Pressan - 21.11.1991, Síða 28

Pressan - 21.11.1991, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. NÓVEMBER 1991 NÚ UMTURNAST HANN BÖLVAR OG RAGNAR Þjódviljinn er í sludi þessa dagana og greinilegt ad þad fer vel í hann ad eiga sér jafn „djúsi“ andslœding og viöreisnarsljórn undir for- yslu Davids hins ógurlega Oddssonar. Valin dcemi af fyrirsögnum hladsins siöasla múnudinn eru: Rílcið brýtur lög á fötluð- um Ríldsstjórnin segir launa- fólki að éta það sem úti frýs Lyfjakostnaður ðryrkja hefur stóraukist Rikisstjórnin hefur skap- að mikla togstreitu og óvissu Frekari skerðingar á lánasjóðnum boðaðar Ríkið hefur svikið launa- fólk um milljarða Forkastanleg vinnubrðgð menntamálaráðherra Ríkisstjómin ráðalaus Á sama tíma í fyrra var Alþýðubandalagið í ríkis- stjórn. Þá fengu lesendur fyrirsagnir á borð við: Lánshæfni: ísland fser góða einkunn Sjávarútvegur: Bullandi góðæri Skólar: Markmið sett til aldamóta Herstöðin: Minni fram- kvæmdir EES-samningamir: Styrkja velferðarkerfið Fjármálaráðherra: Vald- dreiflng hjá ríkinu Verðlag: Matvæli hafa lækkað Grannskóialög: Valddreif- ing einkennandi Sem kunnugt er hefur ver- id upplýsl ud horgin hafi keypt fjöldann allan af íhúö- um í nágrenni rúöhúss Reykjuvíkur. Ýmsur kenning- ar eru ú lofli um ústœöunu, helsl er lalaö um aö rúöhús- iö sé of litiö og að þaö vanli húsplúss undir borgarstarfs- menn eöa aö rifa eigi hinar keyplu fasleignir lil aö skapa viöunandi plúss i kringum rúöhúsiö. Hann Gissur Simonarson í Gluggasmiðjunni sat í bygg- ingarnefnd borgarinnar vor- ið 1988. Þá ritaði hann grein í Alþýðublaðið, þar sem hann þóttist sjá fast- eignakaupin fyrir. En hann hafði að auki öllu alvarlegri boðskap fram að færa og bar þar fyrir sig skýrslu sér- fræðinga Orkustofnunar. „Ég myndi segja að um aldamót yrði þetta hús ekki talið notliæft... Þetta er einn óbyggilegasti staðurinn í borginni fyrir svona hús... grunnstæðið er mjög vafa- samt vegna þess að það fæst ekki svokölluð berg- festa. Ráðhúsið mun því annaðhvort sökkva niður eða lyftast upp... Síðan þegar farið verður að grafa fyrir Alþingishúsinu (fyrir- hugaðri nýbyggingu — innsk. PRESSAN) þá er við- búið að það verði mikil röskun á grunnvatninu og það þýðir að húsin við Tjarnargötuna geta farið að hallast." FRIKKI, EINSI, VILLI OG BÁKNIÐ BURT < + . Þessi mynd er frá því snemma árs 1977 þegar ungir sjálfstæðismenn ferð- uðust um landið undir kjör- orðinu „Báknið burt". Til vinstri er Friörik Sophus- son, núverandi fjármálaráð- herra og um leið yfirmaður báknsins, síðan kemur Einar Kr. Guöfinnsson stjórnmála- fræðingur, nú þingmaður, og loks Vilhjúlmur Egilsson, þáverandi formaður SUS, nú þingmaður. Þegar myndin var tekin ríkti ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hall- grimssonar. Árið 1977 hljóð- uðu rikisútgjöldin upp á 67,7 milljarða króna að nú- virði, en í fjárlagafrumvarpi Friðriks fyrir næsta ár er gert ráð fyrir ríkisútgjöldum upp á 110,1 milljarð króna. Aukningin er 42,4 milljarðar eða 62,7 prósent. Útgjöld hvaða ráðuneyta skyldu hafa aukist mest? Hjá fjármálaráðuneyti (ásamt fjárlaga- og hagsýslu- stofnun) nemur aukningin 207 prósentum (mikið til vegna afborgana og vaxta af erlendum og innlendum lánum ríkissjóðs), hjá æðstu stjórn ríkisins (forseta, ríkis- stjórn, Alþingi) nemur aukn- ingin 103 prósentum og hjá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu nemur aukn- ingin 90,6 prósentum (yfir 20 milljörðum). Ó, bákn- lausa ísland, hvenær kemur þú? HALLANDI OG SÖKKVANDI BORGARSTARFSMENN Jiaí • er með ólíkindum — Magnus Hreggviös- son. eigandi timaritaút- gáfunnar Fróða, hefur fellt sinn dóm um sparn- aðar- og niðurskurðarvið- leitni Fridriks Sophusson- ar fjármálaráðherra og samráðherra hans. „Kik- isstjórnina skorti þrek til þess að standa við gefin fyrirheit... <)g vitanlega heldur rikisstjórnin fast við framsóknarmennsk- una . .. Kíkisstjórnin hef- ur yfirgefið hvert vigið á fætur öðru i fátæklegri viðleitni sinni til sparnað- ar og samdráttar í rikis- rekstri." — Þegar endurbælur á Þjóðleikhúsinu fóru dug- lega fram úr áætlun sagði hilmi Jónsson á þingi: „Þar er ráðist i fram- kvæmdir áður en hönnun er lokið. Þar eru teknar ákvarðanir um hvenær framkvæmdum skuli lok- ið áður en búið er að hanna. Það eru teknar ákvarðanir um það fyrir- fram hvenær hægl sé að hefja rekstur hússins áður en vitað er hvernig hönn- un verður. Þetta leiðir til þess að sífellt er verið að breyta