Pressan - 21.11.1991, Side 24

Pressan - 21.11.1991, Side 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 K»]VUI; Tölvur notaðar við kennslu í Melaskóla Sameinar nám oq leik á ákjósanleqan hátt „Tíu úra börn fá aö nola tölvur, til dœmis i slœrdfrœdi- námi, og þegar komid er upp i 12 ára bekkina vinna allir krakkarnir meö forrilunar- málinu „logo". Siöan hefur kennslan hjá mér þróasl í þá áll aö nola forrilunina til þess aö láta krakkana vinna verk- efni i greinunum sem þau eru hvorl er aö lœra hjá kennur- um sinum," sagöi Ragnheiöur Benediklsson, lölvukennari i Melaskóla. Börnin í Melaskóla hafa þau forréttindi framyfir marga aðra grunnskólanema að þau fá að læra á tölvur og um löndin og eru þar af leið- andi að læra landafræði sam- tímis. Þau finna líka tónlist sem hæfa landinu. lög sem tónmenntakennarar skólans hafa valið. Raunar fer einn lít- ill hluti nótnalærdómsins fram í tölvutímum. í þessu landafræðiverkefni er því verið að samræma kennslu i landafræði, stærðfræði og tónmennt og læra i leiðinni á tölvurnar," sagði Ragnheiður. Hún sagðist reyna að örva börnin til að vinna sjálfstætt á tölvurnar. Til dæmis gætu þau breytt eða lagað forritin ef þau vildu en hún gerði skjá. Enda sagði Ragnheiður að allt annað væri að læra sum hugtökin úr algebru á þennan hátt en þegar hún var að berjast við hana i skóla. Nemendur þyrftu ekki að bíða eftir að kennarinn hefði tíma til að svara hverj- um nemenda hvort hann væri á réttri leið í dæmunum. Tölvan sýndi það samstundis og jafnóðum. Fram til þessa hefur lítið farið fyrir því að tölvur væru notaðar við kennslu í ís- lensku. Ragnheiður sagðist hafa setið ráðstefnu móður- málskennara fyrir skömmu. orð úr textanum finnur tölv- an orðabókarmy nd þess áður en leitað er að samheitum. Einnig er unnt að skoða beyg- ingar þar sem notaður er orð- myndasmiður á sama grunni og Púkinn sem Friðrik Skúla- son tölvunarfræðingur samdi og margir tölvunotendur þekkja. Þennan stafsetning- arpúka er hægt að hafa vak- andi þegar slegið er inn til að hressa upp á stafsetninguna. Styrkur fékkst til að prófa þetta forrit í tveimur 11 ára bekkjum í Melaskóla. Sá hængur er á að nú á skólinn ekki tölvukost til þessa verks. minni kröfur um að þau semdu eigin forrit. Ragnheiður sagði að upphaf- ^v . lega hugmyndin með » , ’ ' Éi1 logo-forritunarmálinu væri H t x . Æ - sú að þetta væri tæki til að . ji T.-i. læra stærðfræðihugtök og fá frið frá kennaranum til að læra og uppgötva stærð- 11*&S££>5ÍÍ feítfej Iéét hÆSLMFm fræði. || '/V -f-; — Útsendari PRESSUNNAR ..j ?«4' L7W fékk tækifæri til að spreyta ayfrBHiiy . mm sig á landafræðiverkefni í ;k' 'U einni tölvunni. Það fjallaði liiA J um Belgíu og eftir að útlínur landsins höfðu komið fram á milli nemenda vinna hluta námsefnis á þær. Ragnheiður sagði að það þyrfti raunar ekki langan tíma til að kenna börnunum á tölvur. Mörg þeirra væru búin að kynnast tölvunotkun heima hjá sér og þau væru yf- irleitt afar fljót að gera sér grein fyrir möguleikum tölv- unnar. Það gerðu þau best með þvi að fara að vinna verkefni sem fyrst. VERKEFNI SEM SAMÞÆTTA MARGAR GREINAR „Mér finnst mjög spenn- andi að hafa verkefnin þann- ig að þau samþætti margar greinar. Til dæmis eru landa- fræðiverkefnin sem börnin hafa unnið samsett af stærð- fræðilegum hugtökum eins og hnitakerfið sem er siðan notað í landafræðinni. Þau teikna landakort í hnitakerf- inu og þar með eru þau að æfa sig í þessu kerfi sem er kennt hér i stærðfræði. Börnin ná i alls konar upplýsingar skjáinn liðaðist skyndilega lína yfir landið og tölvan spurði hvað þessi á