Pressan - 21.11.1991, Side 7

Pressan - 21.11.1991, Side 7
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 21. NÓVEMBER 1991 7 KÆRIR FYRRUM TBHGDAFÖRÍÍ SINN FYRIR Ágúst Kristmanns heildsali. Hann hefur verið kærður og sakaður um að hafa stundað tollsvik um árabil. MlliJSNR T0LL8VIKI Rannsóknarlögreglan og ríkistollstjóri hafa til rannsóknar kœrur á hendur Ágústi Kristmanns heildsala. Hann er sakaður um að hafa skráð snyrtivörur sem umbúðir í innflutningsskjölum og komist með því hjá háum tollum. Lacoste-snyrtivörur. Snyrtivörur voru með umboð fyrir þessar vörur sem og margar aðrar. Nú hafa aðrir umboðsmenn tekið við þessum umboðum. Rannsóknarlögreglu ríkisins og ríkistollstjóra hafa borist kærur á hendur Ágústi Kristmanns heild- sala. Kærandinn, fyrrum tengda- sonur Ágústs, segir að Ágúst hafi svikist undan að greiða milljónir króna i tolla, aðflutningsgjöld og vörugjöld. Kærandinn, Atli Már Jós- afatsson, keypti fyrirtækið Snyrti- vörur af Ágústi, en þegar kaupin voru gerð voru þeir tengdafeðgar. Fyrirtækið er nú hætt rekstri. Þá er Ágúst sakaður um ólögleg- an innflutning og útflutning á snyrti- vörum. Eins og áður sagði eru kær- urnar á hendur Ágústi til meðferðar hjá rannsóknarlögreglu og ríkistoll- stjóra. í kærunni er því haldið fram að tollpappírum. eða erlendum vöru- reikningum, hafi verið breytt áður en vara var leyst úr tolli. Það á að hafa verið gert með þeim hætti að litavöru, þ.e.a.s. varalit og nagla- lakki, hafi að stórum hluta verið breytt í umbúðir. Það hafi verið gert til að komast hjá tollum og aðflutningsgjöldum, sem samtals voru 115 prósent. Um- búðir eru tollfrjálsar og bera aðeins aðflutningsgjöld, þrjú prósent. Því er haldið fram að Ágúst Krist- manns hafi komist yfir óútfyllta vörureikninga frá erlendu fyrirtækj- unum og fyllt þá út með allt öðrum hætti en raunverulegir vörureikn- ingar eru fylltir út. Með þessu hafi hann komist hjá miklum innflutn- ingsgjöldum og tollum. PRESSAN hefur aflað sér gagna um þessar ásakanir. Þar er að finna pappíra frá sömu fyrirtækjum i tveimur ólíkum útgáfum. Dæmi er um að mismunurinn á gjöldunum sé allt að 200 þúsund krónum. Þetta eru þungar ásakanir. Sem fyrr er getið eru kærurnar til með- ferðar hjá rannsóknarlögreglu og ríkistollst jóra. Kæran til rannsóknarlögreglunn- ar barst þangað fyrir fáeinum dög- um en kæran til ríkistollstjóra er ein- hverju eldri. Það kemur ekki í ljós fyrr en þessum rannsóknum er lok- ið hvort grunur Atla Más reynist á rökum reistur. Ef marka má pappír- ana sem PRESSAN hefur undir höndum er hér um verðugt rann- sóknarefni að ræða. FLUTTl VÖRUNA INN OGAFTURÚT Eftir að kaupin voru gerð með Snyrtivörur gerðu þeir tengdafeðg- ar með sér samkomulag. Eftir því sem best verður séð var samkomu- lagið á þá leið að Atli Már keypti fyr- irtækið með allri viðskiptavild hér á landi. Ágúst sagðist hins vegar hafa heimild til að flytja nokkur vöru- merkjanna hingað til lands og selja þau aftur til annarra landa. Þannig gekk þetta fyrst eftir