Pressan - 21.11.1991, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991
GREIDDI
MILLJOI
KRÓNAI
Snæfellingur hf., hið nýja útgerðarfyrirtæki bæjarsjóðs 01-
afsvíkur, hefur tryggt sér alla þrjá báta Tungufells hf. Eins og
PRESSAN greindi frá síðastjiðið vor voru mikil átök um sölu
bátanna frá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur yfir til Tungufells. Hrað-
frystihúsið er gjaldþrota og helstu eigendur þess eru einnig
eigendurTungufells. Það fyrirtæki keypti bátanaskömmu fyrir
gjaldþrotið.
Landsbankinn hefur kært Ólaf Gunnarsson, fyrrum stjórn-
arformann Hraðfrystihússins, og fálaga hans til rannsóknar-
lögreglu vegna málsins.
Hið nýja fyrirtæki, Snæfellingur, hefur fallist á að greiða 110
milljónir króna í bætur til þrotabúsins og með því tryggt sér að
ekki verði höfðað riftunarmál vegna bátakaupanna. Þá keypti
Snæfellingur hluta þrotabúsins í Tungufelli fyrir tvær milljónir.
Áður hafði Snæfellingur greitt Ólafi Gunnarssyni og félögum
34 milljónir króna vegna bátanna þriggja og yfirtekið skuldir
upp á 275 milljónir.
Álls hefur Snæfellingur því greitt 420 milljónir króna fyrir
bátana þrjá, Garðar II, Gunnar Bjarnason og Tungufell. Bátun-
um fylgir rúmlega 1.700 tonna þorksígildiskvóti, sem kostar í
varanlegri sölu um 350 milljónir króna. Því má segja að Snæ-
fellingur hafi greitt 70 til 80 milljónir fyrir bátana og afganginn
fyrir kvótann. Með þessu á að vera tryggt að bátarnir verði um
kyrrt í Ólafsvík.
HSÍ SELDR HM 95 TIL AÐ
LOSNA VIÐ SKULDIRNAR
Þau sjónarmið innan Handknattleikssambandsins sem
PRESSAN skýrði frá í sumar og haust hafa nú orðið ofan á.
Blaðið sagði þá frá hugmypdum forystumanna sambandsins
um að losa sig við Jún Hjaltalin Mat(nússon. formann HSÍ, og
bjóða ríkisstjórninni að hætta við HM '95 gegn því að ríkissjóð-
ur hjálpaði sambandinu út úr fjárhagserfiðleikum sínum.
Ríkisstjórnin hefur nú mótað afstöðu sína. Hún er ekki tilbú-
in að hjálpa HSÍ á neinn hátt ef sambandið heldur fast við að
halda keppnina. Eina leið sambandsins virðist því vera að gefa
hana upp á bátinn til að minnka á líkurnar á að fara í gjaldþrot.
Þar sem þessi niðurstaða liggur fyrir má búast við að þeim
sambandsstjórnarmönnum, sem hafa viljað refsa Jóni Hjalta-
lín fyrir háskalega stöðu sambandsins, vaxi fiskur um hrygg.
Sambandsstjórnarfundur verður haldinn um helgina.
HVÍTA HÚSIÐ
GRÆÐIRÁ
NÝJD
DAGDLJ
Þrátt fyrir að aðstandendur Nýmælis séu orðnir hálftvístíg-
andi varðandi útgáfu nýs dagblaðs vinna G'unnar Steinn Púls-
son og hans fólk í Hvíta húsinu á fullu að hönnun hins nýja
blaðs. Aðrir í hópnum, meðal annars Þorgeir Baldursson í
Odda og sumir stjórnarmanna Stöðvar 2, eru hins vegar komn-
ir með hugann nær helgarblaði.
Samkvæmt áætlunum um kostnað við útgáfu nýs dagblaðs
á kostnaður við hönnun þess að verða um 16 milljónir. Þeir
fjármunir munu sjálfsagt renna til Hvíta hússins. Þá er gert ráð
fyrir hönnun á haus blaðsins og bréfsefni. Auglýsingaherferð
blaðsins á að kosta um 20 milljónir og opnunarhátíð um 3 millj-
ónir.
Hvíta húsið hefur því mikinn hag af því að blaðinu verði
hleypt af stokkunum.
Frá Keflavíkurflugvelli.
Þrír hermenn á Keflavíkurvelli voru kærðir fyrir nauðgun
HERMENNIRNIR EKKI
ÁK/BIBIR MtÁTT FYRIR
fiRUN RNI NfUIBGIIN
Símon Ólason, lögmaður konunnar sem kærði hermennina, segist
undrandi á að saksóknari hafi hætt málinu þar sem hann telur allt
benda til að tveir mannanna hafi nauðgað konunni. Egill Stephen-
sen, fulltrúi ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið hægt að
ákæra mennina.
Rimnsóknarlögreglau á
Keflavíkurflugvelli hafði til
rannsóknar nauðgunarka'ru
á hendur þremur þeldökkum
hermönnum í Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Kftir að
rannsókn lauk voru emba-tti
rikissaksóknara send rann-
sóknargögn málsins. Ákvörð-
un saksóknara var að ákæra
mennina ekki. Lögmaður
konunnar. sem ka*rði nauðg-
unina, segist undrandi á þess-
ari ákvörðun. Fulltrúi sak-
sóknara segir hins vegar að
ekki hafi verið lagaheimild til
útgáfu ákæru.
Atburðirnir sem deilt er um
í þessu máli áttu sér stað á
Keflavíkurflugvelli 9. sept-
ember. Konan er um þrítugt.