héti. Gefnir voru upp fjórir mögu- leikar á svari og löngu gleymd kunnátta PRESSU- manns hefndi sin þegar hann valdi rangt svar. Á skjánum birtist setning þar sem spurt var hvort nemandinn væri al- gjör api eða eitthvað i þá átt. Ragnheiði var skemmt og gaf þá skýringu að krakkarnir settu athugasemdir frá eigin brjósti inn í forritið. Þau pukr- uðust við að búa til spurning- ar og valmöguleika og kátín- an næði hámarki þegar kennarinn gataði og fengi á baukinn. Síðan komu spurningar um ýmislegt er varðar Belgíu, svo sem stærð landsins, ártöl úr sögu þjóðarinnar og hvaða borg væri höfuðborg lands- ins. Við hvert rétt svar birtust hrósyrði á skjánum en þegar rangt var getið til komu hinar háðulegustu athugasemdir. Það er greinilega bráð- skemmtilegt að læra landa- fræði á tölvu. Og ekki sakar að rifja upp bágborna stærð- fræðikunnáttu með hnita- kerfinu um leið. Ragnheiður sýndi ýmis fleiri dæmi um hagnýta kennslu þar sem tölvurnar koma að góðum notum og sameina leik og nám á skemmtilegan hátt. Tyrfin stærðfræði lítur miklu vinalegarút þegar hún er sett upp á myndrænan hátt á tölvu- Björnsson geröu smáhlé á hliðrunardæminu til að skoöa Spessa Ijósmyndara. Þar voru flutt mörg gagn- merk erindi um móðurmáls- kennslu, en Ragnheiður saknaði þess að heyra engan af frummælendum minnast á að heppilegt gæti verið að nota við móðurmálskennslu tækni á borð við hljóðbönd, myndbönd eða ritvinnslufor- rit, móðurmálsfræðslunni til framdráttar. Vonandi er þetta að breytast enda til dæmis tölvur kjörin tæki til þess arna. Jón Torfi Jónasson vann frumgerð að forriti í logo sem var áfangi í að laga ritvinnsluforrit að íslensku máli. Þessi frumgerð var reynd í Melaskóla veturinn 1989-1990. Ný gerð forrits- ins hefur síðan verið skrifuð undir heitinu Ritvöllur. Hildi- gunnur Halldórsdóttir, sér- fræðingur á Reiknistofnun Háskólans, og Ragnheiður Benediktsson önnuðust verk- efnastjórn og skipulagningu á vinnunni. í forritinu er notaður ein- faldur ritill sem er sérstak- lega skrifaður fyrir þetta for- rit til þess að slá inn texta. Auk einföldustu aðgerða í ritli er unnt að athuga tíðni orða og lengd málsgreina í texta. Þetta kennir nemend- um að ofnota ekki sömu orð- in og teygja málsgreinar ekki úr hófi. Margir eiga erfitt með að byrja ritsmíðar en þarna er hægt að fá dæmi um ýmiss konar upphaf texta sem hjálpar nemendum af stað. Þá er hægt að fletta upp í samheitasafni sem byggist á aðalmynd orða. Ef valið er HERRA ÓLAFUR SKÚLASON Já, ég á tölvu heimu sem ég notu ein- göngu sem uppfœröu ritvél og hán er mér ómetunleg sem slík. Þuö eru leikir í lölvunni sem sonur minn og burnubörn hufu gumun uf uö grípu í. meö þeim uf- leiöingum aö stundum þegar ég kem aö lölvunni veil ég ekki hvaö snýr þur upp eöa niöur. Verö aö kalla á hjálp til aö stilla hana fyrir ritvinnslunu. Hratt flýgur stund á tölvuöld og átta níðsterkar Appie-tölv- ur Melaskóla duga nú skammt. Enn er eftir mikil vinna við þetta verkefni. TÖLVUSAMSKIPTl VIÐ UMHEIMINN Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi tölvukennsl- una í Melaskóla en ótalinn er einn þáttur sem er ekki sá ómerkasti. Það er tölvusam- skipti við skólabörn í öðrum löndum, einkum Bandaríkj- unum. Þetta er umhverfis- verkefni byggt á raungreina- námi. Um er að ræða sam- vinnuverkefni tveggja stofn- ana í Bandarikjunum og nefnist það Kid's network á ensku. Viðfangsefnum er skipt í einingar sem snerta umhverfi okkar, svo sem súrt regn, veður, drykkjarvatn og gæludýraeign nemenda. Hver eining spannar sex vik- ur og byggist námið meðal annars á umræðum, verkleg- um