kaupin. Ágúst seldi mest til Hong Kong. Það var talsverðu síðar að Atli Már var á ferðalagi erlendis og heimsótti þá meðal annars nokkur þeirra fyrirtækja sem hann var um- boðsmaður fyrir. Þar var hann yfirheyrður um hvað væri að gerast á íslandi. Spurn- ingar höfðu vaknað vegna þess hversu mikið var selt til íslands. Magnið þótti ótrúlegt í Ijósi þess hversu markaðurinn hér er lítill. Atli Már kunni engin svör önnur en þau að Ágúst seldi meirihluta þess sem keypt væri til annarra landa. Þær skýringar féllu ekki i góðan jarðveg og fljótlega kom í Ijós að slíkt var með öllu óheimilt. LÆGRA VERÐ TIL ÍSLANDS Vegna þess hversu háir tollar eru á þessari vöru hér á landi hafa fram- leiðendurnir veitt mikinn afslátt, til að hægt sé að selja vöruna hér. Að öðrum kosti væri hún svo dýr hér að fáir eða engir hefðu efni á að kaupa. Þess ber einnig að geta að stóru snyrtivöruframleiðendurnir keppa að því að vara þeirra kosti mjög svipað alls staðar. Það er einmitt þetta sem Ágúst Kristmanns er sakaður um að hafa hagnýtt sér. Mikill afsláttur erlendis frá gerði honum kleift að keppa með vöruna í þeim löndum þar sem engir tollar eru og varan því seld á allt öðru verði frá framleiðanda en hingað til lands. Eftir að erlendu framleiðendurnir komust að því hver skýringin var á þessari miklu sölu til íslands var séð til þess að „útfhitningur" á frönsk- um snyrtivörum frá íslandi stöðvað- ist. VARÐ AÐ KAUPA ALLA VÖRUNA Atli Már var neyddur til að kaupa allar þær vörur sem Snyrtivörur höfðu pantað, en meirihluti pantana var vegna Hpng Kong-viðskipta fyrri eiganda, Ágústs Kristmanns. Atli Már heldur þvi fram að þetta hafi riðið fyrirtækinu að fullu. Hann hyggst höfða miskabótamál á hendur fyrrum tengdaföður sín- um vegna þessa. Þeir hafa lengi átt í illdeilum út af samskiptunum vegna fyrirtækisins og talast varla við öðruvísi en fyrir milligöngu lög- manna, og þá skriflega. VEIT EKKERT UM ÞETTA „Ég hef ekki frétt þetta," sagði Ág- úst Kristmanns þegar PRESSAN ræddi við hann. „Ég kannast ekkert við þetta. Ég kem af fjöllum." Nú hef ég sagt þér lauslega frá þessu. Huad geturdu sagt um þad sem á þig er boriö? „Ég get ekkert sagt án þess að kynna mér það frekar. Mér þykir skrítið að hafa ekkert fengið að vita. Ég er undrandi á þessu," sagði Ágúst Kristmanns og bætti við aðspurður, að hann gæti ekki á nokkurn hátt tekið undir þessar sakargiftir. „Þessu máli hefur verið valin önn- ur leið i gegnum f jölmiðla og ég vil halda mig við þann vettvang sem málið er á," sagði Atli Már Jósafats- son. FYRRUM SÍGARETTUKÓNGUR Ágúst Kristmanns hefur víða komið við. Fyrir fáeinum árum skaust hann upp á stjörnuhimin ís- lensks viðskiptalífs. Hann er um- boðsmaður fyrir frönsku Royal- sígaretturnar, sem náðu ótrúlegri markaðshlutdeild fyrir nokkrum ár- um. Sígaretturnar fást enn hér á landi en sala þeirra hefur dregist verulega saman. Um tíma náðu þær að skjót- ast fram úr öllum öðrum sígarettu- tegundum. Sigurjón Magnus Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.