö fullyröa. aö tolrueign ú heimilinum ra-ri ulgengun hér en i nokkru ööru lundi i víöri ver- öld. Viö værum langt ú und- an öörum þjóöum i þessum efnum. Sala ú heimilistölvum er mikil og stööug og kau/r- endur ú öllum uldri. Allt frú hornum og unglingurn upp i fólk ú niræöisaldri sem er aö kuupa sinu fyrstu tölru. Þegar fólk kaupir tölvu í fyrsta sinn er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Margar tegundir tölva eru í boði með mismunandi möguleikum. Gott er að hafa með í ráðum einhvern sem hefur nokkra þekkingu á tölvum þegar ráð- ist er i að kaupa slíkan grip. Algengt verð á nýjum tölvum er um 130 þúsund krónur með hugbúnaði og þvi sjálf- sagt að kynna sér vel hvað í boði er áður en gengið er frá kaupum á tölvu. TIL HVERS Á AÐ NOTA TÖLVUNA? Aður en farið er af stað að skoða tölvur þarf hver og einn að svara sér þeirri spurningu til hvaða nota tölv- an er ætluð. Að öðrum kosti kann svo að (ara að Jóna Jónsdóttir sem ætlar að nota tölvu sem góða ritvél festi kaup á búnaði sem hentar betur til kontórvinnu í hundr- að manna fyrirtæki. Þarfir heimilanna eru mjög mismunandi á tölvusviðinu. Sumir koma með verkefni úr vinnunni til að sinna þeim heima og þar eru unglingar sem vilja vinna heimaverk- efni á tölvuna og svo krakkar sem sækja í tölvuleiki. Þvi þarf að byrja á að gera sér grein fyrir því hver þörfin er og haga tölvukaupunum í samræmi við það. „Algeng- ast er að fólk noti tölvu sem góða ritvél." sagði Sveinn Orri hjá Apple-umboðinu i Skipholti. Til viðbótar rit- vinnslu væri svo algengast að nota tölvu sem töflureikni og gagnagrunn. Þetta ætti raun- ar einnig við á almennum vinnumarkaði og notagildið sameinaðist i einni og sömu tölvunni. Munurinn á heimil- istölvu og tölvu sem notuð væri úti í fyrirtækjum lægi ekki síst í því að fyrirtækin þyrftu mun hraðvirkari tölv- ur þar sem tíminn skipti miklu máli. LÍTUR OG HARÐUR DISKUR? Eitt af því sem tölvukaup- endur þurfa að gera upp við sig er hvort kaupa á tölvu með svart/hvítum skjá eða litaskjá sem er dýrari. Það er óþarfi að kaupa litaskjá þegar nota á tölvuna svo til ein- göngu við ritvinnslu því text- inn er prentaður út í svörtu. Ef ætlunin er hins vegar að slappa af með tölvuleikjum Það er áríöandi að gera sér grein fyrir þvi til hvers fólk ætlar að nota tölvu áður en það geng- ur frá kaupum á sliku tæki. milli textavinnu vilja flestir hafa litina. Nú er orðið algengast að fólk kaupi tölvu með svoköll- uðum hörðum diski að sögn Sveins Orra en á honum er geymt það sem unnið er á tölvuna. Þetta er því nokkurs konar lager sem hægt er að sækja í það sem búið er að vinna hvenær sem er. Hægt er að velja um mismunandi stórt geymsluminni en harði diskurinn ætti hið minnsta að hafa 20 megabyte (MB). Það þýðir að á disknum er pláss fyrir 20 milljónir tákna sem er meira en nóg til heima- brúks. Hins vegar eru íslend- ingar stórtækir á þessu sviði sem öðrum og kaupa því helst ekki minna en 40 mega- byte vélar. Til að tölvan komi að tilætl- uðum notum þarf svo að kaupa prentara með til að unnt sé að fá á blað það sem unnið er á tölvuna. Nú er einna mest keypt af svo- nefndum bleksprautuprent- urum til heimilisnota eftir að þeir lækkuðu umtalsvert í verði í stað nálaprentara áð- ur. Þessir prentarar eru fyrir- ferðarlitlir, gæði prentunar eru mjög mikil og þeir eru nær alveg hljóðlausir. Nála- prentarar eru hins vegar not- aðir þar sem þarf til dæmis að prenta í þríriti svo sem á gíró- seðla. NOTAÐAR TÖLVUR Á GÓÐU VERÐI Viðskipti með notaðar tölv- ur hafa færst mjög í vöxt. Þær er oft hægt að fá á hagstæðu verði í verslunum sem eru með slíkar tölvur á boðstól- um eða gegnum auglýsingar. Meðal verslana sem selja not- aðar tölvur er Tölvurikið á l-augarásvegi. Þar fengust þær upplýsingar að við verð- lagningu væri reynt að miða við að selja notaðar tölvur 30—50% ódýrar en nýjar tölvur kostuðu af sambæri- legri gerð. Þeir sem festa kaup á notuðum tölvum eru bæði þeir sem eru að kaupa tölvu í fyrsta sinn svo og þeir sem eru að kaupa viðbótartölvu eða stækka við sig. Einnig er algengt að eigendur leikja- tölva vilji fá sér tölvu með meira notagildi. Þeir sem selja tölvur á þessum mark- aði gera það af ýmsum ástæðum. Má þar nefna að sumir tölvueigendur komast að raun um að tölvurnar sem þeir keyptu af brýnni nauð- syn eru sáralítið notaðar þeg- ar allt kemur til alls og vilja því koma þeim í verð. Aðrir eru að kaupa nýjar fullkomn- ar tölvur eins og gengur. Tölvuríkið prófar á verkstæði allar tölvur sem þangað koma i sölu og reynir þannig að koma í veg fyrir að fólk kaupi köttinn í sekknum. SPYRJIÐ í ÞAULA Við kaup á tölvu gildir það sama og um kaup á svo mörg- um öðrum hlutum. Spyrjið sölumenn í þaula um allt sem upp í hugann kemur varð- andi tölvuna og notkun hennar. Berið saman verð. gæði og möguleika hinna ýmsu legunda og gerða í samráði við einhvern sem hefur einhverja kunnáttu á þessu sviði. Þróunin á tölvu- sviðinu er afar hröð og ógerningur að geta sér til hvað framtíðin ber í skauti sinu í þeim málum. Hins veg- ar er engin hætta á að þeir sem kaupa tölvu í dag sitji uppi með úrelt tæki á morg- un. Sá sem alltaf er að bíða eftir því nýjasta í tölvufram- boði kaupir aldrei tölvu, þvi nýjungar koma stöðugt fram. SVAVAR GESTSSON Tölvuna heima nota ég einkum þegar um aö- kallandi verkefni er aö rœöa sem ég þarf aö vinna á kvöldin. Þaö eru leikir í henni sem ég gríp stundum í, svo sem aö leggja kapal og tefla skák. Þaö er misjafnt hvernig mér gengur í skák viö tölvuna, en þaö má nú stilla hana á mismunandi vegu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.