æfingum, gagnasöfnun, tölvusamskiptum og sam- vinnu við nemendur í öðrum löndum og starfandi vísinda- menn. Ragnheiður sagði þarna á ferðinni ákaflega skemmti- legt verkefni. Nemendur gerðu alls konar tilraunir og rannsóknir sem þeir hefðu samvinnu um milli landa. Þeir skiptust á upplýsingum og niðurstöðum athugana og þar kæmi margt spennandi og óvænt í Ijós. Við þetta verkefni hefur Melaskóli af- not af gagnaneti Pósts og síma. Ljóst er af snóggri kynn- ingu af notkun tölva við kennslu í Melaskóla að með tólvunum eru tólgnir nær óendanlegir möguleikar til að auka og bæta kennsluna með þessum hætti. Guðrún: Pabbi ætlaði að verða bóndi og amma lika. Bóndaefni sem hygqst nota tölvu við bókhaldið Þuö er lif og fjör i lölvulim- um hjá Rugnheiöi i Mela- skóla. Þegur PRESSAN sluldruöi þur viö voru 12 ára nemendur uö glíma viö aö komu flugvélum frá loppi skjásins niöur á botn. Þellu er liöur i slæröfrceöikennslu og nefnisl hliörun. Nemendur voru ýmisl einir viö lölvu eöu Iveir saman og þuö var líf og fjor. Kullaö vur á Rugnheiöi úr ollum állum og hún beöin um ráö og leiöbeiningur. Við eina tölvuna sat Guð- rún Ogmundsdóttir, niður- sokkin í verkefnið en gaf þó færi á stuttu spjalli. Hún var fyrst spurð hvort það væri tölva á hennar heimili: ,,Já, það er til tölva heima og nokkrir tölvuleikir. Ann- ars erum við búin að týna ein- um leik. Pabbi á til dæmis leiki fyrir golf. skák og billj- ard." — Krt þú í iþróttaleikjunum lians pabba? ,.Það er nú ekki mikið. Að minnsta kosti ekki í skákinni. Ég er frekar í öðrum leikjum eins og til dæmis einum sem heitir Law Runner. Hann er um þjöf sem stelur peningum og reynir að sleppa frá lög- reglunni." — Hvaða hlutverk leikur þú í leiknum — ertu lögga? ..Nei. ég er sko þjófurinn og set upp alls konar gildrur fyr- ir lögguna. Til dæmis að grafa holur sem þeir eiga að detta í og fleiri gildrur svo ég Bjöm: Hafur þú náð i slúður fyrir PRESSUNA? komist undan með pening- ana." — Gengur vel að sleppa við lögguna? ,,Já, já. Mér tekst oft að sleppa og það drepast stund- um nokkrar löggur í eltinga- leiknum." — Hm, hm. Það er nefni- lega það. Guðrún mín. En notar þú tölvuna hans pabba þíns í eitthvað annað — fyrir skólann? „Ég hef æft mig að skrifa verkefni á hana en við eigum að handskrifa heimaverkefn- in fyrir skólann. En það er mjög skemmtilegt að læra á tölvuna hérna." — Sérðu fyrir þér hvernig þessi kunnátta nýtist þér í framtíðinni? „Ha? Hvað meinarðu?" — Ég á við — áttu eftir að nota tölvu þegar þú ert búin í skóla og farin að vinna? „Já. ábyggilega. Ég ætla að verða bóndi því mér finnst gaman í sveitinni og að um- gangast dýrin. Þá get ég not- að tölvu við bókhaldið og ýmislegt fleira. Annars ætlaði pabbi að verða bóndi og amma líka. En það tókst nú ekki hjá þeim." Við töfðum Guðrúnu ekki lengur en snaggaralegur strákur sem sat þar skammt frá leit upp frá verki og spurði af ákefð: Hefur þú einhvern tímann náð í gott slúður fyrir PRESSUNA? Hann lét dræmt svar ekki á sig fá og spurði enn: Bættirðu þá ekki einhverju við það til að gera það betra? Eftir þessu að dæma mætti ætla að hann Björn Omars- son væri farinn að gera sér vissar hugmyndir um að reyna blaðamennsku í fram- tíðinni, en hann linnti yfir- heyrslunni þegar sessunaut- ur hans fórnaði höndum og kallaði: Þetta er vitlaust. A þetta ekki að vera 85? Annar heyrðist kalla með vanþókn- un í röddinni: Svo segið þið 40. Það getur bara ekki pass- að. Við truflum ekki kennsluna lengur. enda höfðu PRESSU- menn engin ráð til að miðla neinum fróðleik um hliðrun

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.