Pressan - 21.11.1991, Side 14

Pressan - 21.11.1991, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Augiýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun sklptlborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. Verð í lausasölu 190 kr. elntakið. Fáum hjálpað mikið í PKKSSUNNI í datfer nu*Aal annars íjallaó um atvinnutryKKiiiKasjóó. í þeirri umíjöllun kemur ^lo^^le^a íram aö sjóðurinn var ekki stoínaöur til aö reisa viö atvinnulííiö í landinu. Kunginn úr milljaröa útlánum lians fór til fáeinna illa rekinna fyrirtækja. Hetur rekin fyrirtæki eru einíaldle^a ekki á skuldalista sjóósins. MeKÍn- hlutverk hans hefur því veriö aö halda verr reknu fyrirta*kjunum i eigu mannanna sem voru koinnir aó því aö missa þau fvrir þrentur árunt. í sumum tilfellum du^öi hjálp sjóös- ins ekki einu sinni til. Nú eru uppi hu^mvndir uitt aö fresta afhor^unar- <»k vaxta^reiöslum til sjóösins í tvó ár. Kinhverjunt hefur jafnvel dottiö í Iiuk aó kalla þaö al- mennar aógeröir. Langflest fyrirtæki skulda sjóönum lítió eöa ekki neitt. Frestun afhorgana breytir engu fyrir þau. Pessar aógeröir mundu bæta stóöu vandræöafyrirta'kjanna á pappírun- um. I»au hafa Itins vegar borgaö litiö sein ekkert til baka. svo í reynd breyt- ir þetta litlu. Kölilegast va*ri aö stjórnvöld ha*ttu aö velkjast um nteö þessi fyrirta*ki í svokölluöuin efnahagsaögeröum og leyíöu þeim aö rúlla. Kf þörf er á efna- hagsaögeröuiti. þá va*ri ha*gt aö ntiöa þær viö fyrirta*ki seni eru rekin skammlaust. FJÖLMIÐLAR Þröstur kvartar undan leiöréttingum Þar sem flokksblöðin litlu lifa enn og ekki bólar á nýju blaði (Mogginn er líka enn að birta þriggja opnu viðtöl við formann Sjálfstæðisflokks- ins) er svo sem fátt stórt um fjölmiðla að skrifa. Ég ætla því að nota tækifærið og svara stuttlega greinarkorni sem Þröstur Haraldsson. út- litsteiknari og fjölmiðlagagn- rýnandi Dags á Akureyri, skrifaði í blað sitt fyrir stuttu. Þresti finnst lýti að því hversu mikið PRESSAN birtir af athugasemdum við fréttir sínar og finnst það sönnun þess hversu margt sé vitlaust í blaðinu. Ég er ekki sömu skoðunar. í fyrsta lagi birtir PRESSAN ekki fleiri athugasemdir en önnur blöð, — þ.e.a.s. þau blöð sem á annað borð birta athugasemdir. Sum blöð hafa það sem hornstein í ritstjórn- arstefnu sinni að hafna slík- um birtingum ef þau mögu- lega geta. I öðru lagi eru fæst- ar af þessum athugasemdum leiðréttingar við fréttir blaðs- ins. Margar birta sjónarmið málsaðila sem ekki höfðu áð- ur komið fram. Aðrar eru til áréttingar. — oftast settar fram til að fyrirbyggja að fólk, sem er óviðkomandi umfjöll- unarefni blaðsins, verði fyrir óþægindum. Þannig má lengi telja. ()g ef eitthvað birtist í PREISSUNNI sem reynist ekki rétt er blaðinu Ijúft og skylt að leiðrétta það. Leiðin til að fækka slíkum birtingum er að treysta upplýsingaöflunina en ekki sú að þykjast vera óskeikull. Það veit Þröstur að blaða- menn eru ekki frekar en aðr- ar stéttir. Það átti að minnsta kosti við þegar Helgarpóstur- inn birti afsökunarbeiðni yfir þvera forsíðuna í kjölfar síð- ustu greinarinnar sem Þröst- ur skrifaði fyrir það blað. Þótt PRESSAN sé opin fyrir skrifum áimarra en blaða- manna um fréttir blaðsins vona ég að Þröstur rugli því ekki saman við eigin reynslu. Cunnar Smári Egilsson „Það hefur líka oft verið sagt um Stuðmenn, mína hljómsveit, að við kynnum ekki síður að spila á f jölmiðla en hljóðfæri. Það er auðvit- að galdurinn sem liggur að baki því að halda úti eldgamalli hljómsveit." JAKOB magnússon menningarsendiherra FUúgandi kvennakroppar „Baðverðirnir voru líka farnir að taka eftir því að karlar stóðu þarna og voru að horfa eitthvað upp í iofti0.