VITNISBLRÐUR
KONUNNAR
Konunni segist svo frá að
hún hafi farið með vinkonu
sinni inn á Keflavíkurflugvöll
í þeim erindagjörðum að
heimsækja einn mannanna
þriggja. Konan þekkti engan
mannanna fyrir heimsókn-
ina.
Þegar þær komu inn til
mannsins voru þar tveir her-
menn fyrir. Fólkið sat allt við
drykkju. Kftir nokkra stund
yfirgaf vinkonan heimilið og
því varð konan eftir ásamt
mönnunum þremur.
Hún segir að nokkru siðar
hafi mennirnir þrir neytt sig
til samfara. Þ.e.a.s. einn þeirra
hélt henni nauðugri á meðan
hinir tveir komu vilja sínum
fram. Konan segir mennina
tvo hafa haft við sig samfarir
gegn vilja sínum.
Kftir atburðinn segist hún
hafa sofnað. Það skal tekið
fram að konan hafði drukkið
talsvert af áfengi og hún seg-
ist hafa sofnað ölvunarsvefni.
I»egar hún vaknaði voru
mennirnir tveir, sem hún ber
að hafi nauðgað sér, farnir en
þriðji maðurinn var sofandi í
herberginu. Konan segist
hafa farið upp i rúm til hans
og þau hafi haft samfarir. Hún
segir að þær samfarir hafi
ekki verið gegn vilja sínum
ÞEIR NEITA ÖLLU
Þremenningarnir neituðu í
fyrstu að hafa haft samfarir
við konuna. Þeir játuðu að
hafa haft i frammi kynferðis-
lega „tilburði" en neituðu öll-
um ásökunum um ofbeldi.
Kftir því sem á rannsóknina
leið breyttu hermennirnir
framburði sínum. Þeir játuðu
ekki nauðgun en báru hver á
annan að hafa haft samfarir
við konuna. en aldrei að of-
beldi hefði verið beitt.
Sá er munurinn á fram-
burði hennar og þeirra að
konan hefur í engu breytt
fyrsta íramburði í málinu en
framburður þeirra hefur tek-
ið breytingum án þess að
játningar um nauðgun liggi
fyrir.
Þremenningarnir voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald.
VOTTORÐ GEÐLÆKNIS
í skýrslu sem geðlæknir
konunnar skrifaði kemur
fram að hún hefur átt mjög
erfitt eftir atburðinn. Læknir-
inn segir meðal annars um
konuna að hana hrjái mikil
depurð. svartsýni, erfiðleikar
með svefn, lystarleysi, ein-
beitingarörðugleikar. von-
leysi, kvíði og hræðsla.
Læknirinn skrifar þetta 10.
október, mánuði eftir atburð-
inn. Konan hefur verið í lyfja-
meðferð og eins í stífum við-
tölum. Þrátt fyrir það hefur
hún ekki jafnað sig neitt og
eftir því sem næst verður
komist hefur heilsa hennar
enn engum framförum tekið.
Það ber að taka fram að
konan hefur ekki áður þurft á
aðstoð að halda vegna and-
legs misbrests.
UNDRANDI Á
ÞESSARI ÁKVÖRÐUN
Simon Ólason. lögmaður
konunnar. segist vera undr-
andi á þeirri ákvörðun sak-
sóknara að höfða ekki opin-
bert mál á hendur mönnun-
um þremur. Hann segist telja
gögn málsins benda til þess
að konan fari með rétt mál.
Bæði sýni áverkavottorð
lækna að konan hafi lent i
átökum og þá báru kynfæri
hennar merki þess að um
harkalegar samfarir hefði
verið að ræða.
Simon sagði fátt geta gerst
í málinu hér eftir. Konan væri
andlega veik eftir og það
styrkti enn frekar grun sinn
um að hún hefði verið beitt
ofbeldi. Sem dæmi nefndi
Símon að ekki hefði reynst
unnt að samprófa konuna og
mennina þrjá þar sem hún
væri hrædd við þá. Hætt var
við samprófun samkvæmt
læknisráði.
EKKISAMKVÆMT LÖGUM
„Það er eins með þetta mál
og velflest þeirra mála þar
sem ekki er krafist frekari að-
gerða, að þau gögn sem
liggja fyrir þykja ekki nægja
til sakfellingar. Það þóttu sem
sagt engar líkur á að það
næðist sakfelling," sagði Eifill
Stephensen. fulltrúi hjá emb-
ætti ríkissaksóknara. „Þetta
er spurning um sönnun.
Hennar framburður er gegn
framburði þriggja manna."
Er ekki rélt ad þeir hafi
hreytl framburdi sinum frú
fyrslu yfirhevrslum.’
„Jú, jú. þaðer eins og geng-
ur. Þeir verða nákvæmari en
það þótti samt engan veginn
nægja til að gefa út ákæru.
Okkur er hreinlega ekki
heimilt að gefa út ákæru ef
okkur sýnist likurnar vera
nær engar til að þeir verði
sakfelldir. Þau gögn sem fyrir
lágu þóttu ekki duga til sak-
fellis."
/ úrskurdi Hœsturéttar
oetfna gœsluvardhalds segir
aö fyrirliggjandi skýrslur
styrki þann grun sem var til-
efni rannsóknarinnar. Er
hœgt ad túlka þessi orö
Hœstaréttar ú þann ivg aö
gógnin hafi sýnt aö mennirmr
iKeru sekir.’
„Nei, nei. Þetta sýnir fyrst
og fremst að málið er í rann-
sókn og að Hæstiréttur hefur
viljað að rannsóknin héldi
áfram. Hæstiréttur var ekki
að fjalla um sekt eða sýknu i
þessu tilfelli, alls ekki," sagði
Kgill Stephensen.
Sigurjön Magnús Egilsson