hönnun og breyta framkvæmdaáætlunum á framkvæmdatima sem allir ættu að vita að kost- ar gifurlegt fjármagn. Þetla vinnulag. sem er á ábyrgð hæstvirts mennta- málaráðherra. hlýtur að fela i sér gifurlega sö- un . .." Kf bara l’álmi hefði átt sæti i byggingar- nefndum ráðhússins og Perlunnar. . . KYNLÍF Smokkanotandinn „En þaðer einsog aö fara í sturtu i stigvélum," sagöi strákur einn i hópi af krökkum í félagsmiöstöö- inni þegar ég fór aö tala um gildi smokksins. Svo horföi hann á mig sigri hrósandi eins og hann biöi spenntur eftir þvi hvort ég heföi uokkuö aö segja viö slíkum snilldarrökum. „Ég skal ekki draga úr því aö sum- um strákum finnst þaö minnka næmiö aö nota smokkinn. Hins vegar eru örþunnir smokkar fram- leiddir í dag og þaö þættu þunn stígvél sem væru einn fertugasti úr millimetra. Sé dropi af munnvatni eða K-Y- rakasmyrsli settur ofan í smokkinn á þann hluta sem snýr að kónginum eykur það næmið og gefur blaut- legri tilfinningu. Nú. svo má líka nota smokka sem eru smurðir." Svo hélt ég áfram aö útlista fyrir krökk- unum að smokkurinn væri eina getnaðarvörnin sem hefði líka verulegt gildi sem vörn gegn kynsjúk- dómum. Hann væri þvi langbesta alhliða vörnin fyrir þá sem heföu samfarir. Hvernig ver smokkurinn kynlífsiðkendur fyrir al- næmissmiti og öðrum kyn- sjúkdömum? Áriö 1985 var gerö rannsókn i Kaliforníu- háskóla í San Francisco þar sem smokkar voru fylltir af vökva sem innihélt alnæm- isveiruna. Rannsókn leiddi i Ijós aö efniö í smokknum hleypti alnæmisveirunni ekki í gegn. Þ.tö er einnig vitaö aö notkun smokks við kynmök getur komiö í veg fyrir candidiasis (sveppasýkingu). lekanda og sárasótt (syfilis) svo og hindrað aö chlamydiubakt- erían og herpesveiran komist i gegnum latex- gúmmíið. Langflestir smokkar eru framleiddir úr latex — náttúrulegu gúmm- íi — en þó eru til smokkar geröir úr lambsgörnum. Slikir smokkar hafa ójafna áferö og sumstaöar eru agnarlitlar holur sem geta hleypt bakteríum og veir- um í gegn sem valda kyn- sjúkdómum. Garnasmokk- arnir veita þvi einungis vörn gegn þungun en ekki kynsjúkdómum, en sæöis- frumurnar eru mun stærri en kynsjúkdómaveirur og bakteríur og komast ekki í «eRn. Hvernig á að velja góöa smokka? Hér koma nokkur atriði sem vert er fyrir smokkaneytendur aö hafa i huga viö innkaupin. Kauptu aöeins latex- smokka. ekki smokka búna til úr lambsgörnum (lamb skin condom stendur á um- búöunum). Smokkurinn er teygjanlegur svo að ein stærð passar öllum. Notiö aðeins smokka þar sem dagsetningin er ekki út- runnin. Smokkar meö totu fremst fyrir sæðið (sáö- poka) eru hentugir, því minni líkur er á að smokk- urinn renni af. leki eöa rifni. Smuröir smokkar eiga að vera smuröir meö nonoxynol-9. Smokkar úr sælgæti (t.d. súkkulaöi) og kitlusmokkar eru ekki al- vöru smokkar og konia ekki aö notum sem vörn gegn þungun eða smitsjúk- dómum (stundum er mesta furöa hvaö fólk er tilbúiö aö reyna!) Vænlegast er aö kaupa nokkrar tegundir og prófa sig áfram og finna þannig út hvaöa smokkur líkar best. Sumir smokkar eru hrufóttir eöa meö ein- hverjum totum sem ætlaö er aö auka kynlifsánægju ástkonunnar eða elskhug- ans. Þeir eru fáir sem fá eitl- hvaö út úr smokkahrukk- unum annaö en tilbreyting- una — meirihluti kvenna segist ekki finna aukna til- finningu í leggöngunum. Stundum eru seldir smokk- ar sem innihalda deyfikrem (staðdeyfilyf) sem gerir karlmanninum kleift aö endast lengur af því lim- urinn verður hálfdofinn. Þetta læknar ekki bráöa- sáölát en hvað gera sumir karlmenn ekki bara til aö endast lengur í samförun- um — jafnvel þ<> þeir hafi litla tilfinningu í honum? Það sem fæstir hugsa út í er aö slikt krem getur lika deyft kynfæri rekkjunaut- arins — sköp og leggöng konunnar verða hálfdofin. Mér finnst það sérstakt ef hálfdofin kynfæri og lengri samfarir eru eitthvað til að sækjast eftir. Liturinn á lit- uðum smokkum helst í flestum tilvikum en þó get- ur það gerst að liturinn fari úr þeim við notkun. Sumir þekkja þaö aö vissir smokkar geta valdið of- næmisviöbrögðum og ert slímhúð kynfæranna — sér- staklega þeir sem ilma eða eru smurðir. Það eina sem hægt er að gera við þessu er aö reyna aðra tegund. Smokkanotandinn verður aö gera tilraunir á sjálfum sér, ásamt bólfélaganum. þar til uppáhaldssmokkur- inn finnst. Meira um neyt- endamál smokkakaupenda síðar. Spyrjió Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíi c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.