“ Inglmundur Ingimundarson 8undlaugarst|órl I Kópavogl Hver þorir að mótnuela? „í mínum huga eru þetta fyrstu alvðruheimsmeistara- titlarnir sem íslendingar vinna í íþróttum. Ég tel að skák og bridge sé ekki sambærilegt, það eru annars konar íþróttir.“ Hjaltl Úrsus Árnason kraftajötunn Svona hófst ástarsaga áratugarlns „Ég var á leiðinni í partí og var að leita að heimilisfanginu þegar ég sá Donald allt í einu.“ Marla Maples fylgikona Lfkkistunaglinn lini „Þar var sýnt fram á að fylgni er á milli reykinga og getuleysis." Guðmundur Vlðar Elnarsson þvagfæraskurðlæknlr Hann lalar að minnsta kosti ekki af sér! „Síðan hvenær heyrist ekki þegar Steingrímur talar? Sagði hann þetta bara við hundinn sinn?“ Guðmundur Elnarsson aðstoðarálmálaráðherra Mannlegi þátturinn Aukningin á sjálfsvígunt ungmenna hefur slegiö óhug á fólk. Sumir teija reyndar aö sjálfsvíg þeirra séu jafnvel enn algengari en fram hefur komið. Dauödagi sé skráöur sem slys þótt hann sé viljn- verk. Þeir sem einkum fást viö vandræði unglinga segja aö þeir sem taka líf sitt komi úr hinum sundurlausustu fjól- skyldu. En eitt sé þeim þó óll- um sameiginlegt. Þær nái ekki saman. Foreldrar geti ekki talaö viö börnin sín eöa sýnt þeim ástúð á annan hátt. Enda eru þeir oft og tíðum báöir úti- vinnandi. Stór hópur barna gengur sjálfala á daginn. Mörg börn eiga að engu aö hverfa eftir grunnskóla. Þau eru þá niðurbrotin og ófær um nám. Á hverju ári „týnist" fjöldi barna í skólakerfinu. t>á alast inörg börn upp hjá ein- stæöri móður, sem verður aö vinna myrkranna milli svo endar nái saman. Samveru- stundum barna og foreldra hefur því fækkaö mjög. Fjöl- skyldan sem grunneining samfélagsins viröúst auk þess vera í upplausn. Á móti hverju pari sem giftir sig skilja ein hjón. ()g stór hópur unglinga er ánetjaður vímu- efnum. En slíkt er kannski besti mælikvaröinn á and- lega erfiðleika nú á dögum. Ofanritaö eru staðreyndir sem komu fram í vor á fundi l^eknafélags Reykjavíkur og Landlæknisemhættisins. Starfsfólk á ungiingastofn- unum segir aö unga fólkiö sé fullt af vonleysi og telji sig eiga lítið val um framtíð sína. Sé fremur eins og á valdi ör- laganna. Þótt sjálfsvíg sé flókiö og samsetl fyrirhrigöi hlýtur |><> aö mega fullyrða aö það vitni um mikla óhamingju. Hún hefur þá aukist svo unt mun- ar. Þjóðlífiö viröist meira en litiö hafa hreyst til hins verra. Þaö er einfaldlega miklu grimmara og miskunnarlaus- ara en áður, svo viö oröum þetta nú alveg eins og þaö er. Náunginn kemur okkur minna við. Sumir brotna bara og gefast upp. Efnahagsmálin eiga þó all- an hug þjóðarinnar. Og ekki skal gert lítið úr þeim. Álver er þó varla mikilvægara en lif harnanna í landinu. Samt veröa mannleg samskipti aldrei fyrsta mál í þjóðfélags- legri umræöu. Fá aðeins inni í smáumræðuþáttum. Verðum við ekki að hyggja betur að mannlega þættin- um? Kvennalistinn sýnist vera eini flokkurinn sem hefur gert húmanisma aö virkri þungamiðju í stjórnmálum og hefur fyrir vikiö uppskoriö háö ..alvöru stjórnmála- flokka" sem tala með fyrir- litningu um ..mjúku málin". Kóngurinn Þótt íslendingar telji sig merkilegasta allra þjóða eru þeir í aðra röndina aðeins ný- frjáls þriðjaheimsþjóð. Þetta vita allir. Það samfélag sem þeir hafa byggt sér er ekki ósvipað öðrum ólík- inda-þjóðfélögum í þriðja heiminum þar sem allt er öðruvísi en heilbrigð skyn- semi segir til um. Hér eins og þar verða menn virtari eftir því sem þeir verða uppvísir að meiri vitleysu. Hér eins og þar verða menn ríkir á þvi að tapa og sóa fé. Hér eins og þar er viljinn tekinn fyrir verkið. Og annað dæmi sem sýnir skyldleika íslendinga við þró- unarlondin er Jóhannes Nor- dal. Jóhannes er eins og hvíti maðurinn í sögunum sem kemur til Afríkuríkisins og segir við sjálfan sig; ,,Hér ætla ég að verða kóngur." Á sama hátt og hvíti maðurinn í sögunum notaði vasaljós eða einhverjar sjónhverfing- ar til að heilla innfædda not- Og mannlegum þjáningum viljum við helsf ýta frá okkur. Þótt tákn og stórmerki bendi til andlegrar kreppu höldum við áfram að ímynda okkur aö við séum einstaklega hamingjusöm þjóð með allt á hreinu. Og nú á víst fagfólk að ráða bót á sjálfsvígunt ungmenna. Það á að auka fræðslu og allt það. Slíkt er auðvitaö góðra gjalda vert. En þótt skiígreina megi sjálfs- víg sem heilbrigðismál verð- ur slíkur vandi ekki leystur af sérfræðingum. Við verðum öll að taka lífs- hætti okkar til endurmats. því þar liggur hundurinn grafinn. Sigurður Þór Guöjónsson aði Jóhannes hagfræðital. Eftir að hafa dáleitt þessa þjóð sjómanna og bænda með þessu tali öðlaðist Jó- hannes konungsríki sitt og kallaði það Seðlabanka. Og eins og aðrir konungar í þriðja heiminum notar Jó- hannes völd sín til að halda hirð og safna í kringum sig prjáli. Hann safnar málverk- um að bankanum. Bankinn safnar lika bókum. Jóhannes kaupir undir hann sumarlönd og konsertflygil og hann læt- ur bankann gefa út Fjármála- tíðindi til að geta kallað sjálf- an sig ritstjóra Financial Tim- es á Islandi. Jóhannes kaupir geirfugla og handrit fyrir peninga þjóðarinnar til að geta færl henni þetta aftur og látið hana þakka sér fyrir. Og Jóhannes byggir höll yfir sjálfan sig og hirðina. Þótt hlutverk bankans sé að stjórna peningamálum gerir hann mest lítið af því, — einna helst að hann stökkvi til og geri einhvern óskunda af sér í tengslum við enda- lausar efnahagsaðgerðir rík- isstjórnanna. En í raun getur þjóðin þakkað fyrir að Jóhannes er upptekinn við annað en að stjórna peningamálum. Á meðan lög gerðu ráð fyrir að bankinn væri virkari í þeirri stjórn en hann er nú var ástand þeirra mála hlægilegt. Hlægilegra en í dag. Það hefði líka verið öllum fyrir bestu ef Jóhannes hefði verið eilítið óvirkari í hjáleigu sinni, Landsvirkjun. Þá sæti þjóðin ekki uppi með rafork- una úr Blöndu sem hún hefur ekkert við að gera fyrr en ein- hvern tímann á næstu öld. Þangað til mun orkan úr Blöndu ferðast hring eftir hring eftir Byggðalínunni. En kannski skiptir það ekki máli í þriðjaheims-konungs- riki Jóhannesar. Aðalatriðið var að hann fékk að vígja virkjunina. Aðeins þeir sem hafa reynt það vita hvers virði það er að starta heilli virkjun. AS

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.